Morgunblaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 37
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 2003 37 VINNINGSHAFI í Touran-lands- leik Heklu, Ingvar Steinar Vil- bergsson, 18 ára, hefur fengið af- henta sjö miða á síðari landsleik Íslands og Þýskalands sem fram fer í Hamborg laugardaginn 11. októ- ber nk. Öllum sem reynsluóku Volks- wagen Touran-fjölskyldubifreið hjá Heklu í sumar gafst kostur á að leggja nafn sitt í pott og var nafn vinningshafans dregið út í síðasta mánuði. Innifalið í vinningnum eru farmiðar til og frá Hamborg, hót- elgisting og miðar á landsleikinn fyrir samtals sjö manns. Ljósmynd/Haraldur Jónasson Marinó Björnsson, sölustjóri þýskra bíla, afhendir Ingvari Steinari vinn- inginn. Með þeim á myndinni er Geir Valur Ágústsson, framkvæmdastjóri bílasviðs Heklu, ásamt heppnum Hamborgarförum. Vann ferð til Þýskalands á landsleikinn við Þjóðverja Eyjabúð í Reykjavík Í frétt um verslunina Eyjabúð, sem rekin hefur verið í Vestmanna- eyjum í 50 ár, er talað um að versl- unin hafi verið flutt til Reykjavíkur eftir gos og aftur til Eyja eftir gos. Verslunin selur vörur fyrir útgerð og byggingariðnaðinn. Til áréttingar skal þess getið að eigendur verslunarinnar tóku á leigu verslunarhúsnæði hjá Verðandi í Reykjavík um fimm mánaða skeið eftir að gosið hófst. Matvöruverslun sem hét Eyjabúð var hins vegar rek- in í Reykjavík á þessum sama tíma og þar versluðu margir Vestmanna- eyingar. Sú búð starfaði um áratuga- skeið en hætti rekstri í kringum árið 1981. Undirskrift féll niður Þau leiðu mistök urðu að nöfn Ingibergs, Særúnar og Sigurðar, barna Ólafar Pálínu Sigurðardóttur, féllu niður í undirskrift minningar- greinar þeirra og fjölskyldna þeirra um móður sína föstudaginn 3. októ- ber síðastliðinn. Beðist er velvirðing- ar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eft- ir vitnum að slysi þegar kona varð fyrir bíl í Lækjargötu við Banka- stræti um kl. 3.57 aðfaranótt sunnu- dagins 5. október sl. Talað er um rauða leigubifreið 7 manna. Var henni ekið á brott af vettvangi, en mögulegt er að viðkomandi ökumað- ur hafi ekki orðið var við óhappið. Þeir sem hugsanlega hafa orðið vitni að þessu eru beðnir um að hafa sam- band við lögregluna í Reykjavík. Einnig er sá sem hefur verið þarna á ferðinni á bifreið sem svarar þessari lýsingu beðinn um að hafa samband. Vitni óskast HEILT slysalaust ár náðist nýlega hjá starfsmönnum Íslenska járn- blendifélagsins. Það er í fyrsta sinni í sögu félagsins og af því tilefni var fáni dreginn að húni laugardaginn 27. september sl. Miðað er við slys sem leiða til fjarveru frá vinnu. Áður hafði tekist að ná tæplega 200 dögum án slyss með fjarveru. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. Árangurinn má fyrst og fremst rekja til skipulagðrar vinnu starfs- manna félagsins. Hún er fólgin í ým- iss konar fyrirbyggjandi starfi. Þar má nefna fræðslustarfsemi, upplýs- ingar til starfsmanna á hverjum tíma, bætta umgengni og merkingar á vinnustaðnum. Jafnframt er lögð rík áhersla á skráningu og grann- skoðun allra óhappa, næstum-því- slysa og hættulegra aðstæðna. Í kjölfar grannskoðunar er unnið að skipulögðum úrbótum á aðstæðum sem gætu leitt til slyss. Þessum árangri hefur þegar verið fagnað með eftirminnilegum hætti hjá félaginu á Grundartanga. Framkvæmdastjórn Járnblendi- félagsins er að vonum ákaflega ánægð með þennan glæsta árangur starfsmanna sinna og hvetur þá til að halda áfram á sömu braut, segir í fréttatilkynningu. Slysalaust ár hjá Járnblendi- félaginu MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Sambandi ungra framsóknarmanna: „Samband ungra framsóknar- manna hvetur menntamálaráðherra til að endurskoða lög um