Morgunblaðið - 11.10.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.10.2003, Blaðsíða 1
AUKAHLUTIR eru allt í öllu upp á síðkastið, ekki síst skór og töskur. Á sjötta áratug 20. aldar var pilssídd og útlínur í brennidepli, en þá birtist táknróf tískunnar í flík- unum sjálfum, en ekki framleiðslu risavaxinna lúxusvöru- samsteypna, segir Style, helgarútgáfa The Sunday Times. „Spólum áfram til ársins 2003 og nemum kliðinn í kringum Murakami-töskur Louis Vuitton (þessar með litskrúðugu teikni- myndafígúrunum). Indælar glitsteina-skikkjur Marc Jacobs hafa ekki fengið nándar nærri því eins mikla athygli, enda búa töskur ekki aðeins til umtal heldur peninga. Velta af fatasölu var ekki nema 3% af 250 milljörðum hjá Vuitton á síðasta ári.“ Aukahlutirnir eru vélin sem knýr risa- trukk tískunnar áfram. „Einungis tvö af söluhæstu tískumerkjum samtímans selja meira af fötum en aukahlutum, það er Armani (sem er númer þrjú) og MaxMara (í sjöunda sæti á listanum). Fólk kaupir enn dýra merkjavöru, en eigi það að velja á milli Gucci-kápu á tæpar 200 þúsund krónur og Gucci-veskis á tæpar 32 þúsund, velur það síðari kostinn. Aukahlutir eru ódýrari leið til þess að eignast merkjavöru og líklega hagkvæmari til lengri tíma litið. Kostnaður er líka minni við framleiðslu á töskum en fatnaði og „brauðhorns“-taska Fendi passar konum af öllum stærðum og gerðum.“ Taskan með hástöfum Tískutaskan sem allir „verða“ að eignast varð til sem fyrirbæri upp úr 1980 þegar byrjaði að þykja smart að hafa merki hönnuðarins áberandi. Chanel-taskan (með cé-unum tveimur og keðjuól) varð hið endanlega handleggsstöðutákn. Á tí- unda áratugnum fór slíkum töskum fjölgandi, fyrst kom svartur nælon-bakpoki Prada, þá „snittubrauðs“-taska Fendi og fyrr en varði ruddist hver tískutaskan af annarri fram á sjónarsviðið og hreyfði jafn ötullega við hjörtum og sparifé. Haft er eftir talsmanni hönnunardeildar Selfridges að konur séu farnar að eyða minna fé í föt og meira í fína aukahluti. „Þær sem fylgjast með tískunni kaupa fötin nú í Topshop og New Look. Það þótti ekki fínt fyrir fimm árum, en er í lagi núna. Það er að segja ef dýrir aukahlutir eru með í heildarmynd- inni.“ Talsmaður MaxMara segir í tísku í augnablikinu að framleiða og selja aukahluti. „Við viljum ekki missa af lestinni,“ segir hann. Einnig hafa Vivienne Westwood og Burberry aukið framleiðslu á aukahlutum fyrir haust- og vetrartískuna, svo fleiri dæmi séu tekin. Algert stelpudót „Aukahlutir setja svo mikinn svip á klæðaburðinn, að taska eða skór eru oft það fyrsta sem kona kaupir sér þegar ný tíska geng- ur í garð. Pils síðan í fyrra breytir strax um yfir- bragð ef stígvélin sem notuð eru við það eru nýjasta tíska. Kvenleiki tískunnar hefur líka fært okkur aukahluti í stíl. Krókódílaáferð Prada, Miu Miu og Louis Vuitton birtist í skóm, hrikalega smart töskum, hönskum og belti sem reyrt er að í mitt- ið.“ Style hefur eftir þekktri töskukonu að auka- hlutir fái hjartað ávallt til þess að slá örar. „Þetta er einfaldlega stelpudót. Kannski að töskur höfði til söfn- unaráráttunnar í konum, sem virðast ávallt þurfa að hafa allt það mik- ilvægasta meðferðis. Skór eru einfaldlega stórkostlegt sköpunarverk og handtaskan segir sína sögu. Sumir velja handtöskur sem greinilega kosta yfir 100 þúsund krónur. Aðrir forðast þær eins og pest- ina.“ En hvort sem í þér býr tískudrottning eða einstak- lingshyggjuvera, eru töskur (og skór í stíl) svo sannarlega á hverju strái. Stöðutákn frá Chanel. Leður- og nælonpoki Prada. Murakami-taska Vuitton. L A U G A R D A G U R 1 1 . O K T Ó B E R 2 0 0 3 Brauð- horn Fendi. Skór og töskur í stíl. Gyllt sparilína frá Flex og silfraðir balletskór og taska frá TopShop. Túrkísbláir pallí- ettuskór Flex fyrir prinsessuna og sportleg lína fyrir nútímakonuna frá Karen Millen. Fendi, kennd við snittubrauð.Aukahlutir eru allt í öllu  TÍSKA Skór og taska frá TopShop. Kvenleiki tískunnar endurspeglast í aukahlutum í stíl. Skór og taska í stíl, sem, ásamt jakkanum, eru frá Karen Millen. M or gu nb la ði ð/ Ás dí s

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.