Morgunblaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 46
SVARTIR listamenn eru í tíu efstu sætunum á lista Billboard yfir vinsælustu lögin í Bandaríkjunum. Er þetta í fyrsta sinn sem það gerist. Það er að auki einsdæmi að níu af tíu vinsælustu lögunum flokkast undir rapp eða hipp-hopp, öll nema sjálft topplagið sem er RogB lag flutt af Beyoncé og reggístjörn- unni Sean Paul. Poppskríbentar og plötusnúðar eru sam- mála um að þetta komi lítið á óvart, hafi aðeins verið spurning um hve- nær það myndi gerast að svartir listamenn röðuðu sér í öll efstu sæt- in, enda hafi þróunin undanfarin ár verið í þá áttinna. Mike Anthony, plötusnúður og útvarpsmaður hjá BBC, segir tónlistar- sjónvarpsstöðvarnar og útbreiðsla þeirra hafa ráðið heilmiklu um. Auk þess sem greiðari leið fyrir unga tónlistar- menn af götunni á plöt- una hafi orsakað það að gáttir hafi opnast fyrir tónlistarstefnur þær sem svartir tónlistar- menn leggja lag sitt við framar öðrum. Útvarpsstöðvarnar stærstu í Bandaríkj- unum leika vart aðra tónlist en RogB og rapp- tónlist og í Bretlandi er sú tónlist mjög vaxandi. Þar eru nú þrjú lög með svörtum listamönnum á topp tíu, þar af topplagið „Where is the Love?“ með Black Eyed Peas, sem setið hefur lengur á toppnum en nokkuð annað lag í heil fimm ár. Vinsælustu lögin í Bandaríkjunum Eingöngu svartir listamenn á topp tíu Beyoncé Knowles Reuters 46 MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Miðasala opnar kl. 15.30 kl. 4, 7 og 10. B.i. 16 ára. Sýnd kl. 5, 8 og 11. B.i. 16 ára. Sýnd kl. 10. B.i. 12. Sýnd kl. 4 og 6. með ísl. tali.Sýnd kl. 4, 6 og 8. Ný vídd í skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Settu upp 3víddar gleraugun og taktu þátt í ævintýrinu! Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.15. Stórskemmtileg rómantísk gamanmynd með Ewan McGregor og Renée Zellweger sem fara á kostum í þessari frábæru mynd um ástina og baráttu kynjanna með ófyrirséðum afleiðingum. 3D gleraugu fylgja hverjum miða l l j j i Sýnd kl. 4, 8 og 10. Sýnd kl. 6 og 7. Sýnd kl. 10. B.i. 16 ára. Sýnd kl. 10. B.i. 16 ára. Um það leyti sem þú heyrir í honum eða sérð hann. Er það um seinan.Svakaleg hrollvekja sem fór beint á toppinn í Bandaríkjunum 3D gleraugu fylgja hverjum miða l l j j i Ný vídd í skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Settu upp 3víddar gleraugun og taktu þátt í ævintýrinu! Sýnd kl. 8. Sýnd kl. 6 og 8. Morgunblaðið/Sverrir 1000 kossa nótt er heilsteypt plata og góð. BUBBA Morthens finnst lífið dásamlegt og vill deila hamingju sinni með öllum sem heyra vilja. Og svo sem ekkert athugavert við það, ekki frekar en þegar ungi Bubbi hafði allt á hornum sér og fann lífinu allt til for- áttu. Þá var hann ákallaður sem and- hetja og utangarðs- maður en nú erum við að tala um fyr- irmyndarföður, næman og ljúfan náunga sem nýtir hvert tækifæri til að líta um öxl og draga lærdóm af við- burðaríku lífi sínu, sjálfum sér og öðr- um til góðs – og á stundum sem víti til varnaðar („Helreiðin“, „Jóhannes 8“). 