skattlagn- ingu á brennanlegum geisladiskum. Rökin fyrir skattlagningunni sem voru notuð á sínum tíma eru ekki lengur til staðar af tveimur megin- ástæðum. Sú staðreynd að plötufyr- irtæki setja lás á geisladiska gerir það að verkum að ekki er hægt að spila þá í tölvum og ógerlegt að brenna ólögleg eintök af þeim. Einn- ig hafa heimasíðurnar tonlist.is og tonlist.com hvatt neytendur til þess að brenna keypta tónlist á geisla- diska til varðveislu en það leiðir til þess að neytandinn borgar tvöfaldan skatt af vörunni. Í ljósi þessa telur Samband ungra framsóknarmanna að verið sé að brjóta á rétti neytenda og vonast til þess að brugðist verði skjótt við.“ Hafna skatt- lagningu á geisladiskum OPNAÐUR hefur verið nýr vefur um sjávarútveg á vegum Framsókn- arflokksins á slóðinni: http:// www.xb.is/sjavarutvegur. Markmið vefjarins er að vera lif- andi og fjölbreytilegur vettvangur skoðanaskipta miðjumanna um sjáv- arútvegsmál. Miðjumenn eru hvattir til að senda inn pistla á vefinn og haldið verður utan um skrif þing- manna Framsóknarflokksins um málaflokkinn. Skýrslur um þróun mála í sjávarútvegi og sjávarbyggð- um verða á boðstólum ásamt frétta- flutningi af pólitískri umræðu um sjávarútvegsmál. Vefstjóri er Eygló Harðardóttir. Nýr vefur um sjávarútveg Aðalfundur MS félags Íslands verður haldinn laugardaginn 11. október kl. 11 á Hótel Loftleiðum (Þingsalur 1). Venjuleg aðalfund- arstörf og önnur mál. Námskeið í notkun Excel í fjár- málum verður hjá Stjórnendaskóla Háskóla Reykjavíkur mánudagin 13., miðvikudaginn 15. og fimmtu- daginn 16. október kl. 15–19. Farið er yfir lykilþætti sem hægt er að nýta sér við vinnslu tölulegra gagna. Skoðuð eru fjármálaföll og texta- og leitarföll. Þátttakendum verður kennt að beita ýmsum hagnýtum tækjum, til dæmis filter, sort, goal- seek o.fl. Einnig er fjallað um mögu- leika Pivot taflna. Þá munu þátttak- endur hanna einfalt rekstrarlíkan. Leiðbeinandi er Kristján M. Braga- son viðskiptafræðingur. Nánari upp- lýsingar og skráning er að finna á heimasíðu Stjórnendaskólans: www.stjornendaskoli.is. Á NÆSTUNNI KOMIN er út á vegum Íslandsdeild- ar Amnesty International handbók um mannréttindafræðslu, Fyrstu skrefin, í íslenskri þýðingu Erlends Lárussonar. Handbókin er ætluð kennurum, leiðbeinendum og öðrum sem vinna með ungu fólki og vilja kynna mannréttindi í kennslu-og fræðslustarfi sínu. Handbókin er ætluð til fræðslu um undirstöðuatriði þar sem kynnt eru sérstök verkefni sem miðuð eru við aldur bæði yngri og eldri barna. Nálgun efnisins er meira á hagnýt- um en fræðilegum nótum. Bókinni er bæði ætlað að veita að- stoð við fræðslu um mannréttindi og fræðslu í þágu mannréttinda. Verk- efnin sem kynnt eru eiga að færa nemendum færni, þekkingu og við- horf sem þau þurfa á að halda til að skilja að mannréttindi eru mikilvæg og þau beri að virða og verja. Handbókin er hugsuð sem tæki fyrir kennara og leiðbeinendur sem nýtist þeim vel í starfi. Með útgáfu bókarinnar er Íslandsdeild Amnesty International að bregðast við brýnni þörf fyrir hagnýtt efni við kennslu mannréttinda. Bókin hentar vel við kennslu í lífsleikniáföngum og að auki nýtist hún vel sem viðbótarefni í ýmsu öðru námi og einnig þegar unnið er með vandamál á borð við einelti. Handbókin er rúmlega 200 blað- síður í A4-broti. Bókin skiptist í sex kafla sem bera yfirskriftirnar: Fyrstu skrefin, Verkfærin, Yngri börnin, Eldri börnin, Mannréttinda- sáttmálar og Næstu skref. Bókin hefur nú þegar verið þýdd á fjölmörg tungumál og er notuð víða um heim af kennurum, bæði sem kenna mannréttindi og öðrum sem samþætta mannréttindafræðslu öðr- um námsgreinum. Handbókinni hef- ur alls staðar verið tekið mjög vel, sérstaklega vegna þess hversu hag- nýt hún er. Íslandsdeild Amnesty International Handbók um mannréttinda- fræðslu NEMENDAFÉLAG Fjölbrauta- skóla Suðurlands og Landsbankinn innsigluðu samning um samstarf sín á milli um stuðning bankans við fé- lagið. Með undirskrift samningsins er verið að endurnýja fyrri samning en Friðgeir M Baldursson svæðisstjóri Landsbankans sagði bankann hafa átt mjög gott og ánægjulegt samstarf við nemendur FSU. Bankinn hefur um árabil verið helsti bakhjarl fé- lagsins með þjónustu sinni, styrkveit- ingum, tölvukaupalánum og fleiru. