Morgunblaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 41
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 2003 41 FÓLK ÞAÐ verða konurnar sem hefja Ís- landsmótið í efstu deild í körfu- knattleik að þessu sinni en í kvöld tekur Njarðvík á móti bikarmeistaraliði ÍS á heimavelli. Hið unga lið ÍR fær KR í heim- sókn. Fyrstu umferð 1. deildar kvenna lýkur á fimmtudag þar sem Íslandsmeistaralið Keflavíkur tekur á móti grannaliði sínu af Suðurnesjum, Grindavík. Gera má ráð fyrir því að Keflavík verði áfram í fremstu röð en liðið hafði mikla yfirburði í deildinni í fyrra og tapaði aðeins 2 leikjum af alls 20, en KR kom þar á eftir með 12 sigra. Lið ÍS kom öllum á óvart í bikarúrslitaleiknum gegn Keflavík í vor. Flest liðin mæta til leiks með erlenda leik- menn og eiga þeir eftir að láta mikið að sér kveða. Ef litið er yfir félagaskipti sumarsins má sjá að fáir leik- menn hafa fært sig um set og má ætla að Keflavík, KR, Grinda- vík, ÍS og Njarðvík verði í barátt- unni um fjögur efstu sætin og far- seðil í úrslitakeppnina en að ÍR rói lífróður um að halda sæti sínu. Konurnar ríða á vaðið í Njarðvík og Seljaskóla Bandaríkjamaðurinn Chris Woods hefur leikið vel frá því að hann kom til liðsins og hinn hávaxni landsliðsmiðherji, Baldur Ólafsson, verður að láta meira að sér kveða ætli liðið sér að landa titlum. Mikil reynsla býr í KR-liðinu og að auki er mikil breidd í leikmannahóp liðsins. Herbert Arnarson er meiddur á hné og óvíst hvenær hann verður klár í slaginn en það mun mikið mæða á þeim Arnari Kárasyni, Ingvaldi Magna Hafsteinssyni, Steinari Kal- dal og Skarphéðni Ingasyni. Snæfell Snæfell frá Stykkishólmi endaði í 9. sæti á síðustu leiktíð en í sumar hefur liðið sankað að sér góðum leik- mönnum og er til alls líklegt – verði allir lykilmenn liðsins heilir. Landsliðsframherjinn Sigurður Þorvaldsson er kominn frá ÍR, Haf- þór Gunnarsson frá Skallagrími auk þess sem samið var við Bandaríkja- mennina Corey Dickerson og Dond- rell Whitmore. Dickerson og Whit- more lofa góðu og með Hlyn Bæringsson og Lýð Vignisson inn- anborðs getur Snæfell unnið hvaða lið sem er en breiddin í leikmanna- hópi liðsins er ekki eins mikil og t.d. hjá KR og Keflavík. Bárður Eyþórs- son er þjálfari Snæfells en liðið lék til úrslita í Doritos-bikarkeppninni á síðustu leiktíð. Tindastóll Kristinn Friðriksson er leikmaður og þjálfari Tindastóls líkt og í fyrra en undir hans stjórn kom liðið veru- lega á óvart í úrslitakeppninni og sló þar út lið Hauka. Á Sauðárkróki er ávallt mikið um breytingar á leik- mannahópi liðsins frá ári til árs en Bandaríkjamaðurinn Clifton Cook verður í aðalhlutverki á ný en hann var einn skemmtilegasti bakvörður landsins á síðustu leiktíð. Auk hans eru Bandaríkjamennirnir Adrian „Spanky“ Parks og Charlton Brown í liði Tindastóls. Liðið hefur ekki lát- ið mikið á sér bera í haustleikjum og er því óskrifað blað að mestu en heimavöllur liðsins „Síkið“ á Sauð- árkróki reynist mörgum erfiður þar sem „skagfirska sveiflan“ ræður oft ríkjum. Einn efnilegasti leikmaður landsins, Axel Kárason, er í herbúð- um Tindastóls og mun mæða meira á honum í ár en undanfarin misseri. Hamar Pétur Ingvarsson hefur gert góða hluti á undanförnum misserum með lið Hamars en róðurinn verður ef- laust erfiður að þessu sinni. For- ráðamenn liðsins hafa ekki valið þann kostinn að fá til liðsins leik- menn úr öðrum liðum og því verða heimamenn í aðalhluverki ásamt Bandaríkjamönnunum Chris Dade og Fahim Nelson. Dade lék með liði Hamars árið 2000–2001, en