Morgunblaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 40
ÍÞRÓTTIR 40 MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK FJÓRIR ungir og efnilegir íþrótta- menn fengu í gær afhentan styrk frá Ólympíusamhjálpinni til að auð- velda þeim að leggja meiri stund á æfingar og keppni með það að markmiði að undibúa sig sem vænt- anlegir þátttakendur í Ólympíu- leikum framtíðarinnar. Styrkveitingin, sem er sú önnur í röðinni frá Ólympíusamhjálpinni, nemur 20.000 dollurum sem jafn- gildir um 1,5 milljónum íslenska króna og skiptist upphæðin jafnt á milli íþróttamannanna fjögurra. Íþróttafólkið sem varð fyrir val- inu að þessu sinni er: Andri Jónsson, 19 ára, sem leggur stund á tennis og keppir fyrir hönd BH í Hafnarfirði, sundkonan Anja Ríkey Jakobsdóttir úr SH sem er 17 ára, Kristján Uni Óskarsson, 19 ára gamall skíðamað- ur frá Ólafsfirði, og Sigurbjörg Ólafsdóttir, 17 ára gömul frjáls- íþróttakona úr Breiðabliki. Þau Andri og Sigurbjörg fengu einnig úthlutað styrkjum í fyrra en Anja og Kristján Uni eru ný. Fjórir frá Ólympíu- samhjálpinni Morgunblaðið/Árni Sæberg Sigurbjörg Ólafsdóttir, Benedikt Geirsson, formaður afreks- sviðs ÍSÍ, Anja Ríkey Jakobsdóttir og Andri Jónsson við af- hendingu styrkjanna í gær. Kristján Uni er í Noregi. STJÓRN styrktarsjóðs ungra og framúrskarandi efnilegra íþrótta- manna úthlutaði í gær rúmum tveimur milljónum króna til sér- sambanda og sérgreinanefnda. Þetta var seinni úthlutun ársins en upphæðin sem styrktarsjóðurinn út- hlutaði á árinu var 12,8 milljónir króna sem ríkið greiðir. Alls bárust ÍSÍ 62 umsóknir um styrk frá 11 sérsamböndum og einni sérgreinanefnd en sjóðsstjórnin ákvað veita eftirtöldum styrkinn: Badmintonsamband Íslands, 100.000 v/ferðar Hólmsteins Valdi- marssonar og Karítasar Ólafsdóttur til Danmerkur. Dansíþróttasamband Íslands, 300.000 v/ferða Hólmfríðar Björns- dóttur og Jónatans Örlygssonar á mót erlendis. Frjálsíþróttasamband Íslands, 50.000 v/Hilmars Sigurjónssonar. Golfsamband Íslands, 300.000 v/ ferðar unglingalandsliðsins á Norð- urlandamót. HSÍ, 400.000 v/æfingaferða 16 ára landsliðs stúlkna og pilta. KKÍ, 300.000 v/Promotion Cup unglingalandsliðs kvenna. Skautasamband Íslands – hlaupa- deild, 100.000 v/ferðakostnaðar Audrey Freyju Clark. Skíðasamband, 300.000 v/ferðar unglingalandsliðs til Andorra. Skylminganefnd ÍSÍ, 200.000 v/ ferða Sigríðar Maríu Sigmarsdóttur á mót erlendis. Styrktarsjóður úthlutaði 12,8 milljónum á árinu K eflvíkingar unnu alla þá titla sem í boði voru á síð- ustu leiktíð, „ís- inn, snakkið og meistaratitilinn,“ eins og einn við- mælandi Morgunblaðsins orðaði það og átti þá við Kjörísbikarkeppnina, Doritosbikarkeppnina og Inter- sportdeildina. Líklegt er að liðið blandi sér í baráttuna á þessum víg- stöðum á þessu keppnistímabili. Nýliðarnir að þessu sinni eru KFÍ og Þór frá Þorlákshöfn en síðar- nefnda liðið leikur í efstu deild í fyrsta sinn en KFÍ er á meðal þeirra bestu á ný eftir nokkra fjarveru. Keflavík Lið Keflvíkinga hefur tekið nokkr- um breytingum frá því í fyrra og hinn sigursæli þjálfari liðsins, Sig- urður Ingimundarson, sá sér ekki annað fært en að segja starfi sínu lausu á haustdögum í kjölfar breyt- inga sem urðu á aðalstarfi hans í Keflavík. Að venju var vatnið ekki sótt yfir lækinn á þeim bænum þar sem Guðjón Skúlason og Falur Harðarson voru