Morgunblaðið - 09.10.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 09.10.2003, Blaðsíða 43
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2003 43 Hópa- og firmakeppni Breiðabliks haldin í Fífunni 18. okt. Spilaðað er á hálfum velli í 8 manna liðum á stór mörk. Glæsileg verðlaun fyrir 1.- 3. sæti. Þátttökugjald 17.000 kr. á lið. Upplýsingar og skráning í síma 510 6404 og knattspyrna@breidablik.is FÓLK  FJALAR Þorgeirsson markvörð- ur, Ingvi Sveinsson, Hallur Halls- son, Erlingur Þór Guðmundsson og Guðfinnur Ómarsson skrifuðu allir í vikunni undir nýjan tveggja ára samning við knattspyrnudeild Þrótt- ar í Reykjavík.  GUNNAR Sigurðsson, markvörð- ur Framara, verður áfram í herbúð- um Safamýrarliðsins en hann hefur gengið frá nýjum tveggja ára samn- ingi. Gunnar er 28 ára gamall og var um síðustu helgi útnefndur leikmað- ur ársins hjá Fram.  DAÐI Lárusson, markvörður FH, hefur sömuleiðis gengið frá tveggja ára samningi við sitt félag.  SÖREN Byskov, danski mark- vörðurinn, verður líklega ekki áfram í röðum KA næsta sumar. Vignir Þormóðsson, formaður knatt- spyrnudeildar KA, sagði á heimasíðu félagsins í gær að KA-menn vildu helst vera með íslenskan markvörð og myndu byrja á að leita eftir slík- um. Vignir sagði jafnframt að rætt hefði verið við varnarmanninn danska Ronni Hartvig um að leika áfram með liðinu en hann spilar með HIK í dönsku 2. deildinni í vetur.  REGINALD Jessie, nýi bandaríski körfuknattsleikmaðurinn hjá ÍR, er kominn með leikheimild með félag- inu. Hann er væntanlegur til lands- ins snemma í dag og verður án efa með ÍR-ingum í kvöld þegar þeir mæta Þór í Þorlákshöfn í fyrstu um- ferð úrvalsdeildarinnar.  RAGNAR Ingi Sigurðsson féll úr keppni á heimsmeistaramótinu í skylmingum með höggsverði sem fram fer um þessar mundir á Hav- ana á Kúbu. Ragnar Ingi keppti við heimamann um rétt um að komast í 64-manna úrslit en tapaði viðureign- inni, 15:9. Andri Kristinsson og Hró- ar Húgósson höfðu fallið úr í for- keppninni en þá reyndu keppendur með sér í riðlum.  GUÐRÚN Jóhannsdóttir og Þor- björg Ágústsdóttir náðu inn í 64- manna úrslit á heimsmeistaramótinu eftir að Guðrún vann þrjár viður- eignir í sínum riðli og Þorbjörg tvær. NJARÐVÍK vann óvæntan sigur á ÍS, 56:43, í fyrstu um- ferðinni í 1. deild kvenna í körfuknattleik í gærkvöldi en liðin mættust í Njarðvík. Í Seljaskóla komu nýliðar ÍR líka á óvart með því að vinna öruggan sigur á KR, 72:52. Njarðvík og ÍR var spáð tveimur neðstu sætum deild- arinnar í vetur en ÍS var spáð öðru sæti og KR-ingum því fjórða. Óvænt í báðum leikjum Ekki er hægt að segja að hand-knattleikurinn sem leikinn var í gærkvöldi hafi verið fagur. Hauk- ar voru greinilega með hugann við komandi Evrópuleik og þrátt fyrir ágæt- isbaráttu á köflum áttu Selfyssingar á brattann að sækja. Þeir tefldu fram gjörbreyttu liði frá síðustu leikjum og var vara- mannabekkurinn hálftómlegur að sjá. „Ég lagði inn átta veikindavott- orð á skrifstofu HSÍ í morgun,“ sagði Sebastian Alexandersson, þjálfari og leikmaður Selfyssinga. „Þar af eru fimm úr byrjunarliðinu en það virðist ekki nægja, HSÍ neit- aði að fresta leiknum og sagði að ekkert svigrúm væri fyrir frestanir í vetur. Við eigum að vera með nægan mannskap til að taka á móti svona áföllum og ég er mjög ánægður með að hafa náð að skipa í lið. Við fylltum út tólf manna skýrslu, þrír eru úr þriðja flokki og einn úr fjórða flokki. Einnig voru á skýrslu þrír markmenn – þrátt fyr- ir að ég hefði spilað allan leikinn,“ bætti Sebastian við en hann varði 16 skot í leiknum. Hjá Haukum skoraði Ásgeir Örn Hallgrímsson manna mest, 10 mörk, en næstur kom Dalius Rsik- evicius með 7. Birkir Ívar Guð- mundsson stóð sig einnig vel í markinu, varði alls 17 skot og skor- aði eitt mark, en var svo tekinn af velli um miðbik síðari hálfleiks. „Kærkomin æfing“ hjá HK Eftir að hafa tapað tveimur leikj-um í röð bitu leikmenn HK í skjaldarrendur í „bæjarslag“ Kópa- vogsliðanna þegar Breiðablik kom í heimsókn í Digra- nes. Ef undan eru skildar upphafsmín- útur leiksins þá var um einstefnu að ræða hjá bikarmeisturum HK. Þeir unnu með tuttugu marka mun, 41:21, eftir að hafa verið þrettán mörkum yfir í hálfleik. 