Morgunblaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 23
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 2003 23 LEIKKONAN góðkunnaHelga Braga Jónsdóttir ætl-ar á næstunni að bregða sér í hlutverk kynlífsráðgjafa með kabar- ettnámskeiði, sem gengur undir nafninu „Hitt“. Verkið, sem byggt er á uppistandi eftir austurríska sál- fræðinginn og kynlífsráðgjafann Bernhard Ludwig, fjallar um kynlíf og samlíf para og á að vera „full- komlega örugg lækning við húmors- leysi, tepruskap og fjölmörgum öðr- um andlegum kynsjúkdómum“, að sögn leikkonunnar. Verkið er samið í öfugmælastíl og er því ætlað að kenna fólki að lækka í sér lostann og hjálpa til við að öðlast fullkomna kynferðislega ófullnægju. Blanda höfundarins af staðreyndum og gríni, hópþerapíu og kabarett hef- ur átt vinsældum að fagna víða og er nú komið að því að kenna Íslend- ingum að gera „hitt“ og gera það bet- ur. Það er svo í verkahring leiðbein- andans Helgu Brögu að nálgast þetta viðkvæma viðfangsefni af hárfínni og vísindalegri nákvæmni. Í einkaþjálfun hjá Hugh Hefner „Ég hef stundað kynlífsrannsóknir frá unga aldri og hefur kynlíf alltaf kveikt hressilega í mér,“ segir ráð- gjafinn Helga Braga. „Fljótlega fékk ég meiri áhuga á fræðilegu hliðinni og hef svolítið verið að stúdera kyn- lífsþerapíu, m.a. í Ástralíu, Rúmeníu og Afríku þar sem ég var að vinna með ættbálkum. Það var mjög gaman. Svo tók ég þátt í rannsóknum með Frank Farelly og Paul Watzlawick sem kynntu mig fyrir svoköll- uðum ögrandi meðferðarúrræðum. Skömmu síðar komst ég í einka- þjálfun til Hugh Hefner og það var eiginlega þar sem ég fann mig. Hann hefur hjálpað mér mjög mikið. Hugh er algjör snillingur og ljóshærðu tví- burasysturnar eru líka þrælgáfaðar. Það býr nefnilega eitthvað undir ljósa hárinu. Þær eru að vísu þríbur- ar. Það eru mjög fáir sem vita það. Við kynntumst ótrúlega vel innbyrðis og þau kynntu mig fyrir ýmsu í sam- bandi við kynlíf sem ekki var vanþörf á þar sem ég hef hingað til ekki verið nógu góð í kynlífinu.“ Hjálpartæki ástarlífsins Helga Braga segist hafa sótt kab- arettnámskeið hjá Bernhard Ludwig bæði í Vínarborg og Amsterdam og heillast af verkinu um leið og hún hafi komist í tæri við það. „Ég þurfti því ekki að hugsa mig lengi um þegar Leikhúsmógúllinn, sem fékk sýning- arrétt að verkinu hér heima, bað mig um að taka þetta hlutverk að mér enda hef ég lengi haft mjög mikinn áhuga á öllum mannlegum sam- skiptum. Það, sem heillaði mig sér- staklega, var að Bernhard er í raun og veru að hjálpa fólki enda þykir hann mjög virtur í sínu fagi sem sál- fræðingur. „Hitt“ er svona sambland af uppi- standi, fyrirlestri og hópþerapíu og er unnið upp úr fræðilegum kynlífs- rannsóknum á alvöru fólki. Bernhard fannst ég tilvalin til að stjórna nám- skeiðinu á Íslandi. Hann er ofsasæt- ur gæi. Sköllóttur. Og svo var hann alltaf að bjóða mér út að borða og svona. En í raun og veru snýst þessi sýn- ing ekki um mig eða mína persónu. Ég er fyrst og fremst milliliður. Ég er bara tæki til að koma sannleikanum á framfæri. Ég er hjálpartæki ástarlífsins.“ Ráðgjafinn Helga Braga er ekki í nokkrum vafa um að streitan sé helsti óvinur nútímamannsins og komi niður á tilfinningalífinu ekki síður en öðru. „Fræðilegar rann- sóknir hafa hinsvegar sýnt að hlát- urinn geri kraftaverk þegar losa þarf um tilfinningar. Ég vil því endilega fá karlana á námskeiðið með konunum sínum því við ætlum að slaka á og hlæja saman. Síðast en ekki síst von- ast ég til að fólk geti talað saman að afloknu námskeiðinu og vonandi gert „hittið“ saman streitulaust á eftir. Áhyggjur af frammistöðunni Bernhard Ludwig, sem er tvígiftur og á fjórar dætur, er eitt virtasta nafnið í austurríska kabarettheim- inum. Árið 1999 hlaut hann Karl- verðlaunin, ein virtustu leik- húsverðlaun Austurríkis, og hafa