Morgunblaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 30
UMRÆÐAN 30 MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ É g er ákaflega bjart- sýnn maður, óeðli- lega gætu ein- hverjir sagt. Það kemur best í ljós þegar ég ætla að selja eitthvað sem ég á. Þá líður mér eins og að allir hafi verið að bíða eftir nákvæmlega því sem ég hef að selja. Þessi bjartsýni hefur að vísu oft orðið til þess að ég hef misst trúna á öðru fólki. Greyið fólkið, hugsa ég, það áttar sig ekki á því hvað þetta er mikill kostagripur sem ég er með til sölu. Núna er ég til dæmis að selja húsið mitt, húsið sem ég með hjálp minna nánustu, lagði nótt við nýtan dag í að gera sem fal- legast úr garði. Húsið er al- gjörlega frá- bært, besta hús í heimi að mínu mati. Þar til ég bauð það al- menningi formlega til kaups furðaði ég mig daglega á því afhverju fólk lá hreinlega ekki á þröskuldinum hjá mér og grátbað mig um að selja því þetta úrvalshús. Og nú er ég ekki að grínast. Mér hefði í raun ekki fundist það neitt óeðli- legt að þurfa að vaða í gegnum þvögu áhugasamra kaupenda á hverjum morgni á leið í vinnuna. Það voru því þónokkrar vænt- ingar fyrir hendi þegar ég tók þá ákvörðun fyrir svo sem tveimur vikum að núna skyldi húsið fara á markað, varan sem allir þráðu að eignast. Ég verð- lagði húsið sanngjarnt að mínu mati í samkomulagi við fast- eignasala. Við fórum í gegnum allan pakkann, gerðum sölu- yfirlit, sem mér fannst reyndar algjör óþarfi að framansögðu gefnu, settum myndir á netið, líka óþarfi, og svo var það aug- lýsing í Fasteignablaði Moggans, samkvæmt venju. Þegar öllu þessu var lokið sagði ég við konuna á sunnu- dagskvöldi, eftir að hafa þrifið húsið hátt og lágt: Jæja, hvenær kemur Mogginn innum lúguna hjá fólki, kl. sjö er það ekki. Við verðum þá að vakna tímanlega helst klukkan hálfsex til að taka á móti kaupendum. Það byrjar örugglega að myndast röð upp úr kl. sex, reiknaði ég út. Og það er kannski vissara að tilkynna lögreglunni um að húsið sé kom- ið á sölu, bætti ég við, ef það kæmi til handalögmála. Ég vaknaði síðan í bítið, dálít- ið órólegur því ég óttaðist að lætin í væntanlegum kaupendum myndu vekja fólk í nærliggjandi húsum. Ég greip Moggann og þarna var auglýsingin. Glæsi- eignin var komin á sölu. Nú var það lýðum ljóst. Ég leit út um dyrnar. Þar var enginn í röð. Fullsnemmt hugsaði ég. Ég verð að gefa fólki kost á að koma sér á staðinn. Ég fór síðan og kveikti á öllum símum og lyfti tólinu á heimasímanum. Jú, það var sónn. Kveikti á tölvunni, maður varð að geta brugðist við tölvupóstunum snarlega, sér- staklega ef einhver erlendur fursti vildi bjóða. Klukkan sló sjö. Ég leit aftur út um dyrnar. Undarlegt. Enn var enginn mættur. Þetta var jú í Mogganum, það var alveg greinilegt. Ég hringdi í fast- eignasalann heim og vakti hann. Heyrðu, þetta er Doddi hérna, hefur einhver hringt í þig. Nei, svaraði hann svefndrukk- inn, og áttaði sig engan veginn á því hvað var í gangi hinum meg- in á línunni. Ég sleit símtalinu. Þannig var þá í pottinn búinn. Klukkan var orðin hálfátta, enginn hafði hringt í gemsana, enginn í heimasímann, þrátt fyrir að það væri mjög skýr sónn í honum, og enginn tölvupóstur frá erlendum greifa hafði borist. Ekki einu- sinni SMS frá Damon Albarn, eða svoleiðis fólki sem vill búa í One O One Reykjavik. Svo leið og beið og húsið er enn til sölu. Að vísu hafa tveir komið að skoða, en maður má ekki vera óþolinmóður. Ég hef blessunarlega verið svona bjartsýnn frá barnæsku. Þegar ég var ungur drengur safnaði ég frímerkjum og eins og góðir frímerkjasafnarar þess tíma keypti ég alltaf frímerkja- verðskrá þar sem hægt var að fletta upp verðgildi merkjanna, og það var nokkuð sem