1000 kossa nótt segir Bubbi að sé lokakaflinn í fjölskylduþríleik sínum, þótt mér sé reyndar til efs að hann sé búinn að tala sig út um þetta sem hon- um er klárlega kærast. Á síðustu plötu, Sól að morgni, náði Bubbi miklu risi og það á annars æði rismikl- um ferli. Fyrir þetta líður nýja platan svolítið, þótt hún slagi hátt í að vera jafnoki hennar að gæðum og vigt. Þótt varhugavert sé að tapa sér í ein- hverjum samanburðarpælingum þá er það óhjákvæmilegt í þessu tilfelli. Það er eiginlega boðið upp á það með þessum yfirlýsingum um að þær séu tengdar plöturnar. Og við þennan samanburð bliknar 1000 kossa nótt svolítið við hlið hinnar öflugu Sól að morgni. Hún hefur ekki að geyma eins sterkar lagasmíðar og textarnir, þótt einlægir séu og sannir, virka á mann sem svolítil endurtekning. Þar með er þó ekki sagt að 1000 kossa nótt sé eitthvað slappur gripur, alls ekki. Það er nú eftir allt verið að bera hana saman við eina hans allra bestu plötu. Um leið og hún líður fyrir það að fylgja á eftir Sól að morgni þá er það einn hennar helsti styrkur að Bubbi virðist hafa nálgast gerð henn- ar á sama afslappaða, áreynslulausa og innilega mátann. Platan í heild, lagasmíðarnar, innihald textanna og flutningurinn, bera það líka svo greinilega með sér hversu sáttur Bubbi er um þessar mundir. Sáttur við sjálfan sig og það líf sem honum hefur tekist að skapa sér og sínum; það þrátt fyrir öll skakkaföllin, alla þessa grýttu vegkróka sem hann hef- ur valið sér á lífsleiðinni. Þetta er því góður tími til naflaskoðunar. Til þess að velta vöngum yfir því hverju þakka má svo blessað líf. Hverjir valkostirn- ir eru og hafa verið. Hinir góðu og slæmu. Fjölskyldulífið annars vegar og hinsvegar allar þessar forboðnu freistingar sem búa yfir því eina góða að af þeim má vaxa og læra að verða að betri manneskju („Helreiðin“, „Fyrirgefðu mér“ og á vissan hátt í augljósri vísun til Árna Johnsen í „Jó- hannes 8“). Sumar þessara vegvillna þekkir Bubbi vel af eigin raun, deilir reynslu sinni og annarra með okkur af iðrun og miskunnsemi á 1000 kossa nótt og það á sannfærandi máta. Hann kýs að fara naívari leiðir í textagerðinni en oft áður, kannski einum of á stundum: „Mamma mín hún vinnur og vinnur/Vinur hennar heitir Finnur/Ég á engan pabba/hann fór út að labba“. Þennan texta og fleiri má á hinn bóginn líta þeim augum að Bubbi sé hreinlega að setja sig í spor barnsins og yrki af þeim sökum á svo barnslegum nótum. Við það fær text- inn við lagið „Mamma vinnur og vinn- ur“ áhrifaríkari tilgang og trúlega sinn rétta. Það er líka eitthvað Steins Steinars-legt við sum þessara ein- földu textabrota eins og t.d. upphafs- línurnar í „Lífið er dásamlegt“: „Ég trúi á lífið og leyfi mér/leika við börn- in glaður/Kona gömul brosir glöð/ Góðan daginn ungi maður.