Morgunblaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ VEGAGERÐARMENN frá Vegagerðinni í Vík eru þessa dagana að end- urnýja dekkið á brúnni yfir Núpsvötn. Brúin er orðin 30 ára gömul og er gólfið í brúnni að stærstum hluta upprunalegt. Að sögn Kristjáns Þórðarsonar, sem starfar við viðgerðirnar, hefur verkinu miðað vel áfram, en vinnunni verður ekki að fullu lokið fyrr en líð- ur á mánuðinn. Umferð er áfram leyfð um brúna þrátt viðgerðirnar, en vegfarendur mega búast við smávægilegum töfum. Brú lagfærð á Núpsvötnum Ljósmynd/Sigurður Aðalsteinsson SAMKVÆMT lögfræðilegu áliti sem unnið var fyrir Samtök atvinnu- lífsins eru ekki lagalegar forsendur fyrir því að meina verslunar- og skrifstofufólki að hefja greiðslur til Samvinnulífeyrissjóðsins á grund- velli hugsanlegrar aðildar að Lífeyr- issjóði verslunarmanna (LV). Þórarinn V. Þórarinsson hdl. vann álitið og telur hann að hvorki lög- eða samningsbundnar heimildir séu fyrir skylduaðild að LV og því séu engar forsendur til að knýja menn til að greiða þangað iðgjöld. Fyr- irtækjum sem ekki hafi sögulega hefð fyrir aðild að Samvinnulífeyr- issjóðnum sé sömuleiðis heimilt að skila þangað iðgjöldum. Þá segir í álitsgerðinni að skilyrði til skyldu- aðildar að lífeyrissjóði séu ekki til staðar ef sjóðurinn eigi ekki fyrir heildarskuldbindingum sínum. Slíkt eigi við um LV og síðan segir í álit- inu: „Þetta atriði hefur þó meiri efn- islega þýðingu gagnvart öðrum sjóð- um þar sem sannanlega eru samningsbundin ákvæði í kjara- samningum um skylduaðild. Þau eru óvirk meðan halli er á sjóðnum.“ Í niðurstöðu álitsins segir að Líf- eyrissjóður verslunarmanna byggi á frjálsri aðild sjóðfélaga og tilvist hans geti því ekki hindrað menn í að tryggja sér lífeyrisréttindi í öðrum lífeyrissjóð. Eina skilyrði iðgjalda- greiðslna verslunarmanna til annars lífeyrissjóðs sé að sá sjóður byggi einnig á samtryggingu og sjóðssöfn- un og fullnægi að öðru leyti skil- yrðum laga til að taka við iðgjöldum til fullnustu tryggingarskuld. Það eigi við um Samvinnulífeyrissjóðinn en það er hins vegar talið vera undir stjórn hans komið hvort hún vill taka við nýjum hópi sjóðsfélaga. Til þess hafi stjórnin fulla heimild sam- kvæmt samþykktum sjóðsins. Þar sem heimildir Samvinnulíf- eyrissjóðsins samkvæmt núgildandi samþykktum til að taka við nýjum félögum frá öðrum fyrirtækjum en þeim sem nú teljast aðildarfyrirtæki sjóðsins eru bundnar við samþykki á umsókn einstaklinga eða hópa, þá telur Þórarinn að ekki sé hægt að áskilja í ráðningarskilmálum eða -samningi að iðgjöld skuli greidd til þess sjóðs. Það yrði að óbreyttum reglum að gerast á grundvelli óska starfsmannsins sjálfs og að fengnu samþykki sjóðsins. Samtök atvinnulífsins óskuðu eft- ir lögfræðilegri álitsgerð á því hvort verslunarfyrirtæki, sem ekki hafa greitt lífeyrissjóðsiðgjöld til Sam- vinnulífeyrissjóðsins vegna sinna starfsmanna, geti samþykkt ósk starfsmanna um að breyta lífeyris- sjóðsaðild á þann veg að greitt verði til Samvinnulífeyrissjóðsins eða gef- ið nýjum starfsmönnum kost á að ið- gjöld þeirra renni til þessa sjóðs. Var Þórarni aðallega ætlað að kanna hvaða rétt viðkomandi launþegar og vinnuveitendur þeirra kynnu að hafa til að velja á milli aðildar að LV og Samvinnulífeyrissjóðnum. Í álitinu eru skoðuð ákvæði gild- andi laga um starfsemi lífeyrissjóða, ákvæði kjarasamninga og þá eink- um verslunarmanna og ákvæði sam- þykkta Samvinnulífeyrissjóðsins. Einnig hefur