ég tók háalvarlega. Eftir að hafa stund- að söfnunina um tíma sá ég þeg- ar ég fletti frímerkjabókinni minni troðfullri af frímerkjum, að safn mitt var orðið álitlegt og verðmætt að sama skapi, sam- kvæmt verðskránni. Svo kom rétti tíminn. Ferð til Reykjavíkur var á döfinni hjá fjölskyldunni ofan af Akranesi og nú átti aldeilis að rýma til í eignasafninu, grisja úr hinu verðmæta frímerkjasafni. Ég tók slatta af frímerkjum, að- allega merki sem ég átti fleira en eitt af, bæði frímerki sem ég hafði fengið í skiptum við vini mína, frímerki sem ég hafði leyst upp af umslögum og frí- merki sem afi minn sem vann á póstinum hafði gefið mér. Ég var búinn að gera lista í hug- anum yfir allt það sem ég ætlaði að kaupa fyrir ágóðann af frí- merkjunum. Bók fyrir pabba, fótbolta handa mér, nammi handa bræðrum mínum og föt handa mömmu. Afgangurinn átti að fara í baukinn og svo myndi maður halda eftir einhverjum vasapening. Ég mætti hróðugur í frímerkjabúðina með frímerkin mín, lagði þau á borðið og sagði: Ég ætla að selja þér þessi frí- merki. Gráhærði frímerkjasalinn hefði alveg eins getað rétt mér kjaftshögg beint yfir borðið, það hefði verið mun sársaukaminna en viðbrögðin sem hann sýndi. Fjársjóðurinn í plastpokanum var einskis virði að hans mati. Þvílík ósvífni. Var þá ekkert að marka frímerkjaverðskrána, var þetta allt eitt stórt samsæri til að blekkja unga drengi. Nú er ég að fara að selja gamla íslenska mynt á E-Bay. Ég held að þessi mynt sé alveg gríðarlega verðmæt. Úti í heimi eru safnarar sem eru tilbúnir að gefa hvítuna úr augunum fyrir þessa aura. Bjartsýni minni eru engin takmörk sett. Endalaus bjartsýni Það byrjar örugglega að myndast röð upp úr kl. sex, reiknaði ég út. Og það er kannski vissara að tilkynna lögreglunni að húsið sé komið á sölu. VIÐHORF Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is ÞAÐ er ástæða til að óska Ís- lendingum til hamingju með frá- bært framlag íslensks leikhúss til menningar okkar. Ég skrifa þessi orð í London, þar sem landar okkar eru að slá í gegn með sýn- ingu Vesturports, Leikfélags Reykja- víkur og Íslenska dansflokksins á Rómeó og Júlíu í Young Vic leikhúsinu. Dómar um sýninguna hafa verið sérstaklega lofsamlegir hér í London og áhorf- endur flykkjast til að sjá verkið, rétt eins og þeir gerðu á Íslandi. Það rann upp fyrir mér þegar ég sá opna æfingu hjá þeim hér úti, að með þessari sýningu er leik- hópurinn að leika sér að eldinum (í orðsins fyllstu merkingu!). Hér í Bretlandi eru verk Shakespeares talin til þjóðargersema. Mörgum útlendingnum verður hált á því svellinu að reyna sig við höf- uðskáldið, og það á ensku! En leikhópurinn heillaði leikhúsgesti með leikgleði, húmor og stakri snilli. Hér halda menn ekki vatni og miðað við móttökurnar þá verð- ur þessi sýning á fjölunum í Lond- on lengi. Ég get ekki sagt að þessi ár- angur félaga okkar sem skipa Vesturport hafi komið mér á óvart. Þau hafa sannað með frá- bæru starfi sínu að þau eru komin til að vera og þau og aðrir hafa fyrir löngu sýnt fram á það, sem við vissum, að íslenskt leikhús er fullkomlega samkeppnisfært við það besta í útlöndum. Með aukinni alþjóðavæðingu eru líka mögu- leikar listamanna að aukast, jafnt í sviðslistum sem í öðrum grein- um. Heimurinn allur er nú leik- völlurinn. Þetta eru engar fréttir. Það sem vakti hinsvegar athygli mína eru samningarnir sem þetta unga listafólk náði að gera við fyr- irtæki og einstaklinga sem eru að vinna á breskum markaði og sáu möguleika í að ganga til samstarfs við leikhópinn. Flugleiðir í Bret- landi og áfengisframleiðandinn Polstar skilja þetta og hafa löngum verið íslenskum lista- mönnum haukar í horni. Bæði fyr- irtækin fá mikla kynningu vegna