Morgunblaðið - 09.10.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.10.2003, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2003 C 3 NÚR VERINU – Ferðaþjónusta – Hverjar eru horfurnar með hliðsjón af hvalveiðum? Útflutningsráð Samtaka verslunarinnar boðar til hádegis- verðarfundar mánudaginn 13. október kl. 12:00 í Skálanum, HótelSögu. Framsögumaður á fundinum verður Einar K. Guðfinnsson, alþingismaður og formaður Ferðamálaráðs Íslands. Að loknu framsöguerindi verða fyrirspurnir og umræður. Þátttökugjald með hádegisverði er kr. 2.500. Vinsamlega tilkynnið þátttöku á netfang: lindabara@fis.is eða í síma 588 8910. Samtök verslunarinnar FJÓRIR nýir menn voru kjörnir í stjórn Samtaka fiskvinnslustöðva á aðalfundi samtakanna í síðustu viku. Þeir Guðmundur Smári Guð- mundsson framkvæmdastjóri, Guð- mundar Runólfssonar á Grund- arfirði, Jóhannes Pálsson, framkvæmdastjóri landvinnslu Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, Óskar Garðarsson, fjármálastjóri Eskju á Eskifirði, og Örn Viðar Skúlason, aðstoðarframkvæmda- stjóri SÍF, voru kjörnir í stjórn í stað þeirra Björgólfs Jóhanns- sonar, Neskaupstað, Elfars Að- alsteinssonar, Eskifirði, Jóhann- esar Más Jóhannessonar, Reykjavík, og Þórðar Jónssonar, Siglufirði. Þá voru þeir Gunnar Tómasson, Grindavík, Jón E. Friðriksson, Sauðárkróki, Kristján G. Jóakims- son, Ísafirði, Sigurður Viggósson, Patreksfirði og Svavar Svav- arsson, Reykjavík, endurkjörnir í stjórn til næstu tveggja ára. Aðrir í stjórn SF eru þeir Að- alsteinn Helgason, Akureyri, Ein- ar Jónatansson, Bolungarvík, Ell- ert Kristinsson, Stykkishólmi, Gunnar Larsen, Akureyri, Her- mann Stefánsson, Hornafirði, Kristján Hjaltason, Reykjavík, og Róbert Guðfinnsson, Siglufirði. Arnar Sigurmundsson, Vest- mannaeyjum, er formaður stjórnar SF. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ný stjórn Samtaka fiskvinnslustöðva. Fjórir nýir í stjórn Sam- taka fiskvinnslustöðva kolmunninn magur fisk- mt hráefni. Þess vegna erfitt að koma með hann í landi. Hold kolmunn- já þorski eða ýsu, þó ögn mjög áþekk. Svokallaður gengur í kolmunna en en selormur sem þekkt- u og því meira áberandi. ninn er smár gæti einsa hann til fulls. munna og frysta hefur að verka hann í skreið. onar, hjá Rann- rins, voru þannig hert m miðjan 8. áratuginn u. Þá var einnig gerð til- munnaflök sem hefð- nlandsmarkaði og voru gerðar tilraunir til að salta kolmunnann og vinna hann í marning. Vegna smæðar kolmunnans hefur reynst flók- ið og tímafrekt að beinhreinsa hann. Sigurjón segir að þess vegna sé marningsvinnsla mjög áhugaverður kostur þegar farið verði að huga að manneldisvinnslu. „Kolmunninn er mjög áhuga- verð viðbót við hráefni okkar og möguleikarnir eru margir. Það þarf hinsvegar að besta þá möguleika sem koma til greina með tilliti til markaðsmöguleika, flutningsleiða og svo fram- vegis. Þessi mál eru stöðugt í skoðun í samvinnu okkar og iðnaðarins og þegar aðstæður leyfa munu menn án nokkurs vafa stökkva á þau tæki- færi sem gefast,“ segir Sigurjón. Surimivinnsla gefist vel í Færeyjum Framleiðsla á surimi úr kolmunna hefur gengið vel í Færeyjum og hafa Færeyingar hug á að auka vinnsluna enn frekar. Surimi er massi, sem unninn er úr holdi fisksins með ákveðnum að- ferðum og er hann algjörlega bragðlaus. Þessi massi er síðan notaður í eftirlíkingar af humri eða krabba, svo dæmi séu tekin, og er þá bland- að í hann tilheyrandi bragðefnum. Surimi er reyndar hægt að nota í nánast hvað sem er með réttum bragðefnum. Færeyingar hafa unnið surimi úr kolmunna um borð í færeyska togaranum Næraberg um nokkurra ára skeið, lengst af með miklu tapi en nú virðist vera að rofa til. Reynslan af þessari vinnslu hefur nú orðið til þess að nú hefur verið stofnað nýtt fyrirtæki, Viking Fish Protein, sem hyggst framleiða surimi úr kolmunna í Fugla- firði. Verksmiðja félagsins verður við hlið fiski- mjölsverksmiðjunnar Havsbrún en þar er ár- lega landað umtalsverðu magni af kolmunna. Bandarískir fjárfestar hafa m.a. lagt fé í hið nýja félag en auk þeirra hafa heimamenn lagt fé í verkefnið. Fyrri tilraunir Færeyinga til mann- eldisvinnslu á kolmunna hafa farið út um þúfur en nú þykir sýnt, eftir reynsluna um borð í Næraberg, að hægt er að vinna surimi úr kol- munna sem er að fullu samkeppnisfært á mark- aði fyrir surimi í Japan. Alls voru framleidd um 5.800 tonn af surimi um borð í