“ Oftast hefur Bubbi líka mælt meira undir rós, falið boðskapinn og grafið meiningar sínar í líkingum og lang- sóttum vísunum en hefur enga ástæðu til þess lengur. Hann talar umbúðalaust, segir nákvæmlega það sem hann meinar og fer ekkert í graf- götur með það að hann sé að yrkja um sjálfan sig, líf sitt og reynslu, hversu mannlegur hann er. Breiskur maður, meðvitaður um kosti sína og galla („Minning“, „Fyrirgefðu mér“) – full- viss um að það geri hann líka að betri manni. Þeir eru vafalítið til sem fá grænar bólur þegar þeir heyra þessa ofurein- lægni Bubba, eins og t.d. textabrotið „Ég trúi á jólin og jólasvein/og vin minn vorið ljúfa/Sól og sumar taka burt/allt það ljóta allt það hrjúfa“ í lokalaginu „Lífið er dásamlegt“. En málið er að þetta er sannfærandi. Hann er að meina þetta maðurinn. Honum hefur orðið tíðrætt um átrún- aðargoð sitt og fyrirmynd Bob Marl- ey í þessu samhengi og það má vel kaupa þá tengingu því aðalsmerki Marleys var einmitt þessu ofurein- lægni. Hann veigraði sér ekki við að tala hreint út um ást sína á sínum nánustu, lífinu og öllu því litla sem gefur því gildi. Rétt eins og Bubbi. Hlakka til að heyra þessa hreinrækt- uðu reggíplötu. Lagasmíðarnar eru líka með sterk- ara móti. Engin bylting á ferð heldur dæmigerð Bubbalög ef svo má segja. 1000 kossa nótt hefur það þó fram yfir flestar hans fyrri plötur, ef ekki allar og þar með talda Sól að morgni, að á henni er enginn áberandi veikur hlekkur, ekkert lag sem skýtur skökku við. Hún rennur vel í gegn og er þar að miklu leyti að þakka einkar smekkvísum og fjölbreyttum útsetn- ingum. Þá vegur þungt fín upptöku- stjórn Bubba sjálfs sem greinilega er vaxandi á tökkunum, studdur ávallt vandvirkum Adda 800. Spilamennsk- an þeirra í Stríði og friði er síðan sér- kapítuli og hvalreki fyrir Bubba að hafa sér til aðstoðar slíka hljóðfæra- leikara sem þekkja upp á hár hverjir helstu kostir hans eru og nýta hvert færi á að laða þá fram. Allir standa sig hér með miklum sóma, hver á sinn hátt. Hjá því verður þó ekki komist að geta framlags Guðmundar Péturs- sonar, sem af sínu einskæra látleysi en um leið ótrúlegu hugvitsemi, fer á algjörum kostum og færir lag eins og „Öruggt skjól“ upp á annað og hærra plan og á stóran þátt í að gera það eitt magnaðasta og um leið lúmskasta lag- ið á plötunni. Annað geysisterkt lag sem nefna ber er hinn hreinræktaði mótmælasöngur „Fastur liður“ þar sem trúbadorinn Bubbi er í essinu sínu í lifandi upptöku af tónleikum. 1000 kossa nótt er eins og tónlist- armaðurinn Bubbi sjálfur, vaxandi. Plata sem krefst þolinmæði og vex við hverja hlustun. Þótt hún innihaldi kannski ekki eins sláandi sterk lög og Sól að morgni og sé svolítið keimlík henni þá er heildarsvipurinn sannur og góður. Er viðeigandi lokakafli þrí- leiksins um lífið sem er svo dásamlega ljúft, jafnt að morgni sem og á 1000 kossa nóttu. Sáttur Bubbi 1000 kossa nótt Skífan Sólóskífa Bubba Morthens, 1000 kossa nótt. Öll lög og textar eru eftir Bubba, sem jafnframt syngur, leikur á kassagít- ar, stjórnar upptökum og útsetur ásamt hljómsveitinni Stríði og friði. Sveitina skipa Guðmundur Pétursson á gíturum, píanói og öðrum hljómborðum, Jakob Smári Magnússon á bassa og Arnar Geir Ómarsson á trommum. Vignir Ólafsson lék einnig á banjó. Bakraddir í „Fagur er fiskur í sjó“ Bjarni Ármannsson, Helgi Björnsson og Jakob Frímann Magnússon. Upptökur og hljóðblöndun var í höndum Adda 800. Bjarni Bragi í Írak masteraði og Arnar Geir Ómarsson hannaði umslag. Skarphéðinn Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.