hann var í herbúðum Hauka árið 1999. Hamar endaði í áttunda sæti Intersportdeildarinnar en tapaði þar fyrir Grindavík en róðurinn verður eflaust erfiður hjá Lárusi Jónssyni og félögum hans. En bar- átta Lárusar er engu lík og mættu margir taka hann sér til fyrir- myndar. Breiðablik Jón Arnar Ingvars- son er í sama hlutverki og í fyrra í liði Breiða- bliks, sem leikmaður og þjálfari. Liðið náði sér aldrei á flug í fyrra og endaði í 10. sæti deildarinnar með 7 sigurleiki og 15 tapleiki. Liðið hefur misst Ísak Einarsson til náms til Danmerkur, Bragi Magnússon er í liði Stjörnunn- ar, en Bandaríkjamaðurinn Kyrem Massey mun leysa hinn „hárprúða“ Kenneth Tate af hólmi. Pálmi Sig- urgeirsson hefur vaxið mikið undan- farin ár sem leikmaður Breiðabliks og í vetur mun mæða mikið á honum og Mirko Virijevic. Liðinu gekk ekki sem skyldi á Reykjanesmótinu en þess ber að geta að Massey kom ekki til landsins fyrr en í síðustu viku. ÍR Lið ÍR hefur gengið í gegnum miklar breytingar í sumar og hafa þeir Sigurður Þorvaldsson, Hregg- viður Magnússon og Pavel Ermol- inskij horfið á braut. Eggert Garð- arsson þjálfari liðsins á mikið verk fyrir höndum og að auki þurfti liðið að fá til sín Bandaríkjamanninn Reginald Jessie á „elleftu stundu“ en leikmaðurinn sem búið var að semja við fyrr í sumar gat ekki stað- ið við skuldbindingar sínar gagnvart félaginu. ÍR endaði í 7. sæti deild- arinnar á síðustu leiktíð og má búast við því að liðið verði á sama róli að þessu sinni. Eiríkur Önundarson verður að leika vel ásamt þeim Kevin Grandberg og Jessie ætli liðið sér að komast í úrslitakeppn- ina. Í ÍR eru margir áhugaverðir leikmenn og má þar nefna Ómar Sævarsson, Fannar Helgason og Ólaf Sig- urðsson. KFÍ Ísfirðingar mun setja skemmtilegan svip á Intersportdeild- ina í ár en liðið sigraði í 1. deild sl. vor. Fá lið skarta eins litríku stuðningsmannaliði, „Ísfólkinu“, og menn þar á bæ gera hlutina af krafti. Ísfirðingar fóru í keppnis- og æfingaferð til Englands og hafa slípað lið sitt til á öðrum vettvangi en vanalega. Hrafn Kristjánsson er þjálfari liðsins og hefur liðið breytt um áherslur undir hans stjórn þar sem hraðinn og þriggja stiga skotin ráða ferðinni. Bandaríkjamaðurinn Jeb Ivey þykir hafa staðið sig vel með liðinu en hann er leikstjórnandi, en Adam Spanich er „nýlentur“ á Ísafirði en hann leysir Anton Collins af hólmi sem sagt var upp á dög- unum. Baldur Jónasson og Pétur Sigurðsson verða helstu skyttur liðs- ins en líkt og hjá öðrum liðum af landsbyggðinni er skortur á breidd í leikmannahópi liðsins. Heimavöllur Ísfirðinga á eftir að verða þeim happadrjúgur en erfið ferðalög í úti- leiki eiga eftir að verða liðinu „þröskuldur“. Þór Þorlákshöfn Þór er í hópi þeirra bestu í fyrsta sinn í sögu félagsins. Lítið hefur far- ið fyrir liðinu í haustleikjunum og eru lærisveinar William Dreher óskrifað blað að mestu. Dreher lék með Þór og þjálfaði liðið keppnis- tímabilið 1998–2000, en á þeim tíma var liðið ávallt í efstu sætum 1. deild- ar en náði ekki að toppa á réttum tíma í úrslitakeppninni. Leon Bri- sport og Raymond Robins eru í liði Þórs en þeir koma frá Bandaríkj- unum líkt og þjálfarinn Dreher. Það ríkir samt sem áður mikil eftirvænt- ing í Þorlákshöfn þar sem vel hefur verið staðið að málum undanfarin ár og er stuðningur við liðið mikill í bænum. Grannaslagir Þórs og Ham- ars verða eflaust „hápunktar“ tíma- bilsins en Þórsarar þurfa að hafa mikið fyrir því að halda sæti sínu í deildinni. Morgunblaðið/Kristinn Fyrirliðinn Guðjón Skúlason fær