Morgunblaðið - 09.10.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.10.2003, Blaðsíða 2
2 C FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ NÚR VERINU NÚ ER verið að ganga frá sölu á netabátnum Óla á Stað frá Staðarvík í Grindavík til Saltvers í Reykja- nesbæ. Bátnum fylga ígildi um 300 tonna af þorski. Báturinn hefur lagt upp þorskafla sinn til vinnslu hjá Stakkavík í Grindavík, en annar fisk- ur hefur farið á markað. Nú mun hann stunda netaveiðar fyrir Saltver og leggja þar upp. Gunnlaugur Ævarsson, skipstjóri á Óla á Stað og einn eigenda bátsins, segir að það sé fyrst og fremst hringlandaháttur í fiskveiðistjórnun, sem hafi gert það að verkum að þeir hafi ákveðið að selja bátinn. „Þessi hringlandaháttur hefur hreinlega kippt fótunum undan út- gerðinni. Við keyptum bátinn kvóta- lítinn til að byrja með en ákváðum síðan að fara að byggja upp og keyptum kvóta í fyrra. Síðan hefur margt breytzt. Það er búið að ákveða að minnka möskvann í netunum, sem þýðir smærri og verðminni fisk. Það er verið að tala um að auka veiði- skylduna, sem þýðir að minna fram- boð verður á leigumarkaðnum, sem við höfum treyst verulega á. Það er verið að tala um að línuívilnunin muni verða á kostnað aflamarksbát- anna, sem rýrir þá auðvitað okkar hlut. Að öllu þessu athuguðu töldum við okkur ekki eiga annarra kosta völ en selja,“ segir Gunnlaugur Ævars- son. „Óli á Stað er góður netabátur, sem getur sótt lengra og er stærri en Erling, sem nú verður til sölu. Þessi kaup styrkja því hráefnisöflun hjá okkur,“ segir Þorsteinn Erlingsson, framkvæmdastjóri Saltvers. Saltver lagði á sínum tíma áherzlu á rækjuveiðar. „Það er ekkeri vit í því að vera í rækjunni um þessar mundir. Það hefur ekki veiðzt rækja lengi við Eldey, í Kolluál eða Jök- uldýpinu og meðan svo er höldum við að okkur höndunum í stað þess að flengjast um allan sjó eftir henni. Við verðum hins vegar tilbúnir til veiða og vinnslu, þegar hún gefur sig aftur á þessum slóðum. Við höfum því snúið okkur að bol- fiskinum og söltum hann, en auk þess frystum við loðnu og loðnu- hrogn á veturna. Við gerum ráð fyrir því að gera Óla á Stað út um það bil hálft árið í einu, frá nóvember til maí. Meiri er kvótinn ekki en við verðum með ríflega 1.500 þorskígild- istonn eftir þessi kaup. Þessi kvóti nægir því miður heldur ekki fyrir út- gerð línubáts, en hún er freistandi um þessar mundir vegna þess hve auðvelt er að losna við fiskinn,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn segir ennfremur að for- sendur fyrir þessum kaupum séu farsæl og góð viðskipti við Lands- bankann, sem hafi boðið góð lána- kjör vegna þeirra. Saltver í Reykjanesbæ er nú að kaupa netabátinn Óla á Stað. Óli á Stað seldur K OLMUNNINN, oft nefndur litli bróðir þorsksins, er afbragðs matfiskur og ekkert síðri en bæði þorskur og ýsa. Það vita þeir sem til þekkja. Þeir eru þó ekki margir. Þó að kolmunna- veiðar okkar Íslendinga hafi farið stigvaxandi á undanförnum árum, og aldrei verið meiri en einmitt nú, hefur kol- munnaaflinn farið nánast allur til mjöl- og lýs- isframleiðslu. Þó eru ýmsar þekktar leiðir til að vinna kolmunnann til manneldis. Ýmislegt hefur þó valdið því að ekki hefur verið ráðist í slíka vinnslu hér á landi. Kolmunnaveiðar Íslendinga hófust ekki að marki fyrr en árið 1997 en þá veiddu íslensk skip samtals um 10.500 tonn. Reyndar var talsvert veitt af kolmunna í lok 8. áratugarins, mestur varð aflinn árið 1978 eða tæp 35 þúsund tonn. Þá voru jafnframt gerðar tilraunir til