Morgunblaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 272. TBL. 91. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Daglegt líf Kynlíf, depurð og farsímafíkn ásamt geðheilsu 23 Kjartan Sveinsson hefur átt sama bílinn í 25 ár Bílar 8 Þúsund kossar … Lokakaflinn í fjölskyldu- þríleik Bubba Fólk 46 TVÖ ungmenni frá Pókot-héraði í Kenýa heimsóttu í gær fermingarbörn í Digra- neskirkju í Kópavogi og ræddu þar við börnin um fátækt og ástand mála í fátækum löndum. Börnin fengu jafnframt að fræðast um persónulega hagi þeirra Irene Doomo og Madanyang Salomon, en óhætt er að fullyrða að aðstæður íslenskra barna eru af- ar ólíkar þeim sem jafnaldrar þeirra í Pók- Hot búa við. Hlustuðu börnin með mikilli at- hygli á mál þeirra Irene og Madanyang, sem bæði eru menntuð sem kennarar og kenna sem sjálfboðaliðar þar sem þau fá ekki launaða vinnu sem kennarar. Þetta er í fimmta sinn sem fermingarbörn fræðast um fátæk lönd á þennan hátt, en heimsóknin er á vegum Hjálparstarfs kirkj- unnar. Hinn 4. nóvember munu ferming- arbörnin ganga í hús og safna fyrir verk- efnum í Afríku, en í fyrra söfnuðu þau 4,7 milljónum króna./11 Fermingarbörn fræðast um fátæk lönd Morgunblaðið/Kristinn Bannað að veiða og sleppa laxi? KOMIÐ hefur í ljós við rannsóknir í Noregi að næstum allir laxar sem veiddir eru á stöng og síðan sleppt lifa það af. Þrátt fyrir það er unnið að því í norska landbúnaðarráðuneytinu að banna þessar sleppingar. Rannsóknirnar fóru fram í Altaelf- inni 1999 og 2000. Var örsmáum út- varpssendi komið fyrir í 44 löxum, sem veiddir voru á stöng, og þeim síð- an sleppt. Um haustið voru 43 þeirra á hrygningarstöðvunum í ánni. Um einn er ekkert vitað, hvort hann drapst eða týndi sendinum. Kom þetta fram á fréttavef Aftenposten. Embættismaður í landbúnaðar- ráðuneytinu tilkynnti á dögunum að til stæði að banna að sleppa veiddum laxi. Sagði hann það gert með tilliti til dýraverndunarlaga og fullyrti að meirihluti þingmanna teldi það ekki siðlega meðferð á fiskinum að kvelja hann eingöngu vegna ánægjunnar. Norskir laxveiðimenn og eigendur veiðiáa hrista höfuðið í forundran yfir þessum hugmyndum. TYRKNESKA þingið samþykkti í gær með miklum meirihluta at- kvæða beiðni stjórnarinnar um að senda hermenn til friðargæslu í Írak þrátt fyrir mikla andstöðu við þau áform meðal almennings í Tyrklandi og í íraska framkvæmda- ráðinu í Bagdad. Beiðnin var samþykkt með 358 atkvæðum gegn 183. Gert er ráð fyrir því að tyrkneskir hermenn verði ekki lengur en í eitt ár í Írak, en hvorki hefur verið ákveðið hversu margir þeir verða né til hvaða landshluta þeir verða sendir. Mahmud Othman, Kúrdi í íraska framkvæmdaráðinu, sagði að það hefði samþykkt yfirlýsingu þar sem því væri hafnað að tyrkneskt herlið yrði sent til Íraks. Yfirlýsingin var þó ekki gefin út og Othman kvaðst telja að því hefði verið frestað vegna þrýstings frá bandarísku hernáms- stjórninni í Írak. Bandaríkjastjórn fagnaði ákvörð- un tyrkneska þingsins. Hún hefur beðið Tyrki að leggja til um 10.000 hermenn, en talið er að samninga- viðræður tyrkneskra og banda- rískra stjórnvalda um þátttöku Tyrkja í friðargæslunni standi í nokkrar vikur eða jafnvel mánuði. Vilja komast til áhrifa í Írak Bandaríkjastjórn hefur sam- þykkt að veita Tyrkjum lán að and- virði 8,5 milljarða dollara, 650 millj- arða króna, gegn því að þeir taki þátt í friðargæslunni. Tyrkneska stjórnin vonar að samstarfið við Bandaríkjamenn verði til þess að hún geti haft áhrif á þróun mála í Írak, að hernámsliðið láti til skarar skríða gegn Kúrdum frá Tyrklandi, sem eru í felum í Norður-Írak, og komi í veg fyrir að Kúrdar geti stofnað þar sjálfstætt ríki. Íraskir Kúrdar eru algjörlega andvígir því að Tyrkir taki þátt í friðargæslunni og óttast að tyrk- neski herinn reyni að ná fótfestu í Norður-Írak. Þing Tyrkja fellst á að senda herlið til Íraks Framkvæmdaráð Íraka sagt hafna friðargæslu tyrkneska hersins Ankara. AFP, AP. BASHAR al-Assad, forseti Sýrlands, sak- aði í gær Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, um að hafa reynt að draga Sýrlend- inga og fleiri grannþjóðir inn í átök Ísraela og Palestínumanna og hefja nýja styrjöld í Mið-Austurlöndum með því að fyrirskipa loftárásir á sýrlenskt landsvæði á sunnu- dag. Ariel Sharon sagði hins vegar að Ísraelar myndu ekki hika við að ráðast á hryðju- verkamenn hvar sem þeir væru í Mið-Aust- urlöndum til að vernda ísraelska borgara. „En á sama tíma grípum við hvert tækifæri sem gefst til að stuðla að friði við grann- þjóðirnar,“ bætti hann við. Mikil spenna var við landamæri Ísraels og Líbanons í gær. Ísraelsher sendi þangað liðsauka eftir að ísraelskur hermaður beið þar bana í skotbardaga og líbanskur dreng- ur lét lífið þegar flugskeyti lenti á húsi í landamæraþorpi. Reuters Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, við minningarathöfn í Jerúsalem í gær. Sagður hafa reynt að hefja nýtt stríð Damaskus, Jerúsalem. AFP.  Sharon grípur/27 Sharon áskilur sér rétt til árása utan Ísraels MIKIL kjörsókn var í sögulegum rík- isstjórakosningum sem fram fóru í Kaliforníu í gær. Um 2,2 milljónir manna greiddu atkvæði utan kjörstaðar og 15 milljónir til viðbótar höfðu skráð sig á kjörskrá, fleiri en nokkru sinni fyrr. Síðustu skoðanakannanir bentu til þess að 54% kjósendanna væru hlynnt því að demó- kratinn Gray Davis léti af embætti ríkisstjóra. Alls 135 frambjóðendur sóttust eftir því að taka við af honum og kvikmyndaleikarinn og repúblikaninn Arnold Schwarzenegger var með mest fylgi, 37%, átta prósentustigum meira en helsti keppinauturinn, Cruz Busta- mente vararíkisstjóri. AP Arnold Schwarzenegger (t.v.) með eiginkonu sinni, Maríu Shriver, og Gray Davis ríkisstjóri ásamt konu sinni, Sharon, á kjörstað í Los Angeles til að greiða atkvæði í ríkisstjórakosningunum í gær. Mikil kjörsókn í Kaliforníu Demantar í hliðargluggum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.