Morgunblaðið - 06.10.2003, Page 1

Morgunblaðið - 06.10.2003, Page 1
2003  MÁNUDAGUR 6. OKTÓBER BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A STOKE VILL FÁ FYRIRLIÐA GRINDVÍKINGA / B2 Bíllinn bilaði og Taffarel hætti FYRRVERANDI landsliðsmarkvörður Brasilíu, Claudio Andre Taffarel, hefur ákveðið að hætta sem atvinnuknattspyrnumaður en þá ákvörðun tók hann eftir að bifreið hans bilaði er hann var á leið til Empoli í þeim tilgangi að skrifa undir samning við samnefnt lið. Taffarel segir í útvarpsviðtali við ítalska út- varpsstöð að vissulega hafi hann valdið stuðn- ingsmönnum Empoli vonbrigðum en hann hafi fengið það á tilfinninguna að æðri máttarvöld hefðu tekið í taumana. „Mér fannst eins og ég væri á leiðinni að gera eitthvað sem væri mér ekki fyrir bestu. Ég taldi að ég væri að fá skilboð þess efnis að núna væri ferli mínum lokið,“ segir hinn 37 ára gamli markvörður sem lék yfir 100 landsleiki og varð m.a. heimsmeistari árið 1994. Kristinn Jakobsson var útnefnd-ur dómari ársins og þau Hjalti Jóhannesson, ÍBV, og Íris Sæ- mundsdóttir fengu háttvísisverðlaun KSÍ, en þess má geta að Hjalti, sem er varnarmaður, hefur ekki fengið að líta gula spjaldið síðustu sjö ár. Fjölmiðlar völdu lið ársins og í Landsbankadeild karla voru þessir valdir: Markvörður: Kristján Finnboga- son, KR. Varnarmenn: Kristján Örn Sig- urðsson, KR, Ólafur Örn Bjarnason, Grindavík, Tommy Nielsen, FH og Gunnlaugur Jónsson, ÍA. Miðju- menn: Jón Þ. Stefánsson, FH, Ólafur Ingi Skúlason, Fylkir, Heimir Guð- jónsson, FH og Dean Martin KA. Sóknarmenn: Allan Borgvardt, FH og Veigar Páll Gunnarsson, KR. Úrvalslið kvenna Lið kvenna er þannig skipað: Markvörður: Þóra B. Helgadóttir, KR. Varnarmenn: Málfríður Sigurðar- dóttir Val, Íris Andrésdóttir, Val, Embla Grétarsdóttir, KR og Íris Sæmundsdóttir, ÍBV. Miðjumenn: Karen Burke, ÍBV, Ásthildur Helgadóttir, KR, Margrét Ólafsdóttir, Breiðabliki og Margrét Viðarsdóttir, ÍBV. Sóknarmenn: Hrefna H. Jóhann- esdóttir, KR og Olga Færseth, ÍBV. Borgvardt og Ásthildur leik- menn ársins ALLAN Borgvardt, FH, og Ásthildur Helgadóttir, KR, voru valdir leik- menn ársins á lokahófi KSÍ sem haldið var á Broadway á laug- ardagskvöldið. Ólafur Ingi Skúlason, Fylki, og Margrét Lára Viðars- dóttir, ÍBV, voru útnefnd efnilegustu leikmennirnir og Ólafur Jóhannesson, FH, og Vanda Sigurgeirsdóttir, FH, urðu fyrir valinu sem þjálfarar ársins. ■ Myndir/B4 ANJA Andersen þjálfari danska kvennaliðsins Slagelse í hand- knattleik er söm við sig en nú hefur danska handknattleiks- sambandið úrskurðað hana í þriggja leikja bann eftir að hún sýndi dómaranum Henrik La Cour Brunn „fingurinn“ og að auki sagði hún að dómarinn væri „sjúkur í höfðinu“ en Slagelse tapaði gegn Ikast í leiknum. Brunn segir við Ekstra Bladed að hann hafi á sínum langa ferli sem alþjóðlegur dómari aldrei áður heyrt svívirðingar á borð við þær sem hann fékk frá And- ersen. „Hún ógnaði mér er hún hljóp inná völlinn eftir að ég gaf henni rautt spjald. Hún ýtti við mér og hana langaði að slást við mig að ég held. Það er mitt mat að aðeins fagmaður geti úr- skurðað hvort ég sé „sjúkur í höfðinu“, slíka dóma vil ég ekki fá frá handknattleiksþjálfara.“ Anja enn í vandræðum SJÖ mörk Gylfa Gylfasonar, lands- liðsmanns í handknattleik, fyrir lið Wilhelmshavener dugðu skammt í viðureigninni við Wetzlar í þýsku 1. deildinni um helgina. Gylfi og félagar töpuðu á heimavelli, 32:27. Gylfi var markahæstur í liði Wil- helmshavener en Gunnar Berg Viktorsson og Róbert Sighvatsson skoruðu 4 mörk hver fyrir Wetzl- ar. Guðjón Valur Sigurðsson skor- aði 5 mörk fyrir Essen sem vann góðan útisigur á Nordhorn, 31:23, á laugardaginn. Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í Magdeburg töpuðu sínum fyrsta leik á leiktíðinni. Magde- burg sótti Eisenach heim og varð að sætta sig við tap, 21:19. Guðmundur Hrafnkelsson og fé- lagar hans í Kronau/Östringen töpuðu enn einum leiknum – nú fyrir Flensburg á útvelli, 34:20, eftir að staðan í hálfleik var, 20:10. Einar Örn Jónsson skoraði eitt mark fyrir Wallau Massenheim sem gerði jafntefli við Pfullingen, 28:28. Í stórleik helgarinnar tókst meisturum Lemgo að stöðva sig- urgögn Kiel. Lemgo sigraði með fjögurra marka mun, 33:29. Jaliesky Garcia komst ekki á blað fyrir Göppingen sem tapaði fyrir Minden, 26:23. ENSKA dagblaðið Sunday Mirror greindi frá því í gær að Kevin Keegan, knattspyrnustjóri Man- chester City, væri ólmur í að fá Eið Smára Guðjohnsen frá Chelsea til liðs við sig þegar leikmanna- markaðurinn á Englandi verður opnaður í janúar. Blaðið greindi frá því að City væri þegar búið að setja sig í samband við Chelsea en Keegan er sagður orðinn lang- eygur eftir því að Robbie Fowler komist í gang og vill Keegan fá Eið Smára í staðinn. Eiður Smári var í sviðsljósinu í gær í Middlesbrough, þar sem hann skoraði fyrra mark Chelsea í sigurleik Lundúnaliðsins, 2:1. Sjá nánar um ensku knattspyrnuna á B8. Reuters Frank Lampard og Wayne Bridge fagna Eiði Smára eftir að hann skoraði mark fyrir Chelsea gegn Middlesbrough á Riverside Stadium í gær, þar sem Chelsea vann 2:1. Keegan vill Eið Smára í stað Fowlers Sjö mörk Gylfa dugðu skammt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.