Morgunblaðið - 11.10.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.10.2003, Blaðsíða 2
DAGLEGT LÍF 2 B LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Reykjavík: Norrænn tréskurðararfur þykir greinilegur í þessu mynstri sem Karl og Guðlaugur hönnuðu og smíðuðu árið 1936. Endurreisn: „Renaissance“ frá 1946 var síðasta mynstrið sem Guð- laugur og Karl hönnuðu. Vor: Mynstrið eftir Bárð Jóhannesson frá 1956 þar sem Liljan er fyrirmyndin. Smári: Þessi lína Jens Guðjónssonar frá 1960 hefur vakið athygli erlendra hönnuða en hún dregur nafn sitt af smárablaði sem lag skeiðarinnar þykir minna á. Kaktus: Mynstrið á skeiðinni að neðan er mynd af kaktusblöðum og er frá 1936. E INHVERJIR kannast eflaust við að hafa mundað kökugaffal með kaktusmynstri eða snætt hátíð- armálsverð með silfri í anda end- urreisnar. Slíkur borðbúnaður hefur verið framleiddur hér á landi í áraraðir, samkvæmt íslenskri hönnun, og er notaður af mörgum, sérstaklega á hátíðarstundum. Sumir hafa erft þessi verðmæti, aðrir safna alla ævi og fá silfurteskeiðar eða -gaffla í jóla- og af- mælisgjafir og svo eru herlegheitin til í íslensk- um sendiráðum í útlöndum. En kaupir einhver silfurhnífapör í upphafi 21. aldar? Þessari spurningu svarar Hanna Sigríður Magnúsdóttir játandi. Hún er fram- kvæmdastjóri Guðlaugs A. Magnússonar skartgripaverslunar en verslunin er nefnd eftir stofnandanum og gullsmiðnum, afa Hönnu. Silfurborðbúnaður segir hún að sé t.d. enn mikið keyptur til brúðargjafa og inn í eldri sett. Íslenski silfurborðbúnaðurinn var hannaður á síðustu öld af íslenskum hönnuðum, tré- skurðarmeistara og gullsmiði og hefur verið framleiddur hér á landi frá árinu 1936. Afi Hönnu lærði gullsmíði á Ísafirði, kom til Reykjavíkur árið 1924 og opnaði verkstæði og síðan verslun. Verslunin verður því 80 ára á næsta ári. Guðlaugur átti þrjá syni og eina dóttur og þegar hann lést tók Magnús sonur hans við versluninni en annar sonur hans, Reynir, við verkstæðinu. Reynir er nú látinn en þrjú barna hans reka verkstæðið og Magn- ús og Hanna dóttir hans sjá um búðina. Fyrst var búðin og verkstæði á Smiðjustíg en var flutt á Laugaveg 22a árið 1949 þar sem hún hefur verið síðan. Nú standa þar yfir miklar framkvæmdir og endurbætur og á meðan er verslunin í bráðabirgðahúsnæði í húsinu við hliðina. Í nóvember verður opnað á ný á gamla góða staðnum og Hanna og fjölskylda ætla að reka bæði verslun og kaffi- og veitingahús þar. Klukkutíma að smíða gaffal Silfurborðbúnaðurinn er smíðaður á verk- stæðinu sem nú heitir Gull- og silfursmiðjan Erna og hefur verið í Skipholti frá sjötta ára- tugnum. Hráefnið í hnífapörin er silfurstangir sem sendar eru frá Danmörku. Í Ernu er í for- svari önnur sonardóttir stofnandans, Sara Steina Reynisdóttir, ásamt tveimur systkinum sínum. Auk þess er Reynir Ásgeirsson, með- limur fjórða ættliðarins í fjölskyldunni, farinn að læra gullsmíði innan fyrirtækisins. Að sögn Söru fer smíðin þannig fram að silfurstang- irnar eru styttar í mátulega lengd og svo er silfrið valsað, flatt út, mynstur pressað og bú- inn til hnífur, skeið eða gaffall með viðeigandi sveigju. Mesta vinnan er í að slípa hnífapörin til að fá á þau glans og slétt yfirborð. U.þ.b. eina klukkustund tekur að smíða einn silfur- gaffal og við slípingu eru notaðir margir mis- munandi púðar og slípimassar til að fá betri áferð. Mynstrin á silfurborðbúnaðnum bera hvert sitt heiti: „Renaissance“, Reykjavík, Vor, Kaktus, Smári, Erna og Island. Tvö síðast- nefndu eru ekki lengur í framleiðslu sem heil sett, en þau eru elstu mynstrin ásamt Kaktus og Reykjavík sem voru hönnuð og smíðuð fyrst árið 1936. Hönnuður þeirra er Karl Guð- mundsson tréskurðarmeistari, ásamt Guðlaugi sjálfum. Það má greina rætur hönnuðarins í tré- skurði og norræna arfleifð í Reykjavíkur- mynstrinu. „Sagt er að þetta sé mynstrið sem hafi verið á öndvegissúlum Ingólfs,“ segir Hanna og bendir á stílhrein Reykjavíkursilf- urhnífapörin, sem vekja mikinn áhuga er- lendra ferðamanna. Það er þó Smári sem hefur vakið meiri at- hygli í útlöndum. Þetta er nýjasta hönnunin í íslenskum silfurborðbúnaði en þó rúmlega fjörtíu ára gömul. Smári er hönnun Jens Guð- jónssonar gullsmiðs, systursonar Guðlaugs, og er frá árinu 1960. Smári hefur farið víða, m.a. á erlendar hönnunarsýningar. Kaktusinn í stofuglugganum Kaktusmynstrið er kannski þekktasta mynstrið. Því svipar til þess sem er á danska silfrinu frá Georg Jensen, en uppruna þess má Gamalgróin gullsmiðja: Systkinin Ásgeir og Sara eru í forsvari fyrir Gull- og silfursmiðjuna Ernu þar sem smíðin fer fram. Vél- arnar í kringum þau koma m.a. við sögu. Morgunblaðið/Ásdís Verslun: Hanna Sigríður og pabbi hennar Magnús Guðlaugsson í versl- uninni sem kennd er við stofnandann Guðlaug A. Magnússon. Frá teini til gaffals: Silfurteinn er valsaður, pressaður og mótaður í þar til gerðum vélum í Gull- og silfursmiðjunni Ernu. Með silfurskeið í hendi Silfurhnífapör leynast víða í skúffum og skenkum. Þau gætu verið frá árinu 1936 þeg- ar Reykjavíkurmynstrið var hannað af Guðlaugi A. Magn- ússyni gullsmið og Karli Guð- mundssyni tréskurðarmeist- ara. Steingerður Ólafsdóttir handlék silfurskeiðar og -gaffla og lærði að þekkja mynstrin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.