Morgunblaðið - 09.10.2003, Side 1

Morgunblaðið - 09.10.2003, Side 1
STOFNAÐ 1913 273. TBL. 91. ÁRG. FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Kostaboð á kjötmeti Kjöt af ýmsu tagi í helgar- tilboðum verslana | Daglegt líf 22 Álkonurnar þrjár Þrjár konur í framkvæmdastjórn Alcan á Íslandi | Viðskipti 2 Fótmennt á fjölunum Íslenski dansflokkurinn frum- sýnir Leikinn | Listir 25 HUGSANLEGT er, að Banda- ríkjastjórn hætti við að bera til- lögu sína um skipan mála í Írak undir öryggisráð Sameinuðu þjóðanna vegna þeirrar and- stöðu, sem hún hefur mætt þar. Kom þetta meðal annars fram í dagblaðinu The New York Tim- es í gær. Blaðið hefur það eftir emb- stöðunni fyrir Bandaríkjastjórn og hvorugt gott. Leggi hún fram Írakstillöguna í öryggisráðinu sé eins víst, að hún verði felld og þótt hún yrði samþykkt með litlum mun, myndi það fremur vera yfirlýsing um klofninginn í ráðinu en að það væri tilbúið til að rétta Bandaríkjamönnum hjálparhönd. muni draga úr öryggisleysinu og ofbeldinu í Írak fyrr en Írakar fái þar sjálfir völdin í hendur. Haft er eftir ónefndum, banda- rískum embættismanni, að eftir að Annan lýsti andstöðu sinni, hafi ríki, sem áður hafi verið hálfvolg gagnvart bandarísku tillögunni, snúist gegn henni. Blaðið segir, að nú sé tvennt í ættismönnum, að ríkisstjórnin sé hætt við að leita eftir skjótri atkvæðagreiðslu um tillöguna og kunni að hætta alveg við að leggja hana fram. Ástæðan sé þær kuldalegu móttökur, sem tillagan hafi mætt, ekki síst frá Kofi Annan, framkvæmdastjóra SÞ. Sagt er, að hann sé sammála Frökkum um það, að ekkert Hætt við Írakstillögu? Washington, SÞ. AFP, AP. FJÖLMIÐLAR í Kaliforníu minntu í gær kvik- myndaleikarann Arnold Schwarzenegger óspart á að nú yrði þess vænst að hann stæði við fyrirheit sín og veitti sambandsríkinu kröftuga forystu. Schwarzenegger sigraði með yfirburðum í ríkis- stjórakosningunum á þriðjudag, fékk um 48,5% at- kvæða og tekur við embætti um miðjan nóvember. „Við væntum þess að ríkisstjórn skili árangri,“ sagði blaðið Sacramento Bay í forystugrein. „Við viljum að ljósin slokkni ekki og viljum ekki halla á fjárlögum. Við viljum betri skóla, skilvirkari heilsugæslu, lægri háskólagjöld og öruggari íbúð- arhverfi, já og svona í leiðinni, við viljum lægri skatta líka. Heyrirðu í okkur, Arnold Schwarzen- egger, verðandi ríkisstjóri?“ Arnold Schwarzenegger Minnt á fög- ur fyrirheit Los Angeles. AFP.  Ég mun/15, Óvinveitt/27 AÐ jafnaði smitast dag hvern um sex þúsund manns á aldrinum 15–24 ára af HIV-veirunni sem veldur alnæmi, að því er fram kemur í nýrri skýrslu Mannfjöldastofnunar Sameinuðu þjóð- anna. Helmingur þeirra sem smitast nú er fólk yngra en 25 ára; flest býr það í þróunarríkjunum. Fjórðungur alls fólks undir 25 ára aldri í heim- inum, eða um 238 milljónir manna, býr við algera örbirgð. Í skýrslunni segir að fátækt, menntunar- leysi og léleg upplýsinga- og heilbrigðisþjónusta ýti víða undir útbreiðslu HIV meðal ungs fólks. Bannað er að ræða opinskátt um kynlíf í mörg- um ríkjanna. Í Sómalíu höfðu einungis 26% ung- lingsstúlkna heyrt getið um alnæmi, aðeins einn af hundraði vissi hvernig hægt er að verja sig gegn HIV-smiti. „Ef við hunsum ungt fólk og þarfir þess köllum við yfir okkur skelfilegt ástand um allan heim,“ sagði Thoraya Ahmed Obaid, framkvæmdastjóri Mannfjöldastofnunarinnar. Alnæmi meðal ungs fólks Kunna ekki að verjast HIV-smiti London. AP. BRESKA stórmarkaðakeðjan Tesco hefur aukið öryggiseftirlit í útibúum sínum til að vernda pappamyndir í líkamsstærð af knattspyrnuhetj- unni David Beckham. Dreift var 500 myndum í verslanirnar fyrir skömmu í tengslum við kynningu á nýrri sjálfsævisögu kappans, My Side. Nokkrum pappamyndum hefur þegar verið stolið. Talsmaður verslanakeðj- unnar sagði að komið yrði upp sérstöku öryggiskerfi og myndavélar yrðu látnar fylgjast með pappamynd- unum allan sólarhringinn. „Þær fóru þegar í stað að vekja býsna mikla athygli,“ sagði hann. „Ungir sem aldnir aðdáendur reyndu að nema þær á brott.