Morgunblaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 42
ÍÞRÓTTIR 42 MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK ÞEGAR Ísland og Þýskaland léku Evrópu- leik sinn í Reykjavík 6. september á Laug- ardalsvellinum, héldu margir að rigning- arveður myndi vinna með Íslendingum. Þjóðverjar brostu, sögðust vera vanir að leika í rigningu og Rudi Völler, landsliðs- þjálfari Þjóðverja, sagðist ekki hafa búið í Bremen í fimm ár nema að hann kynni að meta rigningu. „Mér fannst alltaf best að leika í rigningu,“ sagði Völler. Mikið hefur rignt í Hamborg síðustu daga og í gær var þar rigning og þrumu- veður. Það mun halda áfram að rigna í dag og á morgun, en síðan verður skúraveður á föstudag og laugardag. Völlurinn í Ham- borg verður blautur á laugardaginn, eins og Laugardalsvöllurinn var þegar leikur Íslands og Þýskalands fór fram 6. septem- ber, 0:0. Þrumuveður í Hamborg HERMANN Hreiðarsson, landsliðs- maður í knattspyrnu, sagði í viðtali á heimasíðu Charlton Athletic í gær að hann yrði að vera skynsamur þegar kæmi að ákvörðun um hvort hann léki með íslenska landsliðinu í Hamborg á laugardaginn. „Ég fer til Hamborgar og læt reyna á hvernig hnéð er. Þetta er sannkallaður stórleikur, einn sá stærsti í sögu landsins, og ég vil svo gjarnan taka þátt í honum. Það væri hins vegar ósanngjarnt gagn- vart Charlton að spila ef ég er ekki tilbúinn. Svo kann að fara að ég geti verið með hluta leiksins, en ef hnéð er ekki í lagi, verð ég alls ekki með. Það yrði þó afar erfitt vegna þess hve mikilvægur leikurinn er. En þegar allt kemur til alls, þá er betra fyrir Ísland að tefla fram 11 leikmönnum heldur en tíu og hálf- um, ef ég er ekki fyllilega leikfær, svo ég verð að vera skynsamur,“ sagði Hermann. Hann hefur ekkert getað leikið með Charlton í ensku úrvalsdeild- inni frá því Ísland mætti Þýskalandi á Laugardalsvellinum hinn 6. sept- ember, vegna meiðsla í hné sem hann varð fyrir tveimur dögum síð- ar. Hann fer til Hamborgar í dag og hittir þar fyrir félaga sína í lands- liðinu. Læknir og sjúkraþjálfari landsliðsins munu skoða Hermann vel og á æfingum á fimmtudag og föstudag kemur í ljós hvort hann verði leikfær á laugardaginn. „Betra að vera með 11 leikmenn en 10 og hálfan“ Morgunblaðið/Brynjar Gauti Hermann Hreiðarsson KNATTSPYRNA Spánn Bikarkeppnin, 64-liða úrslit: Alicante – Villarreal ................................. 1:2 Compostela - Deportivo La Coruna ....... 0:1 Los Reyes – Real Madrid ........................ 0:3 Atletico Gramanet – Barcelona............... 0:1 Gimnástica – Athletic Bilbao................... 2:1 Castellon – Valencia..................................1:1  Leiknum hætt á 83. mínútu. HANDKNATTLEIKUR Bikarkeppni kvenna SS-bikarinn, 16-liða úrslit: Valur-2 – Fram ..................................... 21:25 ÚRSLIT HANDKNATTLEIKUR Íslandsmót karla, RE/MAX-deildin, suð- urriðill: Digranes: HK – Breiðablik........................20 Ásvellir: Haukar – Selfoss.........................20 Bikarkeppni HSÍ, SS-bikarkeppni kvenna, 16-liða úrslit: Austurberg: Fylkir/ÍR – KA/Þór.........17.30 Kaplakriki: FH – Valur.........................19.15 Seltjarnarn.: Grótta/KR – Víkingur ....19.15 KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild kvenna: Njarðvík: UMFN – ÍS ..........................19.15 Seljaskóli: ÍR – KR ....................................20 Í KVÖLD FJÓRAR þjóðir sækjast eftir að halda Evrópumeistara- mótið í handknattleik eftir þrjú ár. Þetta eru Danmörk, Þýskaland, Noregur