Morgunblaðið - 06.10.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.10.2003, Blaðsíða 30
30 C MÁNUDAGUR 6. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐFasteignir FASTEIGNAMARKAÐURINN á Akureyri hefur tekið vel við sér eftir sumarleyfi. Góð eftirspurn er eftir minni íbúðum og meðalstórar og stærri eignir hafa einnig verið að seljast betur. Skýringin á góðri eftirspurn liggur ekki í augum uppi, þar sem skráðum íbúum í bænum hefur ekki fjölgað að neinu marki, en þeir eru nú tæplega 16.000. Nærtækasta skýringin er hin mikla uppbygging Akureyrar sem skólabæjar á undanförnum árum. Nemendur í Háskólanum á Ak- ureyri eru nú annað þúsund og nemendur í öðrum skólum hafa sennilega aldrei verið fleiri. Stór hluti þessa fólks á lögheimili ann- ars staðar en skráir sig ekki á Ak- ureyri. Þegar skólafólkið er talið með eru íbúar á Akureyri sennilega nær því að vera 18.000. Þessi fjölg- un skiptir því verulegu máli fyrir eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði í bænum, en allir þurfa jú þak yfir höfuðið. Verð á íbúðarhúsnæði hefur samt haldizt allstöðugt á Akureyri. Það hækkaði á árunum 1999–2001, en síðan dró úr því. Að undanförnu hefur verðið samt verið að síga upp á við eins og sagt er á fast- eignamáli. Stofnað 1963 Trésmíðaverkstæði Sveins Heið- ars á Akureyri hefur lengi verið í röð fremstu byggingafyrirtækja þar í bæ. Það var stofnað af þeim feðgum Sveini Heiðari Jónssyni og Jóni Gíslasyni árið 1963 og hefur starfað samfleytt síðan. Fyrirtæk- ið er því fjörutíu ára á þessu ári. Sjálfur tók Sveinn Heiðar við rekstri fyrirtækisins 1986. Hjá því starfa nú tólf manns auk átján annarra fyrirtækja, sem vinna sem undirverktakar og samstarfsaðilar. Við Holtateig á Akureyri er Tré- smíðaverkstæði Sveins Heiðars langt komið með að bygga 27 rað- hús. Þetta eru timburhús á steypt- um sökkli. „Þetta eru allt raðhús á einni hæð, um 140 ferm. að stærð með bílskúr,“ segir Sveinn Heiðar. „Flest eru 4ra herbergja en fimm eru 3ja herbergja. Eftirspurn eftir þessum húsum hefur verið mjög góð og það má segja, að þau seljist jafnóðum og þau klárast.“ Að sögn Sveins Heiðars tekur mjög skamman tíma að byggja þessi hús. „Við erum að slá met í sumar hvað byggingarhraða snert- ir og höfum farið ofan í einn mán- uð með íbúðina án þess að slá af kröfum,“ segir hann. „Auðvitað er þetta misjafnt og fer svolítið eftir verkefnum annars staðar. Þannig erum við nýbúnir að ljúka við tvær íbúðir í Grenivík. En við höfum náð mjög góðu valdi á að byggja þessi hús, enda búum við þar að mikilli og langri reynslu.“ Sveinn Heiðar kveðst telja verð á þessum raðhúsum hagstætt mið- að við markaðinn á Akureyri nú, en þau kosta 14,9 millj. kr. Þá eru allir milliveggir komnir, loft frá- gengin og íbúðin tilbúin undir málningu, en það vantar eldhús- innréttingu, innihurðir og gólfefni. Fullbúin standa þessi raðhús væntanlega í 17–18 millj. kr. Við Arnarsíðu á Akureyri er Sveinn Heiðar ennfremur að hefja framkvæmdir við tvö raðhús, hvort um sig með fjórum íbúðum eða samtals 8 íbúðir. Fyrstu íbúðirnar verða væntanlega tilbúnar til af- hendingar næsta sumar. Sveinn Heiðar segir eftir- spurnina á Akureyri nokkuð sveiflukennda og hún geti verið mismunandi á milli