Morgunblaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 32
MINNINGAR 32 MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Ég var stödd i Árós- um þegar ég frétti af andláti þínu, amma mín hringdi harmi slegin, ein af bestu vinkonum hennar var dáin. Þú fórst svo snöggt frá okkur og það gafst enginn tími til þess að kveðja þig. Þess vegna lang- aði mig að skrifa nokkur orð um þig og kveðja þig með þeim hætti. GUÐNÝ GUÐNADÓTTIR ✝ Guðný Guðna-dóttir fæddist í Þorkelsgerði í Sel- vogi 11. janúar 1927. Hún andaðist á heim- ili sínu 18. september síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Þorlákskirkju 26. september. Þú hefur alltaf verið hluti af mínu lífi frá því ég man eftir mér. Þar sem ég ólst upp að hluta til hjá ömmu þá kynnt- ist ég þér sem vinkonu hennar. Þegar ég var lítil höfðu vinir mínir mest gaman af því að leika sér með jafnöldr- um sínum en ég hafði jafngaman af því að snattast með ykkur ömmu og það er kannski ekkert furðu- legt að ég sé talin gömul sál í dag. Selvogsferðirnar eru mér minnis- stæðastar þegar ég hugsa um þig. Þér fannst svo gaman að fara með okkur ömmu í sumarbústaðinn til þess að njóta kyrrðarinnar, hlusta á sveitalög ásamt góðu sérrí og syngja með, sem sagt komin á heimaslóðir. Ég man einnig sérstaklega eftir því þegar söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva var haldin, þá komst þú í heimsókn til okkar ömmu og við horfðum á hana saman. Þetta voru svo skemmtileg kvöld og þú raulaðir með öllum lögunum án þess að kunna þau og elskaðir að hlusta á tónlist. Það var einnig mjög skemmtilegt að fá ykkur Bjössa í heimsókn til mín í íbúðina mína. Þið höfðuð svo gaman af því að fara í bæinn á rúntinn og ég skemmti mér mjög vel yfir því að keyra ykkur. Þú og amma svo upp- teknar við að skoða nýjustu tískuna í fatabúðunum en ég og Bjössi leituð- um að hægindastólum og blöðum til þess að hafa ofan af fyrir okkur á meðan, því við vissum að það yrði nú ekki létt verk að finna það sem ykkur langaði í. Svo áður en á heimleið var haldið var komið við á kaffihúsi og fengið sér kaffi og líkjör til þess að slappa af eftir skemmtilegan dag. Ég vil fyrir hönd okkar ömmu þakka þér fyrir allar samverustund- irnar sem við höfum átt með þér. Einnig viljum við þakka þér fyrir það hversu góð þú varst við ömmu Dóru og Döggu frænku, það var ómetan- legt. Þú áttir þinn uppáhaldsstól við borðstofuborðið hennar ömmu þann- ig að þú sást gamla húsið þitt þegar þú leist út um gluggann. Ég mun sakna þess að sjá þig ekki sitja þarna en stóllinn verður alltaf þinn í mínum huga. Elsku Bjössi og fjölskylda Guðnýj- ar, innilegar samúðarkveðjur og megi Guð geyma ykkur, kveðja frá Árós- um. Petra (Peta litla). Það er auðvelt að skrifa um góðan mann en hvernig segir maður frá heilli ævi í fáum orð- um. Jóhann Rósinkranz Björnsson, Jó- hannsson, Björnsson, bara nafna- hefðin ein er nóg til að sýna þann kærleika og hefð sem pabbi kom frá. Pabbi var sjómannssonur sem ólst upp á Ísafirði. Hann var stoltur af því, en brosti oft og sagði að menn þyrftu í dag að vera minnst skipstjórar til að vera með í ættartölum. Hann fæddist 1924 í Vallaborg, og mér skilst að það fólk sem þar bjó, hafi þurft að standa saman, ekki síst börnin. Hann var augasteinninn hennar ömmu og man ég enn hvernig rödd hennar hlýnaði þegar hún sagði nafn- ið hans. Það varð fljótt þröngt hjá Guggu ömmu og Bjössa afa, þau áttu sjö börn, sex stráka og eina stelpu. Að vísu fór einn í fóstur til systur hennar, það átti að vera tímabundið þegar hún veiktist. Íbúðin var lítil, dýnur voru lagðar á gólf að kveldi og teknar til hliðar að morgni. Pabbi var notaður mikið til snúninga enda bóngóður og oft búinn að segja já áður en hann vissi um hvað væri beðið. JÓHANN RÓSIN- KRANZ BJÖRNSSON ✝ Jóhann Rósin-kranz Björnsson fæddist á Ísafirði 20. júní 1924. Hann lést á gæsludeild Land- spítalans í Fossvogi 25. september síðast- liðinn og var útför hans gerð frá Ás- kirkju 6. október. Alltaf var pláss fyrir fólk hjá ömmu og afa í hópinn bættust Jón og Jóhann, synir Símonar bróður Bjössa afa. Og svo löngu síðar Gugga og Gunna, dætur Siggu. Og eru Jón og Jóhann ekki síður bræður hans, pabbi kenndi mér að það er óendanlegt pláss í hjartanu til að elska og að þú elskar ekki annan neitt