Morgunblaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 22
LANDIÐ 22 MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sauðárkróki| Afköst hjá sláturhúsi Kaupfélags Skagfirðinga hafa nær tvöfaldast frá sláturtíð í fyrra, en í ár var slátrað um 100 þúsund dýr- um en 53 þúsund í fyrra. „Þetta er kanski meiri aukning en menn bjuggust við og meiri heldur en gott er að taka í einu stökki,“ segir Ágúst Andrésson, sláturhússtjóri hjá kjötvinnslu Kaupfélags Skagfirðinga. Hann segir þó að sláturhúsið í stakk búið til að taka við um 120 þúsund dýr- um til slátrunar í framtíðinni, en sláturhúsið hefur uppfyllt kröfur Evrópusambandsins til slátrunar frá október í fyrra. „Við gátum ekki lofað öllum slátrun sem sóttu um slátrun hjá okkur, en það á eftir að skýrast hvernig þetta verður með nóvem- ber og desember. Þeir bændur sem hafa möguleika á að geyma slát- urfé fram í nóvember og desember geta komið til okkar,“ segir Ágúst. Samstarf með Nýsjálendingum Kjötvinnslan hefur nú hafið sam- starf við nýsjálenskt ráðgjafarfyr- irtæki og hefur sérfræðingur ný- verið tekið út starfsemi sláturhússins og komið með tillög- ur að úrbótum en Nýsjálendingar þykja standa mjög framarlega í málum tengdum sauðfjárslátrun. Einnig komu tveir nýsjálenskir slátrarar í kjötvinnsluna í septem- ber til að leiðbeina íslenskum slátr- urum. „Þetta eru bara töframenn, alveg óskaplega færir með hnífa,“ segir Ágúst. „Ég hef fengið tækifæri til að ferðast út um alla Evrópu og skoða sláturhús og séð ýmislegt. Svo fór ég til Nýja-Sjálands síðastliðinn vetur og upplifði þar land sem er nokkrum þrepum ofar en nokkurt land í Evrópu í slátrun.“ Afköst í sláturhúsi KS tvöfölduð milli ára Ætla að slátra 100 þúsund lömbum Borgarnesi | Spari- sjóður Mýrasýslu hélt upp á 90 ára afmæli sitt 1. október sl. en þann dag var hann stofnaður árið 1913. Af því tilefni var við- skiptavinum og vel- unnurum boðið að þiggja kaffiveitingar í afgreiðslu sparisjóðs- ins á Borgarbraut 14. Um 750 gestir komu í heimsókn og þáðu af- mælistertu og góð- gæti auk þess sem all- ir voru leystir út með gjöfum. Fullorðnir fengu lyklakippur og börnin blýanta og yddara. Í næsta mánuði kemur út bók um sögu Sparisjóðs Mýrasýslu og er það Snorri Þorsteinsson, fyrrverandi fræðslustjóri, sem skráir. Bókinni verður dreift ókeypis í héraðinu. Saga sparisjóðsins á bók Sveinbjörg Stefánsdóttir, starfsmaður Sparisjóðs- ins, bauð Birnu Ólafsdóttur, einum gestanna, tertu. Morgunblaðið/Guðrún Vala Laxamýri | Undraheimar Þjóðgarðsins í Jök- ulsárgljúfrum og náttúrufar á því svæði var þema dagsins þegar nemendur Hafralækj- arskóla í Aðaldal fóru í haustferð um Norður- Þingeyjarsýslu. Það var Jóna Óladóttir landvörður sem fylgdi hópnum eftir gljúfrunum milli Hljóða- kletta og Ásbyrgis í blíðskaparveðri og var margt að skoða, enda ævintýralegt að sjá þetta merkilega landslag fyrir þá sem ekki höfðu séð það áður. Í framhaldi af þessari vel heppnuðu ferð voru unnin veggspjöld um svæðið til þess að fara betur yfir það sem bar fyrir augu og þá festist betur í minni allt það sem fólk lærði. Löng hefð er fyrir haustferðum í Hafralækj- arskóla og kunna nemendur vel að meta þessa ánægjulegu tilbreytingu í skólastarfinu. