Morgunblaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 21
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 2003 21 Umhverfisþing 2003 Umhverfisráðherra boðar til Umhverfisþings í þriðja sinn dagana 14. og 15. október nk. á Nordica Hótel í Reykjavík og er þingið opið almenningi. Í ár verða náttúruverndarmál efst á baugi á Umhverfisþingi og verður fjallað ítarlega um drög að náttúruverndaráætlun, sem umhverfisráðherra leggur fyrir Alþingi á haustþingi í formi þingsályktunartillögu. Þingið skiptist í þrjá hluta: Náttúruverndaráætlun og alþjóðlegir straumar. Náttúruvernd og önnur landnýting. Framkvæmd náttúruverndar. Skráning, sem er þátttakendum að kostnaðarlausu, fer fram dagana 7.-10. október á vef ráðuneytisins www.umhverfisraduneyti.is, þar sem einnig er að finna nánari upplýsingar um dagskrá þingsins og drög að náttúruverndaráætlun. Einnig er hægt að skrá þátttöku og fá nánari upplýsingar í umhverfisráðuneytinu í síma 545 8600. Umhverfisráðuneytinu, 6. október 2003. Njarðvík | Hugmyndir hafa verið reifaðar við Ásatrúarfélagið að reisa hof í Víkinga- heimum á Njarðvíkurfitjum, í víkingaþorp- inu sem fyrirhugað er að koma upp í tengslum við Naust víkingaskipsins Íslend- ings. Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði segir verkefnið spennandi en fleiri staðir komi til greina. Hilmar Örn segir að Ásatrúarfélagið hafi lengi haft áhuga á að koma sér upp hofi til að blóta goðin. Til umræðu sé ákveðin lóð á góðum stað í Reykjavík en einnig hafi tvö önnur sveitarfélög sýnt þessu verkefni áhuga og einstaklingar á fjórða staðnum. Tekur Hilmar Örn fram að umræðan sé á byrjunarstigi innan félagsins og engar hafi ákvarðanir verið teknar um staðsetningu hofsins. Hann segir þó sérstaklega spurður um Víkingaheima í Fitjum að áhugavert sé að tengja hofið slíku verkefni þar sem verður lifandi sögukennsla fyrir ferðamenn og skólanemendur. Ef þetta verkefni verði unnið af krafti, eins og útlit sé fyrir, verði það heillandi. Ásatrúarmenn eiga félagsheimili í Reykjavík. Þar hafa farið fram blót en einn- ig utanhúss, ekki síst á Þingvöllum. Gert er ráð fyrir að rústir fornra hofa verði hafðar til hliðsjónar við byggingu hofs Ásatrúarfélagsins. Hilmar Örn segir mik- ilvægt að húsið verði fallegt og að vandað verði til verka. Telur hann að það þurfi að rúma á annað hundrað manns auk þess sem mikill fjöldi geti rúmast í hofhring í kring- um það. Fitjar koma til greina Morgunblaðið/Jóra Ásatrúarmenn þurfa ekki lengur að blóta goðin utanhúss eftir að þeir byggja hof. Reykjanesbæ | Hugmyndir eru uppi um að byggja við félagsheimilið Stapann í Njarðvík til að koma þar upp tónlistarmiðstöð þar sem Tón- lista rskóli Reykjanesbæjar og Poppminjasafn Íslands hefðu aðstöðu. Bæjarstjórn Reykjanes- bæjar kaus í gærkvöldi nefnd til að undirbúa tón- listarmiðstöð í bænum. Á undanförnum árum hefur verið áhugi á því í bæjarstjórn Reykjanesbæjar að byggja yfir Tón- listarskóla Reykjanesbæjar. Á stefnuskrá meiri- hluta sjálfstæðismanna er að vinna að því að koma upp listamiðstöð þar sem aðstaða yrði fyrir Poppminjasafn Íslands auk kennslu og tónleika- aðstöðu fyrir tónlistarskólann og jafnvel fleiri þætti. Til umræðu hefur verið hugmynd um að nýta núverandi húsnæði félagsheimilisins Stap- ans í þessum tilgangi en þá þyrfti að endurbyggja húsið að hluta og byggja við það. Árni Sigfússon bæjarstjóri segir áhugavert að athuga möguleika á því að tengja Stapann slíkri listamiðstöð. Þá yrðu þrír þættir undir slíkum rekstri, núverandi starfsemi Stapans, tónlistar- skóli og tónleikaaðstaða og tónlistarminjasafn. „Við viljum skoða hvaða möguleikar felast í nú- verandi byggingu og tengibyggingum hennar. Það væri mjög freistandi að fara í slíka fram- kvæmd ef hún kostaði minna en að byggja nýtt tónlistarhús því meiri möguleikar verða í rekstri slíks húss vegna samnýtingar og fleiri rekstr- arþátta,“ segir Árni. Hann tekur fram að það sé verkefni nefnd- arinnar sem kjörin var í gærkvöldi að fara yfir allar hugmyndir sem uppi eru. Hugmyndir uppi um að byggja tónlistarmiðstöð við Stapann Guðmundur Reynisson, versl-unarmaður í Keflavík, dó ekkiráðalaus þegar dóttir hans létþau orð falla fyrir tveimur ár- um