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Frá undirritun samstarfssamnings Landsbankans og Nemendafélagsins. Endurnýja samstarfssamning Selfossi. Morgunblaðið. FEGRUNARNEFND Blönduóss veitti fyrir skömmu viðurkenningar fyrir snyrtilegar lóðir í bæjarfélag- inu fyrir árið 2003. Viðurkenningar fengu að þessu sinni hjónin Ragnar Ingi Tómasson og Anna Steinunn Guðmundsdóttir, Húnabraut 16, fyr- ir skipulagðan og vel hirtan garð. Nefndin veitti einnig ábúendunum Holta Líndal og Kristínu Jónsdóttur á bóndabýlinu Holtastöðum í Langa- dal viðurkenningu fyrir vel hirta og snyrtilega bújörð og fallegan og vel hirtan heimilisgarð. Þórdís Björnsdóttur, varafor- maður skipulags- og byggingar- nefndar, afhenti viðurkenningarnar í upphafi bæjarstjórnarfundar og að lokinni afhendingu voru veitingar í boði Blönduósbæjar. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Kristín Jónsdóttir (lengst til vinstr), Anna Steinunn Guðmundsdóttir og Ragnar Ingi Tómasson fengu við- urkenningu. Á myndina vantar Holta Líndal. Viðurkenning- ar fyrir snyrti- legar lóðir Blönduósi. Morgunblaðið. SAMBAND sunnlenskra kvenna var stofnað í Þjórsártúni hinn 30. september árið 1928. Í tilefni af 75 ára afmæli sambandsins komu um 250 konur saman í Hestheimum í Rangárvallasýslu þriðjudaginn 30. september sl. Sambandið sam- anstendur af 28 kvenfélögum í Ár- nes- og Rangárvallasýslum. Í ávarpi Þórunnar Drífu Oddsdóttur, formanns SSK, kom fram að und- irbúningsnefndin hefði kannski bú- ist við að um 60 konur myndu mæta á samkomuna þetta kvöld, engan hefði órað fyrir að undirtektir við afmælishátíðinni yrðu svona stór- kostlegar að 250 konur hvaðanæva af félagssvæðinu kæmu hér saman og gerðu sér glaðan dag. Hún sagði jafnframt að við stofnun SSK hefði verið aðalmarkmiðið að efla fræðslu kvenna og aðstoða þá sem minna máttu sín. Í dag er enn sama hugsjón í heiðri höfð, menningar- og líknarstörf væru aðalsmerki kvennahreyfingarinnar hér sem annars staðar. Í Hestheimum tóku þau Gísli Sveinsson og Ásta Begga Ólafs- dóttir á móti þessum stóra hóp í mat og aðrar góðgjörðir á eftir ásamt starfsfólki sínu. Sögðu þau að þetta væri einn stærsti hópur sem hefði komið til þeirra í einu lagi. Ýmislegt var til gamans gert um kvöldið, m.a. sunginn fjölda- söngur og þau Gísli og Ásta Begga komu fram með ýmis skemmti- atriði. Um 250 konur gerðu sér glaðan dag í tilefni af stórafmæli Samband sunnlenskra kvenna 75 ára Hellu. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Óli Már Þær eru m.a. í stjórn SSK og undirbúningsnefnd fyrir afmælishátíðina. Frá vinstri: Magðalena K. Jónsdóttir, Hlín Magnúsdóttir, Þórunn Drífa Odds- dóttir, Sigrún Símonardóttir og Bergljót Þorsteinsdóttir. LÖGREGLAN á Hvolsvelli lýsir eft- ir ökumanni hvítrar vörubifreiðar sem ók um Rangárvallasýslu síðdeg- is þriðjudaginn 7. október. Óhapp varð við svokallaða Hárlaugsstaða- brekku klukkan 16.10 þegar vöru- bíllinn mætti jeppa en þá féll spýta af palli vörubílsins og fór af miklu afli á jeppann. Talsverðar skemmdir hlut- ust af og vill lögreglan að vörubíl- stjórinn hafi samband. Lýst eftir vörubílstjóra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.