tækifæri til þess að verja Ís- landsmeistaratitilinn í hlutverki þjálfara hjá Keflavík. Morgunblaðið/Golli Darrel Lewis verður lykilmaður í liði Grindvíkinga líkt og á síð- ustu leiktíð. Hér skorar hann í leik gegn Valsmönnum. Aðalfundur Aðalfundur Knattspyrnufélagsins Hauka verður haldinn þriðjudaginn 14. október 2003 kl. 20 á Ásvöllum. Dagskrá aðalfundarins samkvæmt lögum félagsins. Aðalstjórn. Keflavík............410 Grindavík.........378 KR .....................346 Njarðvík ...........314 Haukar .............299 Snæfell .............235 Tindastóll.........228 Breiðablik ........138 ÍR ......................131 Hamar ..............129 KFÍ....................127 Þór Þ...................69 Spáin Keflavík............105 ÍS .........................84 Grindavík ...........60 KR .......................54 Njarðvík .............48 ÍR.........................27 Spáin RAY Lewington, knattspyrnustjóri Watford, staðfesti í gær að hann reiknaði ekki með því að Heiðar Helguson léki með liðinu á ný fyrr en um miðjan desember. Heiðar meiddist á hné á æfingu hjá Wat- ford fyrir mánuði. Lewington sagði að þetta kallaði mjög á að hann fengi annan sóknarmann að láni en liðinu hefur gengið illa það sem af er tímabilinu og það situr í fallsæti 1. deildarinnar. „Heiðar er síðasti leikmaðurinn sem ég hefði viljað missa. Án hans vantar okkur allan styrk í skalla- boltunum. Hann er frábær í loftinu og við söknum hans mjög. Hann er einn besti leikmaður okkar,“ sagði Lewington. „Söknum Heiðars“  BJARKI Sigurðsson, handknatt- leiksmaður úr Víkingi, gekkst undir aðgerð á hné í gær en liðþófi í vinstra hné hans rifnaði í bikarleiknum á móti Stjörnunni í síðustu viku. Bjarki verður frá æfingum og keppni næstu fjórar vikurnar í það minnsta.  1. DEILDARLIÐ Þórs í körfu- knattleik ætlar ekki að gera samning við Bandaríkjamanninn Anton Coll- ins. Leikmaðurinn mætti á tvær æf- ingar hjá Akureyrarliðinu og lék einn æfingaleik með því en náði ekki að heilla norðanmenn. Þessi sami Collins var til reynslu hjá KFÍ áður en hann fór til Þórs en var ekki boð- inn samningur.  JESPER Klaus Tollefsen, dansk- ur knattspyrnuþjálfari, hefur lýst yf- ir áhuga á að þjálfa íslenskt félagslið. Tollefsen, sem lokið hefur efsta stigi í þjálfaramenntun hjá danska knatt- spyrnusambandinu, hefur þjálfað FC Århus í dönsku 1. deildinni og þá var hann áður unglingaþjálfari og síðan aðstoðarþjálfari hjá AGF þar sem hann þjálfaði Allan Borgvardt og Tommy Nielsen, Danina sem slógu í gegn með FH-ingum í sumar.  BRYAN Robson, fyrrverandi fyr- irliði Manchester United og enska landsliðsins, var í gær ráðinn lands- liðsþjálfari Nígeríu til sex mánaða. Robson tekur við starfinu í janúar þegar Afríkukeppnin hefst í Túnis og framhaldið ræðst af genginu þar. Robson hefur verið atvinnulaus síð- an honum var sagt upp hjá Middles- brough fyrir tveimur árum.  JANICA Kostelic, heimsbikar- og ólympíumeistari í alpagreinum á skíðum, gekkst fyrir skömmu undir fjórðu aðgerðina hné og hún getur því ekki byrjað tímabilið sem hefst 25. þessa mánaðar. Kostelic reiknar ekki með að keppa fyrr en í desem- ber sem þýðir að hún kemur til með að missa af 11 fyrstu mótunum í heimsbikarkeppninni.  JOHN Hartson, framherji Celtic og velska landsliðsins, hefur verið útnefndur knattspyrnumaður ársins í Wales. Þessi 28 ára gamli harðjaxl hefur átt stóran þátt í góðu gengi Wales í undankeppni EM og þá lék hann vel með Celtic sem komst í úr- slit UEFA-bikarsins í vor.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.