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Nokkrir nemendur Hafralækjarskóla í Jökulsárgljúfrum. F.v. Arnfríður, Hilmar Kári, Ásta, Íris, Svala og Sigþór. Haustferð Hafralækjarskóla Ólafsfirði | Vélsmiðja Einars í Ólafs- firði hefur fjárfest í nýjum vélum, plötusaxi og fjölklippum fyrir á fimmtu milljón króma. Hér er um að ræða vélar sem gefa mikla möguleika og auka samkeppnishæfni fyrirtæk- isins. Einar Ámundason, eigandi Vél- smiðjunnar, segir að vélarnar hafi fyrst og fremst verið keyptar til að sinna verkefnum við Héðinsfjarðar- göngin, en þegar gangaframkvæmd- um var frestað reyndist of seint að af- panta vélarnar. Einar segir þó að þær nýtist við mörg önnur verkefni sem hann hafi. Hann er nýbúinn að fá stórt verkefni við byggingu Náttúru- fræðahúss við Háskólann í Reykjavík, þar sem vélarnar nýtast honum vel. Þá smíðaði Einar handrið á nýju brúna yfir Ólafsfjarðarós, þar sem fjölklippurnar komu að góðu gagni. Þrjár vélsmiðjur eru starfandi í Ólafsfirði, svo mikil samkeppni hlýtur að vera á milli þeirra á ekki stærri stað. Einar segir það laukrétt en aðal- verkefni hans í Ólafsfirði tengjast við- haldi á skipum og togurum. Reyndar segir hann að dregið hafi úr stærri verkefnum við skipin. Því verður að leita fanga víðar og meðal þess sem Einar sinnir er að smíða pressur og sjá um viðhald þeirra fyrir Sæplast á Dalvík. Ein slík er í smíðum núna og fjórar voru smíðaðar á síð- asta ári. Þá smíðar Einar stiga og handrið fyrir byggingaverktaka. „Það hefur verið nóg að gera und- anfarin tvö ár en það hefur ekki alltaf verið svo þau 20 ár sem ég hef rekið fyrirtækið. Maður reynir að vera vak- andi fyrir öllum möguleikum hvar sem þeir eru á landinu. Ef fólk er með einhverjar hugmyndir varðandi járn- smíði þá vil ég bara hvetja það til að hafa samband. Maður reynir að leysa úr öllum málum,“ segir Einar. Morgunblaðið/Helgi Jónsson Einar Ámundason: Nóg að gera síð- ustu tvö árin við hin ýmsu verkefni en svo hefur ekki alltaf verið. Vélsmiðja Einars fjárfestir í nýjum vélum Stykkishólmi | Mikill áhugi er fyrir golfi í Stykkishólmi og stunda þá íþrótt um 100 manns í bænum. Golf- arar eru þekktir fyrir að finna ástæður fyrir að keppa í þessari göf- ugu íþrótt og oft þarf ekki tilefnið að vera merkilegt. Um daginn kom upp verðugt verkefni. Þrír áhugasamir meðlimir í Golfklúbbnum Mostra eiga merk- isafmæli í haust. Af því tilefni ákváðu þeir að efna til afmælismóts, sem þeir skipulögðu og buðu fé- lögum sínum að taka þátt í. Var ekki að sökum að spyrja og mættu 35 golfarar til leiks með sín tól. Afmæl- isbörnin buðu upp á afmæliskaffi að leik loknum og úr varð góð sam- koma. Bestu árangri á mótinu náði Guð- mundur Teitsson bakari og kom það félögum hans ekki á óvart. Í öðru sæti varð Björgvin Ragnarsson og Hafsteinn Hafsteinsson í þriðja sæti. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Áttu afmæli: Klement Antoníusen (60 ára), Unnur Valdimarsdóttir (50) og Sigurþór Hjörleifsson (60). Héldu 170 ára afmæl- ismót í golfi BÚJARÐIR – BÚJARÐIR Til sölu hjá okkur er nú fjöldi áhugaverðra jarða m.a. hlunnindajarðir, jarðir með greiðslumark í sauðfé og mjólk, einnig jarðir fyrir garðyrkju, skógrækt, hrossarækt, svínarækt, frístundabúskap og ferðaþjónustu. Jarðir þessar eru víðs vegar um landið. Erum einnig með á söluskrá fjölda sumarhúsa og hest- húsa. Hjá okkur er einnig oft til sölu sauðfjár- og mjólkurframleiðsluréttur. Fá- ið senda söluskrá í pósti eða nálgist eintak á skrifstofu. Sölumenn FM að- stoða. Minnum einnig á fmeignir.is og mbl.is. KÁRSNESBRAUT – RAÐHÚS Hlíðasmára 15, sími 595 9090 holl@holl.is Opið virka daga kl. 9-18 www.holl.is Fallegt raðhús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr, sam- tals 168,4 fm. Húsið er afar vel skipulagt með fallegum innrétt- ingum, flísum á gólfum og fallegum suðurgarði. Verð 21,4 millj. SKÚLAGATA 19 - TIL LEIGU Hlíðasmára 15 Sími 595 9090 holl@holl.is Opið virka daga kl. 9-18 www.holl.is Í einu glæsilegasta skrifstofuhúsnæði landsins ca 150 fm á jarðhæð. Rýmið skiptist í móttöku, þrjár stórar skrifstofur, tvær nýtast mjög vel sem tveggja manna skrifstofur auk sameig- inlegs rýmis. Mjög öflugar nettenging- ar, kerfisloft, halogenlýsing. Mjög gott vinnuumhverfi. Allar uppl. veitir Árni í síma. 897 4693 og 595 9014.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.