minna þótt fleiri bætist við. Hann átti að vera eitt sumar í Hafnarfirði hjá Matthildi langömmu en þegar skipið sem Jói langafi var á fórst, ákvað pabbi að vera lengur til að styðja við ömmu sína, og litlu stúlkuna sem hún hafði tekið að sér þegar Jón sonur hennar drukknaði í Færeyjum en hann hafði ætlað að ættleiða hana, þegar hann væri kominn heim úr ferðinni og að yfirstöðnu brúðkaupinu. Hann pabbi talaði mikið um Matthildi langömmu, þolinmæði og þrautseigju hennar og rauða hárið. Hvernig hún saumaði á alla, stundum heilu jakkafötin. Er hann fór í sveit og var hann með síðustu mönnum á Íslandi til að sitja yfir ám, enda sá búskaparmáti að leggjast af. Hann var líka mjólkur- póstur sem færði mjólkina til Ísa- fjarðar á hestum. Skrapp á skíði svona eins og hinir strákarnir. Hann var góður sonur enda varð hann líka góður faðir. Þegar afi veiktist og gat ekki unnið í eitt ár, hætti pabbi við að fara í nám og fór á sjóinn 15 ára gamall. Það varð að vinna fyrir fjölskyldunni. Hann lýsti lífinu um borð sem mér er mjög framandi, hvernig sumir skipstjórar höfðu fötu af fiskhausum upp í brú til að henda í mennina ef þeim líkaði ekki eitthvað. Lýsingin var stundum grimm. Hann sagði mér hvernig einu sinni hefðu heyrst drunur af hafi inn á fjörð um nótt, eins og um þrumur væri að ræða. Og þegar um morgun- inn var siglt út, blasti við ófögur sjón. Rétt fyrir utan djúpið hafði verið skotin niður skipalest. Brakið, olían, björgunarvesti, prammar og lík flutu í sjónum. Þá skildi hann hvað stríð var. Hann sigldi líka á Hamborg og Hull eftir stríð. Hamborg var sem rústir einar og með náþef í lofti. En þegar hann kom á bar og var spurður um þjóðerni, sagðist hann vera Íslending- ur, fékk hann ekki að borga kaffið, Ís- lendingar höfðu nefnilega sent skip með mat og föt strax eftir stríð. Mér fannst skondið þegar hann lýsti því hvernig hann sem ungur maður gekk hring eftir hring kring- um húsið, oft í klukkutíma, til að láta renna af sér, áður en hann fór inn svo að amma Gugga mundi ekki sjá neitt. Hann fékk sér herbergi í Reykja- vík, eftir stríð og einn daginn dansar hann við stúlku á balli í Gútto einn dans. Hún var með dökkt liðað hár og honum leist vel á hana. Það líða mán- uðir og hann ákveður eitt sinn, þegar hann kemur í land að byrja á því að bjóða í bíó konunni sem leigði honum herbergið og hafði reynst honum vel. En hún er með vinkonu í heimsókn sem hún vill endilega að komi með líka. Jú, hann hafði ekkert á móti því. En hún vildi ekki koma með nema vinkona hennar kæmi líka, þær höfðu ætlað að hittast. Úps, þrjár í bíó var nú fleiri en hann hafði hugsað. En allt í lagi. Vinkona vinkonunnar er sótt og þar stendur stúlkan með fallega lið- aða hárið. Hún varð ári síðar konan hans, Unnur Sigrún Stefánsdóttir. Búskapinn hófu þau á Hverfisgötu, og þeim fæðist dóttir Rósa og sagði pabbi að það hefði verið með bestu perlum lífsins að eignast fjölskyldu. En erfitt var að fá húsnæði og á endanum kaupa þau sumarbústað fyrir utan bæinn í svo kölluðum Smá- löndum. En það var nálægt golfskál- anum í Grafarholti. Valkostirnir voru braggi eða þessi óeinangraði sum- arbústaður og pabbi gat ekki hugsað til að búa í bragga. Hverja mínútu í landi notaði hann til að einangra og lagfæra húsið. Og ekki veitti af, sæng- ur frusu við veggi og frostrósir á gluggum. Og nú er kominn lítill drengur, Guðmundur. En það var ekki auðvelt að ganga neðan úr bæ með allar vistir og kom sú vinna í hlut pabba. Oft fékk hann far enda góðir nágrannar, ungt fólk að byrja búskap, nágrannar sem litu til með mömmu. En þetta var svona hjá mörgu ungu fólki þá. Og svo kom erfiðasti kaflinn, það kemur verkfall og það dregst og dregst á langinn, og börnin fá hafra- graut í öll mál. Peningarnir klárast. Loks þegar verkfallið leysist er skipið sett í slipp í fjórar vikur. Engir pen- ingar, engin matur. Mamma fær 2 krónur að láni hjá stóru systur sem var orðin ekkja. Fyrir þær kaupa þau bein frá SS og meira haframjöl. Og jólamaturinn er kjötsúpa án kjöts. Hann hafði staðið í röð með öðrum að leita eftir hvaða vinnu sem var. Og verður loks heppinn að fá vinnu hjá Shell, örugg vinna er mikil sæla. Hann fær líka vinnu við að byggja Áburðarverksmiðjuna, og um ári síð- ar, eftir að hún er komin upp fer hann að vinna