og Sviss, en síðastnefnda þjóðin sóttist einnig eftir keppninni á næsta ári en varð undir í slag við Slóveníu. Evrópumeistaramót í handknattleik karla hafa aldrei farið fram í þessum löndum en Danir og Þjóð- verjar hafa haldið heimsmeist- aramót. Þjóðverjar sóttust eft- ir að vera gestgjafar heims- meistaramótsins 2005 en lutu í lægra haldi fyrir Túnis á þingi Alþjóða handknattleikssam- bandsins í Pétursborg í fyrra- haust. Þjóðverjum er því mik- ið í mun að halda EM 2006. Hver heldur EM karla árið 2006 verður ákveðið á þingi Handknattleikssambands Evr- ópu, EHF, sem fram fer á Nikosíu á Kýpur í maí á næsta ári. Þá verður einnig ákveðið hver heldur mótið árið 2008, en umsóknarfrestur vegna þess móts er enn ekki liðinn. Ákveðið var á fundi stjórnar EHF um síðustu helgi að ákveða næsta vor hver fengi keppnina eftir fimm ár til að sá sem hreppti hnossið fengi góðan tíma til undirbúnings, en til þessa hefur undirbún- ingsfrestur þótt í styttra lagi. Danir sækjast einnig eftir því að halda EM kvenna árið 2006, en eru ekki einir um hit- una því Makedónía og Svíþjóð vilja einnig verða gestgjafar. Fjórar þjóðir vilja EM 2006 Í samráði við landsliðsþjálfarann,Sven Göran Eriksson, var tekin ákvörðun um að skilja Ferdinand eftir heima en í tilkynningu knatt- spyrnusambandsins segir að það hefði verið óviðeigandi að velja leikmanninn undir þessum kring- umstæðum. Ferdinand gæti átt fyrir höfði sér tveggja ára keppnisbann en enska knattspyrnusambandið hef- ur boðað Ferguson til yfirheyrslu um málið eftir helgina. Forráðamenn Manchester Unit- ed brugðust afar illa við þegar þeim bárust fréttirnar um að Ferd- inand hefði verið settur út í kuld- ann. Þeir íhuguðu málsókn á hend- ur enska knattspyrnusambandinu og eins hótuðu þeir að draga aðra leikmenn Manchester United út úr hópnum, bræðurna Phil og Gary Neville, Nicky Butt ásamt Paul Scholes en engu að síður mættu þeir á æfingu enska landsliðsins í gær. Þá fordæmdi Gordon Taylor, formaður leikmannasamtaka ensku úrvalsdeildarinnar, meðferðina á Ferdinand og sagði hana skamm- arlega. Landsliðshópurinn er þannig skipaður: Markverðir: Paul Robinson, Leeds, David James, West Ham, Ian Walker, Leicester. Varnarmenn: Sol Campbell, Arsenal, Matthew Upson, Birmingham, Wayne Bridge, Chelsea, Ashley Cole, Ars- enal, John Terry, Chelsea, Phil Neville, Man. Utd., Gary Neville, Man.Utd, Danny Mills, Middles- brough. Miðjumenn: Owen Hargreaves, Bayern Münch- en, Frank Lampard, Chelsea, Joe Cole, Chelsea, Steven Gerrard, Liverpool, Nicky Butt, Man.Utd, Paul Scholes, Man.Utd., Kieron Dyer, Newcastle, David Beckham, Real Madrid. Framherjar: Wayne Rooney, Everton, Emile Heskey, Liverpool, Michael Owen, Liverpool, James Beattie, South- ampton. Englendingum dugir jafntefli til að tryggja sér efsta sætið í riðl- inum og jafnframt þátttökurétt í úrslitakeppninni í Portúgal en tap þýðir að England fer í aukakeppni um sæti þar. RIO Ferdinand, miðvörðurinn öflugi hjá Manchester United, var ekki valinn í enska landsliðið fyrir leikinn mikilvæga á móti Tyrkjum í Istanbúl á laugardaginn. Ástæðan er sú að leikmaðurinn mætti ekki í lyfjapróf sem hann átti að gangast undir hjá óháðum aðila ásamt fjórum öðrum leikmönnum Manchester United hinn 23. september síðastliðinn. Ferdinand bar við gleymsku þar sem hann stóð í flutningum á umræddum tíma. Hann mætti 36 klukkustund- um síðar í lyfjaprófið og stóðst það en engu að síður lítur enska knattspyrnusambandið málið mjög alvarlegum augum enda