Morgunblaðið - 09.10.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.10.2003, Blaðsíða 4
4 B FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ NVIÐSKIPTI ATHAFNALÍF  Fjárfestingar bandarísk-ísraelsks gyðings í evrópskum fjölmiðlum valda áhyggjum. Á sama tíma er því spáð að mikil lækkun sé fram undan á húsnæðisverði víða um heim. Áhyggjur af fjárfestingum í fjöl- miðlum og lækkun húsnæðisverðs FJÁRFESTINGAR útlendinga í fjölmiðl- um virðast áhyggjuefni í Evrópu um þessar mundir. Tilefnið er einkum kaup kaupsýslu- mannsins Haim Saban á þýsku sjónvarps- stöðinni ProSiebenSat.1 á dögunum og yf- irlýsingar hans um frekari fjárfestingar í bresku sjónvarpsfyrirtæki. Þjóðverjar voru víst ekki par ánægðir með að fá Saban inn á markaðinn sem eiganda stærstu einkareknu sjónvarpsstöðvarinnar í Þýskalandi. Nú hafa Bretar áhyggjur af innrás Sabans á breskan fjölmiðlamarkað en Saban hefur lýst því yfir að hann ásælist stjórnvarpsveldið ITV þar í landi, að því er segir í umfjöllun Economist. Saban þessi er bandarísk-ísraelskur gyð- ingur, fæddur í Egyptalandi og uppalinn í Ísrael. Hans fyrstu afskipti af sjónvarps- markaði voru á níunda áratugnum þegar hann átti franskt fyrirtæki sem seldi stef fyr- ir sjónvarpsþætti. Saban er af fátæku fólki kominn en efnaðist gríðarlega á því að selja barnaþætti í bandarískt sjónvarp. Saban festi í sumar kaup á ProSiebenSat.1 sem er næststærsta sjónvarpsfyrirtæki í Þýskalandi. Í gær tóku samkeppnisyfivöld í Bretlandi taki ákvörðun um að fjölmiðlafyrirtækin Carlton og Granada fái að sameinast undir merkjum ITV. Þar með er orðið til veldi á breskum sjónvarpsmarkaði sem er í góðri að- stöðu til að keppa við ríkisrisann BBC. Saban er einn af mörgum sem hefur lýst áhuga á að kaupa sameinað fyrirtæki, ITV. Bretar eiga ekki að venjast því að aðrir en heimamenn haldi um stjórnartaumana á sjónvarpsstöðv- unum og virðast, samkvæmt Economist, ekki alveg vita hvernig þeir eiga að taka áhuga Sabans á fjölmiðlaveldinu. Helsta áhyggjuefnið er þó ekki það að Sab- an skuli vera útlendingur og fjármagnið inn á fjölmiðlamarkaðinn komi að utan. Ummæli Sabans á ljósvakaráðstefnu sem haldin var í Cambridge í Bretlandi í september síðastliðn- um gefa mönnum tilefni til að efast um að það sem vaki fyrir Saban sé það eitt að festa fé sitt í vænlegum kosti. Saban sló því fram að fréttaumfjöllun ríkissjónvarpsins BBC og Sky News, sem er í eigu auðjöfursins Ruperts Murdoch, um málefni Mið-Austurlanda væri „óþarflega hliðholl Aröbum“. Á sömu ráð- stefnu sagðist Saban hafa áhuga á að kaupa ITV. Líkt og gerist hérlendis krefjast breskar fréttastofur þess að vera sjálfstæðar frá eig- endum fjölmiðilsins sem þær starfa fyrir. Þótti fjölmiðlafólki í Bretlandi sem Saban væri að boða brot á þessari venju með um- mælunum á ráðstefnunni. Saban hefur reynt hvað hann getur að sannfæra markaðinn um að hann ætli sér ekki að hafa áhrif á frétta- flutning þeirra stjónvarpsstöðva sem tilheyra ITV-samsteypunni. En orðin lét hann falla og það verður ekki létt verk fyrir Saban að fá Breta til að trúa því að fyrirætlanir hans séu einungis tengdar viðskiptum, en ekki afskipt- um. ll SJÓNVARPSMARKAÐUR Eyrún Magnúsdóttir Fjölmiðlaskelfirinn Saban eyrun@mbl.is ÞAÐ sem fer upp hlýtur að koma aftur nið- ur, sagði í söngtexta bandarísku djass-rokk- sveitarinnar Blood, Sweat and Tears um árið. Þetta voru að sjálfsögðu engin ný sannindi þegar lag hljómsveitarinnar heyrðist hvað mest fyrir um þremur áratugum. Segja má hins vegar að þetta lögmál