Morgunblaðið - 09.10.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.10.2003, Blaðsíða 6
6 B FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ NVIÐSKIPTI Í JANÚAR á næsta ári verða liðin 90 ár frá stofnun Hf. Eimskipafélags Íslands, en stofnfundur félagsins var haldinn 17. og 22. janúar 1914. Félagið fékk strax í upphafi við- urnefnið óskabarn þjóðarinnar, en til þess tíma er fyrsta skip félagsins, Gullfoss, kom til landsins í apríl árið eftir, höfðu siglingar til og frá Íslandi að mestu verið í höndum erlendra þjóða. Í bókinni Eimskip frá upphafi til nútíma eftir Guðmund Magnússon sagnfræðing sem stjórn Eimskipa- félagsins átti frumkvæði að væri sam- in, og gefin var út á árinu 1998, segir að félagið hafi átt þátt í að auka efna- lega hagsæld hér á landi. Hjól versl- unar og viðskipta hafi í kjölfarið farið að snúast örar en fyrr. Samstaðan og eindrægnin um stofnun félagsins hafi gefið landsmönnum von um bjartari framtíð og aukið sjálfstraust. Höf- undur bókarinnar segir einnig að Eimskipafélagið hafi ekki haft minni þýðingu fyrir Íslendinga með óbein- um hætti en beinum. Líta megi á stofnun félagsins sem eins konar yf- irlýsingu þjóðarinnar um að hún ætl- aði að taka samgöngur og flutninga til og frá landinu í eigin hendur og vera ekki upp á aðrar þjóðir komin. Stofn- un félagsins hafi því verið liður í sjálf- stæðisbaráttu þjóðarinnar. Eimskipafélagið var stofnað sem þjóðþrifafélag. Þetta þýddi að því var ætlað að gera gagn en ekki skapa eig- endum sínum sérstakan fjárhagsleg- an gróða. Vegna þessa fékk félagið oftast framlög úr ríkissjóði á fyrstu áratugunum, þegar endar náðu ekki saman í rekstrinum, sem og skattfríð- indi. Félagið afsalaði sér skattfríðind- unum árið 1956. Hugmynd sem lá í loftinu Frumkvæðið að stofnun Eimskipa- félagsins áttu nokkrir athafna- og kaupsýslumenn í Reykjavík. Í árslok 1912 ræddi Sveinn Björnsson, fyrsti forseti lýðveldisins, sem þá var yfir- dómari í Reykjavík, þá hugmynd við nokkra áhrifa- og athafnamenn að stofna íslenskt skipafélag. Á meðal þeirra sem hann ræddi við voru Björn Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, og kaupmennirnir Ludvig Kaaber, Garðar Gíslason og Thor Jensen. Fimmmenningarnir voru þó ekki einir um að velta fyrir sér stofnun innlends skipafélags á þessum árum. Segir Guðmundur Magnússon í bók sinni um Eimskipafélagið að hug- myndin hafi legið í loftinu á þessum tíma og átt víðtækan hljómgrunn og margir hafi hvatt til að stofnunar ís- lensks skipafélags. Hluthafar í Eimskipafélaginu voru um 7 þúsund talsins þegar það var stofnað á árinu 1914. Að lokinni hluta- fjársöfnun á árinu 1917 voru hluthaf- arnir orðnir tæplega 15 þúsund, sem svaraði til þess að tæplega 16% þjóð- arinnar hafi átt hlutabréf í félaginu. Landssjóður, þ.e. ríkið, tók þátt í stofnun félagsins og keypti 100 þús- und króna hlut í því á árinu 1914, en heildarhlutaféð eftir hlutafjársöfn- unina árið 1917 var um 1.680 þúsund krónur. Um frekari hlutafjárkaup ríkisins varð ekki. Í fyrstu stjórn Eimskipafélagsins voru: Sveinn Björnsson, sem var for- maður stjórnarinnar á fyrstu árun- um, Eggert Claessen, yfirdómslög- maður, Garðar Gíslason, kaupmaður, Halldór