Morgunblaðið - 06.10.2003, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 06.10.2003, Blaðsíða 52
52 C MÁNUDAGUR 6. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐFasteignir S NEMMA árs 1884 fékk Jóhannes Pálsson, tómthússmaður, leyfi til þess að byggja sér steinbæ með timb- urstöfnum á Þing- holtslóð. Húsið er hlaðið úr steini, sléttað utan með kalki, að grunnfleti 12X9 álnir. Hæð að þakskeggi er 5,5 áln- ir. Það er einlyft með bárujárn- klæddu mænisþaki. Í brunavirðingu frá 18. ágúst 1884 segir að í húsinu séu fjögur herbergi og undir suðurenda sé lít- ill kjallari. Talið er fullvíst að grjót- ið sem fór í veggjahleðsluna hafi verið tekið úr Skólavörðuholtinu. Báðar hliðar hússins eru hlaðnar upp að þakskeggi og stafnar hlaðn- ir upp að gólfi rishæðarinnar. Það kviknaði í húsinu árið 1888 og urðu talsverðar skemmdir á því. Sama ár var húsið selt og kaupir það H.Th. Thomsen. Árið 1903 sel- ur hann Páli Stefánssyni húsið og sama ár, nánar tiltekið í ágústmán- uði, byggir Páll tvo skúra við húsið. Annar skúrinn er fyrir löngu horf- inn en hinn skúrinn stendur enn og er inn- og uppgönguskúr. Á efri hæð hans er baðherbergi og klósett. Skúrinn er byggður úr timbri, klæddur með bárujárni. Grunnflötur inngönguskúrsins er 4X4 álnir. Einnig byggir Páll geymsluskúr á lóðinni sama ár. Páll átti Bjargarstein ekki nema í tvö ár en þá selur hann Guðfinnu Jónsdóttur eignina. Guðfinna á Bjargarstein ekki nema í nokkra mánuði þar til hún selur Kristjáni Kristjánssyni sem býr þar með fjölskyldu sinni til ársins 1912. Eins og sjá má hafa verið nokkuð ör eigendaskipti á Bjargarsteini fyrstu þrjá áratugina, en árið 1912 kaupir Jón E. Jónsson hús- ið af Kristjáni sem hafði verið eig- andi þess frá 1905. Jón var prentari og starfaði lengi hjá Gutenberg. Hann fæddist 5. október 1868 í Vesturkoti í Leiru. Á heimilinu það ár eru, auk Jóns, kona hans Sigurveig Guðmunds- dóttir, fædd 19. febrúar 1864 í Reykjavík, og börn þeirra Jón Guð- mundur, Ragnhildur, Sigríður Guðný, Jóhannes Loftur, Einar og Sveinn, sem öll eru fædd eftir alda- mótin. Þá bjó önnur fjölskylda í húsinu, ekkjan Steinunn Jón- asdóttir og börn hennar tvö, bæði á unglingsárum, Jón Ragnar Þor- steinsson og Guðrún Jónasdóttir. Verslun í norðurstofunni Sigurveig, kona Jóns, var til margra ára með verslun í norð- urstofunni í húsinu. Gengið var inn í verslunina beint af götunni. Þar voru seldar mjólkurvörur, brauð, kökur og sælgæti. Verslunin hafði á sér gott orð og hafði drjúgan hóp viðskiptavina. Oft var þarna þröng á þingi, þó að ekki væri alltaf versl- að fyrir háar fjárhæðir. En þarna var gott að koma og gaman að blanda geði við kaupkonuna og þá sem áttu erindi í verslunina. En allt hefur sinn endi. Árið 1934 lést Sigurveig og þá var versl- unarrekstri hætt í húsinu. Árið 1921 byggðu eldri heima- sætan, Ragnhildur Jónsdóttir, og maður hennar, Einar Tómasson, myndarlegt steinhús á lóðinni. Það hús er Bergstaðastræti 24 B. Í því bjó dóttir þeirra, Inga Ein- arsdóttir. Einar Jónsson, næstyngstur barna Jóns og Sigurveigar, fetaði í fótspor föður síns og nam prentiðn. Hann starfaði lengi hjá Gutenberg. Einar kaupir Bjargarstein af föður sínum árið 1949 og flytur þangað með fjölskyldu