hafi komið skýrt fram á hlutabréfamörkuðum víða um heim á síðustu árum, sem margir hafa brennt sig á en einnig án efa lært af. En þetta á eðlilega einn- ig við um margt annað. Breska vikuritið Economist hefur notað svipað líkingamál og hljómsveitin gerði í söngtexta sínum í umfjöllun um húsnæðis- verð. Í blaðinu hefur a.m.k. tvisvar á þessu ári í umfjöllun um húsnæðisverð verið lagt út af þeim sannindum að því hærra sem klifið er, því meira verði fallið. Í maí síðastliðnum spáði blaðið því að verð á húsnæði myndi lækka um- talsvert víða í heiminum á komandi árum eftir þá miklu hækkun sem orðið hefur á umliðnum árum. Verðið myndi til að mynda lækka um 10% í Bandaríkjunum á næstu fjórum árum. Lækkunin myndi hins vegar verða enn meiri í löndum eins og Ástralíu, Bretlandi, Írlandi, Niðurlöndum og á Spáni, eða allt að 20–30%. Spár þessar taka mið af því hvað húsnæð- isverð er orðið miklu hærra en meðalverð á 25 ára tímabili í hverju landi fyrir sig, og að teknu tilliti til hinna margvíslegu breytilegu þátta sem áhrif hafa á slíkan samanburð. Frá því Economist spáði þessari miklu lækkun á húsnæðisverði síðastliðið vor hefur verðið haldið áfram að hækka, jafnt í þessum löndum sem og víða annars staðar og einnig hér á landi. Í nýlegri umfjöllun í blaðinu um þetta sama efni segir að þó spáin frá síðast- liðnu vori hafi ekki ræst enn sem komið er, sé ekki ástæða til að breyta henni. Afstaða blaðsins til þessa máls sé enn sú sama. Fallið á markaðinum verði hins vegar líklega enn meira eftir því sem lengra verði í að það fari að draga úr verðhækkunum á húsnæði. Economist segir að dregið hafi úr hækkun húsnæðisverðs milli ára í sumum löndum en öðrum ekki. Þetta eigi til að mynda við um Bandaríkin, Bretland og Niðurlönd. Spánn og sérstaklega Írland séu hins vegar dæmi um lönd þar sem húsnæðisverðið hækki með auknum hraða milli ára. Staðan hér hefur ekki verið ósvipuð því, með undantekningum. Íbúðarverð í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 67% frá ársbyrjun 1999 til ágúst- mánaðar á þessu ári. Verðið var mun stöð- ugra á næstu árum þar á undan og hækkaði til að mynda einungis um 12% frá ársbyrjun 1996 til 1999. Launaþróun hefur mikil áhrif á húsnæð- ismarkaðinn. Heildarlaun launþega sem og kaupmáttur launa hafa hækkað hér á landi á undanförnum árum, þegar á heildina er litið. Samkvæmt upplýsingum frá Kjararannsókn- arnefnd hækkuðu heildarlaun allra starfs- stétta frá fyrsta ársfjórðungi 1999 til annars ársfjórðungs þessa árs um rúm 30%. Þessi hækkun er um helmingur af hækkun íbúð- arverðsins, sem segir að sjálfsögðu að hærra hlutfall af launum fólks fer nú til að greiða af því húsnæði sem það festir kaup á en var áð- ur, þegar á heildina er litið. Líklegt er að íbúðarverð muni halda áfram að hækka hér á landi vegna aukins hagvaxtar á komandi árum. Verðið getur hins vegar að sjálfsögðu ekki hækkað endalaust umfram launin og því hlýtur að koma að því að það fari a.m.k. að draga úr hækkuninni hér á landi, og jafnvel að verðið taki að lækka, eins og Eco- nomist spáir að muni gerast annars staðar. ll HÚSNÆÐISVERÐ Grétar Júníus Guðmundsson Aðdráttaraflið virkar gretar@mbl.is U M SÍÐUSTU áramót lauk um- fangsmiklum breytingum á skipu- lagi Flugleiða. Öll starfsemi félags- ins hefur nú verið færð út í ellefu sjálfstæð dótturfyrirtæki og um næstu áramót bætist tólfta félagið við. Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, segir að Icelandair sé langstærst dótturfélaganna og það fyrirtækjanna sem helst drífur starfsemina áfram, en allt eru þetta stór fyr- irtæki á íslenskan mælikvarða og sjö þeirra eru meðal 100 stærstu fyrirtækja landsins. Eftir breytingarnar um síð- ustu áramót varð ekkert eftir í móðurfélaginu Flugleiðum nema eignin á flugvélunum, fasteignir og eignarhaldið á öll- um dótturfélögunum. „Hlutverk Flugleiða eftir þessar breytingar er ekki lengur rekstur heldur bæði stefnumót- un samstæðunnar og skipulag, setning arðsemismarkmiða, utanhald um eignir. Með þessu er dregið úr þeirri við- skiptalegu áhættu sem fylgir flugrekstri. Það er ef skakka- föll koma í millilandafluginu eins og gerðist í kjölfar 11. september 2001 þá eru hin dótturfélögin ákveðin vörn. Í dag koma um 55% af rekstrartekjum Flugleiða frá milli- landaflugi Icelandair og við teljum að það hlutfall muni lækka þó að heildarvelta Icelandair muni aukast. En þar skiptir miklu að okkur takist að auka arðsemi annarra dótt- urfélaga,“ segir Sigurður. Meiri snerpa Hann segir að þær umbreytingar á fyrirtækinu sem hófust fyrir nokkrum árum hafi skilað miklum árangri og aukið mjög fagmennsku í ferðaþjónustunni hér á landi. „Þessi breyting hefur haft í för með sér mun skarpari fókus hjá stjórnendum, sem aftur hefur skilað sér í vexti og bættri af- komu.“ Sigurður segir að skipting félagins í dótturfélög hafi fengið góðan hljómgrunn hjá flestum starfsmönnum og nú þegar skilað góðum árangri í rekstrinum. „Eftir besta ár- angur í sögu félagsins í fyrra við góð ytri skilyrði þurfti fé- lagið að fást við samdrátt á alþjóðamarkað í ákveðnum rekstrarþáttum í vor. Þá kom glöggt í ljós að skiptin fyr- irtækisins í dótturfélög gerir okkur færari um að bregðast við neikvæðri þróun af snerpu. Stór dótturfélög eins og Loftleiðir hafa þurft að taka á sig mikinn byrjunarkostnað og uppbyggingarstarf í hótelrekstrinum hefur kostað sitt. Hins vegar er ljóst að þessi kostnaður mun skila sér í mun betri afkomu síðar.“ Að sögn Sigurðar hefur starfsmönnum innan hvers fé- lags gengið mjög vel að vinna saman og hann sé sann- færður um að þetta hafi verið rétt ákvörðun að brjóta reksturinn niður í einingar. Yfirmenn hvers félags nái að einbeita sér betur að rekstri síns félags í stað þess að yf- irmenn Flugleiða séu með puttana í hverju verkefni. Sigurður segir upphafið að þessari breytingu sé að finna í þeirri ákvörðun Flugleiða frá árinu 1995 að skilgreina sig sem ferðaþjónustufyrirtæki í stað flugfélags. Á þeim tíma var félagið búið að endurnýja flugflotann og byggja hér upp leiðakerfi í millilandaflugi þar sem Ísland var skipti- stöð farþega á leið yfir Norður-Atlantshaf og fyrir vikið jókst ferðatíðni til og frá Íslandi hröðum skrefum. Þess vegna fjölgaði ferðamönnum hér meira en helmingi hraðar en í Evrópu. Félagið taldi því tímabært að koma af meiri þunga inn í íslenska ferðaþjónustu. „Um þessar mundir er mikið rætt um breytingar á íslenskum fyrirtækjum, en um- breytingar hafa verið helsta verkefni mitt sem forstjóra Flugleiða alla tíð. Öll fyrirtæki sem starfa á síbreytilegum mörkuðum þurfa stöðugt að breytast og þróast í takt við umhverfið. Flugleiðir í dag eru allt annað fyrirtæki en Flugleiðir fyrir 5 árum og nánast óþekkjanlegt frá þeim Flugleiðum sem störfuðu fyrir tíu árum. Það er líka alveg ljóst að á næstu fimm árum eiga eftir að eiga sér stað mikl- ar breytingar. Það er aldrei hægt að halla sér aftur í stóln- um og hugsa með sér að nú sé allt orðið harla gott, og nú sé komið að því að njóta afrakst- ursins af umbreytingum lið- inna ára. Þvert á móti eykst