tengsla sinna við sýninguna. Mesta athygli vakti samt samning- urinn við Björgólf Thor Björgólfs- son, sem kemur að verkefninu með sérstaklega veglegum hætti. Samningur eins og þessi er að mínu viti það sem koma skal. At- vinnulífið hlýtur í framtíðinni að sjá enn frekar möguleikana sem felast í samstarfi við listamenn, hvort sem það felst í að koma með fjármagn inn í einstaka list- viðburði, fá listamenn til að vinna með starfsmönnum fyrirtækisins eða taka þátt í stærri verkefnum, eins og einstökum hátíðum. Sam- starf við listamenn er stórt atriði í ímyndarsköpun nútímalegra fyr- irtækja útum allan heim. Ég nefni fyrirtæki eins og Microsoft, Er- icson, Volvo og Vodafone. Þau koma fram sem íhaldssöm eða frjálslynd, allt eftir því hvernig samstarf þau kjósa sér. Flestir kjósa að vinna með stórum lista- stofnunum, aðrir taka áhættu og vinna með ungu og kröftugu lista- fólki. Stjörnum morgundagsins. Listafólki eins og því sem skipar Vesturport. Á dögunum héldu Höfuðborg- arstofa og Listahátíð í Reykjavík í samstarfi við Samtök atvinnulífs- ins málstefnu um þetta efni, þ.e. samstarf viðskiptalífsins og listanna. Þar kom fram að við Ís- lendingar eigum enn langt í land með að skilja möguleikana sem í slíku samstarfi felast. Fyrirtækin halda enn að sér höndum og virð- ast líta á listamenn sem afætur eða vesalinga með betlistaf og listamennirnir virðast hræðast af- skipti „vondu kapítalistanna“ af listinni. Enn í dag tölum við um „styrki“ þegar í raun er verið að bjóða til samstarfs. Við þurfum öll að líta í eigin barm og breyta þessu viðhorfi, því ef menn opna augun eru möguleikar óþrjótandi. Ég bendi á einstaklega vel heppn- að samstarf Menningarborgar og máttarstólpa hennar, samning Sin- fóníuhljómsveitar Íslands og Toyota um samstarf og einnig mjög spennandi verkefni sem heit- ir Reykjavík loftbrú og miðar að því að styðja unga tónlistarmenn við að koma tónlist sinni á fram- færi erlendis. Ég hef mikla trú á að framlag Flugleiða í því verkefni komi fyrirtækinu í alla staði til góða. Heima á Íslandi er leikárið haf- ið og hefur það sjaldan eða aldrei verið glæsilegra. Rúmlega 50 frumsýningar á einu leikári er eig- inlega með ólíkindum. A.m.k. ein á viku allt árið! Það hlýtur að vera öllum gleðiefni að sjá þennan kraft í sviðslistunum. Þær eru ómetanlegur hluti af menningu okkar og sjálfsmynd og í þeim sameinast kraftar tónlistarmanna, myndlistarmanna og leikhúslista- manna. Áhorfstölur segja allt sem segja þarf, Íslendingar vilja meira og meira íslenskt leikhús. Ég hvet fyrirtæki og listamenn til að huga að þeim möguleikum sem í sam- starfi felast. Tökum hugmyndum með opnum huga. Það græða allir á öflugu íslensku menningarlífi! Það græða allir Eftir Felix Bergsson Höfundur er félagi í leikhópnum Á senunni og formaður Bandalags sjálfstæðra leikhúsa. LANDSSAMTÖK hjartasjúkl- inga eiga 20 ára afmæli í dag 8. október Í tilefni af því stóðu samtökin fyrir veglegri sýningu er nefndist Hjartaheill í Perlunni dagana 26.–28. september, en 28. september var jafnframt al- þjóðlegur hjartadagur. Sýnendur voru 29 og var aðsókn að sýningunni mjög góð alla dag- ana. Sérstaka athygli vakti hið góða samband sem gestir náðu við sýn- ingaraðila, en það byggðist á þeirri þjónustu sem veitt var m.a. í formi mælinga á blóðþrýstingi og blóð- fitu. Einnig var hægt að fá mælda þéttni beinmassa, veittar voru leið- beiningar um skófatnað og æf- ingatæki af ýmsum gerðum. Lyfjafyrirtækin áttu líka sína fulltrúa svo og Hjartavernd, Ís- lensk erfðagreining, Heilsustofnun NLFÍ, Reykjalundur endurhæfing- arstöð og Lýðheilsustöðin svo eitthvað sé nefnt. Hvað stendur svo eftir að loknu þessu framtaki Landssamtaka hjartasjúklinga? Talið