Morgunblaðið - 10.10.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 10.10.2003, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10|10|2003 | FÓLKÐ | 5 Fannar Örn Karlsson er stofnandi „The öXe Crew“ eða „Örorku-Edge“. Þessi fé- lagsskapur er skipaður einstaklingum sem eiga það sameiginlegt að vera fatlaðir, jafnframt því að þeir eru miklir aðdá- endur harðkjarnarokks og fjölmenna þeir saman á slíka tónleika. Meðlimir taka sig hæfilega alvarlega og gera nett grín að sjálfum sér og öðrum í gegnum þessa klíku sína. Fannar segir aðspurður að hann viti ekki til þess að félagsskapur af þessu tagi sé starfandi annars staðar í heiminum. Hann segir enga skipulagða starfsemi vera í kringum félagið, einfaldlega sé um að ræða vinahóp sem mæti á tónleika og séu þátttakendur í harðkjarnasenu landsins. „Innanbúðarmenn í senunni, eins og t.d. Birkir (Fjalar Viðarsson, söngvari I Adapt) hafa verið mjög hjálplegir,“ segir Fannar. „Þeir aðstoða okkur við hjólastólana og svo- leiðis. Það er mjög vel metið.“ Fannar neitar því að hafa mætt fordómum á tónleikum, segir þá félagana þvert á móti hafa fengið mjög jákvæð viðbrögð. Á heimasíðu félagsins má sjá að meðlimir hafa mikinn húmor fyrir þessari viðleitni sinni. „Þetta er auðvitað mjög fyndið sem slíkt. Þetta var gert í algeru gríni til að byrja með en þegar fram liðu stundir ákváðum við að gera eitthvað meira með þetta.“ Það er svo við hæfi að enda þessa grein á setningu sem hægt er að finna á áðurnefndri heimasíðu: „Enough bullshit! Lifðu lífinu, vertu ung/ ungur í hjarta þínu að eilífu, ekki láta fólk segja þér hvernig þú átt að lifa lífinu og reyndu ekki að dæma fólk fyrirfram (það er t.d. ekki ófötluðum að kenna að þau fædd- ust svona asnaleg…svona er bara lífið).“ | arnart@mbl.is Morgunblaðið/Sverrir oxe.i8.com ÖRYRKJAPÖNK! Hluti öXe hópsins. Í hópnum eru þeir Fannar, Hössi, Pási, Milli, Andri, Leifur, Gunni, Leo, Friðrik, Orri og Bjarni. MEÐLIMIR TAKA SIG HÆFILEGA ALVARLEGA OG GERA NETT GRÍN AÐ SJÁLFUM SÉR OG ÖÐRUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.