ráðnir sem þjálfar- ar, en Falur er jafnframt leikmaður liðsins en Guðjón hefur lagt skóna á hilluna. Bandaríkjamennirnir Nick Brad- ford og Derrick Allen eru mættir á svæðið í Keflavík og er þeim ætlað að fylla skarð þeirra Damons John- son og Edmunds Saunders en þeir voru lykilmenn liðsins á sl. leiktíð. Keflvíkingar hafa nú þegar landað þremur titlum það sem af er hausti, fyrst vann liðið hið árlega hraðmót Valsmanna, þeir lögðu Hauka í úr- slitaleik Reykjanessmótsins og Keflavík hafði betur gegn Snæfelli í keppni um titilinn meistarar meist- aranna. Keflvíkingar verða án vafa í fremstu röð í vetur og þar á bæ er aðeins stefnt að einum hlut – að landa titlum. Að auki verður Kefla- vík með í Evrópukeppni í haust og má ætla að mikil stemmning sé í her- búðum liðsins fyrir veturinn og kom- andi verkefni. Enda ekki á hverju ári sem íslensk félagslið ráðast í það að taka þátt í keppni Evrópuliða. Njarðvík Lið Njarðvíkur er enn í mótun í upphafi keppnistímabilsins, en að margra mati kom liðið gríðarlega á óvart á síðustu leiktíð með því að slá út KR í átta liða úrslitum. Teitur Ör- lygsson og félagar hans í Njarðvík náðu hinsvegar ekki að slá granna- liðið Keflavík út í undanúrslitum. Teitur hefur ekki æft mikið með Njarðvíkingum í sumar en er líkleg- ur til þess að mæta í slaginn þegar líða fer á leiktíðina. Samhliða því bíða stuðningsmenn liðsins eftir því að Brenton Birmingham nái sér af bakmeiðslum sem gerðu það verkum að honum var sagt upp störfum hjá enska liðinu London Towers á dög- unum. Brenton lék sem atvinnumað- ur í Frakklandi á síðustu leiktíð og nái hann fullum styrk á ný er Njarð- víkurliðið til alls líklegt. Að auki er Bandaríkjamaðurinn Brandon Woudstra í liði Njarðvíkinga en hann þykir afar góð skytta og alhliða leikmaður. Friðrik Ragnarsson er þjálfari Njarðvíkur en undir hans stjórn hefur liðið landað tveimur meistaratitlum. Grindavík Friðrik Ingi Rúnarsson er þjálfari Grindavíkur en liðið sá aldrei til sól- ar í rimmu liðsins gegn Keflavík um Íslandsmeistaratitilinn sl. vor. Helgi Jónas Guðfinnsson, Páll Axel Vil- bergsson og Darrell Lewis eru „kjarninn“ í liðinu en að auki hefur liðið fengið til sín Bandaríkjamann- inn Daniel Trammel. Að venju verð- ur mikið skotið fyrir utan þriggja stiga línuna í liði Grindvíkinga en baráttan um fráköstin varð liðinu að falli gegn Keflavík þar sem Guð- mundur Bragason stóð í ströngu undir körfunni. Guðmundur er mættur til leiks á ný en í haust hefur gengi Grindvíkinga verið gloppótt og á liðið enn eftir að ná fullum styrk. Haukar Lið Hauka hefur dafnað vel undir stjórn Reynis Kristjánssonar þjálf- ara og lék liðið til úrslita í Vals- mótinu og á Reykjanesmótinu en tapaði tvívegis gegn Keflvíkingum. Skarð Stevie Johnson verður vand- fyllt en Bandaríkjamaðurinn „bar“ liðið á herðum sér í mörgum leikjum liðsins á síðustu leiktíð, en Haukar enduðu í þriðja sæti í deildakeppn- inni, töpuðu gegn Tindastólsmönn- um í átta liða úrslitum. Michael Manciel er mættur til leiks hjá Haukum en liðsheild Hauka verður líklega styrkur liðsins í vetur þar sem leikmenn á borð við Sævar Har- aldsson, Halldór Kristmannsson og Marel Guðlaugsson verða í aðalhlut- verki. KR KR ætlar sér stóra hluti á leiktíð- inni og má búast við að liðið verði í fremstu röð frá fyrsta keppnisdegi. Ingi Þór Steinþórsson brá á það ráð að