Morgunblaðið - 09.10.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.10.2003, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2003 B 5 NVIÐSKIPTI ATHAFNALÍF  rst og fremst á því að frí eða heimsóknir til rfleifð frumkvöðla og fni og viðskipti út í verið áberandi í við- ðir voru áreiðanlega ð og Flugleiðir eru í sem um 75% af far- ndum mörkuðum og Íslandi. Önnur dótt- í útrás, bæði ferða- nda ferðamenn og fé- Frakt. Það er einmitt tæðunnar og hinna smái íslenski mark- afar veikur grunnur gna höfum við ráðist óðlega markaði og kur viðskipti þangað gna höfum við haslað í fleiri atvinnugrein- um alþjóðaáætlunar- egir Sigurður. lækka stöðugt hvort samruni eða Air France og KLM áhrif á rekstur Ice- tturfélags Flugleiða, urður telja að félögin sem tvö aðskilin fé- síðan megi búast við keppni við KLM yfir sjáum ekki að sam- afa bein áhrif á rekst- r hörð samkeppni og fargjöld lækka stöð- rist þetta hins vegar ækkandi flugfargjöld ölgar. Ferðaþjónusta Ég sé fyrir mér mik- a allt að tvöföldun á ér verði um 600 þús- ur. í millilandaflugi sé i útrás, og það leið- ni, er grundvallarvið- sland að skiptistöð í g Bandaríkjanna. Við náum í lítið brot af þeim tugum þúsunda farþega sem dag- lega fara á milli þessara meginlanda. Með þessum farþegum náum við upp tíðni og fjölda áfangastaða sem setti Ísland í alfaraleið og gerir það að verkum að unnt var að hefja hér sókn í ferðaþjónustu. En ekkert af þessu gerist af sjálfu sér. Ef við myndum slaka á í markaðs- og sölustarfinu á erlend- um mörkuðum, draga úr tíðninni og fækka áfangastöðunum þá yrði hér hrun í ferðaþjónustunni. Það er nánast engin sjálfvirk spurn eftir Íslandsferðum úti í heimi. Það þarf ótrúlega mikla elju og útsjónarsemi og mikla þekkingu til þess að ná í farþegana. En þarna liggja líka tækifærin – í útrásinni. Við höfum tvöfaldað þann fjölda ferðamanna sem hingað kemur á inn- an við áratug og þeir eru nú komnir yfir 300 þúsund á ári. Þessi fjölgun hefur gert ferðaþjónustuna að alvöru atvinnu- grein á Íslandi. En 300 þúsund er varla mælanlegt brot af öllu því fólki sem ferðast um heiminn. Við ætlum okkur að ná langtum fleirum. Það tekur tíma og er ekki auðvelt, en við erum stöðugt að bæta við okkur reynslu og þekkingu og höf- um á að skipa miklu hæfileikafólki. Við höfum breytt fyr- irtækinu og brotið það upp í þeim tilgangi að takast á við þetta verkefni með hagkvæmum og arðsömum hætti,“ segir Sigurður. Tónlistarhús mikilvægt Auk þeirrar uppbyggingar sem Flugleiðir hafa staðið fyrir í flugrekstri og ferðaþjónustu á liðnum árum hafa fjölmargir aðrir aðilar lagt hönd á plóginn, að sögn Sigurðar. „Mik- ilvægasta verkefnið sem nú er í uppsiglingu er bygging tón- listar- og ráðstefnumiðstöðvar í Reykjavík ásamt og með fyrsta flokks hóteli í tengslum við það. Þetta mun gerbreyta ásýnd Reykjavíkur og opna leið inná stærri markað. Það má segja að fyrsta skrefið hafi verið stigið með uppbyggingu Nordica hótelsins á þessu ári, þar sem óvenju mikið var lagt í alla aðstöðu og aðbúnað til að höfða til þeirra sem vilja fyrsta flokks ráðstefnuaðstöðu. Við segjum stundum að Nordica sé fyrsta alþjóðlega ráðstefnuhótelið í Reykjavík. Nýja tónlistar- og ráðstefnumiðstöðin mun síðan bæta við algerlega nýjum kafla í þessa sögu.