að hana vantaði einhverjar myndir í nýja húsið sitt. Hann hugsaði með sér: „Ég hlýt að geta gert eitthvað“ og úr varð verkið Kona, sem jafnframt varð til þess að Guðmundur tók á ný til við að mála eftir rúmlega 20 ára hlé. Hann heldur nú sýna fyrstu einkasýningu í verslun sinni, Persónu við Hafnargötu, og segir viðbrögðin góð. Myndlistarhæfileikarnir eru að öllum líkindum Guðmundi í blóð bornir því hálfbróðir hans, Jóhann G. Jóhannsson tónlistarmaður, hefur um áratugabil unnið við myndsköpun samhliða tón- smíðunum. „Ég var nú eitthvað að gutla í þessu hér á árum áður, gaf myndirnar mínar vinum og kunningjum en seldi einnig nokkrar,“ sagði Guðmundur í samtali við blaðamann og bendir á tvær af þessum gömlu sem hann ákvað að hafa með til gamans á sýningunni. Önn- ur er af Jóhanni Helgasyni tónlistar- manni en hin af óræðum karlmanns- andlitum. Blaðamaður spyr Guðmund hvort dóttir hans sé fyrirmyndin í verkinu Kona. „Nei, ekki meðvitað, en það má vel vera að þetta sé hún.“ Og þannig vinnur Guðmundur með verk sín. „Ég byrja gjarnan og sé hvað verður úr því, síðan dreg ég fram það sem ég sé,“ sagði Guðmundur. Allar myndirnar á sýningunni eru málaðar með túpuvatnslitum og Guðmundur segir að hann noti gjarnan túpuna sjálfa til að draga línurnar. Mörg verkanna hafa aldrei verið snert með pensli. Hann segist gjarnan fikta við þetta þegar eiginkonan er að heiman og friður ríki á heimilinu. Þessi fyrsta einkasýning Guð- mundar hófst á ljósanótt og er hvergi nærri lokið. Guðmundur sagði að andrúmsloftið í kringum ljósanótt hafi verið slíkt að hann hafi látið til leiðast og ákveðið að vera með. „Ég hafði nú aldrei hugsað mér að sýna þessi verk mín en svo hreifst ég með stemn- ingunni við undirbúning ljósanætur,“ sagði Guðmundur, sem sannarlega slær tvær flugur í einu höggi, selur málverk og fatn- að undir sama þaki. Guðmundur Reynisson selur fatnað og eigin myndlist undir sama þaki „Dóttur mína vantaði myndir á veggina“ Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Guðmundur Reynisson: „Ég hlýt að geta gert eitthvað.“ Suðurnesjum | „Þetta er áhugaverð- ur hluti af sálgæslunni, maður er sí- fellt að vinna með skyld mál,“ segir Björn Sveinn Björnsson, sóknar- prestur í Útskálaprestakalli, sem tek- ið hefur að sér það verkefni að vera trúnaðarráðgjafi á vegum Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur. Björn Sveinn segir að á undan- förnum árum hafi umræðan um líð- an fólks í vinnu og áhrif þess á einka- lífið komið meira upp á yfirborðið. Nefnir hann sem dæmi einelti og ýmsa áreitni á vinnustað og al- menna vanlíðan í vinnu. Einnig áhrif atvinnuleysis og áfalla vegna atvinnumissis. „Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur vill bjóða félagsfólki sínu að leita aðstoðar hjá fagmanni vegna málefna af þessum toga sem upp kunna að koma. Líta má á þetta sem starfstengda sálgæslu enda á fólki að líða vel í vinnunni. Mér finnst þetta virðingarvert framtak hjá félaginu,“ segir séra Björn og segist aðspurður ekki vita annað en þetta sé nýjung í starfi stéttarfélaga. Björn verður með fasta viðtalstíma á skrifstofu VSFK einu sinni í viku, á fimmtudögum frá klukkan 12 til 14. Fólki á að líða vel í vinnunni Björn Sveinn Björnsson Keflavík | Gestir fengu að koma í kennslustundir og fylgjast með starfi Fjölbrautaskóla Suðurnesja síðastliðinn laugardag. Opið hús í skólanum var fjölsótt og tókst vel, að sögn stjórnenda. Fjölbrautaskólinn býður árlega foreldrum nemenda, grunnskólanem- endum og öðru áhugafólki að koma í heimsókn til að kynna sér starfsemi skólans. Margir þáðu heimboð skólans að þessu sinni. Kennslustofur voru hafðar opnar svo gestir gætu fylgst með kennslu. Var töluvert um að fólk nýtti sér það, að sögn Kristjáns Ásmundssonar að- stoðarskólameistara. Kennslustundirnar voru þó styttri en venjulega til þess að hægt væri að njóta menningar og skemmtunar sem fram fór í löngum frímínútum á göngum skólans. Þá var dagskrá á sal skólans og þar söng skólakórinn. Ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson Fólk á ýmsum aldri var viðstatt tölvukennslu í Fjölbrautaskólanum. Fólk á ýmsum aldri í kennslustundum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.