Þórarinn tekið fyrir eldri ákvæði í samningum og sam- þykktum og skoðað úrskurði og dóma. Frjáls aðild við stofnun sjóðsins árið 1956 Þórarinn rifjar það upp að árið 1969 hafi Vinnuveitendasamband Ís- lands, Vinnumálasamband sam- vinnufélaganna og fleiri samtök at- vinnurekenda gert kjarasamning við Alþýðusamband Íslands þar sem kveðið var á um stofnun almennra lífeyrissjóða og skyldu til að tryggja öllum starfsmönnum lífeyrisréttindi með iðgjaldagreiðslum. Samtök verslunarinnar áttu aðild að þessari samningsgerð en staða verslunar- manna var önnur en flestra annarra stétta þar sem Lífeyrissjóður versl- unarmanna hafði verið starfandi frá árinu 1956 og þá með frjálsri aðild. Með samningnum 1969 breyttist þetta, að því er fram kemur í álitinu. Þó bendir Þórarinn á 11. gr. þessa samnings, og segir að því hafi ekki verið mikill gaumur gefinn á seinni árum, þar sem beinlínis sé vísað til þeirrar skipunar sem hafði verið hjá LV frá stofnun árið 1956 um frjálsa aðild verslunarmanna. Þórarinn segir að undanþáguákvæði 11. gr. hafi vikið fyrir hinu almenna mark- miði um skylduaðild og því hafi LV orðið hluti af hinu aðildarskyldu- bundna kerfi sem sett var á sem meginregla í samningnum árið 1969. Í tilviki LV hafi þetta gerst með lög- um og ekki verið stuðst við ákvæði í kjarasamningi verslunarmanna. Næst rekur Þórarinn gang mála við kjarasamningagerð í lok árs 1995 er Verzlunarmannafélag Reykjavíkur (VR) samdi við Vinnu- veitendasamband Íslands, nú Sam- tök atvinnulífsins. Þórarinn segir að í inngangskafla samningsins komi fram að þeir sem samninginn hafi gert virðist hafa litið svo á að skylduaðild að LV hafi komist á með kjarasamningnum árið 1969. Telur Þórarinn að erfitt sé að finna laga- lega stoð fyrir þeim skilningi, í samningnum 1995 sé hvergi beint kveðið á um aðildarskyldu fé- lagsmanna VR að Lífeyrissjóði verslunarmanna. Ákvæði 1. gr. samningsins komist næst því en það sé almennt orðað og bindi aðildar- skylduna ekki við LV einan lífeyr- issjóða. Í álitinu er því næst rifjuð upp lagasetningin árið 1997 um skyldu- tryggingu lífeyrisréttinda og starf- semi lífeyrissjóða. Voru þetta fyrstu heildarlögin um málefni lífeyrissjóð- anna og fólu í sér miklar breytingar, m.a. að því er sneri að aðild að sjóð- unum. Þórarinn segir að með lög- unum hafi orðið breyting á efni og formi áðurgildandi lagaákvæða um aðildarskyldu að lífeyrissjóðum, í eldri lögum hafi verið beint kveðið á um aðildarskyldu að lífeyrissjóði viðkomandi starfsgreinar eða starfs- hóps en í nýju lögunum sé ákvæðum hlutaðeigandi kjarasamninga léð lagagildi. Í núgildandi kjarasamn- ingi verslunarmanna sé ekki kveðið á um skylduaðild, hvorki almennt að lífeyrissjóðum né sérstaklega að LV. Síðan segir í álitinu: „Sé kjarasamn- ingurinn einn lagður til grundvallar að mati á aðildarskyldu að Lífeyr- issjóði verslunarmanna, þá er nið- urstaðan skýr: Það er ekki aðild- arskylda að sjóðnum í merkingi laga nr. 129/1997. Gildir þá einu hvort horft er til hins almenna útgefna kjarasamnings VR og SA, til samn- ings VR og VSÍ árið 1996 um lífeyr- ismál eða kjarasamnings ASÍ og VSÍ árið 1969.