Morgunblaðið - 06.10.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 06.10.2003, Blaðsíða 47
er greitt af nýreistum húsum. Af hverri byggingu, sem reist er, skal greiða 3‰ (þrjú pro mille) í eitt sinn af brunabótavirðingu hverrar húseignar. Nýbygging telst hvert nýreist hús, sem virt er til bruna- bóta svo og viðbyggingar við eldri hús, ef virðingarverð hinnar nýju viðbyggingar nemur 1/5 af verði eldra hússins. Þetta á einnig við um endurbætur, sem hækka bruna- bótavirðingu um 1/5. Húsbyggjendur  Lóðaumsókn – Eftir birtingu aug- lýsingar um ný byggingarsvæði geta væntanlegir umsækjendur kynnt sér þau hverfi og lóðir sem til úthlutunar eru á hverjum tíma hjá byggingaryfirvöldum í viðkom- andi bæjar- eða sveitarfélögum – í Reykjavík á skrifstofu borgarverk- fræðings, Skúlatúni 2. Skilmálar eru þar afhentir gegn gjaldi, ef tilbúnir eru. Umsækjendur skulu fylla út ná- kvæmlega þar til gert eyðublað og senda aftur til viðkomandi skrif- stofu. Í stöku tilfelli þarf í umsókn að gera tillögu að húshönnuði en slíkra sérupplýsinga er þá getið í skipulagsskilmálum og á umsókn- areyðublöðum.  Lóðaúthlutun – Þeim sem út- hlutað er lóð, fá um það skriflega tilkynningu, úthlutunarbréf og þar er þeim gefinn kostur á að stað- festa úthlutunina innan tilskilins tíma, sem venjulega er um 1 mán- uður. Þar koma einnig fram upplýs- ingar um upphæðir gjalda o.fl. Skil- yrði þess að lóðaúthlutun taki gildi eru að áætluð gatnagerðargjöld o.fl. séu greidd á réttum tíma. Við staðfestingu lóðaúthlutunar fá lóð- arhafar afhent nauðsynleg gögn, svo sem mæliblað í tvíriti, svo og hæðarblað í tvíriti og skal annað þeirra fylgja leyfisumsókn til bygg- ingarnefndar, auk frekari gagna ef því er að skipta.  Gjöld – Gatnagerðargjöld eru mismunandi eftir bæjar- og sveit- arfélögum. Upplýsingar um gatna- gerðargjöld í Reykjavík má fá hjá borgarverkfræðingi en annars stað- ar hjá byggingarfulltrúa. Að auki koma til heimæðargjöld. Þessi gjöld ber að greiða þannig: 1/10 innan mánaðar frá úthlutun, síðan 30% sex mánuðum eftir úthlutun, 30% tólf mánuðum eftir úthlutun og loks 30% átján mánuðum eftir úthlutun.  Framkvæmdir – Áður en unnt er að hefjast handa um framkvæmdir þarf framkvæmdaleyfi. Í því felst byggingaleyfi og til að fá það þurfa bygginganefndarteikningar að vera samþykktar og stimplaðar og eft- irstöðvar gatnagerðargjalds og önnur gjöld að vera greidd. Einnig þarf að liggja fyrir bréf um lóðarafhendingu, sem kemur þegar byggingarleyfi er fengið og nauð- synlegum framkvæmdum sveitarfé- lags er lokið, svo sem gatna- og holræsaframkvæmdum. Í þriðja lagi þarf að liggja fyrir stað- setningarmæling bygginga á lóð en þá þarf einnig byggingarleyfi að liggja fyrir, lóðarafhending að hafa farið fram og meistarar að hafa skrifað upp á teikningar hjá bygg- ingarfulltrúa. Fylla þarf út umsókn um vinnuheimtaugarleyfi til raf- magnsveitu og með þeirri umsókn þarf að fylgja byggingarleyfi, af- stöðumynd sem fylgir bygging- arnefndarteikningu og umsókn um raforku með undirskrift rafverktaka og húsbyggjanda. Umsækjanda er tilkynnt hvort hann uppfyllir skilyrði rafmagnsveitu og staðfestir þá leyfið með því að greiða heimtaugargjald. Fljótlega þarf að leggja fram sökklateikn- ingar hjá byggingarfulltrúa og fá þær stimplaðar en að því búnu geta framkvæmdir við sökkla hafist. Þá þarf úttektir á ýmsum stigum framkvæmda og sjá meistarar um að fá byggingafulltrúa til að fram- kvæma þær.  