Morgunblaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ HITAVEITA Suðurnesja hf. (HS) er að undirbúa virkjun háhitasvæðisins á Reykjanesi vegna hugsanlegrar orkusölu til Norðuráls vegna stækk- unar álversins á Grundartanga. Nokkrar holur hafa verið boraðar vegna þessa og verið er að rannsaka afkastagetu þeirra. Albert Albertsson, aðstoðarfor- stjóri HS, segir að þetta undirbún- ingsstarf beri hæst hjá fyrirtækinu. Auk þess séu í gangi umfangsmiklar efnafræðirannsóknir á vökvanum til að finna leiðir til að nýta hann og HS sé þátttakandi í íslenska djúpborun- arverkefninu. Í Trölladyngju austan við Svarts- engi er rannsóknarsvæði. HS er þátttakandi í fyrirtækinu Jarðlind ehf. sem boraði þar rannsóknarholu í hittiðfyrra. Að sögn Alberts hefur fengist leyfi frá Skipulagsstofnun til að bora aðra holu skammt frá. „Síðan höfum við í samvinnu við Orkuveitu Reykjavíkur óskað eftir rannsóknar- leyfi í Brennisteinsfjöllum og er það til umsagnar í iðnaðarráðuneytinu,“ segir hann. Í útjaðri Trölladyngjusvæðisins er Krísuvík, en fyrir nokkrum árum var þar boruð hola, sem sér Krísuvíkur- skólanum fyrir varma. Albert segir að það svæði bíði rannsóknar og áætlanir séu fyrir hendi en ákvörðun um framhaldið hafi ekki verið tekin. Uppbygging á Hengilssvæðinu Mikil uppbygging á sér stað hjá Orkuveitu Reykjavíkur á Heng- ilssvæðinu um þessar mundir. Ní- unda rannsóknarholan var boruð þar í sumar og þar af hafa sjö verið bor- aðar á nýliðnum þremur árum. Ei- ríkur Bragason, staðarverkfræðing- ur Hellisheiðarvirkjunar, segir að þær hafi allar heppnast mjög vel og séu meðaltalsholur eða þaðan af betri. Þetta séu rannsóknarborholur en þær hafi gefið mikla orku og séu því einnig vel nýtanlegar sem vinnsluholur. Þess vegna sé komin nægjanleg orka fyrir fyrsta áfanga virkjunarinnar. Á næstunni verði lögð fram mikil skýrsla um umhverfismat til Skipu- lagsstofnunar. Hún byggist á frum- hönnun sem sé þar með nánast lokið og þá hefjist næsti áfangi. Stefnt sé að því að bjóða út vélasamstæður um áramót og hefja síðan einhverjar framkvæmdir á næsta ári með það í huga að gangsetja virkjunina 2006. Um verður að ræða 120 megavatta (MW) raforkuver og 400 MW varma- orkuver, sem verður skipt niður í þrjá jafna áfanga, en fyrsti áfanginn verður tekinn í notkun árið 2006. Borinn Jötunn byrjar á næstunni borun á Nesjavöllum, en þar stendur til að setja niður fjórðu vélina, sem verður 30 MW, og þar með verður Nesjavallavirkjun 120 MW árið 2005. Stækkanir hjá Landsvirkjun Jarðboranir hafa lokið borun rannsóknarholu fyrir Landsvirkjun í Hágöngum, sem eru um 40 km norð- austur af Þórisvatni, og er gert ráð fyrir að fyrstu niðurstöður liggi fyrir síðar á árinu en þá verður ákveðið með framhaldið, að sögn Þorsteins Hilmarssonar, upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar, en hugmyndin er að byggja jarðhitavirkjun á bakka vatnsaflslónsins. Í athugun er að bora holu í Leir- hnjúkshrauni vestan við Kröfluvirkj- un á næsta ári, en Landsvirkjun hef- ur leyfi til þess að stækka Kröfluvirkjun um 40 MW, fara úr 60 í 100 MW. Landsvirkjun er jafn- framt með áform um 40 MW virkjun við Bjarnarflag og er verið að vinna umhverfismat fyrir hana, en það liggur væntanlega fyrir innan skamms. Tilraunaboranir hafa staðið yfir að Þeistareykjum í Suður-Þingeyjar- sýslu. Félagið Þeistareykir ehf., sem er í eigu hreppanna sem eiga landið, Orkuveitu Húsavíkur og Norður- orku, hefur borað þar eina rannsókn- arholu með góðum árangri, en til stendur að bora fljótlega eina til tvær holur til viðbótar. Þá hefur ver- ið boruð djúp rannsóknarhola í Öx- arfirði. Undanfarnar vikur hefur verið unnið að rannsóknum og tilrauna- borunum vegna staðsetningar á ann- arri vinnsluholu fyrir heitt vatn á Eskifirði, en til stendur að bora nýja holu fyrir áramót. Tilraunir með boranir eftir heitu vatni í Grímsey hófust í sumar og er framhaldið í skoðun. Auk þess hafa nýlega farið fram ýmsar boranir fyrir sumarbústaði eins og t.d. í Grímsnesi og Munaðar- nesi. Miklar rannsóknir og boranir í gangi Miklar rannsóknir eru fyrirhugaðar á nýtingu jarðvarma á næstu árum. Jarðboranir hf. hafa lokið borun rannsókn- arholu í Hágöngum, en Landsvirkjun áformar að reisa orkuver á svæðinu. Unnið er að ýmsum öðrum jarðhitarannsóknum á landinu, en fjallað var um ýmis verkefni á þessu sviði á ráðstefnu Jarðhitafélags Íslands um fjölnýtingu jarðhita og mik- ilvægi hennar víða um heim.            !  "#$ %&' (  )  *'  + ' ,)-.  ,) /          FORMAÐUR Lands- sambands veiðifélaga, Óðinn Sigþórsson, seg- ir tíðindin að undan- förnu af eldislaxi í austfirskum laxveiði- ám vera grafalvarleg og þær afleiðingar séu nú að koma fram sem landssambandið hafi varað við á sínum tíma þegar sjókvíaeldið var heimilað af yfirvöldum. Ekki „standi steinn yf- ir steini“ í þeim yfirlýs- ingum sem gefnar hafi verið út um að vel yrði staðið að eldinu og án slysa. Þetta sé aðeins fyrsta óhappið af mörgum. „Það sem kemur á óvart er að það skuli þó vera þetta mikið af kyn- þroska fiski í eldiskvíunum. Talað var um að fiskurinn yrði mjög seint kynþroska og myndi þar af leið- andi engin hætta vera á að hann leitaði í lax- veiðiár. Nú hafa þegar fundist sjö laxar fyrir austan og allir eru þeir kynþroska. Þar sem þetta er að koma í ljós þetta seint að hausti þá eru þessir sjö fiskar að- eins lítið brot af því sem gekk í árnar,“ segir Óð- inn. Hann segir þetta vera „gríðarlegt áfall“ fyrir laxveiðiár eins og Hofsá og Selá. Ímynd þeirra í hugum laxveiðimanna hafi spillst og áhrifin næsta sumar geti orðið alvarleg. Óðinn segir stjórnvöld taka tíðind- unum af „ótrúlegri léttúð“. Fjallað sé um málið eins og um eitt afmarkað slys hafi verið að ræða sem gerst hafi fyrir aulaskap og muni ekki gerast aftur. Reynslan annars staðar frá sýni hins vegar annað. Óhapp eins og það sem gerðist í Neskaupstað í ágústmánuði sé einfaldlega fylgifisk- ur eldisins og þetta sé ástand sem sé komið til að vera. Stjórnvöld þurfi að fara að gera upp við sig hvort þau vilji laxeldið eða standa vörð um lax- veiðarnar. Þetta tvennt geti ekki far- ið saman. „Við stöndum í stöðugri varnar- baráttu þessa dagana. Við lögðumst eindregið gegn því að laxeldið færi af stað og leyft yrði að setja norskan lax í sjókvíar við Íslandsstrendur. Á okkur var ekki hlustað og sagt meðal annars að leyfi til eldis á takmörkuðu svæði myndi ekki skaða laxveiðiárn- ar. Nú hefur bara því miður annað komið á daginn,“ segir Óðinn. Formaður Landssambands veiðifélaga um eldislax í laxveiðiám Óðinn Sigþórsson Afleiðingar sem veiði- menn vöruðu mjög við ÍSLENDINGAR koma að jarð- hitarannsóknum og vinnslu víða er- lendis. Jarðboranir hf. hafa verið með verkefni á Azóreyjum í áratug og Enex hf. er að reyna að koma á verkefnum á Filippseyjum, í Banda- ríkjunum, Kína, Indónesíu, Þýska- landi, Slóvakíu, Ungverjalandi, Pól- landi og fleiri Mið-Evrópulöndum, þar sem mikið er um jarðhita. Einar Tjörvi Elíasson, verkefn- isstjóri hjá Enex, segir að hlutverk fyrirtækisins sé að selja íslenska þekkingu erlendis og vera með í verkefnum í heild, það er koma með lausnir, sérfræðinga og fjármagn. „Við viljum vera með í borun, hönn- un, vísindalegum rannsóknum og fjármögnun,“ segir hann. Stærstu hluthafarnir í Enex eru Orkuveita Reykjavíkur, Hitaveita Suðurnesja, Landsvirkjun, Jarðbor- anir, Norðurorka, 30 verk- fræðistofur, Nýsköpunarsjóður og Íslandsbanki, en fyrirtækið var stofnað upp úr Virki hf. fyrir tveim- ur árum. Einar Tjörvi segir að ákveðnu verkefni sé lokið í Kína og Slóvakíu en verið sé að reyna að fá framhald þar á. Verkefni víða um heim Þ. RAGNAR Jónas- son, fræðimaður og fyrrverandi bæjar- gjaldkeri á Siglufirði, lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar 6. októ- ber sl. Ragnar fæddist á Eiðsstöðum í Blöndudal 27. október árið 1913 og lauk bú- fræðiprófi frá Bænda- skólanum á Hólum ár- ið 1933 og mjólkurfræðiprófi frá Ladelund Mejeriskole í Danmörku árið 1939. Hann fluttist heim til Íslands árið 1940 og veitti Mjólkur- samsölu Siglufjarðar forstöðu á ár- unum 1941 til 1945. Hann var ráðinn bæjargjaldkeri á Siglufirði árið 1950. Gegndi hann því starfi næstu 30 árin og var oft settur bæjarstjóri á þeim tíma. Jafnframt var hann fram- kvæmdastjóri Sjúkra- húss Siglufjarðar um tíma. Eftir að hann lét af störfum sem bæjar- gjaldkeri fór hann að sinna fræðimennsku sem hann hafði lengi unnið að í hjáverkum. Eftir hann liggja fimm bækur um sögu Siglu- fjarðar, Siglfirskar þjóð- sögur og sagnir (1996), Siglfirskir söguþættir (1997), Siglfirskur ann- áll (1998), Margir eru vísdóms vegir (1999) og Mörg læknuð mein (2001). Fyrir fræðistörf sín fékk Ragnar fyrstu Menningarverðlaun Siglu- fjarðarkaupstaðar árið 1997. Eftirlifandi eiginkona Ragnars er Guðrún Reykdal og eiga þau þrjú börn. Andlát Þ. RAGNAR JÓNASSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.