Morgunblaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 52
„ÞAÐ stendur alltaf tæpt þegar menn eru ná- lægt fjöru í leiðindaveðri,“ segir Randver Sig- urðsson, skipstjóri á Fossá ÞH. „Eitt akkeri slitnaði en við náðum að koma hinu út þegar við vorum 0,8 sjómílur frá landi. Vissulega vorum við í hættu, en það voru tilbúnar björgunar- sveitir í landi og bátar á leið til okkar.“ Litlu mátti muna að illa færi þegar Fossá ÞH fékk tóg í skrúfuna um tvær sjómílur út af Langanesi um klukkan 19 í gærkvöldi. Skipið rak stjórnlaust að landi en náði að festa akkeri um mílu frá landi, utan við Hrollaugsstaði á Langanesi, þar sem beðið var aðstoðar. Gekk vel að koma línu á milli skipanna Loðnuskipið Björg Jónsdóttir ÞH frá Húsa- vík sigldi þegar á vettvang og kom að Fossá um klukkan 22.35. Þá hafði annað akkeri Fossár slitnað og hún því einungis fest með einu akk- eri. Veðrið var hryssingslegt þegar Björgin kom að, 10–12 m/s að austan og hvítfyssandi sjór. Skipverjar á Björginni komu fljótlega línu á milli skipanna og drógu Fossá úr hættu og var stefnt út á sjó þar sem ákveða átti hvert ætti að halda. „Það gekk vel að koma línu á milli og þeir höfðu spil sem þeir gátu dregið þetta inn á,“ sagði Aðalgeir Bjarnason, skipstjóri á Björg- inni. Fossá ÞH-362 er gerð út frá Þórshöfn, og er um 250 brúttólestir, smíðuð í Kína árið 2000. Skipið er togskip sem gerir út á kúskel. Fjórir menn voru í áhöfn þegar atvikið varð. Björgunarsveitin Hafliði frá Þórshöfn var kölluð út, auk björgunarsveita frá Bakkafirði og Raufarhöfn og voru þær með talsverðan við- búnað á staðnum. Einnig var kölluð út björg- unarsveit frá Vopnafirði en þegar einsýnt var að Björgin kæmi í tæka tíð var hún látin bíða átekta á Þórshöfn. „Vorum vissulega í hættu“ Morgunblaðið/Björn Gíslasson Kúfiskskipið Fossá ÞH-362 var hætt komið þeg- ar það fékk tóg í skrúfuna og rak að landi. Fjórir menn voru í hættu þegar kúfiskskipið Fossá ÞH fékk tóg í skrúfuna tvær sjómílur út af Langanesi. Björg Jónsdóttir ÞH dró skipið frá landi MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. ÚTGJÖLD bíleigenda hækka að meðaltali um 8–12 þúsund krónur á ári vegna hækkunar annars vegar á almennu vörugjaldi af bensíni og hins vegar sérstöku vörugjaldi af bensíni. Geir H. Haarde fjármála- ráðherra segir að þessi gjöld hafi ekki hækkað frá árinu 1999, síðan þá hafi vísitala neysluverðs hækkað um 17–18% og því sé hækkunin tæplega helmingur af verðlagshækkun. Hækkun á þeim gjöldum sem ríkið leggur á bensínið frá árinu 1999 er 3,15 krónur og ofan á þetta bætist virðisaukaskattur. Heildarhækkunin er því nálægt 4 krónum á hvern lítra. Runólfur Ólafsson, framkvæmda- stjóri Félags íslenskra bifreiða- eigenda, FÍB, segir að þessi hækkun muni fara beint út í verðlagið. Hann segir jafnframt að þótt hækkunin á almenna vörugjaldinu sé ekki nema 8% á meðan hækkun vísitölu á þessu tímabili hafi verið 18% þá segi það ekki nema hálfa söguna. FÍB kom þeim sjónarmiðum sínum á fram- færi á sínum tíma að eðlilegt hefði verið að leggja 8,75 krónur í stað 10,5 