Morgunblaðið - 10.10.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 10.10.2003, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10|10|2003 | FÓLKÐ | 7 J Ó N S S O N & L E ’M A C K S | IC E 0 0 5 Morgunblaðið/Ásdís GÚMMÍtöffarar ÖÐRUVÍSI GÚMMÍSKÓR ÚR FOCUS SKÓM Í KRINGLUNNI. KOSTA 2.990 KRÓNUR. Gúmmískór hafa fengið uppreisn æru og eru nú góðir og gildir í margt annað en garðstörfin. Gúmmískór með blómamynstri og doppum hafa sést á fótum margra ungmeyja að und- anförnu. Líka hafa gúmmískór eins og áður prýddu fætur eldri kvenna í sundlaugum og eru til sölu í apótekum fengið nýtt gildi. Stelpum sem eru meðvitaðar um tískuna þykir þetta hinir þægilegustu skór til að vera í bæði inni og úti. Gömlu, góðu gúmmískórnir, þessir svörtu með hvítu röndinni, eru heldur ekki gleymdir en þeir hafa löngum verið í uppáhaldi sem tískuyfirlýsing hjá pönkurum og þeim sem vilja klæðast á óhefðbundinn hátt. Þar sem nú er farið að hausta og kólna má mæla með því að klæðast ullarsokkum í gúmmískónum. Til að vera ennþá meira í tískunni er hægt að vera í lituðum sokkabuxum, stuttu pilsi og ullarsokkum sem ná yfir hné við gúmmískóna. Gúmmískór þykja þó ekki mjög góðir í langar gönguferðir en svona er þetta, tíska og þægindi fara ekki alltaf saman. Einhverjir kunna allavega að kjósa gúmmískóna umfram háu hælana. Einmitt það gerði fyrirsætan Omahyra Mota í gleðskap á nýliðinni tískuviku í New York. Hún reyndar mætti ekki í gúmmískóm heldur gulum gúmmístígvélum í partý á vegum La- coste. Voru fulltrúar Vogue ekki ánægðir með uppátæki hennar enda eru gúmmískór og gúmmístígvél sem tískuyfirlýsing ekki fyrir alla og alls ekki fyrir íhaldssama. En hinir geta prófað ef þeir vilja. Maður blotnar a.m.k. ekki á meðan. |ingarun@mbl.is ÞESSIR GÖMLU, GÓÐU. ÚR HAGKAUPUM OG KOSTA 1.299 KRÓNUR. EKKI BARA FYRIR ELDRI KON- UR Í SUNDI. ÞESSIR SKÓR FÁST Í ÝMSUM APÓTEKUM OG KOSTA Á BILINU 8-900 KRÓNUR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.