Morgunblaðið - 06.10.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 06.10.2003, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. OKTÓBER 2003 C 43Fasteignir HÚSIÐ í Skipasundi 88 stóð áður í Lækjargötu 10b, en það er þó ekki fyrsta húsið sem byggt var á þeirri lóð. Um 1820 byggði Guðbrandur Stefánsson járnsmiður hús á lóð- inni. Sigurður Thorgrímsson, sem var fyrsti íslenski bæjarfógetinn, bjó í húsinu eftir að hann lét af embætti. Þá var húsið kallað Thor- grímssenshús. Árið 1874 er Eggert Waage bankastjóri eigandi þess. Það var grindarhús með múrsteinum í grind. Húsið brann árið 1916. Áður hafði það verið flutt til á lóðinni þegar þáverandi eigandi þess, Sig- urjón Sigurðsson trésmiður, byggði nýtt hús á sömu lóð árið 1907. Það var tvílyft grindarhús á kjallara. Þegar til stóð að reisa hús Iðn- aðarbankans um 1953 var það fjar- lægt og flutt á núverandi stað, Skipasund 88. Jón Hermannsson skrifstofustjóri verður eigandi hússins árið 1911. Hann var fæddur 23. maí 1873 á Velli í Hvolhreppi, Rangárvalla- sýslu. Faðir hans var Hermann Eli- as Johansson, sýslumaður á Velli í Hvolhreppi, Rang. Móðir Jóns var Ingunn Halldórsdóttir húsfreyja á Velli. Jón varð cand. juris frá Hafn- arháskóla 26. júní 1899. Sama ár var hann skipaður aðstoðarmaður í íslenska ráðuneytinu í Kaupmanna- höfn. Hann var settur skrif- stofustjóri í Stjórnarráði Íslands 1. febrúar 1904 og skipaður lög- reglustjóri í Reykjavík árið 1918. Hann tók við Tollstjóraembættinu 1. apríl 1928. Um tíma var bæði tollstofa og lögreglustöð á fyrstu hæð hússins á meðan það var á sín- um upprunalega stað við Lækj- argötu 10 b. Sjálfur bjó Jón Her- mannsson með fjölskyldu sína á efri hæðinni til ársins 1930. Samkvæmt íbúaskrá frá árinu 1909 búa tvær fjölskyldur í Lækj- argötu 10b. Sigurjón Sigurðsson trésmiður, sem byggði húsið, kona hans Elín Margrét Jónatansdóttir, ásamt tveimur lærlingum í tré- smíði, Guðna Jónssyni frá Sellátr- um og Guðmundi Jörgen Erlends- syni frá Innra-Hólmi á Akranesi. Ennfremur var á heimilinu fóst- urdóttirin Helga Jónína Jónsdóttir. Á öðru heimili voru Jón Her- mannsson skrifstofustjóri, Ásta Hermannssen kona hans, Gyða dóttir þeirra, Ásthildur Pálsdóttir vinnukona og Ólafur Þorsteinsson stud. art. Auk þess bjuggu í húsinu Páll Steingrímsson póstafgreiðslu- maður og Lars Christiansen versl- unarmaður frá Kaupmannahöfn. Árið 1902 byggði Sigurjón sér smíðahús á lóðinni. Það var síðar gert að íbúðarhúsi og taldist Lækj- argata 12b, síðar Vonarstræti 2. Einnig reisti hann húsið Þórshamar í Templarasundi 5 árið 1912, sem er eitt af fyrstu steinsteyptum húsum í Reykjavík. Löng flutningsleið Þegar húsið stóð við Lækjargötu var gengið inn í það baka til um inngönguskúr sem náði upp á aðra hæð. Mynd sem birtist í Alþýðu- blaðinu fimmtudaginn 2. desember 1954 sýnir bakhlið hússins eftir að búið er að rífa inngönguskúrinn. Um nóttina var farið með húsið meðfram Tjörninni inn á Hring- braut, síðan eftir Miklubraut og inn í Skipasund. Það var Stefán Niku- lásson sem tók myndina. Í skjölum segir að það hafi verið Eggert Ísdal, Haðarstíg 20, sem lét flytja húsið á núverandi stað. Þegar húsið var endurbyggt var sótt um að setja kvisti á þakið en því var synjað af byggingarfulltrúa. Hins vegar var fallist á að breyta glugg- um hússins eins og þeir eru í dag. Árið 1960 sækja þeir Áki