stöðugt hraði umbreyting- anna og það á sannarlega við um flugið og ferðaþjón- ustuna,“ segir Sigurður. Líkt við þjóðarflugfélög Hann bendir á örar breyting- ar á leiðakerfi Icelandair und- anfarin ár, sem byggjast á því að félagið hafi nú á að skipa sérfræðiþekkingu og upplýsingatækni sem geri kleift að meta árangur einstakra leiða nánast daglega. „Við höfum tekið út staði eins og Lúxemborg og Halifax. Gert miklar breytingar á ferðatíðni til fjölmargra staða, drógum úr framboði um 20% veturinn 2001/2002 með afar litlum fyr- irvara og bætum næsta sumar við flugi til 6 ákvörðunar- staða í Evrópu og Bandaríkjunum. Hraðinn í þessu er orð- inn mjög mikill. Flugvélar eru afar dýr tæki og mikilvægt að beita þeim á markaði sem standa undir fjárfestingunni. Rekstrarárangur Icelandair undanfarin tvö ár er til marks um árangurinn,“ segir Sigurður. Hann segir að á Íslandi sé Icelandair, dótturfélagi Flug- leiða, oft líkt við hefðbundin þjóðarflugfélögum í Evrópu, eins og SAS, KLM, British Airways, Lufthansa, Air France og fleiri. „En raunin er allt önnur. Það er eiginlega ekkert hefðbundið við Icelandair og fyrirtækið er gjörólíkt þessum félögum. Þau eru, eða koma öll úr ríkiseigu, og hafa fyrst og fremst haft það hlutverk að þjóna viðskiptalífi þjóða sinna. Við byggjum hinsvegar fyr þjóna almennum markaði fólks á leið í f vina og ættingja. Við byggjum líka á ar ævintýramanna sem sóttu sér verkef heim. Útrás er annað orð sem hefur v skiptalífinu að undanförnu en Loftleið fyrsta alvöru íslenska útrásarfyrirtækið dag sannkallað útrásarfyrirtæki þar s þegatekjum Icelandair koma af erlen einungis 25% frá okkar heimamarkaði, urfélög Flugleiða eru svo sannarlega þjónustufyrirtækin sem gera út á erlen lög á borð við Loftleiðir og Flugleiðir F þar sem skilur á milli Flugleiðasams hefðbundnu þjóðarflugfélaga, að hinn aður með tæplega 300 þúsund íbúa er a fyrir alþjóðlegan flugrekstur. Þess veg inn á alþj sækjum okk og þess veg okkur völl í um tengdu fluginu,“ se Fargjöld l Aðspurður samvinna A muni hafa landair, dót segist Sigu verði rekin lög að minnsta kosti til að byrja með en því að þau renni í eitt. „Við erum í samk Atlantshafið og einnig Air France. Við runi þessara tveggja flugfélaga muni ha ur Flugleiða en á þessum markaði ríkir má segja að hún verði æ harðari. Flugf ugt. Það eru engin ný sannindi. Nú ger hraðar en áður. Við sjáum líka að læ hvetja til ferðalaga og flugfarþegum fjö er stærsta atvinnugreinin í heiminum. É inn vöxt í ferðaþjónustu á Íslandi eða næstu 7 árum. Við stefnum að því að hé und ferðamenn árið 2010,“ segir Sigurðu Hann segir að leiðakerfi Icelandair grundvöllur starfsemi félagsins. „Þessi arkerfi sem við höfum byggt upp á henn skiptahugmynd félagsins. Við gerum Ís alþjóðlegu farþegaflugi milli Evrópu og Sigurður Helgason: Flugleiðir í dag eru allt Vaxt Flugleiðir hafa sett sér markmið um að tvöfalda fjölda erlen Félagið hefur farið í gegnum miklar breytingar í þrjátíu ára miðum og fást við sveiflur í alþjóðlegu rekstrarumhverfi. Sta stjórnun. Guðrún Hálfdánardóttir ræddi við Sigurð Helgas ....................................... K e f l a v í k u r f l u g v ö l l u r g æ t i o r ð i ð e i n m i k i l v æ g a s t a ú t - f l u t n i n g s h ö f n Í s l e n d i n g a f y r - i r s j á v a r a f u r ð i r e n þ a ð e r í v a x a n d i m æ l i v e r i ð a ð f l y t j a f i s k i n n f e r s k a n t i l ú t l a n d a . .......................................

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.