Morgunblaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 2003 11 FORSVARSMENN Landssíma Ís- lands hf. og verkefnisins UD, upp- lýsingatækni í dreifbýli, hafa und- irritað samkomulag um að efna til þriggja ára samstarfsverkefnis um sameiginlegt átak um þróun upp- lýsingatækni í dreifbýli. Verkefnið felur m.a. í sér að Síminn býður bændum um allt land afslátt af búnaði og þjónustu Símans vilji þeir skipta yfir í svokallað stafrænt ISDN-samband. Skv. upplýsingum Símans nemur afslátturinn allt að 40% sé miðað við að viðkomandi bændur séu með venjulegan heim- ilissíma. Verkefnið UD er átaksverkefni á vegum landbúnaðarráðuneytisins í tölvu- og tæknivæðingu til sveita. Verkefninu er beint að íbúum á lögbýlum í landinu sem eru nú um 4.300 talsins. „Hlutverk verkefnis- ins er að búa til aukin verðmæti með upplýsingatækninni og það hefur tekist vel,“ segir Árni Gunn- arsson, framkvæmdastjóri verk- efnisins. „Samningurinn við Sím- ann markar ákveðin þáttaskil í okkar starfi. Í fyrsta skipti er öll- um bændum á landinu boðin net- tenging en þessi hópur hefur verið útundan. Þeim hefur ekki staðið til boða þessi möguleiki hingað til. Nú er Síminn að koma til móts við þennan viðskiptamannahóp með því að bjóða honum ISDN-lausn- ina. Við sem höfum daglegan að- gang að ljósleiðara eigum kannski erfitt með að setja okkur í þeirra spor, en nú opnast alveg nýr heim- ur fyrir þessum hópi. Með netteng- ingu opnast möguleikar á að vinna hluti yfir netið, t.d. að færa gögn inn í ýmis fagforrit.“ Árni segir að viðbrögð við samn- ingnum hafi verið mjög góð og að hann muni auka verðmætasköpun. Námskeið haldin fyrir bændur Meginstarf verkefnisins til þessa hefur verið að niðurgreiða nám- skeiðahald sem haldin eru í sam- starfi við búnaðarsambönd og Sí- menntunarmiðstöðvar. Þátttaka í námskeiðunum hefur verið mjög góð og þau hafa nú sótt um 1.300 manns. „Það er miklu betri þátt- taka en bjartsýnustu menn gerðu nokkurn tímann ráð fyrir,“ segir Árni. Á námskeiðunum er þátttakend- um kennt að nota fagforrit Bænda- samtakanna og einnig hefðbundin skrifstofuforrit og stýrikerfi. Þá er þeim einnig leiðbeint um notkun Netsins. Árni segir að samningurinn við Símann verði kynntur bændum á haustnámskeiðum UD. Þá hefur einnig verið undirrit- aður rammasamningur milli UD og Félags ferðaþjónustubænda. Samningurinn kveður á um sam- starf þessara aðila vegna síteng- ingar á bókunar- og viðskipta- mannakerfi fyrir bændur í ferðaþjónustu. Dæmi eru um að 80% gesta bóki gistingu hjá ferða- þjónustubændum í gegnum Netið og því felst mikil verðmætasköpun í því að fleiri hafi aðgang að Net- inu. Nokkur fyrirtæki hafa að sögn Árna stutt vel við bakið á UD- verkefninu, t.d. Búnaðarbankinn, Rarik og Olís. Landssíminn og Upplýsingatækni í dreifbýli hafa undirritað samkomulag Bændur verði tölvuvæddir Morgunblaðið/Ásdís Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri UD, Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, Sturla Böðvarsson samgönguráðherra og Guðni Ágústsson land- búnaðarráðherra undirrituðu samninginn um nettengingu bænda. SIGURÐUR Guðmundsson land- læknir hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna máls barns sem lést úr heila- himnubólgu sl. vor, en málið hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum síð- ustu daga. „Landlæknisembættið hefur að undanförnu haft til meðferðar mál barns er lést úr heilahimnubólgu sl. vor. Drög að áliti landlæknis hafa verið send málsaðilum og hafa máls- aðilar tiltekinn frest til að gera at- hugasemdir við drögin. Drög þessi hafa hins vegar ratað á fjörur fjöl- miðla þar sem þau hafa verið til um- ræðu. Landlæknir telur að hér sé um um rof á eðlilegri málsmeðferð að ræða þar sem andmæli og athuga- semdir hafa enn ekki borist frá öllum þem er að málinu komu og því liggur endanlegt álit ekki fyrir. Landlæknir harmar fjölmiðlaumræðu um við- kvæm mál af þessu tagi áður en með- ferð þeirra er lokið af hálfu embætt- isins.