Morgunblaðið - 11.10.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.10.2003, Blaðsíða 6
L ÍNA langsokkur, Hjalti litli, Stikilsberja- Finnur, Dísa ljósálfur og fleiri eru hetjur barnabókmenntanna sem margir af þeim sem nú eru fullorðnir þekkja. Þau sem nú eru börn kann- ast líka við einhverjar af þessum sögupersónum en hafa svo til við- bótar t.d. Harry Potter, Mörtu smörtu, Blíðfinn, Huldu og Brimi. Barnabækur hafa breyst mikið í tímans rás, að mati þeirra Iðunnar Steinsdóttur, Guðlaugar Richter og Guðrúnar Hannesdóttur sem allar eru í stjórn Íslandsdeildar IBBY- samtakanna. „Ég held ég muni eftir hverri einustu mynd í öllum bókum sem ég las sem krakki. Myndirnar voru svo fáar,“ segir Guðrún sem sjálf hefur skrifað átta barnabækur og myndskreytt en umfjöllunarefni hennar er m.a. íslensk vísnahefð. IBBY eru alþjóðleg samtök 65 ríkja víðs vegar um heim. Heitið er skammstöfun á enska heitinu Int- ernational Board on Books for Yo- ung People. Samtökin voru stofnuð í Sviss árið 1953 og eiga því hálfrar aldar afmæli nú í haust. Aðdrag- andann að stofnun alþjóðlegu sam- takanna má rekja til hugsjóna þýsku konunnar Jellu Lepman. Hún vildi vekja áhuga á bók- menntum hjá börnum og ungling- um eftir stríðið þegar menningar- og sálarlíf margra var í rúst. Hún áleit að góðar barnabækur gætu byggt brú á milli þjóða heims, miðl- að fróðleik og þar með skilningi á milli ólíkra menningarsamfélaga, eins og segir á vef IBBY á Íslandi. Ýtt við útgefendum Íslandsdeild IBBY var stofnuð árið 1985 og er félagsskapur áhugafólks sem starfar í anda þess- ara hugsjóna og vill efla barna- menningu, m.a. með útbreiðslu vandaðra bóka fyrir börn og ung- linga. „Í stjórn IBBY á Íslandi velst bara skemmtilegt fólk,“ segja þær stjórnarkonur hlæjandi. Í stjórn- inni eru rithöfundar, mynd- skreytar, bókasafnsfræðingar, kennarar og fólk sem starfar við bókaútgáfu. Reynst hefur vel að stjórnarmeðlimir komi úr ólíkum áttum og hafi tengsl inn í mismun- andi hópa. Kennarar viti t.d. vel hvað höfðar til krakkanna. „Við viljum vera hluti af stoð- kerfi í kringum barnabókmenntir, ýta við útgefendum og komast í samband við foreldra,“ segir Guð- laug sem einnig er ritstjóri tíma- ritsins Börn og menning sem IBBY gefur út. Með tímaritinu vilja sam- tökin skapa vitræna umræðu um barnamenningu og ná þannig til foreldra og allra þeirra sem áhuga hafa á menningarstarfi fyrir börn og með börnum. Þær stöllur hafa hug á að koma tímaritinu víðar að, því staðreyndin er sú að margir hafa aldrei litið það augum þó það hafi komið út í núverandi mynd í sjö ár. Starf samtakanna hér á landi hefur aukist undanfarin ár. Áhugi á barnabókum hefur farið vaxandi og þátttaka í atburðum á vegum fé- lagsins sífellt betri. Bókakaffi með ákveðnu þema eru t.d. haldin tvisv- ar á ári þar sem gestir hafa verið duglegir að viðra skoðanir sínar ekki síður en frummælendur. Barnabækur njóta meiri virðingar Allar hafa viðmælendur Daglegs lífs skrifað barnabækur og á Iðunn lengsta ferilinn, en yfir tuttugu ár eru síðan fyrsta bókin hennar Kná- ir krakkar kom út. Guðlaug hefur skrifað þrjár bækur, þ.