Fokhelt – Fokheldisvottorð, skil- málavottorð og lóðasamningur eru mikilvæg plögg fyrir húsbyggjendur og t.a.m. er fyrsta útborgun hús- næðislána bundin því að fokheld- isvottorð liggi fyrir. Bygging- arfulltrúar gefa út fokheldisvottorð og skilmálavottorð og til að þau fá- ist þarf hús að vera fokhelt, lóð- arúttekt að hafa farið fram og öll gjöld, sem þá eru gjaldfallin að hafa verið greidd. Skrifstofur bæja- og sveitarfélaga (í Reykjavík skrifstofa borgarstjóra) gera lóðarsamning við lóðarleigjanda að uppfylltum ýmsum skilyrðum, sem geta verið breytileg eftir tíma og aðstæðum. Þegar lóðarsamningi hefur verið þinglýst, getur lóðarhafi veðsett mannvirki á lóðinni. Húsbréf  Húsbréfalán – Lán innan hús- bréfakerfisins eru svokölluð hús- bréfalán. Þau eru veitt til kaupa á notuðum íbúðum, til nýbygginga einstaklinga, nýbygginga bygging- araðila og til endurbóta á eldra húsnæði. Annars vegar er um að ræða fasteignaveðbréf, sem gefin eru út af íbúðarkaupanda, hús- byggjanda eða íbúðareiganda, og eru þau skuldaviðurkenningar þess- ara aðila. Húsbréfin sjálf koma kaupanda ekki beint við. Seljendur aftur á móti eignast húsbréf með því að selja Íbúðalánasjóði fast- eignaveðbréfin. Þar með losna seljendur við að inn- heimta afborganir af fast- eignaveðbréfunum og geta notað húsbréfin á þann hátt, sem þeir kjósa; ýmist með því að selja þau á verðbréfamarkaði, eiga þau sem sparnað eða nota húsbréfin til að greiða með annaðhvort við kaup, eða upp í skuldir sínar. Hér að neð- an er birt dæmi um þann feril, sem á sér stað við kaup á notaðri íbúð. Frekari upplýsingar ásamt almennri fjármálaráðgjöf í tengslum við lán- veitinguna veita bankar og spari- sjóðir.  Kaup á notaðri íbúð  Frumskilyrði fyrir húsbréfaláni, er að umsækjandi verður að sækja um skriflegt mat á greiðslugetu sinni hjá banka eða sparisjóði.  Þegar mat þetta er fengið, gildir það í sex mánuði.  Umsækjandi skoðar sig um á fasteignamarkaðnum í leit að notaðri íbúð.  Þegar hann hefur í höndum sam- þykkt kauptilboð, kemur hann því til Íbúðalánasjóðs ásamt greiðslumatskýrslu og öðrum fylgigögnum  Meti stofnunin kauptilboðið láns- hæft, fær íbúðarkaupandinn af- hent fasteignaveðbréfið til und- irritunar og hann getur gert kaupsamning.  Fasteignaveðbréfið er síðan af- hent seljanda eftir undirskrift.  Því næst lætur kaupandi þinglýsa kaupsamningi og kemur afriti til seljanda.  Seljandi lætur þinglýsa fast- eignaveðbréfinu, útgefnu af kaupandanum, sem Íbúðalána- sjóður síðan kaupir og greiðir fyrir með húsbréfum. Afgreiðsla þeirra fer fram hjá Íbúðalána- sjóði.  Stofnunin sér um innheimtu af- borgana af fasteignaveðbréfinu.  Lánskjör – Fasteignaveðbréfið er verðtryggt. Lánstími er 25 eða 40 ár og ársvextir eru nú 5,1%. Þeir eru fastir og breytast því ekki á lánstímanum. Gjalddagar á nýjum fasteignaveðbréfum eru nú mán- aðarlega eða ársfjórðungslega og afborganir hefjast á 3ja reglulega gjalddaga frá útgáfu bréfsins, sé um mánaðarlega gjalddaga að ræða og öðrum reglulega gjalddaga sé um ársfjórðungslega gjalddaga að ræða. Á allar greiðslur, bæði vexti og af- borganir, eru jafnan reiknaðar verð- bætur í samræmi við neyzluvísitölu. Lántökugjald er 1%. Mánaðarleg greiðslubyrði af 1 millj. króna láni til 25 ára er í dag 5.924 kr.  