“ Hvað með hvalveiðar Íslendinga? „Það þarf ekki að koma neinum á óvart að við höfum áhyggjur af hvalveiðum Íslendinga. Aðgerðir alþjóðlegra hvalverndunarsamtaka hafa gjarnan beinst gegn ferðaþjón- ustufyrirtækjum og það er mikilvægt að hafa í huga að ís- lensk ferðaþjónusta byggist á ímynd óspilltrar náttúru og höfðar til fólks sem hefur áhuga á náttúrunni. Við þurfum að gæta okkar að fórna ekki meiri hagsmunum fyrir minni.“ Markmiðið 20 vélar Í vetur verða dótturfélög Flugleiða með 16 þotur í flug- rekstri á leiðum til og frá Íslandi og í alþjóðlegu leiguflugi og fraktflugi. en markmiðið er að komast upp í 20 vélar sem er hagkvæm stærð að sögn Sigurðar. Hann segir félagið sífellt leita nýrra leiða til að fjölga ferðamönnum til Íslands og ein þeirra sé að fjölga áfangastöðunum um sex næsta sumar. „Við eigum von á því að útlendum ferðamönnum muni fjölga verulega til Íslands við það. Eitt af því sem gerir það að verkum að við getum bætt við áfangastöðum og um leið fjölgað ferðamönnum til Íslands er sú aukning sem orðið hefur á hótelrými á höfuðborgarsvæðinu því það hefur oft verið flöskuhálsinn í að fá fólk til að sækja Ísland heim, það hafi einfaldlega ekki verið nægt gistirými fyrir alla þá sem höfðu hug á að koma hingað til lands.“ Hann segir að þrátt fyrir að félagið sjái mikinn vöxt í að flytja fleiri farþega til Íslands þá sé einn helsti vaxtarbrodd- urinn leiguflugsverkefni á vegum Loftleiða. „Uppbygging Loftleiða hefur gengið hægt en teljum að þar verði breyting á. Í dag eru sjö þotur með íslensk- um áhöfnum í verkefnum fyrir félagið víða um heim. Má þar nefna verkefni í Portúgal þar sem flogið er með farþega í or- lofsferðir til Brasilíu, Kúbu og Dóminikanska lýðveldisins. Þá eru verkefni í Kólumbíu, Bandaríkjunum og á fleiri stöð- um.“ Tap af Loftleiðum Á fyrstu sex mánuðum ársins var tap af rekstri Loftleiða en útlit fyrir að á síðari hluta árs- ins verði hagnaður af rekstrinum en niðurstaða ársins í heild sé tap. Aftur á móti geri áætlanir félagsins ráð fyrir því að Loftleiðir verði rekið með hagnaði á næsta ári. Nú í haust hafa Loftleiðir flogið leiguflug frá Japan til Ís- lands. Segir forstjóri Flugleiða að á næsta ári sé búist við frekari fjölgun japanskra ferðamanna og stefnt að tíu ferð- um á næsta ári. Í áætlunarflugi Icelandair fer markaðsstarfið erlendis að- allega fram í gegnum skrifstofur félagsins erlendis og salan í vaxandi mæli í gegnum Netið, segir Sigurður. „Þetta er breyting frá þeim tíma sem við seldum mest í gegnum ferða- skrifstofur erlendis þar sem við greiddum allt að 10% um- boðslaun. Nú greiðum við ekki lengur umboðslaun í Banda- ríkjunum og í Skandinavíu og þau eru tiltölulega lág annars staðar. Netið hefur skipt sköpum hjá okkur og um helm- ingur sölu okkar á Íslandi fer í gegnum Netið. Annar þáttur í þróun sölukerfis Flugleiðasamstæðunnar eru ferðaheild- sölur sem fyrirtækið á og rekur í mörgum löndum Evrópu. Þær selja fyrst og fremst pakkaferðir til