ka- barett-námskeið hans verið á sviði Niedermann-kabarettsins í Vín- arborg nánast samfleytt í tíu ár. Sem fræðimaður er hann jafndáður og hann er umdeildur. Í stað þess að veifa prófskírteini framan í „sjúk- lingana“ mætir hann þeim vopnaður breiðu brosi og virðist eiga jafn- auðvelt með að flytja boðskap sinn á alþjóðlegum vísindaráðstefnum eins og á lítt þekktum og óhefðbundnum heilsuræktarmiðstöðvum, að sögn Si- gynar Eiríksdóttur hjá Leik- húsmógúlnum. Bernhard hefur ferðast með „Hitt“ um alla Evrópu og fyllir stór sem smá leikhús á hverju kvöldi. Að auki hefur hann veitt öðrum skemmti- kröftum blessun sína til að útbreiða fagnaðarerindið á öðrum tungu- málum. Á þessu ári munu því sex leikarar flytja sýninguna undir hand- leiðslu Ludwigs, í Danmörku, Hol- landi, Svíþjóð, Bretlandi, Bandaríkj- unum og nú á Íslandi. – En af hverju telur Bernhard Ludwig-kabarettinn vera áhrifaríka kynlífsmeðferð? „Fólkið, sem á við raunverulegan vanda að stríða myndi aldrei treysta kynlífsfræðingi fyrir vandamálum sínum. Það trúir ekki á meðferð- arleiðina,“ segir hann. „Stærstu vandamálin í kynlífinu tengjast því hvað fólk er lokað og taugaóstyrkt. Fólk hefur áhyggjur af frammistöð- unni, óttast að eitthvað fari úrskeiðis, er sífellt að bíða eftir reynslu sem er einstök og tekur öllu öðru fram. Því meira álag, sem fylgir kynlífinu, þeim mun verr tekst fólki til með það. Það er í rauninni ekkert hlægilegt við boðskap minn,“ segir Ludwig. „Í honum er ekki eitt ósatt orð!“ Sýningar í Ými Helga Braga segist hafa fengið fín- ar móttökur á þeim forsýningum, sem haldnar hafa verið, en stefnt er að frumsýningu föstudagskvöldið 17. október kl. 20.00. Miðasala fer fram í verslunum Office 1 í Smáralind og Skeifunni og stendur hver sýning yf- ir í allt að tvo tíma með hléi. Sýning- arnar fara fram í tónlistarhúsinu Ými við Skógarhlíð, en að sögn leikkon- unnar, kom annað hús ekki til greina í hennar huga þar sem Ýmir er nú orðið einn vinsælasti veislusalurinn í borginni fyrir brúðkaupsveislur – upphaf hjónalífsins.  SAMLÍF| Meðferð sem kennir fólki að lækka í sér lostann og öðlast fullkomna kynferðislega ófullnægju „Kynlíf alltaf kveikt hressilega í mér“ Staðreyndir og grín: Leikkonan Helga Braga Jónsdóttir vinnur út frá fræðilegum kynlífsrannsóknum á alvörufólki. Mannleg samskipti hafa lengi heillað fjöllista- konuna Helgu Brögu Jónsdóttur, sem er í hlutverki kynlífsráð- gjafa á kabarettnám- skeiðinu „Hitt“. Hún sagði Jóhönnu Ingv- arsdóttur að fræðilegar rannsóknir sýndu að hláturinn gerði krafta- verk þegar losa þyrfti um tilfinningar. join@mbl.is Íslendingum kennt að gera „hitt“ og gera það betur. FÓLK sem finnur fyrir skap- sveiflum, pirringi og vanlíðan þeg- ar það er ekki með farsímann sinn við höndina, ætti að huga að með- ferð þar sem það gæti verið orðið háð SMS-skilaboðasendingum, að því er fram kemur á fréttavef BBC. Yfirlæknir á Roehampton- læknastofunni, sem er sérhæfð í að meðhöndla fíkla, segir að sumir skjólstæðingarnir hafi notað sjö klukkustundir á sólarhring í að senda textaskilaboð. Einn varð fyr- ir álagsmeiðslum, líklega sárum á fingurgómum. Læknirinn, Mark Collins, segir að fíkn í ákveðna hegðun hafi farið vaxandi á sl. 18 mánuðum. Þar er meðtalin kynlífsfíkn, verslunarfíkn og það sem nú er farið að kalla sam- skiptafíkn (e. contact addiction), t.d. óhóflega notkun á farsímum og tölvuleikjum. Að mati lækna felst rót vandans í þörfinni fyrir að flýja frá tilfinn- ingalegum erfiðleikum eins og þunglyndi, streitu eða kvíða, eins og raunin er með alla fíkn. Ein- kenni eru þau að þörfin fyrir að senda textaskilaboð eða vera á Net- inu verður öðru yfirsterkari og ef þörfin fæst ekki uppfyllt verður fólk pirrað eða stirt í skapi. Farsímafíkn Reuters Rót vandans: Þörfin fyrir að senda textaskilaboð verður öðru yf- irsterkari.  