Daníelsson, yfirdómari, en hann var fulltrúi Vestur-Íslendinga í stjórninni, Jón Gunnarsson, sam- ábyrgðarstjóri, sem var einnig fulltrúi Vestur-Íslendinga, Olgeir Friðgeirsson, kaupmaður og sam- gönguráðunautur stjórnvalda, en hann var fulltrúi landsstjórnarinnar, og Ólafur Johnson, kaupmaður. Athygli vakti í kjölfar kjörs stjórn- ar Eimskipafélagsins, að Thor Jen- sen, sem hafði verið formaður bráða- birgðastjórnar félagsins er vann að undirbúningi stofnunar þess, náði ekki kjöri í stjórnina. Í endurminn- ingum sínum, sem Valtýr Stefánsson ritaði um miðja síðustu öld, er haft eftir Thor að miklir flokkadrættir hafi orðið í tengslum við félagsstofn- unina og mikill áróður hafinn um stjórnarkosninguna. Því nær sem dregið hafi að aðalfundurinn var haldinn, þeim mun meira hafi hert á áróðrinum. Thor var einn af stærstu hluthöf- unum Eimskipafélagsins í byrjun, en hann keypti 10 þúsund króna hlut í félaginu. Hann gaf þó fljótlega um tvo þriðju hlutafjárins til styrktar fátæk- um sjúklingum á Vífilsstaðahæli. Emil Nielsen skipstjóri var fyrsti framkvæmdastjóri Eimskipafélags- ins, en hann var ráðinn til starfa eftir stofnfund félagsins. Hann var dansk- ur og hafði siglt lengi milli Íslands og Danmerkur áður en hann réðst til starfa hjá Eimskipafélaginu. Félagið kaupir eigin bréf Á árinu 1937 lét stjórn Eimskipa- félagsins taka saman skrá um hluta- fjáreign í félaginu. Ásakanir höfðu þá verið á kreiki um að félagið væri að komast á hendur fárra manna. Kom þá í ljós að fimmtán stærstu hluthaf- arnir í félaginu áttu um 15,5% af öllu hlutafénu, sem var svipað hlutfall og í upphafi. Ríkissjóður átti mest, eða tæp 6%, og Útvegsbanki Íslands næst mest, um 1,6%. Stærsti hlutur einstaklings var um 0,9% sem var í eigu Christians Havsteen í Dan- mörku, en hann var sonur fyrrum kaupstjóra Gránufélagsins. Sigurjón Jónsson, bankaútibússtjóri á Ísafirði átti stærstan hlut íslenskra einstak- linga, tæp 0,8%. Árið 1945 var aftur gerð skrá um hluthafana, en það var skilyrði sem Alþingi setti fyrir sam- þykki á endurnýjun á skattfríðindum Eimskipafélagsins. Þá hafði hlutur fimmtán stærstu hluthafanna aukist og var orðinn um 20% hlutafjárins. Sem fyrr átti ríkissjóður stærstan hlut í félaginu en hlutur einstaklinga hér á landi hafði hins vegar aukist. Þorsteinn Sv. Kjarval, bóndi og út- vegsmaður, hafði eignast tæplega 2,4% í félaginu, sem var þá stærsti hlutur einstaklings. Í byrjun sjötta áratugarins voru nokkur eigendaskipti á hlutabréfum í Eimskipafélaginu. Samband ís- lenskra samvinnufélaga jók á þessum tíma til að mynda nokkuð hlut sinn í félaginu. Í tengslum við aukinn áhuga Sambandsins til áhrifa í Eimskipa- félaginu keypti félagið sjálft talsvert af hlutabréfum af hluthöfum. Á árinu 1952 átti Eimskipafélagið fjórða stærsta hlutinn í félaginu, á eftir rík- issjóði, Þorsteini Sv. Kjarval og Út- vegsbankanum. Á árinu 1969 átti Eimskipafélagið sjálft stærstan hlut í félaginu, rúm 14% af heildarhlutafénu. Ríkissjóður var næststærstur með rúm 5% og Háskólasjóður Eimskipafélagsins átti tæp 4%. Fimmtán stærstu hlut- hafarnir áttu á þessum tíma um 31% og munar þar mest um eigin hlut fé- lagsins og hlut