Morgunblaðið - 09.10.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.10.2003, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2003 B 3 NTÆKNI HÆGT er að spila leiki í vélinni frá helstu leikjaframleiðendum heimsins, hvort sem er með blá- tannartækni (Bluetooth) eða um farsímakerfið. Í N-Gage er hægt er að spila leiki frá Activision, Eidos, Sega, Taito og THQ. Þá verður hægt að hlaða niður af Netinu alls kyns upplýsingum og viðbótum við leikina. Leikirnir fást stakir á margmiðlunarkortum. Jafnframt er til staðar stafrænn tónlistarspil- ari (MP3 og AAC) og FM víðóma útvarp í N-Gage. Stýrikerfi á íslensku Aukinheldur er Nokia N-Gage far- sími, en öllum Nokia N-Gage fylgir leiðarvísir á íslensku auk þess sem stýrikerfið er á íslensku. Aðspurður hvers vegna Nokia hafi framleitt N-Gage segir Tomas Chatzopoulos, kerfismarkaðsstjóri hjá Nokia, að afþreying hvers kon- ar sé orðinn stærri þáttur í sölu far- síma en áður. „Leikjaiðnaðurinn hefur stækkað verulega og því ákváðum við að sameina okkar sér- stöðu, sem eru farsímar, við leikja- vélar.“ Chatzopoulos sagði í samtali við Morgunblaðið að í raun væri ekki um eiginlegan farsíma að ræða, heldur nokkurs konar far- leikjavél. Af þeim sökum býr vélin yfir eigin vörumerki, sem er aðskil- ið frá farsímaflóru Nokia. Hann lagði jafnframt áherslu á framleiðslu Nokia á sviði mynda- véla fyrir farsíma, sem séu ætlaðir fyrir myndræn samskipti notenda, en koma ekki í stað hefðbundinna stafrænna myndavéla, fyrst um sinn að minnsta kosti. „Fyrr en síð- ar ætlar Nokia að framleiða far- myndavélar [mobile camera] sem verða með sömu gæði og mynda- vélar og upptökuvélar, þar sem not- endur geta miðlað gögnum á milli sín,“ segir Chatzopoulos. Hann nefnir Nokia 6600 sem dæmi um nýja tegund myndavélafarsíma, en með honum verður hægt að prenta út myndir, sem eru í 640 x 480 díla upplausn, eða miðla þeim yfir á geisladisk með blátannartækni, sem er þráðlaus tækni. 6600, sem er með 32 MB minniskort, stafrænu aðdráttarlinsu og möguleika til þess að spila myndbandsupptökur og streyma efni um Netið, er vænt- anlegur á næstu vikum í verslanir. Aukin áhersla á myndavélafarsíma Chatzopoulos segir að Nokia ætli í samvinnu með Kodak að gera not- endum 6600 mögulegt að miðla myndum, sem vilja prenta út eða koma myndum yfir á disk, um svo- kallaða prentstöð í verslunum. Þá geta þeir einnig miðlað myndum yf- ir í prentara með blátannartækni. Chatzopoulos segir að farsíma- framleiðendur leggi orðið mikla áherslu á myndavélasíma fyrir not- endur. „Nokia er stærsti birgðasali stafrænna myndavéla í heimi. Við seljum því fleiri stafrænar mynda- vélar heldur en aðrir myndavéla- framleiðendur. Ástæðan er sú að við aðlögum myndavélarnar farsím- um, en markaður fyrir farsíma er miklu stærri heldur en markaður fyrir stafrænar myndavélar. Þá er upplausn úr myndavélasímum að batna, notendur geta nú sent myndir á milli sín um MMS-þjón- ustu og það má búast við miklum vexti á þessu sviði á komandi ár- um.