“ Yfirlýsing frá landlækni Málsmeðferð ekki lokið IRENE Doomo og Madanyang Sal- omon eru bæði kennaramenntuð en eru atvinnulaus og hafa kennt í sjálf- boðavinnu á heimaslóðum. Þar kenna þau við erfiðar aðstæður, ým- islegt vantar til starfsins, vegalengd- ir eru miklar og engar almennings- samgöngur. Þau komu til Íslands fyrir tveimur vikum og er þetta í fyrsta skipti sem þau ferðast frá Pókot og í fyrsta sinn sem þau stíga um borð í flugvél, en þau voru valin úr hópi umsækjenda til þess að koma og taka þátt í þessu fræðsluverkefni. Hér á landi búa þau hjá íslenskum fjölskyldum og fá þar að kynnast ýmsu sem þau hafa ekki aðgang að heima hjá sér, eins og t.d. Netinu og tölvupósti. Í samtali við Morgunblaðið sagði Madanyang að sér virtist Ísland góð- ur staður en hér væri kalt í veðri og stundum þyrfti að klæða sig mjög vel til að halda á sér hita. Þau Mad- anyang og Irene eru mjög ánægð með heimsóknina og sagði Irene að fermingarbörnin væru mjög opin og virk og óttuðust ekki að spyrja spurninga. „Í okkar landi hlaupa börnin oftast í burtu ef þau sjá hvítan mann,“ sagði Irene. Hún sagði Ísland vera mjög frá- brugðið Pókot, hér eigi allir góð hús með rafmagni og símum, en slíkt þekkist varla í Pókot. „Það eru 100 hundrað kílómetrar í næsta síma frá þorpinu mínu og maður þarf að fara fótgangandi alla þá leið til að hringja úr síma,“ segir Madanyang. Aðspurð hvort fólk fái nóg að borða í Pókot segir Irene að í fjöll- unum sé meira regn og þar geti fólk ræktað maís og fái kannski að borða tvisvar á dag, en á sléttunum sé al- gengt að fólk borði bara einu sinni á dag. „Á sléttunum er meira vanda- mál að útvega fæðu vegna þess að þar er ekki nægt vatn til ræktunar, en fólk fær mjólk úr kúm og stund- um ná menn að veiða antilópur til matar,“ segir Irene. Madanyang er alinn upp á slétt- unni og segir að þar sé mjög heitt og suma daga sé ekkert annað til matar en einn bolli af mjólk. Það ástand komi því miður oft upp að fólk fái ekki nóg að borða þegar vatnsból þorna upp og því sé mikilvægt að fá aðstoð. Aðeins einn mjólkurbolli til matar suma daga Morgunblaðið/Kristinn Madanyang Salomon og Irene Doomo sögðu fermingarbörnum í Digra- neskirkju frá högum sínum í Kenýa og vöktu frásagnir þeirra athygli. FERMINGARBÖRN úrKópavogi fengu óvenju-lega heimsókn í Digra-neskirkju í gær þegar tvö ungmenni frá Kenýa mættu í ferm- ingarundirbúning hjá sr. Gunnari Sigurjónssyni og sögðu frá kjörum sínum og uppvexti í Pókot-héraði í Kenýa. Þetta voru þau Irene Doomo og Madanyang Salomon sem hingað eru komin á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar, en þau ætla að fræða fermingarbörn víða um landið á næstum vikum um kjör fátæks fólks í fátækum lönd- um. Þetta er í fimmta skiptið sem fermingarbörn fræðast um fátæk lönd og hinn 4. nóvember nk. ganga þau í hús og safna fyrir hjálparstarfi í Afríku. Í fyrra söfn- uðu fermingarbörn 4,7 milljónum króna. Irene Doomo sagði börnunum fyrst frá Pókot og sjálfri sér, en hún er 22 ára gömul og er menntuð sem kennari. Hún sagði að í Kenýa byggju 30 milljónir manna en í Pókot búa um 300.000 manns. Í máli hennar kom fram að á síðustu tveimur til þremur áratugum hafi kristniboðar unnið gott starf í Pók- ot og margt breyst til batnaðar á þeim tíma, m.a. séu ungar stúlkur ekki lengur þvingaðar í hjónabönd og færri þurfi að upplifa hræðileg- ar afleiðingar þess að vera um- skornar. Þrátt fyrir að vera bannað samkvæmt lögum í Kenýa tíðkast umskurður stúlkna ennþá, en þar sem Irene er kristinnar trúar var hún ekki þvinguð í hjónaband og gifti sig fyrr á árinu og lenti ekki í að vera umskorin. Þá útskýrði Irene fyrir ferming- arbörnunum hvernig aðstæður eru í Pókot. Sjálf bjó hún í fjallahér- uðunum en þar er meira um vatn og því auðveldra að rækta