Morgunblaðið - 10.10.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.10.2003, Blaðsíða 2
2 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 10|10|2003 MORGUNBLAÐIÐ Íslenskar stelpur: „Eru stelpur á Íslandi ekki óðar í út- lendinga?“ Skrapp til Brussel í síðustu viku þar sem ég fékk þessa spurningu margoft frá ungum evrópskum karlmönnum. Skil ekki hvernig þetta hefur prentast svo kyrfilega í hausinn á þeim því margir virðast virkilega trúa þessu í fullri alvöru. Er það Flugleiðum að þakka, Sopranos eða hafa þeir allir lesið þessa blessuðu grein í Playboy um árið? Tæplega þrítugur Belgi, sem hyggur á Ís- landsferð, vildi í fúlustu alvöru fá ráð um hvernig best væri að gefa til kynna að hann væri útlendingur þegar hann kæmi inn á ís- lenskan bar… ég skoðaði stúdentamenn- inguna í háskólabæjum í kringum Brussel og það er nú meira sukklífið, bjórdrykkja til sex á hverjum einasta morgni… Buffy the Vampire Slayer: Var að fá mér spólu með minni ástkæru Buffy á víd- eóleigu í borginni um daginn þegar veittist að mér bláókunnug kona við afgreiðslu- borðið. Hún gerði grín að mér fyrir að leigja Buffy og sagði að ég ætti að fara í Há- skólann eins og hún, þar fyndi ég kannski aðeins þroskaðra efni en vampýru- banann Buffy. Ég var orðlaus… Eftir að hafa gerst Buffyfíkill hefur fátt annað afþreyingarefni komist að nema kannski þættirnir um Angel sem eru systurþættir Buffyþáttanna og fjalla líka um vampýrur. Vandamálin eru mikil og stór í heimi Buffyar og birtast jafnan í formi vampýra. Ég held að aðdráttarafl þáttanna felist í því að horfa á Buffy leysa vandamálin með því að stinga þau í hjartað en þá leysast þau upp og verða að dufti. Ef mað- ur gæti nú leyst sín vandamál þannig… Listasafn Reykjavíkur: Fylgdist með flutningi á verkinu Riddarar hringborðs- ins – með veskið að vopni sem 8 ungar leikkonur hyggjast frumsýna um helgina og varð mjög hrifin. Verkið fjallar um stríð og konur sem stjórna heiminum en best er að hafa séð nasistamyndina Conspiracy með Kenneth Branagh og Colin Firth áður en farið er á sýninguna… Stupid White Men: Í hvert sinn sem Michael Moore er nefndur á nafn brýst út rifrildi í kringum mig. Bókin hans stytti mér stundirnar á leiðinni heim í flugvélinni og vel það. Ég get reyndar skilið hvers vegna þeir sem eru mótfallnir skoðunum Moore elska að hata manninn því hann sparar ekki stóru orðin. Samkvæmt því sem hann segir er George Bush Bandaríkjaforseti fyllibytta, þjófur, líklega glæpamaður og væluskjóða sem kann hvorki að lesa né skrifa. Í bókinni kemur líka fram hvers vegna Moore telur bókaverði hættulegustu hryðjuverkamenn í heim- inum… Jenny Colgan: Hún er breskur uppistandari og stelpubókahöfundur sem skrifar bækur í anda Bridget Jones. Hennar söguhetjur eru bara yngri og fyndnari, til dæmis í sögunum Talking to Addisson og Working Wonders sem einmitt var byrjað á í blessaðri flugvélinni… |bryndis@mbl.is FRÁ FYRSTU HENDI Þroskað efni FÓLKIÐ Pétur Blöndal pebl@mbl.is| Ívar Páll Jónsson ivarpall@mbl.is| Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is | Bryndís Sveinsdóttir bryndis@mbl.is| Árni Þórarinsson ath@mbl.is | Árni Matthíasson arnim@mbl.is Hann klæðir sig. Það er kalt úti. Komið frost. Hann fer í buxur og skyrtu. Svo fer hann inná bað. Hann burstar tennurnar vandlega með sápu. Rammt sápubragðið brennir góminn. Það er í lagi. Hann á þetta skilið. Hann lætur kalda vatnið renna. Þegar það er orðið nógu ískalt þvær hann sér um hendurnar. Síðan lætur hann renna á sokkana sína. Hann vindur sokkana og fer í þá blauta. Svo fer hann í skóna. Kaldur hrollur hríslast niður bakið á honum. Hann klippir út myndir úr Morgunblaðinu. Það er morgunmaturinn hans. Hann borðar Idi Amin, tvö einbýlishús úr Fasteignablaðinu og eina Cheerios-auglýsingu. Betra verður það ekki. Keðj usag an Fyrsti hluti | eftir Jón Gnarr Kristinn Ingvarsson tók forsíðumyndina af frænkunum Sigrúnu Svan- hvíti Kristinsdóttur og Laufeyju Helgadóttur. Ömmur þeirra eru systur. Sigrún Svanhvít er tólf ára, í sjöunda bekk í Öldutúnsskóla. Hún er að æfa söng hjá Siggu Beinteins og á mörg önnur áhugamál, eins og dans og að fara á hestbak. Laufey er fjórtán ára og er í níunda bekk í Hlíða- skóla. Hún er að æfa fjallahjólreiðar hjá Hjólreiðafélagi Reykjavíkur og er ekki búin að velja framhaldsskóla. FORSÍÐAN …að Quentin Tarantino og Uma Thurman hefðu fengið hugmyndina að nýjustu mynd leikstjórans, Kill Bill, fyrir tíu árum, í hanastéls- boði á meðan tökur stóðu yfir á Pulp Fiction. …að risastór rotta hefði tekið sér búsetu á heimili Ozzy Osbourne. Ozzy segist hafa fengið son sinn Jack til að skjóta á kvikindið með lit- boltabyssu, án árangurs. „Þessi rotta er jafnstór og hundurinn okkar, Mini. Hún hefur flutt inn til okkar. Hún var í mynd í alla nótt, gang- andi fram og til baka í garð- inum og upp í stól. Ég trúi þessu ekki,“ segir Ozzy. Við vissum ekki fyrir viku… …Sjónhverfingamaðurinn Dav- id Blaine teygir úr sér að morgni 32. dags í glerklefa, sem hangir í krana í mið- borg Lundúna. Blaine verður 44 daga í einangrun og neytir aðeins vatns. Fyrir neðan er fulltrúi Amnesty með hettu yfir sér í rimla- klefa með áletruninni: „Ekki fá allir fangar svona mikla athygli.“ …að David Schwimmer, sem leikur Ross í Vinum, væri nörd eins og persónan sem hann leikur í þáttunum. „Ég les National Geographic og hef ósvikinn áhuga á stein- gervingafræði.“ …Kínversk stúlka situr hjá gríðarstóru listaverki Ant- ony Gormley sem fyllir vöru- hús í Sjanghaí og nefnist Akrar Asíu. Það stendur saman af 192 þúsund fígúr- um úr leir, sem voru unnar undir leiðsögn Gormleys af yfir 300 manns á öllum aldri. Rúmlega 100 tonn af leir fóru í verkið. …að söngvari Limp Bizkit, Fred Durst, og leikkonan Halle Berry væru „aðeins góðir vinir“. Berry tilkynnti í síðustu viku að hún væri skilin að skiptum við eig- inmann sinn, söngvarann Eric Benet.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.