Morgunblaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 15
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 2003 15 Haust- og vetrarlitirnir 2003 DRAUMKENND FERGURÐwww.helenarubinstein.com Kynning í dag og á morgun fimmtudag. Sérfræðingur frá Helena Rubinstein verður hjá okkur og kynnir það allra nýjasta. FLAME, nýju haust- og vetrarlitirnir eru eldfimir og ögrandi. Endilega komdu og fáðu nýjar hugmyndir varðandi förðun. Glæsilegir kaupaukar og afsláttur af völdum kremum. Strandgötu 32, sími 555 2615 Hamraborg 14a, sími 564 2011 „VIÐ erum að sökkva.“ Þetta var það síðasta, sem heyrðist frá Græn- landsfarinu „Hans Hedtoft“ 30. jan- úar 1959 klukkan 17.41. Það hvarf síðan í djúpið fyrir sunnan Hvarf á Grænlandi með 95 manns um borð. Nú ætlar hópur manna í Danmörku að hefja leit að skipinu og ef það finnst er fyrirhugað að kanna það úr dvergkafbát. Örlög „Hans Hedtoft“ eru eitt kunnasta sjóslys í danskri sögu og minnir um mest á „Titanic“-slysið 1912. Bæði áttu skipin að þola óblíð faðmlögin við ísinn en bæði urðu þau að lúta í lægra haldi. Ólíkt því sem var með „Titanic“, var enginn til frásagnar um síðustu stundirnar um borð í „Hans Hedtoft“. Með því fórust allir um borð, 55 farþegar og 40 manna áhöfn. Þegar þýski tog- arinn „Johannes Krüss“ kom á slys- staðinn var þar ekkert að finna. „Hans Hedtoft“ fórst í jómfrúar- ferð sinni frá Julianehåb, nú Qaqor- toq, til Danmerkur en margir gam- alreyndir skipstjórar Konunglegu dönsku Grænlandsverslunarinnar höfðu varað alvarlega við ferðinni á þessum tíma. Árið áður hafði Græn- landsfarið „Umanak“ verið hætt komið á þessum sömu slóðum. Johs. Kjærbøl, þáverandi Grænlands- málaráðherra, lét þær viðvaranir þó sem vind um eyru þjóta en „Hans Hedtoft“ var honum mikið hjartans mál. Átti skipið að spara ríkinu mik- inn kostnað við fraktflutninga einka- fyrirtækja. Eftir slysið slapp Kjærbøl naum- lega við að vera dreginn fyrir rík- isrétt. Vill komast að sannleikanum Thomas de Richelieu, 34 ára gam- all ráðunautur í upplýsingatækni hjá Novo Nordisk, er nú að skipu- leggja leit að „Hans Hedtoft“ næsta sumar en hann á sitt eigið kafara- fyrirtæki og stjórnaði í fyrra köfun niður að öðru frægu skipi, „Flying Enterprise“. Ef leitin ber árangur á að senda dvergkafbát niður að „Hans Hedtoft“ 2005. Talið er að skipið kunni að vera á um tveggja km dýpi. Segist Thomas de Richelieu vera bjartsýnn á að geta safnað saman þeim 20 til 30 milljónum ísl. kr., sem þarf til að kosta leitina, en að henni munu vinna 15 menn. Ætlar danska sjónvarpið að gera þátt um hana. „Við vonumst til að geta sagt all- an sannleikann um þennan harmleik en á því hefur ekki verið mikill áhugi hingað til. Málið var of við- kvæmt fyrir stjórnmálamennina,“ segir Thomas de Richelieu. (Heimild: Berlingske Tidende) Leitað að „Hans Hedtoft“ næsta sumar Eitt kunnasta sjóslys í danskri sögu og pólitískt hitamál á sínum tíma ANTOINE Yates, sem hélt bæði tígrisdýr og krókódíl í íbúðinni sinni á Manhattan í New York, sagði í fyrradag, að hann hefði langað til að sýna fram á, að dýr og menn gætu búið undir sama þaki. Tígrisdýrið var fjarlægt úr íbúðinni um liðna helgi þegar sérsveitarmenn réðust til atlögu og náðu að svæfa 200 kíló- gramma þunga skepnuna með deyfibyssu. Grunsemdir vöknuðu um að skaðræðisskepnur kynni að vera að finna í íbúð Yates