á m. Son Sigurðar árið 1987, auk þess sem hún hefur þýtt fjölmargar bækur fyrir börn og unglinga. Iðunn segir að nú njóti barna- bækur meiri virðingar en áður var. Sagan af bláa hnett- inum eftir Andra Snæ Magnason hlaut Íslensku bókmennta- verðlaunin árið 1999 og það markar kannski upphafið að uppreisn æru barnabókanna, barnabókahöfundar eru orðnir sýnilegri. Fleiri barnabækur hafa einnig hlotið viðurkenningar af ýmsu tagi, m.a. frá IBBY á Íslandi, sem veitir svokallaða Vorvinda-viðurkenningu árlega fyrir framlag til barnamenningar. Íslandsdeild IBBY hefur einn- ig staðið að útgáfu tveggja bóka í samvinnu við Mál og menningu og nú síðast smásagna- safninu Auga Óðins sem er nýkomið út. Þar skrifa sjö rithöfundar út frá norrænni goðafræði og jafnmargir myndhöfundar myndskreyta bók- ina. Fyrir níu árum gaf IBBY á Íslandi út sams konar bók þar sem rithöfundar lögðu íslenskar þjóð- sögur til grundvallar. 19. október nk. verður haldin hátíð í tilefni af útkomu Auga Óðins og þá verður einnig til- kynnt hverjir eru tilnefndir á al- þjóðlegan heiðurslista IBBY frá Ís- landi. Það verður einn rithöfundur, einn myndskreytir og einn þýð- andi. Barnamenningarstofnun mikilvæg Margir taka undir með þeim Ið- unni, Guðrúnu og Guðlaugu að mik- ilvægt sé að sett verði á laggirnar Barnamenningarstofnun hér á landi, eins og víða tíðkast erlendis. Hlutverk slíkrar stofnunar yrði m.a. að miðla upplýsingum um ís- lenskar barnabókmenntir auk þess að hýsa safn barnabóka, tímarita og fræðibóka um barnabókmenntir. En hvað þarf góð barnabók að hafa til að bera? „Númer eitt þarf hún að vera skemmtileg og grípandi á einhvern hátt, texti, myndir eða hvort tveggja. Hún þarf að hafa ein- hverja dýpt, umfjöllunarefnið má ekki vera bara eitthvað út í loftið,“ segir Guðlaug. Ef börn læra ekki ung að skríða inn í ímyndunarheim bókarinnar, getur orðið erfitt að komast þangað síðar, eins og einn viðmælandi Steingerðar Ólafsdóttur komst að orði. Foreldrar geta aukið líkur á að börn þeirra fái aðgang að heimi bókarinnar m.a. með því að lesa fyrir þau í stundarfjórðung á dag allt frá fæðingu. Morgunblaðið/Kristinn Stjórnarkonur IBBY á Íslandi ásamt lestr- arhestum í hópi barna og barnabarna. Guðrún er efst í tröppunum, þá Guðlaug og Iðunn í horn- inu með barnabarn í fanginu. DAGLEGT LÍF 6 B LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Bókaormar „Fiðrildaflugið var mesta undrið á bláa hnettinum og sann- kallaður gleðidag- ur. Þá lögðust börn- in á bakið og fylgdust með loftinu fyllast af fiðrildum í öllum heimsins lit- um og hverfa á eftir sólinni bak við sjón- deildarhringinn.“ (Úr Sögunni af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magna- son, mynd eftir Ás- laugu Jónsdóttur bls. 6-7.) Fjölbreytt lesefni:  Söguna um Dísu ljósálf eftir hinn hollenska myndlistarmenntaða G.T. Rotman hafa margir Íslend- ingar lesið. Sagan minnir á mynda- sögu þar sem mynd er á hverri síðu og textinn á við: „Seinna um kvöld- ið hvíslaði kona skógarhöggsmanns- ins einhverju í eyra manns síns og kinkaði hann þá kolli. Síðan - ó, hugsið ykkur það, kæru börn - reis hann á fætur, þessi harðbrjósta mað- ur, og tók stór og mikil skæri og klippti báða vængina af Dísu litlu, hvorn á eftir öðrum. Og síðan þreif hann gullnu stjörn- una úr hári hennar.“ (Dísa ljósálfur, 1928, bls. 9).  Nýrri eru bækurnar um Harry Potter eftir J.K. Rowling, en þær hafa ýtt verulega undir lestur hjá mörgum sem ella læsu lítið.  Einar Áskel þekkja barnabókalesendur líka vel. Strákinn sem býr einn með pabba sínum en aldrei er minnst á mömmuna. Höfundur er hin sænska Gunilla Bergström.  IBBY á Íslandi stendur að útgáfu á bókinni Auga Óðins sem inniheldur sögur eftir sjö íslenska rithöfunda og sjö myndskreyta. Yrkisefnið er norræn goðafræði en bókin er nýkomin út. IBBY á Íslandi gef- ur út tímaritið Börn og menning. Inn í ímyndunarheima

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.