TÆKNIVANDAMÁL Í NÚTÍMASAMFÉLÖGUM er hægt að leita sér meðferðar við nánst hverju sem er og samkvæmt hinum breska vef Even- ing Standard, fara fjölmargar konur í Bretaveldi „í meðferð“ vegna depurðar í kjölfar eigin brúðkaups (wedding blues). Fullyrt er að tíunda hver kona þar í landi þjáist af þessum kvilla. Margar konur líta á brúðkaupsdaginn sem stærstu stund lífsins og ómældum tíma og pen- ingum er varið í undirbúning. Þegar allt er afstaðið fyllast þær tómleika og von- brigðum. Ýmsar skýringar eru sagðar á þessu meini og meðal annars sú að konur geri sér allt of háar hugmyndir um hjónabandið. Aðrar konur eru með bull- andi timburmenn vegna himinhárra skulda sem fylgja í kjölfarið. Einn sér- fræðingurinn segir brúðkaup vera úr- elta athöfn sem hafi ekkert að bjóða sjálfstæðum konum, en þó séu þau seld sem svar við allri mögulegri ófullnægju. Til að koma í veg fyrir depurð eftir brúðkaup, er fólki ráðlagt að líta á það sem upphaf einhvers en ekki sem há- punkt. Einnig skal ræða opinskátt sam- an um vonbrigði og neikvæðar tilfinn- ingar ef þær láta á sér kræla eftir að stóra stundin er liðin hjá og hversdags- lífið tekið við. Eftir brúðkaupsferð er gott að fara í helgarferðir, svo til ein- hvers sé að hlakka. Til huggunar er sagt að líklegra sé að hjónaband færi fólki hamingju heldur en vinningur í lottóinu. Morgunblaðið/Kristinn  HEILSA Depurð eftir brúðkaup ALÞJÓÐLEGI geðheilbrigð- isdagurinn er haldinn 10. október ár hvert. Í ár er dagurinn tileink- aður börnum og unglingum. Hér á landi er aðbúnaður barna lík- lega hvað bestur í heiminum. Það getur þó verið hættulegt að slá slöku við vegna þess að ástandið er betra en víða annars staðar. Með því að hlúa vel að andlegri líðan barna, vernda og efla geð- heilsu þeirra stuðlum við að betri framtíð samfélagsins. Geðheilsa barna og unglinga hefur áhrif á hvernig þeim vegn- ar í lífinu síðar meir. Oft er sam- band á milli slæmr- ar geðheilsu, lélegr- ar sjálfsmyndar, erfiðleika í skóla og félagslegrar einangrunar. Góð geðheilsa á uppvaxtarárum eyk- ur aftur á móti líkur á almennri vellíðan á seinni skeiðum lífsins. Mikilvægt er að taka á geð- heilsuvandamálunum um leið og þau koma fram. Ef ekki er tekist á við geðheilsuvandamál sem upp koma snemma á lífsleiðinni geta vandamálin orðið enn alvarlegri, sem leiðir til enn meiri þjáninga fyrir einstaklinginn og hans nán- ustu aðstandendur. Til að vernda geðheilsu barna þarf að huga að áhættuþáttum eins og áföllum og ofbeldi sem geta birst á ótal vegu. Einnig er mikilvægt að huga að verndandi þáttum og góðu líkamlegu ástandi, félagsfærni og jákvæð- um aðstæðum í uppvexti. Í því samhengi er mikilvægt að styðja vel við uppalendur og fjölskyld- una sem heild. Í tilefni af alþjóða geðheil- brigðisdeginum mun Geðrækt standa fyrir geðræktarþingi í Iðnó föstudaginn 10. október kl. 13 undir yfirskriftinni: MEIRI HLÁTUR – MINNI GRÁTUR, með áherslu á það að draga úr þjáningum barna og unglinga í landinu með því að vernda og efla geðheilsu þeirra. Á dagskrá þingsins má finna alvöru og gleði í bland. Ungt fólk mun segja frá jákvæðri reynslu sinni af því að glíma við geðröskun, kynning verður á hláturjóga, Lína langsokkur seg- ir frá því hvernig hún ræktar geðið o.fl. Einnig verður sýning á listmunum nemenda Dalbraut- arskóla við Barna- og unglinga- geðdeild Landspítalans. Mark- miðið er að heildardagskráin verði jákvæð upplifun fyrir þá sem þangað sækja og hvatning til þess að hlúa vel að geðheilsu barna okkar. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, verkefnastjóri Geðræktar.  FRÁ LANDLÆKNI Meiri hlátur – minni grátur Góð geðheilsa á uppvaxtarárum eykur líkur á vellíðan á seinni skeiðum lífsins TENGLAR ........................................... www.ged.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.