fara með liðið til Danaveldis á undirbúningstímabilinu og hefur lið- ið æft vel í sumar. Fimmta árið í röð varð KR Reykjavíkurmeistari eftir stórsigur gegn ÍR, en KR-ingar eru enn með biturt bragð í munninum eftir að hafa tapað gegn Njarðvík í 8- liða úrslitum sl. vor. Morgunblaðið/Kristinn KR-ingurinn Ingvaldur M. Hafsteinsson reynir að stöðva Teit Örlygsson, leikmann Njarðvíkurliðsins, en nær því ekki. Keflavík sótti ekki vatnið yfir lækinn Keflavík, Grindavík, Njarðvík, Haukar, KR og jafnvel Snæfell eru í hópi þeirra liða sem ættu að öllu jöfnu að skipa sér í hóp efstu liða í úrvalsdeild karla, Intersportdeild, í körfuknattleik. Annað kvöld hefst Íslands- mótið þar sem fjórir leikir fara fram. Sigurður Elvar Þórólfsson velti fyrir sér liðunum og möguleikum þeirra í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í vetur.  KÖRFUKNATTLEIKSLIÐ Skallagríms í Borgarnesi, sem leik- ur í 1. deild, hefur samið við banda- ríska skotbakvörðinn Steven How- ard, en hann er 24 ára gamall og kemur frá New York. Howard lék með Skallagrímsmönnum sl. sunnu- dag þar sem liðið tapaði gegn Vals- mönnum og skoraði Howard 23 stig í leiknum.  KARLALIÐ ÍR í körfuknattleik hefur samið við bandaríska leik- manninn Reginald Jessie en hann er 25 ára gamall, framherji um um 1,98 m á hæð. Jessie lék með liði Nokia í finnsku deildinni á sl. keppnistíma- bili þar sem hann skoraði 22 stig að meðaltali í leik.  ÍR-ingar gera sér vonir um að Jessie verði komin til landsins áður en Íslandsmótið hefst en liðið leikur sinn fyrsta leik gegn nýliðum Þórs í Þorlákshöfn á fimmtudag. Til stóð að Nate Poindexter myndi leika með ÍR í vetur en hann heltist úr lestinni á síðustu stundu.  BAYER Leverkusen hefur sett sig í samband við Chelsea. Þýska liðið vill kaupa finnska framherjann Mikael Forssell. Finninn leikur sem lánsmaður hjá Birmingham en hann stóð sig afar vel í þýsku 1. deildar- keppninni á síðustu leiktíð – Forssell var í láni hjá Borussia Mönchen- gladbach og skoraði sjö mörk í 16 leikjum.  BERTI Vogts, landsliðsþjálfari Skota, er áhyggjufullur vegna ástands sinna manna fyrir leikinn á móti Litháum í Glasgow á laugar- daginn. Meiðsli og veikindi hafa sett strik í reikninginn hjá Vogts. Paul Dickov og Stephen Thompson hafa þegar dregið sig út úr hópnum sem og fyrirliðinn Paul Lambert og ofan á þetta eru veikindi komin upp í hópnum. Barry Ferguson og Steven Pressley gátu ekki æft í gær, Fergu- son vegna magakveisu og Pressley var með háan hita og flensu.  KIKI Vandeweghe, framkvæmda- stjóri NBA-liðsins Denver Nuggets, segir við ESPN-fréttastofuna að lík- lega muni liðið boða Dennis Rodman til borgarinnar á næstunni og kanna ástandið á hinum 42 ára gamla leik- manni. Rodman getur státað af 5 meistaratitlum en hann lék síðast í NBA með liði Dallas 1999–2000. Hins vegar hefur Rodman verið í sviðsljósinu undanfarin ár vegna ým- issa atvika þar sem hann hefur kom- ist í kast við lögin.  FORRÁÐAMENN New York Knicks hafa áhuga á að fá til sín mið- herjann Dikembe Mutombo sem verður leystur undan samningi sín- um við grannalið Knicks, New Jers- ey Nets. Önnur lið eru einnig á eftir Mutombo og má þar nefna Phila- delphia 76’ers en þar lék hann áður en hann fór til Nets, en einnig hefur kanadíska liðið Toronto Raptors áhuga á Mutombo.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.