Önnur lán– Íbúðalánasjóður veit- ir einnig fyrirgreiðslu vegna bygg- ingar leiguíbúða eða heimila fyrir aldraða, meiriháttar endurnýjunar og endurbóta eða viðbygginga við eldra íbúðarhúsnæði. Margir lífeyrissjóðir veita einnig lán til félaga sinna vegna húsnæðis- kaupa, svo að rétt er fyrir hvern og einn að kanna rétt sinn þar. Mögu- leikar á lánum til kaupa á íbúðar- húsnæði kunna einnig að vera fyrir hendi hjá bönkum og sparisjóðum. MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. OKTÓBER 2003 C 47Fasteignir Hamraborg 12, Kópavogi, sími 564 1500, fax 554 2030. Jóhann Hálfdánarson, Vilhjálmur Einarsson, löggiltir fasteigna- og skipasalar.  564 1500 25 ára EIGNABORG FASTEIGNASALA RAÐ- OG PARHÚS Birkigrund 196 fm raðhús á tveim hæðum, 5 svefnherb., suðursvalir og garður, í kjallara er tveggja herbergja ósamþykkt íbúð. 25 fm bílskúr. Miðsalir Parhús í byggingu, 177 fm á tveimur hæðum, 3 svefnherb. Afhent til- búið að utan, fokhelt að innan. Innbyggð- ur bílskúr. Hvannhólmi 16 205 fm einb. á tveimur hæðum, vandaðar innréttingar, hægt er að hafa séríbúð á neðri hæð, 25 fm bílskúr. Birkihvammur 160 fm einbýli á tveimur hæðum, mikið endurnýjað, 4 svefnherb. 56 fm tvöfaldur bílskúr og einnig er 56 fm rými undir bílskúrnum með gluggum. 3JA TIL 4RA HERB. ÍBÚÐIR Hlíðarvegur sérhæð, 69 fm 3ja herb. á 1. hæð ásamt 27 fm bílskúr, laus 1. okt. Hamraborg 70 fm 3ja herb. á 3. hæð í lyftuhúsi, ný flísalagt baðherbergi, parket á stofu. 4RA HERBERGJA ÍBÚÐIR Engihjalli 97 fm á 10. hæð, 3 rúmgóð svefnherb., tvennar svalir, mikið útsýni. 2JA HERBERGJA ÍBÚÐIR Vitastígur Glæsileg nýleg 2ja herb. íbúð, eikarinnrétting í eldhúsi, suð-austur- svalir, mikið útsýni. Reynihvammur 60 fm sérhæð í ný- byggðu húsi, íbúðin er tilbúin til innréttinga og afhendingar strax. Dynsalir 78 fm með sérinngangi á 1. hæð, glæsilegar innréttingar. Laus fljót- lega. Freyjugata 43 fm einstaklingsíbúð á 1. hæð. Íbúðin er öll endurnýjuð, parket á gólfum, til afh. fljótlega. Njálsgata 46 fm í kjallara í þríbýli. Verð 6,8 m. Vegna mikillar sölu síðustu daga vantar okkur allar stærðir eigna á skrá í Kópavogi KÍNVERJAR, sú gamla og mikla menningarþjóð, hafa sín eigin stjörnumerki sem eru aldeilis ólík þeim stjörnu- merkjum sem „stjórna“ lífi okkar Vesturlandabúa. Hér eru kínversku stjörnumerkin sýnd bróderuð í röð. Morgunblaðið/Guðrún Kínversk stjörnumerki Í ÞESSARI glæru en eigi að síður skrautlegu skál er samankomið talsvert af þurrkuðum blómum, ljósasería og loks er á barmi skál- arinnar froskur nokkur sem sýn- ist gera sig líklegan til að klifra upp í skálina til þess að taka al- mennilega þátt í samkvæminu. Morgunblaðið/Guðrún Skrautleg skál BATÍKMYND frá Afríku sem sýnir tvö andlit. Batík er aðferð til að myndlita vefnað og er þá einkum notuð bómull eða silki. Þessi aðferð er upprunnin í Suðaustur-Asíu. Þeir hlutar vefnaðarins sem ekki á að lita eru þá þaktir bræddu vaxi áður en honum er dýft í lit. Morgunblaðið/Guðrún Batík frá Afríku
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.