Íslands. Starfsemi þeirra verður sameinuð undir einu fyrirtæki, Íslandsferðum ehf., um áramót og það verður tólfta dótturfyrirtæki Flug- leiða. Við væntum okkur mikils af starfsemi Íslandsferða í sókn á alþjóðlegan ferðamannamarkað. Við höfum séð gríð- arlega fjölgun ferðamanna frá útlöndum yfir vetrarmán- uðina og hefur helsta aukningin síðustu fimm árin verið á tímum sem voru illa nýttir áður,“ að sögn Sigurðar. Mikill viðsnúningur hefur orðið á rekstri Flugfélags Ís- lands en ekki eru nema tvö ár síðan forráðamenn Flugleiða veltu því fyrir sér hvort réttast væri að fara alfarið útúr inn- anlandsflugi. Farið var í aðgerðir til að rétta reksturinn af, félagið var endurskipulagt fjárhagslega, flugleiðum fækkað og dregið úr tíðni. Þetta hefur skilað árangri og er nú verið að fjölga ferðum á staði eins og Egilsstaði. Sigurður segir að vegna framkvæmdanna á Austurlandi hafi ferðum þangað verið fjölgað og nýtingin hafi einnig batnað. Eins sé verið að koma á laggirnar beinu flugi milli Egilsstaða, Akureyrar og Keflavíkurflugvallar . Útflutningshöfnin í flugi Afkoma Flugleiða Fraktar hefur farið batnandi á þessu ári eftir erfitt rekstrarár í fyrra. Að sögn Sigurðar er fyrirsjá- anlegur vöxtur í fraktflugi, einkum í flutningi á ferskum fiski frá Íslandi. Nú er verið að taka í notkun nýja fraktvél og verður þá beint fraktflug til Boston til viðbótar þeim 10 tonnum sem hingað til hafa verið flutt þangað daglega í far- þegafluginu. „Keflavíkurflugvöllur gæti orðið ein mikilvæg- asta útflutningshöfn Íslendinga fyrir sjávarafurðir en það er í vaxandi mæli verið að flytja fiskinn ferskan til útlanda. Nú er laxinn að koma til viðbótar sem og bleikjan. Ég tel að við eigum möguleika á alþjóðlegum fraktmarkaði sem kannski tengist Íslandi ekki neitt nema sem miðstöð. Í hverri viku flytjum við 20 tonn af lifandi humri frá Halifax í Kanada til Liege í Belgíu sem síðan er seldur í Belgíu og Frakklandi. Erum að gera svipaða hluti í fraktinni og við höfum gert í millilandafluginu. Ísland sem miðstöð flutninga milli meg- inlands Evrópu og Ameríku.“ Kostnaður lækkaður á einingu Sigurður segir að vegna þess að Flugleiðir hafi leitað út fyrir landsteinana sé félagið að sjálfsögðu háð duttlungum heims- markaða og heimsástandsins. „Við fundum til dæmis mjög harkalega fyrir bæði stríðinu í Írak og HABL lungnabólgu- faraldrinum í vetur og vor. Ég held að fá önnur íslensk fyr- irtæki hafi fundið fyrir því með ámóta hætti. Þróunin í al- þjóðafluginu hefur um árabil öll beinst að því að lækka verð. Fargjöldin lækka og fleiri og fleiri ferðast. Þetta er vaxtargrein og við höfum verið að vaxa hraðar en aðrir í þessum heimshluta. Við ætlum okkur að lækka kostn- að Icelandair um 1,5 milljarða á einu ári, það er fram til loka júní á næsta ári. Eina leiðin til að ná þeim árangri er að lækka kostnað við að framleiða hvert fljúgandi farþegasæti hraðar en sem nemur verðlækkunum. Við erum ekki að sjá miklar breytingar á sjálfri flugtækninni og kostnaður við flugið, þ.e. flugvélakostnaðurinn og eldsneytið, breytist lítið. Það er á öðrum sviðum sem við verðum að ná árangri – í