króna á lítrann miðað við þær tekjur sem ríkið hafði áður haft af almennu vörugjaldi af bensíni. Runólfur segir að hækkun á vöru- gjaldi bensíns valdi 8–12 þúsunda króna útgjaldaauka hjá bifreiðaeig- endum á ári sé miðað við 20.000 km akstur. Við hækkun vörugjaldanna hækki neysluverðsvísitalan um 0,12%. Þá er í forsendum fjárlaga gert ráð fyrir hækkun á þungaskatti sem nemur 400 milljónum króna á ári. Í fjárlögum var miðað við að tekjur ríkissjóðs á yfirstandandi ári af vöru- gjöldum á ökutæki yrðu 3,2 milljarð- ar króna en ný áætlun gerir ráð fyrir 4 milljörðum króna í tekjur, eða hækkun upp á 800 milljónir króna. Áætlaðar skatttekjur hins opin- bera af ökutækjum og ökutækja- notkun stefna í að verða um 32 millj- arðar króna og hækka þær því um á þriðja milljarð króna. Geir H. Haarde fjármálaráðherra segir að ástæðurnar fyrir hækkun- inni hafi komið fram þegar fjárlaga- frumvarpið var lagt fram. „Þetta eru ákveðnir tekjustofnar ríkisins sem eðlilegt er að hækki. Við ætlum með þessu móti að styrkja tekjuöflun rík- isins á næsta ári. Þessi gjöld hafa ekki hækkað frá árinu 1999, síðan þá hefur vísitalan hækkað um 17 eða 18 prósent svo þetta er tæpur helming- ur af því. Mér fannst hæfilegt, og okkur í ríkisstjórninni, að miða við svona helminginn af því sem vísital- an hefur hækkað frá því síðast var gerð breyting til hækkunar. Þetta er hrein tekjuöflun til að standa undir framkvæmdum. 850 milljónir af þessum milljarði eru sérmerktar Vegagerðinni.“ Gjöld á ökutæki hækka Þórarinn V. Þórarinsson lögfræð- ingur vann álitið og telur hann að hvorki lög- eða samningsbundnar heimildir séu fyrir skylduaðild að Lífeyrissjóði verslunarmanna og því séu engar forsendur til að knýja menn til að greiða þangað ið- gjöld. Fyrirtækjum sem ekki hafi sögulega hefð fyrir aðild að Sam- vinnulífeyrissjóðnum sé sömuleiðis heimilt að skila þangað iðgjöldum. Þá segir í álitsgerðinni að skilyrði til skylduaðildar að lífeyrissjóði séu ekki til staðar ef sjóðurinn eigi ekki fyrir heildarskuldbindingum sínum. Slíkt eigi við um Lífeyrissjóð versl- unarmanna. „Þetta atriði hefur þó meiri efn- islega þýðingu gagnvart öðrum sjóðum þar sem sannanlega eru samningsbundin ákvæði í kjara- samningum um skylduaðild. Þau eru óvirk meðan halli er á sjóðn- um,“ segir m.a. í álitinu. SA eiga von á umræðu og skiptum skoðunum Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að í álitsgerðinni felist tvær meginnið- urstöður sem báðar séu nýjar af nálinni, miðað við það sem flestir hafi talið, og kom því sjálfsagt ýms- um á óvart. Annars vegar sú nið- urstaða að ekki sé til staðar skylduaðild að Lífeyrissjóði versl- unarmanna og hins vegar að skil- yrði fyrir skylduaðild að lífeyris- sjóðum almennt sé að þeir eigi fyrir heildarskuldbindingum sínum. Það eigi væntanlega við um Lífeyr- issjóð verslunarmanna og fleiri sjóði. Ari segist eiga von á skiptum skoðunum og umræðu um þetta álit innan lífeyrissjóðanna og landssam- taka þeirra. Stjórn Samtaka at- vinnulífsins hafi kynnt sér álitið en ekki tekið formlega afstöðu