“ Beckham er fyrirliði enska landsliðsins. Pappa-Beck- ham verndaður London. AFP. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ SKÝRT var frá því í gær í Danmörku að Friðrik krónprins og unnusta hans, hin ástralska Mary Elizabeth Donaldson, myndu ganga í hjónaband 14. maí næstkom- andi. Þau sjást hér á svölum Amalíuborgar þar sem þau veifuðu til fagnandi mannfjöld- ans. Prinsinn, sem er franskur í föðurætt, kyssir hér kurteislega hönd unnustunnar en hafnaði óskum fréttamanna sem vildu að hann kyssti tilvonandi brúði á munninn. At- hygli vakti að unnustan mælti á prýðilega dönsku í gær en hún kynntist prinsinum fyr- ir þrem árum á Ólympíuleikunum í Sydney. Þá var kátt í hárri höll Reuters  Friðrik/48 VERÐ á innfluttum mat- og sérvörum frá heild- sölum og birgjum hefur verið að hækka til mat- vöruverslana síðustu vikur. Algengust hefur hækkunin verið frá 4–6% en dæmi eru um allt að 10% hækkun, samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið aflaði sér í gær hjá nokkrum heildsölum og verslunum. Hafa þessar hækk- anir verið að skila sér hægt og bítandi inn í verð- lag verslana. Er hækkun á gengi evrunnar einkum sögð skýra þessa þróun, auk verðhækkana erlendis. Þá hefur einnig borið á hækkunum frá innlend- um iðnfyrirtækjum um allt að 9%. Egill Ágústsson, framkvæmdastjóri Íslensk- ameríska, segir að um þriðjungur þeirra vöru- merkja sem fyrirtækið flytur inn hafi verið að hækka í verði undanfarnar vikur og mánuði. verjast honum eftir megni. Minnir Ingimar á að vísitala matvöruverðs hækkaði um 5,8% frá árs- byrjun 2001 til ágústloka á þessu ári, á sama tíma hafi neysluvísitalan hækkað um 11,8%. Innflutt matvara skýri ekki minni hækkun á matvörunni. „Það er að okkar mati spurning hvort þessar hækkanir frá birgjum séu nauð- synlegar og eðlilegar í stöðunni,“ segir Ingimar. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, segir að áður en tilkynningar um hækk- anir frá birgjum hafi verið að koma inn hafi þessar vörur lítið sem ekkert hækkað á tólf mánaða tímabili. Á sama tíma hafi matvælaverð í heild sinni lækkað verulega. Guðmundur bend- ir á að síðustu daga hafi dollarinn lækkað og því muni verslanir áreiðanlega fara fram á lækkanir í viðskiptum með þann gjaldmiðil. Það eigi í þeirra tilviki aðallega við um sérvöru margs konar sem framleidd er í Evrópu, s.s. þvottaefni og barnavörur. Sigurður Árni Sigurðsson, framkvæmda- stjóri BÚR, sem bæði flytur inn vörur og kaupir af öðrum birgjum, segir að gengisbreytingar hafi ekki verið miklar ef horft sé til lengri tíma. Meirihluti innkaupa fari fram í evru og tengdum gjaldmiðlum, sem hafi verið að hækka í haust. Ingimar Jónsson, forstjóri Kaupáss, sem rekur verslanir 11–11, Krónunnar og Nóatúns, segir verðhækkanirnar hafa verið töluverðar. Þrýst- ingurinn hafi verið mikill en reynt hafi verið að Verðhækkun birgja til verslana allt að 10% Algengast að verð hafi hækkað um 4–6%

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.