mánaða. En seinni hluta sumars hefur eftir- spurn og sala verið mjög góð. Kaupendur eru flestir Akureyring- ar, en það er líka talsvert um fólk, sem er að flytja til Akureyrar ann- ars staðar að, og meira um það núna í sumar en stundum áður. „Íbúum Akureyrar er að fjölga og þessi fjölgun er einkum að þakka skólunum,“ segir Sveinn Heiðar. „Skólafólkið kaupir eða leigir kannski ekki mikið af íbúð- um af þeirri stærð, sem ég er með í sölu, heldur minni íbúðir. En þetta hreyfir við öllum íbúðamark- aðnum. Sjálfur veit ég þess dæmi, að fjölskyldur hafa verið að kaupa íbúðir fyrir sitt fólk á meðan það er í námi og þá einkum minni íbúð- ir.“ Nýbyggingar á Reyðarfirði Trésmíðaverkstæði Sveins Heið- ars hefur einnig haslað sér völl á Reyðarfirði, þar sem fyrirtæki hans hyggst byggja hverfi með yf- ir sjötíu íbúðum. Nú er unnið að því að deiliskipuleggja þetta svæði og hanna götur og áformað að fara á fulla ferð með framkvæmdir í maí á næsta ári. Það er teiknistofan arkitektur.is, sem hannar þetta hverfi, en gert er ráð fyrir 71 íbúð á svæðinu í raðhúsum og parhúsum auk ein- býlishúsa. Húsin verða á einni hæð, 100– 120 ferm. að stærð og með eða án bílskúrs, allt eftir því hvað mark- aðurinn kallar á. Þetta hverfi hlýtur að vekja at- hygli, en það er fyrsta íbúðar- hverfið, sem verður byggt á Reyð- arfirði í tengslum við fyrirhugað álver. Sveinn Heiðar kveðst mjög bjartsýnn á sölu þessara íbúða. „Á næsta ári hefst þarna gífurleg uppbygging og það verður mikil þörf fyrir íbúðarhúsnæði,“ segir hann. „Þessi eftirspurn er þegar farin að segja til sín. Það má finna fyrir mikilli bjartsýni á öllu þessu svæði. Það er sóknarhugur í fólki og okkur, sem ætlum að fara að byggja þarna, hefur verið tekið af- ar vel og við átt gott samstarf við alla.“ „Við erum líka að undirbúa ný- byggingar á Egilsstöðum, en þar er gert ráð fyrir aukinni eftirspurn á næstu árum,“ segir Sveinn Heið- ar að lokum. „Í fyrsta áfanga byggjum við 30–40 íbúðir. Þetta verða einkum raðhús á einni hæð, 100–120 ferm. að stærð og með eða án bílskúrs. Hvenær við byrjum þar ræðst af því hvernig tekst til með skipulag og gatnagerð.“ Trésmíðaverkstæði Sveins Heiðars hefur byggt hús í 40 ár Mikil uppbygging stendur nú yfir á Akureyri og Aust- urlandi. Magnús Sigurðsson kynnti sér starfsemi Tré- smíðaverkstæðis Sveins Heiðars á Akureyri, sem nú hyggst einnig hasla sér völl svo um munar bæði á Reyðarfirði og Egilsstöðum. Sveinn Heiðar Jónsson og Heiðar Jónsson, framkvæmdastjóri á byggingar- svæðinu við Arnarsíðu á Akureyri. Þar er Trésmíðaverkstæði Sveins Heiðars að hefja framkvæmdir við tvö raðhús, hvort um sig með fjórum íbúðum eða samtals 8 íbúðir. Fyrstu íbúðirnar verða væntanlega tilbúnar til afhendingar næsta sumar. Magnús Árnason er hér að klæða eitt raðhúsanna við Holtateig með steinplötum. Morgunblaðið/Kristján Við Holtateig á Akureyri er Trésmíðaverkstæði Sveins Heiðars langt komið með að byggja 27 raðhús. Þetta eru timburhús á steyptum sökkli. Þau eru á einni hæð og um 140 ferm. að stærð með bílskúr. Horft yfir fyrirhugað nýbyggingasvæði á Reyðarfirði, en Trésmiðja Sveins Heiðars áformar að byggja þar hverfi með yfir 70 íbúðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.