“ Ennfremur segir í álitsgerðinni að almenn lögskýringarsjónarmið gangi mjög til þeirrar áttar að skerðing réttinda á borð við félaga- frelsi, verði að styðjast við skýra réttarheimild. Jafnvel þótt slík heimild sé til staðar sé ekki sjálf- gefið að hún fái staðist ákvæði stjórnarskrár og mannréttindasátt- mála Evrópu, ef skerðing réttinda sé meiri en réttmætur tilgangur helgi. Um það megi vísa til ýmissa dóma Mannréttindadómstólsins. Með vísan til þessa verði að telja „afar hæpið“ að dómstólar myndu telja það fullnægjandi réttarheimild til að knýja fram aðildarskyldu að byggja hana á ákvæðum samþykkta lífeyrissjóðsins sjálfs. Í því felist meira valdaframsal löggjafans en nokkur tök séu á að telja heimilt. „Að þessu virtu verður það niður- staðan að ekki séu fyrir hendi full- nægjandi ákvæði í kjarasamningi VR til að byggja á aðildarskyldu verslunarmanna að lífeyrissjóði eða sjóðum. Samkvæmt því leiði engin ákvæði laga nr. 129/1997 til þess að aðildarskylda sé að lögum að Lífeyr- issjóð verslunarmanna,“ segir í álits- gerðinni. Lögfræðiálit um lífeyrissjóðaaðild verslunar- og skrifstofufólks Aðild að Lífeyrissjóði verslunarmanna frjáls Skilyrði fyrir skylduaðild að lífeyrissjóðir eigi fyrir heildarskuldbindingum sínum SKIPSTJÓRARNIR á nótaskip- unum Sunnutindi SU og Sighvati Bjarnasyni VE leituðu í gær- kvöldi að síld á Glettinganes- grunni um 17 sjómílur austur af landinu. Höfðu þeir verið í skamma stund á miðunum þegar Morgunblaðið hafði samband og ekki fundið neitt ennþá. Í fyrrakvöld varð Sveinn Benediktsson, skipstjóri á Barða NK, var við síldartorfur á þessu svæði auk þess sem þónokkuð af henni kom upp með trollinu. „Það er greinilega síld hérna á svæðinu,“ sagði Sveinn og hún hefði vigtað á bilinu 190 til 410 grömm. Háhyrningar leita í síldartorf- ur og sagði Sveinn nóg af há- hyrningum í kring. „Þar sem maður sér nokkuð af háhyrningi þar er síld. Það er nokkuð víst.“ Helgi Valdimarsson, skipstjóri á Sighvati Bjarnasyni, sagði lítið að frétta ennþá enda hefði stutt- ur tími farið í að leita að síld. Það gæti verið hellingur af henni þarna í kring þó að hún fyndist ekki strax. Svipað hljóð var í Sigurði Jóns- syni, skipstjóra á Sunnutindi, en hann varð þó var við einhverja síld og var að færa sig vestar og nær landi í gærkvöldi. Sagði hann síldina alltaf færast eitt- hvað til og þá væri bara að leita. Vart við síld fyrir austan ARI Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), segir að í álitsgerðinni felist tvær meg- inniðurstöður sem báðar séu nýjar af nálinni, miðað við það sem flestir hafi talið, og komi því sjálfsagt ýmsum á óvart. Annars vegar sú að ekki sé til staðar skylduaðild að Lífeyrissjóði verslunarmanna (LV) og hins vegar að skilyrði fyrir skylduaðild að líf- eyrissjóðum almennt sé að þeir eigi fyrir heildarskuldbindingum sín- um. Það eigi væntanlega við um LV og marga aðra sjóði. Ari segist á þessu stigi ekki vilja tjá sig frekar um hvort skylduaðild sé að LV eða ekki en varðandi síð- arnefndu niðurstöðuna virðist sem einfaldari rökstuðningur liggi að baki henni. Þar sé einfaldlega vísað í skýrt samningsákvæði milli aðila vinnumarkaðarins sem ekki hafi verið mikill gaumur gefinn á und- anförnum árum, hvernig sem á því standi. Á Ari von á nokkurri umræðu og skiptum skoðunum um þetta álit innan lífeyrissjóðanna og lands- samtaka þeirra, auk þess sem þetta verði rætt innan málefnahóps Sam- taka atvinnulífsins um lífeyrismál. Hann segir álitsgerðina hafa verið kynnta fyrir stjórn SA en þar hafi ekki verið tekin afstaða til hennar. Ari segir álitið yfirgripsmikið og ágætlega rökstutt af Þórarni, sem hafi mikla þekkingu og reynslu á sviði lífeyrismála. Niðurstöður sem munu koma ýmsum á óvart Ari Edwald

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.