Háskólasjóðsins, sem var stofnaður árið 1964. Hlutur stærstu hluthafa eykst Umtalsverðar breytingar höfðu orðið á eignarhaldi stærstu hluthafa í Eim- skipafélaginu er komið var fram á ár- ið 1982. Sameinaðir verktakar hf. á Keflavíkurflugvelli og Halldór H. Jónsson, formaður stjórnar þess fé- lags, voru komnir í hóp stærstu hlut- hafa, en Halldór var á þessum tíma einnig stjórnarformaður Eimskipa- félagsins. Ingvar Vilhjálmsson út- gerðarmaður, Sjóvátryggingafélagið og Lífeyrissjóður verslunarmanna voru einnig nýir meðal stærstu hlut- hafa. Guðmundur Magnússon segir í bók sinni um sögu Eimskipaféalgsins að mest hafi kveðið að kaupum þess- ara nýju hluthafa í félaginu á árinu 1971. Eimskipafélagið átti sem fyrr stærstan hlut í félaginu á árinu 1982, eða tæp 8%. Ríkissjóður kom næstur með rúm 5% og Háskólasjóðurinn með um 5%. Næstir þar á eftur komu Sameinaðir verktakar með um 1,9%, Þórormstungubúið með 1,8%, Ingvar Vilhjálmsson og Halldór H. Jónsson með 1,7% hvor, og Lífeyrissjóður verslunarmanna, Lífeyrissjóður Eimskipafélagsins og Sjóvátrygg- ingafélag Íslands, sem hvert fyrir sig átti 1,6%. Fimmtán stærstu hluthafar í Eim- skipafélaginu áttu samtals 35% af heildarhlutafé félagsins í desember 1982. Ríkið selur Sjóvá hlut sinn Á árinu 1985 seldi ríkið Sjóvátrygg- ingarfélagi Íslands allt hlutafé sitt í Eimskipafélaginu, sem var eins og verið hafði um nokkurt skeið um 5% af heildarhlutafénu. Ríkið hafði lýst áhuga á að selja hlut sinn árið áður en m.a. hafnað tilboði frá stjórnendum félagsins. Kom ákvörðunin um söluna almennt nokkuð á óvart. Trygginga- félagið átti fyrir um 1% hlut í Eim- skipafélaginu og varð meðal stærstu hluthafa eftir þessi kaup. Í desember þetta sama ár var skipafélagið Haf- skip tekið til gjaldþrotaskipta. Í mars 1990 var hlutahafaskrá í fyrsta skipti birt opinberalega hér á landi, en þá var birt í viðskiptablaði Morgunblaðsins skrá yfir stærustu hluthafa Eimskipafélagsins. Var hlutur fimmtán stærstu hluhafanna þá kominn upp í 36% af heildarhluta- fénu. Sjóvá-Almennar tryggingar, sem hafði orðið til við sameiningu Sjóvátryggingafélagsins og Al- mennra trygginga, var þá stærsti hluthafinn með um 11% hlutafjárins. Háskólasjóður Eimskipafélagsins átti þá um 5%, Lífeyrissjóður versl- unarmanna 3,1%, Halldór H. Jónsson 2,6%, Sameinaðir verktakar 2,1%, Indriði Pálsson 1,8%, Lífeyrissjóður Eimskipafélagsins 1,4%, Margrét Garðarsdóttir, eiginkona Halldórs H. Jónssonar, 1,4% og Ingvar Vilhjálms- son sf. 1,4%. Landsbankinn ráðandi Breytingar á eignarhaldi á hlutabréf- um í Eimskipafélaginu voru ekki stórvægilegar fram til þessa árs, þó nokkur barátta hafi verið um bréfin á köflum. Segir Guðmundur Magnús- son í bók sinni um sögu félagsins að svo virðist sem í upphafi hafi flest bréf skipt um eigendur fyrir kaup, en síðan fyrir arftöku. Mestu breyting- arnar áttu sér stað um það leyti er Sambandið ásældist bréf félagsins í upphafi sjötta áratugarins, þegar ný- ir eigendur komu inn í upphafi átt- unda áratugarins og þegar ríkið seldi Sjóvátryggingafélaginu hlut sinn á miðjum níunda áratugnum. Þessar breytingar á eignarhaldi á hlutabréfum í Eimskipafélaginu voru litlar í samanburði