í New York-borg þegar hann leit- aði til læknis vegna sára sem hann kvaðst hafa hlotið þegar hundur beit hann. Þótti lækn- unum sýnt að þar hefðu engir venjulegir kjölturakkar verið á ferð. Lögreglu var gert viðvart og beitti hún m.a. fjarstýrðri myndavél til að fylgjast með hreyfingum tígrisdýrsins. Lög- reglumenn og sérfræðingar réð- ust síðan inn í íbúð Yates eftir að tígrisdýrið hans hafði verið svæft úr öruggri fjarlægð. Var það gert með deyfiskoti sem sérsveit- armaður skaut í gegnum gluggann eftir að hafa sigið ofan af þakinu niður eftir húshliðinni. Fannst þar inni réttnefndur dýra- garður. Tígrisdýrið er tæplega tveggja ára en Yates tók það í fóstur er það var sex mánaða gamalt. Það át um 12 kíló af kjöti á hverjum degi þannig að ljóst er að dýra- haldið hefur kostað sitt. „Ég vildi bara, að við værum vinir og ég kom alltaf fram við þau af fullri virðingu, ekki eins og þau væru kjöltudýr,“ sagði Yates við fréttamenn og bætti síðan við, að tígrisdýrið hefði verið sér eins og bróðir. Þrátt fyrir það slæmdi „bróðirinn“ til hans loppunni og renndi klónum niður eftir öðrum fætinum svo nam við bein. „Það er allt í lagi með fótinn, hann grær,“ sagði Yates þegar hann staulaðist handjárnaður út af lögreglustöð í New York. „Það er aftur verra með hjartasárin.“ Í viðtölum sagði Yates einnig að dýrahaldið hefði verið sér köllun. „Ég er að reyna að skapa Edensgarð. Heiminum veitir ekki af einum slíkum,“ sagði hann grafalvarlegur. Virðist sem Yates hafi ákveðið að koma sér upp eigin dýragarði á heimili sínu eft- ir að honum hafði verið neitað um vinnu í dýragarði í Bronx- hverfi í New York. Krókódílnum, sem er tæplega tveggja metra langur, hefur nú verið sleppt á friðuðu svæði í In- diana-ríki og tígrisdýrið komið í fyrirmyndardýragarð í Ohio. An- toine Yates verður hins vegar ákærður fyrir illa meðferð á skepnum. „Vildi bara að við vær- um vinir“ New York. AP. AP Antoine Yates í handjárnum og umkringdur fréttamönnum. ’ Ég er að reyna aðskapa Edensgarð. Heiminum veitir ekki af einum slíkum. ‘ ATVINNA mbl.is ÍBÚAR sveitanna í nágrenni Antwerpen í Belgíu eru ánægðari með lífið en aðrir íbúar Evrópu. Þetta kemur fram í nýrri rann- sókn, sem gerð hefur verið í níu Evrópuríkjum, en meira en 11 þúsund manns voru spurðir að því hversu ánægðir þeir væru með þau lífsskilyrði sem þeir búa við. Rannsóknin, sem var kostuð af lyfjafyrirtækinu Pfizer, náði til bæði þeirra sem búa í stórborg- um og hinna, sem búa í dreifðari byggðum. Var m.a. spurt um þætti eins og umhverfismál, ör- yggi í samfélaginu, samheldni fólks í heimabyggð viðkomandi og heilsugæslu. Fram kom að fólk sem býr í sveitum Frakklands er gjarnan mjög ánægt með lífið. Hvað stór- borgir varðar voru 68% íbúa Dyflinnar á Írlandi ánægð með lífið og trónir borgin á toppnum yfir höfuðborgir í Evrópu; raun- ar er Írland besta landið í Evr- ópu þegar á heildina er litið. Að meðaltali var 61% íbúa í Evrópu, hvort sem þeir bjuggu í borgum eða dreifðari byggðum, ánægt með lífið. Vekur athygli að Norðmenn eru vansælir – eru að minnsta kosti undir Evrópumeð- altalinu – í samanburði við flesta aðra þrátt fyrir allt ríkidæmið, en landsframleiðsla er hærri í Noregi en annars staðar í þeim löndum sem rannsóknin tók til. Best að búa í útjaðri Antwerpen London. AP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.