Morgunblaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 16
ERLENT 16 MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sölu- og samningatækni sem þeir fremstu nota Crestcom, eitt virtasta fyrirtæki heims í söluþjálfun, kynnir nýtt námskeið sem hefst miðvikudaginn 22. október. Þátttakendur öðlast m.a. þjálfun í: • Að greina merki um kaupáhuga og gera stöðuathuganir • Að snúa hörðum mótbárum í jákvæð viðskipti • Að eiga við erfiða viðskiptavini • Að semja á árangursríkan hátt • Að ljúka sölu af öryggi Nýtt nám skeið í sölu- og sam ningatæ kni hefst 22. október Crestcom er alþjóðlegt þekkingarfyrirtæki sem er starfandi í yfir 50 löndum. AT&T, Coca Cola, Kodak, Microsoft, Oracle, Shell, Sony og Toyota eru á meðal margra heimsþekktra fyrirtækja sem hafa notað Crestcom til að þjálfa starfsmenn sína.Skráning og upplýsingar: crestcom@crestcom.is og í símum 561 5800 og 896 6960. Leiðbeinandi: Þorsteinn Garðarsson viðskiptafræðingurÍ SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S - FL A 2 24 54 0 10 /2 00 3 AHMED Qurei, nýr forsætisráð- herra heimastjórnar Palest- ínumanna, sagði að það yrði sitt helsta verkefni að koma á nýju vopnahléi í átökum Ísraela og Pal- estínumanna. Qurei sór embættiseið í höfuðstöðvum Yassers Arafats í Ramallah í gær og var þessi mynd tekin af honum og Arafat við það tækifæri. Qurei sagði við fréttamenn að hann væri tilbúinn til viðræðna við ísraelsk stjórnvöld þegar í stað. Hann hefur lýst sig reiðubúinn til að grípa til aðgerða gegn palestínskum öfgahópum en sagði í gær að hann myndi hins vegar ekki hætta á borg- arastríð í röðum Palestínumanna. Qurei sver embættiseið Reuters borg um leiðtogann, Duncan Smith, og hætta öllu leynibruggi gegn honum. Sagði hún að Verkamannaflokkurinn, undir forystu Tonys Blairs, myndi vinna þriðja kosningasigurinn sinn í röð ef Íhaldsflokkurinn tæki sig ekki saman í andlitinu. Þrátt fyrir áfrýjunarorð May er ljóst að staða Duncan Smith er alls ekki sterk. Til að mynda sýndi skoðanakönnun, sem birt var við upphaf flokksþingsins á mánudag, að Duncan Smith stendur langt að baki Blair í vinsæld- um meðal Breta. Sögðust aðeins 14% að- spurðra helst kjósa Duncan Smith sem for- sætisráðherra Bretlands, á meðan 35% kusu Blair og 22% vildu Charles Kennedy, leiðtoga frjálslyndra demókrata. Michael Howard líklegur leiðtogi? Veikir það stöðu Duncans Smiths að þegar kemur að fylgi flokkanna sjálfra njóta Íhalds- flokkurinn og Verkamannaflokkurinn jafns mikils fylgis, eða 33%. Frjálslyndir hafa 28% fylgi. Samkvæmt þessu er Duncan Smith því í raun dragbítur á eigin flokki. Þá er það enn frekar til marks um veika stöðu Duncans Smiths að jafnvel yfirlýstir kjósendur Íhalds- flokksins hafa ekki trú á honum; 44% íhalds- manna sögðust ekki bera traust til hans! Er Duncan Smith helst fundið það til for- áttu að hann sé of litlaus og „hljóðlátur“ til að eiga roð í Tony Blair, að hann sé engan veg- MARGIR velta því nú fyrir sér hvort leiðtogi breska Íhaldsflokksins, Iain Duncan Smith, muni jafnvel hrökklast úr embætti áður en næst verður gengið að kjörborðinu í Bretlandi en Duncan Smith var valinn leiðtogi íhalds- manna eftir hraklega útreið þeirra í þing- kosningunum 2001. Ef marka má skoðana- kannanir við upphaf flokksþings Íhaldsflokksins hefur Duncan Smith nefni- lega ekki gengið hótinu betur en forvera hans, William Hague, að heilla breska kjósendur – nema síður sé. Duncan Smith flytur ávarp sitt á flokks- þingi íhaldsmanna á morgun en við setningu þingsins á mánudag skoraði flokksformaður- inn Theresa May á viðstadda að slá skjald- inn nógu aðsópsmikill stjórnmálamaður til að geta náð eyrum og athygli bresks almenn- ings. Þegar allt þetta er haft í huga þarf víst ekki