við þær breyting- ar sem ákveðnar voru á fundi í Landsbanka Íslands aðfaranótt 19. september síðastliðinn. Þá gengu Landsbankinn, Íslandsbanki, Fjár- festingarfélagið Straumur, Samson Global Holdings, Sjóvá-Almennar tryggingar, Burðarás og Otec Invest- ment frá samkomulagi um verðbréfa- viðskipti, sem fól í sér að Landsbank- inn og tengdir aðilar eignuðust ráðandi hlut í Eimskipafélaginu. Fyr- ir þetta samkomulag var Fjárfesting- arfélagið Straumur stærsti einstaki hluthafinn í Eimskipafélaginu með um 15% eignarhlut og Sjóvá-Almenn- ar tryggingar með um 11%. Eignar- hlutur fimmtán stærstu hluthafanna var um 65% af heildarhlutafé félags- ins en heildarfjöldi hluthafa var um 17.400. Eftir samkomulagið hverfa bæði Straumur og Sjóvá-Almennar trygg- ingar úr hópi hluthafa. Landsbankinn og tengdir aðilar, sem eru Samson og Tryggingamiðstöðin, fara hins vegar eftir samkomulagið með rúmlega 27% hlut í Eimskipafélaginu. Burðar- ás, stærsti einstaki hluthafinn, á rúm- lega 21% hlut, en þar sem það félag er að fullu í eigu Eimskipafélagsins hef- ur þessi eign ekki vægi á hluthafa- fundi félagsins. Að teknu tilliti til þess fara Landsbankinn og tengdir aðilar því með um 35% hlut í Eimskipa- félaginu og eru þar með ráðandi og kjölfestufjárfestir. Meiri verðmæti í einingunum Í Eimskipafélaginu er þríþættur rekstur í jafnmörgum dótturfélögum, sem er að hluta til óskyldur. Eimskip ehf. er í flutningastarfsemi, Brim ehf. er á sviði sjávarútvegs og Burðarás fjárfestir og annast eignarhald hluta- bréfa. Halldór J. Kristjánsson, banka- stjóri Landsbankans, sagði í samtali við Morgunblaðið eftir hlutabréfavið- skiptin í síðasta mánuði, að Lands- bankinn og Burðarás muni koma til með að hafa varanleg tengsl, en báðir séu í sama þætti viðskipta. Bankinn verði hins vegar inni í hinum tveimur félögunum, Eimskip og Brimi, sem umbreytingaraðili. Sigurjón Þ. Árnason, bankasjóri Landsbankans, sagði að bankinn haldi að það séu meiri verðmæti í hverri einingu dótturfélaga Eim- skipafélagsins en í þeim öllum saman. Ekki sé þó tímabært að ræða út- færslu á framtíð Eimskipafélagsins þar sem slíkt eigi eftir að skoða. Ljóst er að ýmsir hafa sýnt fyrir- tækjum innan Eimskipafélagsins áhuga. Hvað verður í þeim efnum á eftir að koma í ljós. Mestu breytingar nokkru sinni Ný stjórn Hf. Eimskipafélags Íslands verð- ur kjörin á hluthafafundi félagsins í dag. Ef tillaga ráðandi hluthafa verður samþykkt verður skipt um alla stjórnarmenn, en það hefur aldrei gerst áður í tæplega níu ára- tuga sögu félagsins. Grétar Júníus Guð- mundsson skoðaði hverjir hafa haldið um stjórnvölinn í Eimskipafélaginu til þessa.   # + " '8'29'8.5   # + " '8.29'8.1 0 :- ;" '8.59'8.2   <   '8.19'8=5 )   #   %" '8=59'8=2  #  > " '8=29'842 #   % ?  " .553@ #   %  " '8889.553 A  0" '88.9'888 ) )- ? " '8429'88.  !   '8'29'835 >  /   " '8359'81. ; B+ '81.9'848 )+     " '8489.55. A    " .55.@ %&' &( #  ) *+#*           * #  % ,    #  -.-/    Sveinn Björnsson Pétur A. Ólafsson Eggert Claessen Hallgrímur Benediktsson Einar Baldvin Guðmundsson Halldór H. Jónsson Indriði Pálsson gretar@mbl.is Benedikt Jóhannesson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.