sína. Faðir hans bjó áfram í húsinu í skjóli sonar síns og konu hans, Jórunnar Þórðardóttur. Árið 1975 seldi Einar og fór þá Bjargarsteinn úr eigu ættarinnar. Einhver eigendaskipti áttu sér stað áður en Þórir Kristjánsson kaupir 1978. Sama ár voru gerðar endur- bætur á húsinu innandyra. Veggir voru viðarklæddir upp á nýtt þar sem ekki var hægt að notast við gömlu viðarklæðninguna, sett ný gólf og ný raflögn. Sæunn Grendal, hjúkrunarfræð- ingur, verður eigandi Bjargar- steins árið 1987. Hún gerði mikið fyrir húsið án þess að það tapaði upprunalegu útliti sínu. Utanhúss- viðgerðir fóru fram og meðal ann- ars var sett ný pússning á steininn. Þegar pússningin var brotin í burt mátti sjá hvar dyrnar að götu höfðu verið þar sem viðskipavinir Sig- urveigar gengu um á meðan búðin var í húsinu. Að innan var allt gert upp sem þurfti, t.d. voru fjalagólfin unnin upp og svo mætti lengi telja. Niðri í húsinu eru tvær samliggj- andi stofur, eldhús og forstofa. Uppi eru tvö svefnherbergi, framloft og klósett með baði. Á hæðinni eru verklegir loftbitar sem fá að njóta sín og eru til mikillar prýði. Inga Jóhannsdóttir og Jóhanna Karlsdóttir kaupa Bjargarstein af Sæunni árið 2000. Inga segir að húsið hafi verið í mjög góðu standi enda nýuppgert og með afbrigðum vel um gengið. Ekki þarf að efa það að þetta gamla og fallega hús er í góðum höndum hjá eigendum sín- um sem kunna vel að meta aldur þess og sögu. Fyrstu áratugina voru venjulega tvær fjölskyldur í húsinu og oft bú- ið þröngt. Útikamar var baka til á lóðinni en langt er síðan hann var rifinn. Bjargarsteinn er verðugur fulltrúi hlaðinna húsa sem byggð voru á þeim tíma. Morgunblaðið/Ásdís Húsið er hlaðið úr steini en sléttað að utan með kalki. Bjargarsteinn á Bergstaðastræti 24 Á gatnamótum Berg- staðastrætis og Bjarg- arstígs er gamall stein- bær, byggður 1884. Freyja Jónsdóttir fjallar hér um sögu þessa húss, en Bjargarsteinn er verð- ugur fulltrúi hlaðinna húsa sem byggð voru á þeim tíma. Helstu heimildir eru frá Borgarskjalasafni, B-skjöl og brunavirðingar, húsaskrá Reykja- víkur og kirkjubækur. GÖMLU, góðu flautukatlarnir eru oft ánægja fyrir augað. Þessi kýrketill er ættaður frá Ameríku og heitir því skemmti- legta nafni „teacattle“. Hann baular hátt og snjallt þegar sýður og vekur samræður þegar gestir koma í eldhúsið. Ketill með karakter ALDAN heitir þetta hús og stend- ur við Fjarðarstræti 38 á Ísafirði. Það er eitt þeirra húsa sem Rag- úel Árni Bjarnason teiknaði í bæn- um og innleiddi þar með hinn glæsilega norska stíl timburhúsa. Aldan var byggð árið 1905. Húsið byggði Jón Snorri Árna- son trésmiður í félagi við Pál Jós- úason, síðar bónda á Meiribakka í Langadal. Hafði Jón Snorri smíðastofu í kjallaranum en að öðru leyti var húsið notað sem íbúðarhús. Þegar manntal var tekið vet- urinn 1914 voru íbúar í Öldunni 48 talsins í báðum endum hússins. Enn er Aldan íbúðarhús en nú búa þar mun færri en löngum áður. Tólf árum eftir að húsið var byggt var það komið í eigu Þorsteins Ey- firðings skipstjóra, Maríasar Andréssonar formanns og Guð- jóns Jónssonar kaupmanns. Morgunblaðið/Guðrún Guðlaugsdóttir Aldan — gamalt hús í norskum stíl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.