þar og er þar í 35 ár. Fljót- lega var hann færður á viðgerðar- vaktina þar sem menn þurftu að gera við og kunna að leysa af hvern þann sem veikur var. Hann var meira segja settur í að heyja ofan í hesta forstjór- ans, og gera við pípulagnir heima hjá skrifstofustjóranum. Honum fannst ekki neitt verk of lítilmótlegt. Sautján ár bjuggu þau í Smálönd- um. Það voru kannski erfið ár en það voru líka mjög hamingjusöm ár. Amma Gugga kom oft suður og var hjá honum og hvíldi sig á sumrin. Er hægt að fæðast inn í betri fjölskyldu? Ég deildi hálfri ævinni hans pabba með honum og man eftir fertugsaf- mæli hans í sumarbústað Áburðar- verksmiðjunnar. Ég man líka þegar hann dittaði að og lagfærði fyrst þann sumarbústað, en á efri árum eignaðist hann eigin sumarbústaðalóð og þá loksins fékk hann útrás fyrir smiðinn í sér. Hann langaði nefnilega alltaf í smíðanám. Það kom tíma til að flytja í bæinn, Barðavoginn, svo Æsufellið, Austur- berg, Hrafnhóla og loks Ugluhóla. Fjárhagurinn vænkaðist, húsnæðið stækkaði, og loks fékk hann bílskúr, ó, hvað hann var glaður. Setti upp öll verkfærin og keypti fleiri. Þetta varð flottasti bílskúrinn í Breiðholtinu. En samt mátti litla dóttirin fá að smíða og föndra í honum. Ég veit að það varð til þess að ég fékk áhuga á hönnun og smíðum. Pabbi talaði mikið um líf forfeðurna sem á undan voru gengnir. Hvernig við værum skyld öllum Vestfirðing- um, bara mismikið. Fólkið fyrir vest- an, fjölskylda, vinir og fermingar- systkini skiptu hann miklu máli. Við börnin hans vissum hvað hann var stoltur af okkur, en ekki var hann síður stoltur og glaður yfir, Jóa, Unni, Einari og Berki, og sagði oft að þau væru harðduglegt og laghent fólk. Hann var góður faðir og ekki síður afi. Veitti mér húsaskjól langt fram yfir þann tíma sem venjulegt er, tók inn systkinin mín bæði, með börnum og mökum, ekki bara einusinni heldur tvisvar. Hann faðir minn var mjög barn- góður og voru oft molar í vasanum hjá Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti eða á disklingi (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist). Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauð- synlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nán- ari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern lát- inn einstakling birtist formáli og ein aðal- grein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn- anir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. reinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni und- ir greinunum. Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, ERIKA VILHELMSDÓTTIR, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi föstudaginn 3. október. Jarðarförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 10. október kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á líkn- ardeild Landspítalans í Kópavogi. Wilhelm Sigurðsson, Helga Þórunn Sigurðardóttir, Arnar Guðni Guðmundsson, Þórður Kristinn Sigurðsson, Erna Kolbrún Sigurðardóttir, Veigar Freyr Jökulsson. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, Þ. RAGNAR JÓNASSON fræðimaður og fv. bæjargjaldkeri, Hlíðarvegi 27, Siglufirði, andaðist á Sjúkrahúsi Siglufjarðar mánudaginn 6. október. Guðrún Reykdal, Ólafur Ragnarsson, Elín Bergs, Jónas Ragnarsson, Katrín Guðjónsdóttir, Edda Ragnarsdóttir, Óskar Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, afi og langafi, ÓLI SIGURÐUR JÓNSSON skipstjóri, Hrafnistu, Hafnarfirði, lést föstudaginn 3. október. Jarðsungið verður frá Vídalínskirkju í Garðabæ föstudaginn 10. október kl. 15.00. Guðlaug Marteinsdóttir, Guðjón Ólason, María Guðbjörg Óladóttir, Flóvent Elías Jóhannssen, Sigurlaug Maren Óladóttir, Smári Hauksson, barna- og barnabarnabörn. Faðir minn, tengdafaðir og afi, BALDUR EINARSSON, Steinholti, Eskifirði, lést aðfaranótt þriðjudagsins 7. október sl. Útförin fer fram frá Eskifjarðarkirkju laugar- daginn 11. október kl. 14.00. Jón Steingrímur Baldursson, Friðgerður Maríasdóttir, Pétur Friðgeir Jónsson, Baldur Einar Jónsson, Jóhann Örn Jónsson. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, HELGA JÓHANNA ÞORSTEINSDÓTTIR, Reynihvammi, Garði, er látin. Jarðarförin auglýst síðar. Þórður Guðmundsson, börn, tengdabörn og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.