22:9. „Ég er sáttur við mína menn, þeir héldu sínu striki allan leikinn ef undan er skilinn smákafli um miðjan síðari hálfleik. Þetta var fyrst og fremst kærkomin æfing til að slípa saman sóknarleikinn og byggja upp sjálfstraust á nýjan leik eftir tvo tapleiki í röð,“ sagði Árni Stefánsson, þjálfari HK, glaður í bragði í leikslok. Hann heldur ár- degis á morgun til Rússlands með lærisveina sína hvar þeir leika í Evrópukeppni bikarhafa við Stepan frá Pétursborg. Þar bíður HK örugglega snarpari mótspyrna en liðið fékk á heimavelli gegn ná- grönnum sínum. Úrslitin segja sína sögu um mun- inn á liðunum en eftir að hafa séð Breiðablik spila í gær er með hrein- um ólíkindum að liðið skuli hafa unnið tvo leiki á Íslandsmótinu til þessa. Margir leikmenn liðsins hafa greinilega byrjað seint að æfa fyrir leiktíðina og e.t.v. ekki af miklum krafti, eiga þeir talsvert í land að komast í viðunandi æfingu, en framundan er langt keppnistímabil og nægur tími til að gera bragabót á. Það er sannarlega verk að vinna hjá Brynjari Stefánssyni þjálfara og lærisveinum hans á komandi mánuðum ætli þeir að velgja fleiri andstæðingum sínum undir uggum. Morgunblaðið/Þorkell Jón Heiðar Gunnarsson, leikmaður HK, kominn á auðan sjó og skorar eitt fimm marka sinna án þess að Björn Óli Guðmundsson og Gunnar B. Jónsson fái rönd við reist í vörn Breiðabliks. Meistararnir lögðu ungmennalið Selfoss ÍSLANDSMEISTARAR Hauka lögðu vængbrotið lið Selfyssinga að velli á Ásvöllum í suðurriðli RE/MAX deildar karla í gærkvöldi. Leik- urinn var hálfgerð upphitun fyrir átökin næstkomandi sunnudag en þá taka Haukar á móti spánsku meisturunum úr Barcelona í Meist- aradeildinni. Lokatölur urðu 39:27 en segja má að úrslitin hafi verið ráðin eftir rúmlega stundarfjórðungsleik, þá var staðan 14:5. Stað- an í hálfleik var 18:12, heimamönnum í vil. Með sigrinum komust Haukar upp að hlið ÍR í efsta sætinu en Selfyssingar sitja enn sem fastast í botnsæti deildarinnar, án stiga. Andri Karl skrifar Ívar Benediktsson skrifar ÁSGEIR Sigurvinsson, landsliðs- þjálfari í knattspyrnu, sagði við Morgunblaðið í gærkvöld að hann væri bjartsýnn á að geta notað Her- mann Hreiðarsson og Rúnar Krist- insson í landsleiknum gegn Þjóð- verjum á laugardaginn. Landsliðið kom saman í Hamborg í gær og þeir Hermann og Rúnar voru þeir einu sem ekki tóku þátt í fyrstu æf- ingu liðsins. Eins og áður hefur komið fram eiga þeir báðir við meiðsli í hné að stríða. Pétur Mar- teinsson, sem hefur verið í sömu stöðu, æfði hins vegar með liðinu af krafti og virtist alheill. „Hermann fór í mjög gott próf hjá Stefáni Stefánssyni sjúkraþjálf- ara og kom vel út úr því. Aðal- spurningin eftir svona meiðsli er hvort hann þorir að reyna á sig á fullu og er tilbúinn til að fara í ná- vígin. Rúnar hljóp sjálfur á meðan æfingin stóð yfir og ég hef ekki telj- andi áhyggjur af honum, hann er á réttri leið. Þeir munu báðir æfa með liðinu á morgun (í dag) og þar kemur í ljós hvort þeir séu tilbúnir í slaginn. Við getum ekki beðið leng- ur með að ákveða hvort þeir verði notaðir eða ekki, það myndi trufla undirbúning liðsins of mikið,“ sagði Ásgeir. Landsliðið dvelur á hóteli norðan við Hamborg og æfir þar í nágrenn- inu fram að leiknum, nema hvað á morgun verður æft á aðalleikvang- inum í Hamborg. Bjartsýnn á bæði Hermann og Rúnar FH komst í átta liða úrslitin í bik- arkeppni kvenna í handknattleik í gærkvöld með því að sigra Val, 19:18, í hörkuspennandi leik í Kaplakrika. Staðan í hálfleik var 8:7, FH í vil, og leikurinn var í járn- um til leikslok en hann einkenndist af góðum varnarleik og markvörslu beggja liða. Dröfn Sæmundsdóttir skoraði 8 mörk fyrir FH og Björk Ægisdóttir 5 en Hafdís Hinriksdóttir var at- kvæðamest í liði Vals og skoraði 6 mörk. Grótta/KR sigraði Víking, 27:21, á Seltjarnarnesi. Þar skoraði Ragna Karen Sigurðardóttir 9 mörk fyrir Gróttu/KR, Eva Björk Hlöðversdóttir, Eva Margrét Krist- insdóttir og Aiga Stefane 4 mörk hver, en hjá Víkingi var Margrét Egilsdóttir markahæst með 6 mörk og Helga Guðmundsdóttir skoraði 5. Fylkir/ÍR komst einnig í átta liða úrslitin með því að sigra KA/Þór, 31:28, í Austurbergi. Fram var þeg- ar komið áfram en hin fjögur liðin í átta liða úrslitum eru Haukar, Stjarnan, ÍBV og FH-2. FH komst áfram í bikarnum eftir hörkuleik gegn Val

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.