manneld- isvinnslu á kolmunna, sem byggðust einkum á skreiðarvinnslu, flakavinnslu og marnings- vinnslu. Kolmunnaaflinn hefur aukist jafnt og þétt frá árinu 1997 eða eftir að veiðarnar hófust á ný eft- ir nokkurra ára hlé. Árið 1998 varð aflinn um 65 þúsund tonn, árið 1999 rúm 160 þúsund tonn og árið 2000 rúm 260 þúsund tonn. Árið 2001 varð aflinn rúm 365 þúsund tonn en árið 2002 settu Íslendingar sér einhliða 283 þúsund tonna afla- mark og varð heildaraflinn um 286 þúsund tonn. Aflamark ársins 2003 er 547 þúsund tonn og er aflinn nú orðinn tæp 370 þúsund tonn og hefur kolmunnaafli Íslendinga aldrei orðið meiri á einu ári. Þannig hafa Íslendingar frá árinu 1997 veitt ríflega 1,5 milljónir tonna af kolmunna og hefur nánast allur sá afli farið til bræðslu. Verð á mjöl- og lýsisafurðum hækkaði verulega fyrir tveimur árum og komst skilaverð á þessum afurðum í há- mark á síðasta ári. Afkoma fiskimjölsverksmiðj- anna hefur því verið með ágætum að und- anförnu og var árið 2002 eitt það besta á síðari árum en þær voru þá að jafnaði reknar með 16% hagnaði. Kolmunni hefur spilað stóra rullu í batnandi afkomu fiskimjölsverksmiðjanna, enda hefur hann verið hrein viðbót í hráefnisöflun verksmiðjanna sem lengst af hafa þurft að stóla á oft á tíðum stopula loðnu- og síldveiði. Hingað til hefur því varla verið þörf á því að leita leiða til að gera meiri verðmæti úr kolmunnannum, enda fengist ágætt verð fyrir mjöl- og lýsisafurðir. Ennfremur má segja að óvissa um framtíð- arskiptingu veiðiheimilda úr kolmunnastofn- inum í Norður-Atlantshafi hafi haft hamlandi áhrif á meiri verðmætasköpun úr kolmunnaafl- anum. Strandríki við Norður-Atlantshaf hafa um árabil deilt um skiptingu kolmunnakvótans en hingað til hefur ekkert þokast í þeim efnum og fátt sem bendir til að það takist í bráð. Á með- an setja ríkin sér einhliða kvóta og keppast við að veiða sem mest þau mega til að sýna fram á sem mesta veiðireynslu. Í slíku kapphlaupi er hæpið að menn gefi sér tíma til að huga að flókn- ari og dýrari vinnsluaðferðum. Ef hins vegar samningar takast er að sama skapi viðbúið að menn hugi að sem bestri nýtingu kvótans þegar hann er í höfn. Smæðin til trafala Kolmunni er fremur smár fiskur og því hefur reynst erfitt að flaka hann. Þetta hefur einkum átt við á síðustu misserum. Sá kolmunni sem nú veiðist þykir óvenju smár, 24–26 sentimetrar, en jafnan er miðað við að hann sé í kringum 30 sentimetrar og myndi þá henta vel í síldarflök- unarvélar. Þess utan er k ur og því fremur viðkæm hefur sömuleiðis reynst e nógu ferskan til vinnslu í ans er ekki ósvipað og hj grárra, en bragðgæðin m hvalormur er nokkuð alg hann er nokkuð dekkri e ur er bæði í þorski og ýsu Sökum þess hve kolmunn reynst flókið að ormahre Auk þess að flaka kolm einnig verið verið reynt a Að sögn Sigurjóns Araso sóknastofnun fiskiðnaðar um 30 tonn hér á landi um sem seld voru til Nígeríu raun til að selja hert kolm bundinn harðfisk á innan viðbrögð góð. Eins voru Kolmunni er Vaxandi kolmunnaafli Íslendinga hefur allur farið til bræðslu Kolmunnaveiði hefur aldrei verið meiri en á þessu ári. Til þessa hefur ko Morgunblaðið/Jim Smart Árið 2001 var gert átak í kynningu og markaðssetningu kolmunna til ma ingastöðum í Reykjavík. Úlfar Eysteinsson matreiðslumaður var einn þei Lengi hefur verið rætt um manneldisvinnslu á kol- munna hér á landi, ýmislegt verið reynt en lítið orðið úr. Flestir eru þó sammála um að í þessum smávaxna þorskfiski liggi ótal mögu- leikar á verðmætri