t.d. ma- ís. Á sléttunum er hins vegar mun heitara og erfiðara að rækta, en þar eru kýr mikilvægar til fram- færslu. Flestir búa í leirkofum með stráþökum, en í þorpunum eru komin nýtískulegri hús, að sögn Irene, úr steini og með bárujárns- þökum. Þá sagði hún nútímann far- inn að gægjast inn í héraðið og fólk gæti nú séð bíómyndir þar. Kristindómur breytt mörgu til batnaðar Madanyang Salomon er 25 ára og einnig menntaður sem kennari. Hann er einn átta systkina og í hans fjölskyldu fengu bræðurnir að ganga í skóla. Tvær eldri systurnar voru hins vegar giftar og voru kýrnar sem foreldrar þeirra fengu fyrir notaðar til að greiða skóla- göngu bræðranna. Tveir yngri bræður hans vildu síðan komast í háskóla en áttu síðan engan kost annan en að fá sér vinnu sem her- menn í kenýska hernum. Foreldara Madanyang eru ekki kristnir en sjálfur er hann krist- innar trúar og segir kristindóminn hafa breytt mörgu til hins betra í Pókot. Hann segist feginn því að hafa náð að mennta sig og þakkar guði fyrir að lenda ekki í svipuðum aðstæðum og margir jafnaldrar hans, sem fara í næstu héruð til að ræna þar kúm til að verða ríkir. Fermingarbörnin voru óðfús til að spyrja þau Irene og Madanyang eftir að þau höfðu lokið málið sínu og eftir að hafa fengið að vita að Madanyang hefði séð ljón með eig- in augum, lá þeim mest á hjarta að vita meira um afleiðingar um- skurðar. Þau fengu þá að vita að reynt er að sporna gegn umskurði stúlkna, en hins vegar væri um- skurður drengja manndómsvígsla og sagði Madanyang að þeim drengjum sem ekki væru um- skornir væri strítt og þeir kallaðir hugleysingjar. Var greinilegt að drengjunum leist ekki meira en svo á blikuna, sérstaklega þegar upp- lýst var að drengirnir í Pókot fengju enga deyfingu. Tvö ungmenni frá Kenýa heimsóttu íslensk fermingarbörn í Digraneskirkju Fræða ferm- ingarbörn um fátæk lönd RÍKISLÖGREGLUSTJÓRI hefur gefið út ákæru á hendur 44 ára reykvískum karlmanni fyrir brot gegn lögum um virðisaukaskatt, tekju- og eignarskatt og fyrir bók- haldsbrot. Manninum er gefið að sök að hafa ekki staðið skil á um þremur milljónum króna til skatta- yfirvalda. Ætluð brot voru framin á ár- unum 1998 og 1999 þegar maðurinn var framkvæmdastjóri og stjórnar- maður í fyrirtæki. Hann er m.a. sakaður um að hafa gefið út nótur fyrir viðskiptum sem aldrei fóru fram og að hafa oftalið rekstrar- gjöld til að lækka tekjuskatt fyr- irtækisins. Ákærður fyrir brot á skattalögum ÖLLUM sem koma á slysa- og bráða- móttökuna í Fossvogi er sinnt eftir bestu getu en læknisaðstoð í gegnum síma er aðeins gefin tengist málið ákveðnum sérverkefnum sem deildin hefur tekið að sér. Jón Baldursson, yfirlæknir á slysa- og bráðamót- tökunni, segir gilda um þetta strang- ar vinnureglur. „Við veitum síma- þjónustu í sérverkefnum sem við höfum tekið að okkur,“ útskýrir Jón. Innan deildarinnar er starfrækt símaþjónusta upplýsingamiðstöðvar um eitranir, varðandi áfallahjálp, neyðarmóttöku vegna nauðgana og fyrir sjófarendur og loftför. „Þetta eru sérverkefni sem við höfum tekist á hendur. Svo svörum við fólki í gegn- um síma sem er nýbúið að vera í með- ferð hjá okkur og þarf aðstoð. Öðrum er ekki svarað en þeim sem eru með bráðavandamál er velkomið að koma á deildina.“ Jón segir að á árum áður hafi verið veitt almenn símaþjónusta en það hafi gefist illa. „Eftir að við skoðuðum málið vandlega komumst við að þeirri niðurstöðu að þetta væri ekki í okkar verkahring, við höfum öðrum hlut- verkum að gegna.“ Jón bendir á að á daginn eigi fólk að snúa sér til sinnar heilsugæslustöðvar eða heimilislæknis með almenna símaráðgjöf. „En mikilvægasti sím- svarandinn í landinu er Neyðarlínan, 112, ef fólk er með alvarleg bráðaer- indi og því liggur á að fá þjónustu.“ Slysa- og bráðamóttaka LSH í Fossvogi Veita síma- þjónustu í sérverk- efnum ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.