Nærabergi árið 2001 og hafa fengist um 19 danskar krónur fyrir kílóið eða um 230 íslenskar krónur. Surimimarkaðir eru einkum í Bandaríkj- unum, Austurlöndum fjær og Austur-Evrópu en markaðir fyrir surimi innan Evrópusambandins hafa verið að stækka. Kröfuharðasti markaður- inn er þó í Japan. Möguleiki á vinnslu í Kína Að undanförnu hefur töluverð umræða farið fram hérlendis um vaxandi samkeppni við kín- verska fiskvinnslu, viðbrögð við henni, ógnanir og tækifæri. Á það hefur verið bent að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki gætu hafið samstarf við kínversk fyrirtæki um fiskvinnslu í Kína, líkt og japönsk sjávarútvegsfyrirtæki hafa gert til marga ára. Slík samvinna gæti t.d. stuðlað að því að auka nýtingu flestra tegunda uppsjávarfisks til manneldis auk vinnslu á þeim hluta botnfisks sem ekki er hagkvæmt að vinna hérlendis vegna of mikils launakostnaðar. Dæmi eru um að sjófrystur kolmunni af evr- ópskum skipum hafi verið sendur til Kína þar sem hann er þýddur upp og handflakaður í roð- laus flök, með eða án beina. Þetta hefur þótt ágæt afurð en vandamálið er að það er töluvert af ormi í kolmunnanum og því er hráefnið mjög vandmeðfarið. Kínverjar hafa hinsvegar yfir miklu mannafli að ráða og launakostnaður þar er mjög lár. Kolmunninn hefur hinsvegar ekki verið seldur inn á þá markaði í Evrópu sem borga hæsta verðið, heldur hefur hann einkum farið til Austur-Evrópu. Rætt er um að hár flutningskostnaður yrði Þrándur í Götu manneldisvinnslu á íslenskum kolmunna í Kína. Þó er ýmislegt sem bendir til að hægt sé að draga úr flutningskostnaði. Hug- myndir um flutningsleið frá Evrópu til Asíu í gegnum Norður-Íshaf gætu verið skref í þá átt. Í erindi sínu á aðalfundi Samtaka fisk- vinnslustöðva benti Svavar Svavarsson, fram- leiðslustjóri Granda, á að leiðandi fyrirtæki í hönnun hraðskreiðra flutningaskipa eru nú að vinna að hönnun og frumsmíði gámaskipa sem eiga að geta siglt á 40 sjómílna hraða á klukku- stund. Slíkt skip á að geta siglt frá Íslandi til Rotterdam á rúmum sólarhring og á milli Bandaríkjana og Evrópu á rúmum 3 sólar- hringum. Ef þessi hraðskreiðu skip koma á markað á næstu 5 til 10 árum mun það skipta verulegu máli fyrir okkur Íslendinga. mannamatur u, þrátt fyrir góða möguleika á verðmætari nýtingu Morgunblaðið/Friðþjófur Helgason olmunninn þó eingöngu verið nýttur til mjöl- og lýsisframleiðslu. t anneldis og var af því tilefni haldin sérstök kolmunnavika á veit- irra sem göldruðu fram ljúfmeti úr þessum vannýtta fiski. hema@mbl.is landi, enda hann tiltölulega við- m við gerðum þessar tilraunir og í kapphlaup um að ná kvótanum. Það nnslu til hliðar. g strandríkin keppast um að ná sem ökstutt það að eyða orku skipanna í ð landi. Þar fyrir utan hefur afkoma aleg og aflabrögð ágæt að und- ningin um hvort, heldur hvenær unnastofnsins. með því að veiðunum verður sjálf- man um veiðarnar hef ég trú á að nig gera má úr þessum fiski meiri Fjölmargir möguleikar á nýtingu Björgólfur segir sjófrystiskipin eiga meiri möguleika á því að vinna kol- munnann til manneldis, enda nái þau fiskinum mun ferskari. Hann segist engu að síður sannfærður um að kolmunni verði unninn í landi í framtíð- inni. „Niðurstaðan úr rannsóknum okkar var að það eru góðir mögu- leikar til manneldisvinnslu á kolmunna. Kolmunninn er ágætt hráefni og það eru fjölmargir nýtingarmöguleikar. Okkur sýndist á sínum tíma farsælast að nýta hann í marning. Eins væri hugsandi að framleiða úr honum samflök eða svokallaða „flapsa“ líkt og gert er við síld, og líklega verður það sú vinnsla sem menn munu horfa mest til.“ Björgólfur segir ennfremur koma til greina að hausa og slógdraga kolmunnann í landi en senda hann síðan frosinn til frekari vinnslu í Kína. pphlaupinu lýkur FISKISTOFA svipti tvö skip leyfi til veiða í atvinnu- skyni í septembermánuði. Það voru Sindri SF og Lukkuláki SH sem voru svipt veiðileyfi vegna afla umfram aflaheim- ildir. Sindri SF fékk leyfið að nýju þegar aflamarksstaða skipsins var lagfærð en leyf- issvipting Lukkuláka SH gild- ir þar til aflamarksstaða skips- ins verður lagfærð. Tveir sviptir RAÐAUGLÝSINGAR KENNSLA Slysavarnaskóli sjómanna Endurmenntunarnámskeið í öryggisfræðslu sjómanna verða haldin í Reykjavík dagana 28.—29. október og 25.—26. nóvember. Skráning og allar nánari upplýsingar fást í síma 562 4884.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.