til þess. Lögfræðiálit fyrir Samtök atvinnulífsins Félögum í VR frjálst að skipta um lífeyrissjóð  Aðild að/6 VERSLUNAR- og skrifstofufólki innan Verzlunarmannafélags Reykjavíkur (VR) er frjálst að greiða iðgjöld til annarra sjóða en Líf- eyrissjóðs verslunarmanna. Þetta má lesa út úr lögfræðiáliti fyrir Samtök atvinnulífsins þar sem niðurstaðan er m.a. sú að ekki séu lagalegar forsendur fyrir því að meina verslunar- og skrifstofufólki að hefja greiðslur til Samvinnulífeyrissjóðsins á grundvelli hugs- anlegrar aðildar að Lífeyrissjóði verslunarmanna. Ákvæði um skylduaðild sögð óvirk ef sjóðir eiga ekki fyrir skuldbindingum MJÖG hvasst veður gerði á landinu í gær. Björgunarsveitin Ársæll var kölluð út til að aðstoða fólk á höfuðborgarsvæðinu sem var í vanda. Vil- hjálmur Halldórsson björgunarsveitarmaður segir stórt tré hafa fokið á hliðina í Sigtúni. Var talin hætta á að það félli inn um glugga. Þá fuku þak- plötur af tveimur húsum og byggingarefni við Þjóðminjasafnið fór á flug. Konan á myndinni barðist við vindinn og varði barn sitt í vagninum. Morgunblaðið/Þorkell Mjög hvasst á landinu @ % 5A B'. ,33& ! 9 C D 5 B 3 3D63 3 .393D 5 C  & &  + 3 3> 6 3 ?6  5)   2$26/  *&  > E 6  &  >  >< ;>< >  ' 10E >  >< 10   '! 8&# *& 6D  % $ ( ) *  Bílar/2 Hugmyndir um að endurgreiða flutnings- kostnað úti á landi Stjórn- völd ætla að útfæra reglur RÍKISSTJÓRNIN hefur sam- þykkt að útfæra hugmyndir Byggðastofnunar um endur- greiðslu á flutningskostnaði til fyr- irtækja á landsbyggðinni í reglur. Einnig hefur verið samþykkt að kanna hvort slíkar reglur samrým- ist lögum eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, um styrki. Mikil umræða hefur verið um að leiðrétta mismunandi starfsskil- yrði fyrirtækja á landsbyggðinni sem selja vörur sínar á markaði á höfuðborgarsvæðinu og standa af þeim sökum höllum fæti í sam- keppninni. Samgönguráðherra skipaði starfshóp árið 2001 til að fjalla um málið sem skilaði svo skýrslu sinni í upphafi þessa árs. Ríkisstjórnin tók hana til umfjöll- unar og beindi henni til Byggða- stofnunar. Nú liggur greinargerð af hálfu Byggðastofnunar fyrir hjá iðnaðarráðuneyti. Stefnt að því að vinnu ljúki í haust „Samkvæmt þeim hugmyndum sem þar koma fram er gert ráð fyrir því að endurgreiða ákveðið hlutfall af flutningskostnaði fyrir- tækja á landsbyggðinni,“ segir Kristján Skarphéðinsson, ráðu- neytisstjóri í iðnðarráðuneytinu. „Hlutfallið færi samkvæmt hug- myndunum hækkandi eftir fjar- lægð frá markaði. Landinu yrði skipt upp í svæði og síðan yrði ákveðið hversu hátt hlutfall yrði endurgreitt.“ Kristján segir hugmyndirnar koma til móts við þau sjónarmið að fyrirtæki á landsbyggðinni standi höllum fæti á markaði vegna fjar- lægðar frá honum. Hann segir svipað fyrirkomulag vera við lýði í Svíþjóð. Hugmyndirnar verða nú útfærð- ar í reglur innan iðnaðarráðuneyt- isins í samráði við hlutaðeigandi aðila. Gert er ráð fyrir að þeirri vinnu ljúki í haust. Þá mun rík- isstjórnin væntanlega taka afstöðu til málsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.