sölutækninni t.d. með Netinu, í farþegaþjónustunni og í bók- haldi og fjárreiðum þar sem tæknibreytingar eru örar. Kostnaður okkar er langtum lægri en hefðbundnu evrópsku þjóðarflugfélaganna og liggur nálægt því sem gengur og gerist hjá lággjaldafélögunum,“ segir Sigurður. „Ásamt því að ná niður kostnaði hefur aukinn sveigjan- leiki verið eitt helsta markmið okkar undanfarin ár. Eins og áður sagði erum við háð þeim kröftum sem alheimsmark- aðurinn lýtur. Breytingar á eldsneytisverði, vöxtum og gengi, og svo eftirspurnin sem m.a. hreyfist eftir heims- pólitíkinni – allt eru þetta kraftar sem við höfum engin áhrif á, en geta breytt afkomunni hjá okkur til hins betra eða verra. Til að takast á við þessar sveiflur verður því fyr- irtækið að vera straumlínulagað og sveigjanlegt. Skiptingin upp í sjálfstæð fyrirtæki hjálpar til við þetta, það gerir okkur mun snarari í snúningum en áður var. Við sáum eftir 11. september hversu miklu máli þetta skipt- ir, og það sýndi okkur líka hversu langt við höfum náð í samanburði við flugfélögin í kring. Við vorum fljót að bregðast við og ná rekstrinum á gott skrið, mörg flugfélög eru enn í rúst og munu aldrei ná sér án stórkostlegrar rík- isaðstoðar. En þessar sveiflur þýða að þetta er og verður áhættusamur rekstur,“ segir Sig- urður. Vanir samkeppni Spurður um samkeppni og niðurstöðu áfrýjunarnefndar Samkeppnismála segir Sigurður að Flugleiðir kunni ekki annað en vera í harðri samkeppni. „Flugið til og frá landinu er öllum opið og frjálst, og síðastliðið sumar flugu hingað að minnsta kosti 9 erlend flugfélög í reglubundnu farþegaflugi og sum þeirra eru langtum stærri en Icelandair. Það kemur sumum á óvart. Hér á íslenska markaðinum erum við stærsti aðilinn en víðast hvar erlendis erum við lítið fyrirtæki á heimamarkaði risanna. Við erum vön því að þurfa að hafa fyrir hlutunum, að berjast fyrir því að ná árangri í harðri samkeppni. Við kunnum ekki annað og gefum ekkert eftir, enda er margur knár þótt hann sé smár,“ segir Sigurður Helgason. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson t annað fyrirtæki en Flugleiðir fyrir 5 árum og nánast óþekkjanlegt frá þeim Flugleiðum sem störfuðu fyrir tíu árum. tartækifæri víða ndra ferðamanna á Íslandi á næstu 7 árum og gera Keflavíkurflugvöll að einni mikilvægustu fiskútflutningshöfn Íslands. a sögu sinni og um síðustu áramót var öll starfsemi þess flutt í sjálfstæð dótturfyrirtæki til að styrkja sókn að nýjum mark- arfsmenn samstæðunnar eru nú á þriðja þúsund, en hjá móðurfélaginu Flugleiðum starfa 5 manns við stefnumörkun og son, forstjóra Flugleiða, um þær breytingar sem eiga sér stað í flugrekstri hér á landi sem og annars staðar. ....................................... Í d a g k o m a u m 5 5 % a f r e k s t r - a r t e k j u m F l u g l e i ð a f r á m i l l i - l a n d a f l u g i I c e l a n d a i r o g v i ð t e l j u m a ð þ a ð h l u t f a l l m u n i l æ k k a þ ó a ð h e i l d a r v e l t a I c e - l a n d a i r m u n i a u k a s t . ....................................... guna@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.