segir í reglum FIFA að það jafngildi broti á lyfjareglum að mæta ekki í lyfja- próf á réttum tíma. Englendingar leika þýðingarmikinn leik á laugardaginn Rio Ferdinand út í kuldann Jörundur Áki þjálfaði lið Breiða-bliks á síðasta ári og var við stjórnvölinn þar í byrjun nýliðins tímabils en var sagt upp störfum snemma í júní. Áður þjálfaði hann m.a. kvennalandsliðið og kvennalið Breiðabliks. „Við lítum á það sem stóran áfanga að fá Jörund Áka í okkar rað- ir. Það skipti miklu máli að fá hæfan mann við hliðina á nýjum þjálfara og við höfum alla trú á að hann muni reynast okkur vel,“ sagði Brynjar. Framarar ætla að mæta með öfl- ugt lið til leiks næsta sumar. „Við höfum þegar tekið þá ákvörðun að fá þrjá sterka, erlenda leikmenn í okk- ar raðir, og ætlum helst ekki að láta neinn frá okkur. Við höfum unnið í samningamálum við okkar leikmenn að undanförnu, höfum framlengt samninga við nokkra þeirra, og þá erum við langt komnir í samninga- viðræðum við Ágúst Gylfason og Ingvar Ólason um að leika með okk- ur áfram,“ sagði Brynjar. Steinar Þór Guðgeirsson tók við liði Fram snemma sumars og undir hans stjórn náði það að forða sér frá falli í lokaumferðinni fimmta árið í röð. Steinar gaf hins vegar ekki kost á sér til áframhaldandi starfa að tímabilinu loknu. Undanfarin átta ár hefur Fram ekki leitað út fyrir félagið eftir þjálf- urum fyrir meistaraflokkslið sitt, eða frá því Magnús Jónsson tók við af Marteini Geirssyni í byrjun tímabils- ins 1995 og stýði liðinu til haustsins. Frá þeim tíma hafa þeir Ásgeir Elí- asson, Guðmundur Torfason, Pétur Ormslev, Kristinn Rúnar Jónsson og síðast Steinar Þór Guðgeirsson verið við stjórnvölinn í Safamýrinni. Jörundur Áki og er- lendur þjálfari til Fram JÖRUNDUR Áki Sveinsson var í gær ráðinn aðstoðarþjálfari knattspyrnuliðs Fram fyrir næsta tímabil og hann stýrir jafnframt 2. flokki félagsins. Jörundur Áki mun starfa við hlið erlends þjálfara en Framarar vinna í að fá þjálfara og þrjá leikmenn erlendis frá, að sögn Brynjars Jóhannessonar, fram- kvæmdastjóra hlutafélagsins Fram, Fótboltafélags Reykjavík- ur, sem sér um rekstur elstu flokka Safamýrarfélagsins. Morgunblaðið/Ómar Jörundur Áki Sveinsson  RONALDINHO tryggði Barce- lona sæti í 32 liða úrslitum spænsku bikarkeppninnar í knattspyrnu í gærkvöld. Barcelona lenti í miklu basli með 3. deildar liðið Atletico Gramanet en Brasilíumaðurinn skoraði 7 mínútum fyrir leikslok og Barcelona sigraði, 1:0.  DAVID Beckham, Ronaldo og Zinedine Zidane voru ekki með Real Madrid sem lagði 3. deildar liðið Los Reyes í sömu keppni. Raul Gonzalez, Javier Portillo og Esteban Camb- iasso skoruðu mörkin, 3:0.  DIEGO Tristan skoraði sigurmark Deportivo gegn 3. deildar liðinu Compostela en lítill glæsibragur þótti vera á leik Deportivo.  ATHLETIC Bilbao var óvænt slegið út af 3. deildar liðinu Gimnást- ica frá Torrelavega. Miðjumaðurinn Javi skoraði sigurmark heima- manna, 2:1, á síðustu mínútunni.  LEIK Castellon og Valencia var hætt á 83. mínútu þegar staðan var 1:1. Dómarinn, Jesus Tallez Sanch- ez, dæmdi þá vítaspyrnu á Castellon en áður en hægt var að taka hana kastaði áhorfandi einhverjum hlut í andlit dómarans. Eftir tíu mínútna hlé var leiknum hætt.  SPÆNSKA knattspyrnusam- bandið er talið eiga tvo kosti í stöð- unni. Annaðhvort verður Valencia úrskurðað sigurvegari í leiknum, eða þá verður spilað í 7 mínútur og leik- urinn látinn hefjast á vítaspyrnunni sem þegar hafði verið dæmd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.