Jak- obsson og Kristján Eiríksson, Laugavegi 27, um að setja kvisti á húsið og innrétta risið fyrir íbúð en fengu synjun. Það hafði verið ætlun byggingarnefndar að í risinu yrðu herbergi, eitt fyrir hverja íbúð. Al- gengt var á þessum tíma að her- bergi í risi fylgdu íbúðum og leigðu eigendur þau oft út. Einnig voru þessi herbergi heppileg þar sem unglingar voru í heimili. Árið 1963 er húsið brunavirt og segir m.a. í lýsingu að það sé timb- urhús, tvær hæðir og kjallari, ein- angrað með gosull, múrhúðað og bárujárnsklætt að utan. Þak er úr timbri með bárujárni yfir. Þegar þessi virðing var gerð var húsið hit- að upp með olíukyndingu. Herbergjaskipan er lýst þannig: Á fyrstu hæð eru anddyri, tvær for- stofur, sex íbúðarherbergi og tvö eldhús, tvö baðherbergi með kló- setti, ker- og handlaug. Innbyggðir skápar eru á hæðinni og hurðir úr harðviði. Hæðin er máluð og dúkar á gólfum. Gluggar eru með einföldu gleri. Sama herbergjaskipan er á annarri hæð. Í þakhæð eru stigi, forstofa, fjög- ur íbúðarherbergi, tvö eldhús, tvö baðherbergi með kerlaugum, hand- laugum og klósettum. Í rishæðinni eru innbyggðir skápar og hurðir úr harðviði. Þar er allt málað og dúk- lagt. Eins og á hæðunum er einfalt gler í gluggum. Í kjallara eru anddyri, þvottahús, kyndiklefi, sex geymslur og sam- eign. Stigahúsið er steypt; veggir, tröppur og handrið. Loft og gólf í húsinu eru múrhúðuð, einnig allir innveggir og milliveggir. Sex íbúðir Sex íbúðir eru í húsinu, fjórar þriggja herbergja og tvær tveggja herbergja sem báðar eru í risinu. Guðmundur H. Þorláksson teiknaði húsið áður en endurbygg- ing þess hófst. Þá var gluggum breytt í það horf sem þeir eru núna og húsið gert upp með það fyrir augum að gera útlit þess sem ný- tískulegast. Ekki er vitað með vissu hvenær kvistir á þaki voru byggðir en nokkrum umsóknum þar að lútandi var hafnað hjá byggingarfulltrúa. Kvistir sem fyrst voru teiknaðir en ekki fékkst samþykki fyrir eru mun stærri en þeir sem eru á húsinu. Vandað hefur verið til end- urbyggingar og húsið er sér- staklega vel um gengið af eigendum sínum. Innihurðir úr harðviði og í íbúðunum hefur verið stækkað op á milli stofanna. Í sumum íbúðunum hafa gömlu eldhúsinnréttingarnar verið unnar upp en í öðrum hefur verið skipt um þær. Í kjallara er geymsla fyrir hverja íbúð og sam- eiginlegt þvottahús. Íbúðirnar eru bjartar og sólríkar og núna er búið að setja tvöfalt gler í alla glugga. Eins og gefur að skilja hafa orðið nokkur eigendaskipti á íbúðunum þessa hálfu öld eftir að húsið var flutt og endurbyggt í Skipasund. Ein íbúðin er búin að vera í eigu sömu aðila í þrjátíu og fjögur ár. Helstu heimildir: B-skjöl, brunavirðingar, íbúaskrár Reykjavíkur og Þegar Reykjavík var fjórtán vetra. Skipasund 88 Vandað hefur verið til endurbyggingar hússins og það er sérstaklega vel um gengið. Freyja Jóns- dóttir fjallar hér um reisulegt hús við Skipa- sund. Þessi blaðaljósmynd frá 2. desember 1954 sýnir bakhlið hússins eftir að búið er að rífa inngönguskúrinn. Um nóttina var farið með húsið meðfram Tjörninni inn á Hringbraut, síðan eftir Miklubraut og inn í Skipasund. Það var Stefán Nikulásson sem tók myndina. Morgunblaðið/Þorkell Skipasund 88 er reisulegt hús sem stendur dálítið falið handan laufkróna hárra trjáa í gróskumiklum garði. Jón Hermannsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.