að koma á óvart að mjög sé nú rætt um að til leiðtogakjörs muni koma í Íhaldsflokknum áð- ur en gengið verður til kosninga í Bretlandi, sem verður í síðasta lagi vorið 2006. Flytja bresku blöðin af því fréttir í gær að margir brýni nú kuta sína. The Sun sagði raunar í fyrradag að margir íhaldsmenn teldu ljóst að Duncan Smith yrði „farinn fyrir jól“ og Mich- ael Ancram, talsmaður Íhaldsflokksins í utan- ríkismálum, viðurkennir í blaðinu Daily Mail í gær að ýmsir leggi nú á ráðin gegn leiðtog- anum. Fullyrðir Ancram hins vegar að þess- um aðilum muni ekki takast það ætlunarverk sitt að hrekja Duncan Smith úr embætti. George Jones, pólitískur ritstjóri dagblaðs- ins The Daily Telegraph, segir aftur á móti að ekki muni koma til uppgjörs á næstunni; for- ystusveit Íhaldsflokksins hafi ákveðið að fylkja liði að baki Duncan Smith. Gömul nöfn hafa annars komið upp í um- ræðunni um það hver myndi leysa Duncan Smith af hólmi. Kenneth Clarke, fyrrverandi fjármálaráðherra, er nú enn nefndur til sög- unnar – en hann tapaði fyrir Duncan Smith í leiðtogakjörinu 2001 – en The Financial Tim- es segir Michael Howard, núverandi fjár- málaráðherra í skuggaráðuneyti Duncans Smiths og fyrrverandi innanríkisráðherra í síðustu stjórn Johns Majors, hins vegar lík- legastan til að taka við af Duncan Smith. Sumir telja þó að vandi Íhaldsflokksins risti dýpra en svo að leiðtogaskipti muni öllu bjarga. Þannig segir þingmaður flokksins, Nick Gibb, í grein í The Guardian í gær að flokkurinn lifi í minningunni um árin undir forystu Margrétar Thatcher. „Við eigum við leiðtogavanda að stríða í Íhaldsflokknum en vandinn er stærri en svo að hann snúist að- eins um persónu leiðtogans,“ segir Gibb í greininni. „Flokkurinn þarf að skipta alger- lega um kúrs.“ Verður Iain Duncan Smith „farinn fyrir jól“? Næstum helmingur yfirlýstra kjósenda breska Íhaldsflokks- ins ber ekki traust til núverandi leiðtoga flokksins, Iains Dunc- ans Smiths. Davíð Logi Sig- urðsson segir því ekki þurfa að koma á óvart að Duncan Smith eigi nú í vök að verjast. ReutersIain Duncan Smith ásamt konu sinni, Betsy. david@mbl.is ÞRÍR vísindamenn, Alexei A. Abrikosov, Vitaly L. Ginzburg og Anthony J. Leg- gett, hljóta Nób- elsverðlaunin í eðl- isfræði í ár fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði, svo sem á ofurleiðni og ofurflæði. Til- kynnti sænska Vís- indaakademían þetta í gær. Ofurleiðarar eru m.a. notaðir við segulómun. Nóbelsverðaunin í lækn- isfræði falla í ár í skaut vísinda- manna sem unnið hafa brautryðj- endastarf á sama sviði. Abrikosov er 75 ár gamall banda- rískur ríkisborgari en fæddist í Rússlandi, Ginzburg er 87 ára gam- all Rússi en Leggett, sem er 65 ára, er með breskt og bandarískt rík- isfang. Þeir hafa allir stundað rann- sóknir á svonefndum ofurleiðurum en við lágt hitastig hleypa ákveðnir málmar rafstraumi gegnum sig án nokkurs viðnáms. Þrír fá eðlisfræði- verðlaun Nóbels Heiðraðir fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Alexi Abrikosov Anthony J. Leggett Vitaly Ginzburg FULLTRÚAR friðargæsluliðs Sameinuðu þjóðanna í Kongó komu í gær til bæjarins Kachele í Iture-héraði í Kongó en þar voru a.m.k. 65 manns myrtir með köldu blóði í fyrradag. Átök milli tveggja ættbálka á þessum slóðum, Hema og Lendu, hafa kostað 50.000 manns lífið frá 1999 og hrakið um hálfa milljón manna á vergang. Fólkið, sem myrt var í fyrradag, var aðallega börn, vanfærar konur og gamal- menni. Þykja þessi fjöldamorð sýna vel við hvað er að fást í Kongó en bara Iture-hérað er tvisvar sinnum stærra en Belgía. Þar eru aðeins 3.000 friðargæslu- liðar frá Pakistan og Bangladesh við gæslu. Fjöldamorð í Kongó Kigali. AFP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.