“  Litaskjár með allt að 4.096 litum  Symbian-stýrikerfi á Series 60 grunni  Blátönn, þráðlaust stuttbylgju- samband  Stýripinni til leikjaspilunar  Margmiðlunarskilaboð (MMS)  Þriggja banda GSM (900/1800/ 1900) og GPRS-farfarsími  Stafrænn tónlistarspilari (AAC/ MP3) og FM-víðómaútvarp  Nokia Audio Manager PC-forrit til umsýslu tónlistargagna  XHTML-vafri  Stuðningur við Java  GPRS, háhraða gagnasending yfir símkerfið  USB-tenging til samhæfingar dagbókar við PC-tölvur, niður- hals tónlistar og forrita  Stærð: 133,7 x 69,7 x 20,2 mm  Þyngd: 137 grömm N-Gage Samþætt afþreyingarvél Nokia hefur sent frá sér N-Gage, sem er farleikjavél og farsími, sem styður GPRS- farsímastaðalinn. Þá verður hægt að sýsla með tölvupóst, vafra um Netið, spila tölvu- leiki, hlusta á útvarp eða MP3-skrár og skoða myndbands- upptökur með N-Gage. gislith@mbl.is BOEING-flugvélaframleiðandinn ætlar að bæta Norður- og Mið-Evr- ópu, Íslandi og austurhluta Græn- lands inn í þau svæði þar sem hægt verður að bjóða upp á nettengingu um borð í flugvélum fyrirtækisins en fyrirtækið hefur nú þegar samið um samskonar þjónustu á leiðum í Asíu og á leiðum frá Asíu til Evrópu. Sagt er frá þessu á vefmiðlinum computerworld.com. Félagið hyggst leigja pláss í gervitungli yfir Atlantshafinu til gera þetta kleift. Verkefnið gengur undir nafninu Connexion og er nú þegar í prófun hjá tveimur flug- félögum, Lufthansa og British Air- ways. Stefnt er að því að hleypa þjón- ustunni formlega af stokkunum á næsta ári. Um er að ræða breiðbandsnet- tengingu og verður flutningshraði breytilegur eftir aðstæðum, sam- kvæmt frétt Computerworld.com. Hámarks flutningsgeta er sögð 20 Mbit á sekúndu til flugvélarinnar en 1 Mbit á sekúndu frá vélinni. Guðjón Arngrímsson, upplýsinga- fulltrúi Flugleiða, segir að félagið fylgist með þeirri þróun sem á sér stað á sviði nettenginga í flugvélum. Hins vegar hafi Flugleiðir ekki í hyggju að taka nettengingar inn í vélar sínar í bráð, einkum vegna þess hve gríðarlega kostnaðarsamt það er, að hans sögn. Hann segir einnig að svona þjón- usta nýtist einkum viðskiptafarþeg- um á lengri leiðum, og Flugleiðir séu ekki með hátt hlutfall viðskipta- farþega í sínum vélum. Boeing með nettengingu yfir Íslandi Vinnum saman... „Okkur hjá Lýsingu finnst mikilvægt að vinna náið með viðskiptavinum okkar þegar kemur að fjármögnun atvinnutækja. Við viljum vita hvað starfsemi þeirra gengur út á og vera þannig í stakk búin til skilja þeirra þarfir og veita framúrskarandi þjónustu. Það er metnaður okkar að veita faglega ráðgjöf og persónulega þjónustu sem byggist á sérþekkingu okkar í fjármögnun atvinnutækja.“ Sveinn Þór Stefánsson Fjármögnun atvinnutækja Láttu ekki ræna þig Komdu í verslun okkar að Laugavegi 168 eða hringdu í síma 562 5213 og kynntu þér málið tór h luti i nnbro ta hér á land i eru frami n í sk yndin gu af ógæf umön num sem grípa verð mæti sem liggja á glá mbek k. Mynd avélar , fartö lvur, farsím ar, sk artgri pir, lausaf é og f leira í þeim dúr. S máir e n verð mætir hlutir sem a uðvel t er að koma í verð . Innbr otafar aldur Öryggisskápur getur á einfaldan og ódýran hátt komið í veg fyrir að verðmæti glatist. Neyðarþjónustan býður úrval öryggisskápa fyrir heimili, stofnanir og fyrirtæki að þér NEYÐ ARÞJÓ NUSTA N VERSL UN OG VERK STÆÐ I LAUGA VEGI 1 68 • 1 05 RE YKJAV ÍK SÍMAR : 562 5213 / 562 4240 LYKLA SMÍÐI OG LÁ SAVIÐ GERÐI R Stærð: D.51cm x B.51cm x H.51cm Stærð: D.44cm x B.47cm x H.51cm Stærð: D.50cm x B.50cm x H.76cm V er ð: 6 4 .7 0 0 .- V er ð: 5 6 .0 0 0 .- V er ð: 9 2 .8 0 0 .- efri sérhæð í vesturbæ Kópavogs, fullbúin húsgögnum og búnaði. 6 svefnherbergi, 2 baðherbergi, rúmgóð stofa og eldhús. Leiga 240.000 kr. á mánuði eða 60.000 kr. vikan. Upplýsingar í síma 899 2044. Til leigu í lengri eða skemmri tíma

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.