er að milli 5 og 6 þúsund manns hafi komið í Perluna þessa daga. Af þeim létu 1.320 mæla blóðfitu og 1.500 fengu mældan blóðþrýsting. Milli 10 og 15% þeirra sem fóru í þessar mæl- ingar fengu ráðleggingar um að leita eftir frekari rannsókn lækna, þar sem vísbendingar komu fram um að skynsamlegt væri að kanna nánar hvort eitthvað væri að. Ljóst er að ein mæling er ekki nægileg til annarra aðgerða en að leita læknis. Það er reynsla Lands- samtakanna að eftir að samtökin hafa staðið fyrir slíkum mælingum víðsvegar um landið á um 4.000 manns að þó nokkrir einstaklingar hafa fengið meðhöndlun við hjarta- sjúkdómum án þess að fá áfall. Staðreyndin er sú að vísbend- ingar af þessu tagi geta forðað fleiri manns frá alvarlegum sjúkdómum. Ávinningur þjóðfélagsins er veru- legur vegna þess að sjúkdómurinn er uppgötvaður áður en alvarleg áföll koma til. Við það sparast veru- legar fjárhæðir í heilbrigðiskerfinu. Þetta er er dæmi um forvarnir sem skila árangri. Hjartaheill / Árangursríkar forvarnir Eftir Vilhjálm Vilhjálmsson Höfundur er formaður Landssamtaka hjartasjúklinga. ÖNUNDUR Ásgeirsson, fyrrverandi forstjóri, skrifar grein í Morgunblaðinu í gær undir heitinu „Vandræðabarn þjóðarinnar“. Þar sér Önundur ástæðu til að gagnrýna Eimskipa- félagið eins og ýmsir aðrir hafa haft þörf fyrir í gegnum tíðina. Ekki ætla ég hér að fjalla um það hve lítið hann gerir úr látnum eða öldruðum at- hafnamönnum sem voru áhrifamiklir upp úr miðri síðustu öld. Hins vegar er ástæða til að gera verulegar at- hugasemdir við umfjöllun hans um fyrirhugaðar höfuðstöðvar Eimskips. Í grein sinni segir Önundur: „Nú skýrir Mbl. frá því að Eimskip hafi sótt um að byggja nýjar höf- uðstöðvar félagsins á bílaplaninu austan Póst- hússtrætis og því hafi verið vel tekið af bæjarráði.“ Eftir að hafa hnýtt aðeins í Þorstein Pálsson, vegna byggingar Hæstaréttar, skrifar Önundur: „Nýjar höfuðstöðvar Eimskips gætu verið staðsettar hvar sem er í bænum, en eðlilegast væri að hafa þær í grennd við Sundahöfn.“ Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum er það Landsbanki Íslands, en ekki Eimskip, sem er að sækja um þessa lóð sem Önundur nefnir. Það hefur aftur á móti verið í undirbúningi að byggja við skrifstofuhúsnæði Eimskips í Sundahöfn, sem kall- ast Sundaklettur, og flytja þangað alla starfsemi fé- lagsins sem nú er að talsverðum hluta í Eimskipa- félagshúsinu í Pósthússtræti 2. Eðlilegast er að starfsemi félagsins sé þar enda er stærsti hluti hennar þar fyrir. Það hefur aldrei staðið til að byggja höfuðstöðvar Eimskips á bílaplaninu austan við Pósthússtræti. Það er aftur á móti mjög áhugavert ef Lands- bankinn byggir þarna höfuðstöðvar, eins og fram hefur komið í fjölmiðlum, og sú hugmynd Önundar að byggja þarna bílastæðahús er fráleit. Það þarf fólk og atvinnustarfsemi í miðborgina en ekki ljótt bílastæðahús á mörgum hæðum. Þau geta verið undir fyrirhuguðu tónlistarhúsi og öðrum bygg- ingum á svæðinu, inni í Arnarhóli eða undir Tjörn- inni. Höfuðstöðvar Landsbankans gætu fallið vel að framtíðarskipulagi svæðisins samhliða því að Geirs- gatan væri tekin niður í stokk. Þannig opnast mikið nýtt svæði og byggingarland og gamla höfnin teng- ist betur miðborginni. Eflaust hefur Önundur eitthvað misskilið þetta allt saman og vonandi hafa lesendur Morgunblaðs- ins áttað sig á því að Eimskipafélagið er ekki vand- ræðabarn þjóðarinnar í þessu máli. Önundur ætti að vanda sig betur ef hann ætlar að halda áfram að fjalla um málefni líðandi stundar í fjölmiðlum. Svar til vandræðabarns þjóðarinnar Eftir Þorkel Sigurlaugsson Höfundur er framkvæmdastjóri þróunarsviðs Hf. Eimskipafélags Íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.