Morgunblaðið - 10.10.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.10.2003, Blaðsíða 16
16 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 10|10|2003 MORGUNBLAÐIÐ S.W.A.T. er það nýjasta á hvíta tjaldinu sem á ættir sínar að rekja til vinsælla sjónvarpsþátta 20. aldarinnar. Blómaskeið sjónvarpssyrpunnar S.W.A.T. var á síðari hluta áttunda áratugarins, ekki síst fyrir kynngimögnuð átök og grípandi einkennisstefið eftir Barry DeVorzon. Nafnið stendur, sem fyrr segir, fyrir Special Weapons and Tactics; þungvopnaðar, þrautþjálfaðar og há- tæknivæddar sérdeildir lögreglunnar í stórborgum Bandaríkjanna. Persóna Farrells er Jim Street, foringi í lögregluliði Los Angelesborgar. Hann hefur verið lækkaður í tign, settur í hefðbundna skrifstofuvinnu og vill óður og uppvægur komast aftur út í átökin sem fylgja einkennisklæðnaði S.W.A.T. sérsveitanna. Street fær tækifæri þegar lög- regluforingjanum Hondo Harrelson (Samuel L. Jackson) er skipað að velja og þjálfa fimm manna, harðsnúna sveit sem hann sækir í úrvalslið lögreglunnar. Fyrr en varir verða Street og félagar hans að sanna ágæti sitt þegar illræmdur eiturlyfjabarón heitir þeim 10 milljóna dala verðlaunafé sem getur losað hann úr fangelsi í borginni. Þegar lögregluliðið flytur bófann á brott í vörslu alríkislögreglunnar grípa þaulskipulögð og vel vopnum búin glæpagengi tækifærið til að vinna sér inn verðlaunaféð. | saebjorn@mbl.is FR UM SÝ NT Titill löggutryllisins S.W.A.T. er skammstöfun á Special Weapons and Tactics, sem er deild í lögregluliði Los Angelesborgar. Colin Farrell leikur löggu sem komin er út í horn í starfi en fær annað tækifæri þegar foringinn Samuel L. Jackson safnar saman nýju S.W.A.T.-liði til að koma í veg fyrir að dópkóngi takist að strjúka úr haldi. Myndin er undir stjórn Clarks Johnson. SÉRSTÖK VOPN OG VONDIR MENN AF SKJÁNUM Á TJALDIÐ Hugmyndaleysið í Hollywood hefur gert það að verkum að bíómyndir byggðar á sjón- varpssyrpum eru komnar talsvert á annað hundraðið og sumar í allt að 10 mynda bálk- um. Skellirnir hafa hins vegar verið mun fleiri en smellirnir. Flestar eru þær gerðar eftir syrpum frá því um og eftir miðja síðustu öld og hljóma því kunnuglega í eyrum þeirra sem muna „Kanasjónvarpið“, sem klauf þjóðina í andstæðar fylkingar á sínum tíma. En nóg um það og lítum á nokkur kunnugleg sýnishorn af betri enda þessarar kvikmyndagreinar. Af nógu er að taka. ÞÆR BESTU  Star Trek (1979), sú fyrsta af tíu. Lífseigar myndir byggðar á ódrepandi sjónvarpsþátt- um sem gerast í útgeimi. Hvort tveggja á sér drjúgan hóp eldheitra aðdáenda. Í augum hins almenna bíógests eru margar myndanna tíu vel yfir meðalmennskunni.  The Untouchables (1987). Góðkunningi þeirra sem aðgang höfðu að Kanasjónvarpinu. Frábærir þættir með Robert Stack urðu tilefni engu síðri hasarmyndar eftir Brian De Palma með Kevin Costner, Sean Connery, Andy Garcia og Charles Martin-Smith sem leika flokk lögreglumanna í Chicago bannáranna. Robert De Niro leikur meginviðfangs- efni þeirra, glæpaforingjann Al Capone.  The Addams Family (1991). A.m.k. tvær vinsælar bíómyndir með Anjelicu Huston og Raul Julia voru gerðar eftir þessum dularfullu fjölskyldusögum sem glöddu íbúa á Suðvest- urhorninu í den. Óvenjulegar myndir og þættir sem byggjast á hrollvekjugríni  The Fugitive (1993). Þættirnir með David Jansen sem dr. Kimble, saklaus maður grun- aður um morð á linnulausum flótta undan lögreglunni og í vonlítilli leit að einhenta morðingjanum sem kom honum í alla bölvunina, eru með vinsælasta sjónvarpsefni Ís- landssögunnar. Göturnar tæmdust og myndin með Tommy Lee Jones og Harrison Ford er framúrskarandi skemmtun.  Maverick (1994). Þessir ágætu vestraþættir voru feikivinsælir á fyrstu árum Sjónvarps- ins og gerðu James Garner að sjónvarpsstjörnu sem er ein fárra sem haldið hafa velli í kvikmyndaheiminum. Hann fer þó aðeins með aukahlutverk í kvikmyndinni og varð að lúffa fyrir sér yngri manni – Mel Gibson.  Mission Impossible (1996). Aðrir góðir þættir sem ólu af sér vinsæla mynd, reyndar myndir, sú þriðja er á leiðinni. Í myndunum (líkt og þáttunum) er fjallað um gengi ofur- huga og fer Tom Cruise myndarlega fyrir hópnum. Sú fyrsta, gerð af Brian De Palma, var nægilega fjörug og hlaðin brellum til að eignast stóran aðdáendahóp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.