fram- leiðslu. Helgi Mar Árnason hefur aldrei smakkað kol- munna og lék forvitni á að vita hvers vegna. AÐALFUNDUR Útvegsmanna- félags Reykjavíkur, haldinn 3. októ- ber 2003, mótmælir harðlega öllum áformum stjórnvalda um að tekin verði upp sérstök ívilnun í kvóta til báta sem róa með línu. Í ályktuninni segir svo: „Ljóst er að tilkoma „línuívilnunar“ mun fela í sér mismunun innan atvinnugrein- arinnar, þar sem einum útgerð- arflokki yrðu veittar auknar veiði- heimildir á kostnað annarra. Þar sem heildarafli á Íslandsmiðum er takmarkaður mun slík mismunun leiða til þess að veiðiheimildir ann- arra, en þeirra sem slíkrar íviln- unar myndu njóta, verða skertar að sama skapi. Ef farið yrði að þeim kröfum sem fram hafa verið settar um „línuívilnun“ myndi það þýða að útgerðir í Reykjavík yrðu sviptar um 2.000 tonna aflaheimildum. Ekki þarf að hafa mörg orð um áhrif þess á fyrirtækin og starfsfólk þeirra, bæði til sjós og lands, en hjá reykvískum útgerðarfyrirtækjum starfa um 650 manns. Ef línubátum verður leyft að veiða meira en núverandi aflamark þeirra segir til um mun það koma niður á byggðarlögum, þar sem út- gerð byggist ekki á línuveiðum, með minni afla og veikja þau. Byggð um landið mun til framtíðar ekki byggjast eingöngu á útgerð smábáta. Frá því aflamarkskerfi var tekið upp á Íslandi hafa smábátar aukið afla sinn gríðarlega, eða um 15 falt, á kostnað annarra og ekki síst út- gerða í Reykjavík. Ljóst er að markmið talsmanna svonefndrar „línuívilnunar“ er að ná til sín enn stærri hluta af veiðiheimildum ann- arra. Nú er mál að linni. Það er eðlileg krafa að útgerðir á Íslandi sitji við sama borð og að jafnræði ríki í atvinnugreininni.“ Nú er mál að linni BJÖRGÓLFUR Jóhannsson, forstjóri Síldarvinnsl- unnar í Neskaupstað, segir að kapphlaupið um veiðar úr kolmunnastofninum hafi í raun sett landvinnslu á kolmunna til manneldis til hliðar. Hann spáir því að um leið og tekist hafa samningar um nýtingu kolmunna- stofnsins fari menn að huga að verðmætari vinnslu á kolmunna, enda séu nýtingarmöguleikarnar ótal marg- ir. Síldarvinnslan í Neskaupstað vann árið 2001 að sér- stöku verkefni um nýtingu kolmunna til manneldis, ásamt Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, SÍF og Baad- er. Var stefnt að því að vinna úr 1.500 tonnum af kol- munna á ári og tífalda þannig verðmæti hans. Í verkefninu voru gerðar ýmsar tilraunir til manneldisvinnslu á kol- munna. Björgólfur segir að helsti höfuðverkurinn hafi verið að koma kolmunnanum nægilega ferskum að l kvæmt hráefni. „Allan þann tíma sem raun enn þann dag í dag, er stöðugt hefur í raun sett möguleika á landvin Á meðan kvótinn er þetta mikill og mestum afla höfum við ekki getað rö að koma með fiskinn vinnsluhæfan að fiskimjölsverksmiðjanna verið þokka anförnu. En að mínu mati er það ekki spurn næst samkomulag um nýtingu kolmu Ef það tekst ekki endar vitanlega m hætt. Þegar menn geta komið sér sam þá fari menn að velta fyrir sér hvern verðmæti.“ Nýttur um leið og ka Björgólfur Jóhannsson                                     !"  #    $    %         &      $     #  '    (     )   *     *   +,   -.     !     (     (!  *#       /        0           &!  1  1      /#    -                 * #      2 *  #     3  #  0             !"###$% !" %  #! %!&%        !!" '(# %$ ) *+ %$ '*,! %$ - %$ -  %$ .% $% %$ / ## %$ !& !& !& !& !& !& !& # $#! $! $! "$ "# % &    ' (  )                        0$%  12!+ 0$%  30  ##%!& / ,*!&   

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.