Morgunblaðið - 11.10.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.10.2003, Blaðsíða 1
Laugardagur 11. október 2003 Á ÍSLANDI eru starfrækt ótal leik- hús. Sum þeirra eru atvinnuleikhús en þá fá leikararnir laun fyrir vinn- una sína. Önnur eru áhugamanna- leikhús en þá eru leikararnir oftast í annarri vinnu en sinna leiklistinni ut- an vinnutíma. Ef þig langar til að verða atvinnuleikari þarftu að ganga í leiklistarskóla til þess að læra að leika. Möguleikhúsið er atvinnuleikhús sem sérhæfir sig í sýningum fyrir börn. Leikhúsið er lítið og sýningarn- ar frekar stuttar. Stundum fara leik- ararnir í skóla eða leikskóla og sýna leikritin þar. Barnablaðið leit í heim- sókn í Möguleikhúsið og sá leikritið Tveir menn og kassi en það er eitt af fjölmörgum leikritum sem eru sýnd þar í vetur. Mörg börn voru á sýning- unni og virtust skemmta sér vel. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Mennirnir tveir í leikritinu eiga í mesta brasi með að koma þessum stóra kassa í réttar hendur. Leikhús fyrir börn LENGSTA leikrit sem hefur verið sett upp heitir The Warp og er eftir Neil Oram. Leikritið hefur verið sett upp oftar en einu sinni og uppfærslurnar hafa tekið frá 18 og upp í 29 klukku- tíma. Það hefur ýmist verið sýnt á nokkrum dögum eða allt á einum degi. Árið 1997 var leikritið sýnt í einni lotu og það tók 29 klukkutíma. Aðal- leikarinn örmagnaðist og þurfti að taka sér hlé þegar sýningin var rúm- lega hálfnuð. Aðeins einn maður sá alla sýninguna og hann var stórhrif- inn af henni en viðurkenndi að hafa orðið svolítið þreyttur á köflum. Unnið upp úr Vísindavef Háskóla Íslands: http://visindavefur.hi.is UNNUR Regína, 11 ára stelpa úr Víkurskóla, fór á leikritið Tveir menn og kassi og skemmti sér nokkuð vel. Leikritið fjallar um tvo menn sem eru að flytja kassa en ekkert bólar á viðtakandanum. Meðan þeir bíða og velta fyrir sér hvað skuli gera við kassann fara undarlegir hlutir að gerast í kassanum. „Þetta var svolítið sérstakt leikrit en samt mjög fyndið. Það skrýtnasta var að mennirnir töluðu ekki íslensku. Mér fannst það líkjast meira þýsku,“ segir Unnur en henni fannst leikaranir nota líkamann meira í staðinn fyrir orðin. Unnur er ekki alveg viss hver boðskapur leikritsins var. „Ég held að það hafi fjallað um að það er best að allir séu vinir,“ segir hún. Krakkarýni: Tveir menn og kassi Best að allir séu vinir Unnur Regína ÍSLENDINGAR lesa texta alltaf frá vinstri til hægri, það er að segja við byrjum vinstra megin og færum augun til hægri meðan við lesum. Þetta finnst okkur hið eðlilegasta mál en engu að síður eru til þjóðir sem lesa ekki á sama hátt og við. Arabar lesa til dæmis frá hægri til vinstri. Það væri mikil kúnst fyrir okkur að lesa texta á arabísku því það gæti vafist fyrir okkur að fara í öfuga átt. Einu sinni ætlaði lyfjafyrirtæki að selja höfuðverkjatöflur í Norður- Afríku. Þar eru margar manneskjur sem kunna ekki að lesa svo að fyr- irtækið ákvað að nota myndir til að auglýsa töflurnar. Myndirnar voru þrjár. Sú fyrsta sýndi mann sem var mjög illt í höfðinu. Á næstu mynd tók hann töflu og á þeirri þriðju er hann glaður og laus við höfuðverkinn. Fyrirtækið lét prenta stór auglýs- ingaspjöld með myndunum og hengdi upp úti um allt. Aðeins eitt gleymdist. Í Norður-Afríku lesa íbú- arnir frá hægri til vinstri. Þeir sáu því myndasyrpuna á allt annan hátt. Það er að segja kátan mann gleypa töflu og líða eftir það ferlega illa. Það getur verið kúnst að lesa Morgunblaðið/Magnús Valur Það er mikill munur á boðskap þessarar myndasyrpu eftir því hvort lesið er frá vinstri til hægri eða frá hægri til vinstri. ÆTLUNIN var að birta hérna nokkrar skrýtlur með viðeigandi myndum. Einhver ruglingur varð og ekki er vit- að hvaða texti fylgir hvaða mynd. Getur þú komist að því? Ef þú hættir ekki að borða af hatt- inum mínum hrópa ég á hjálp! Alfreð, við verðum að fara að gera við bílflautuna. Má ekki bjóða ykkur að tefla meðan þið bíðið eftir matnum? Er þetta í fyrsta skipti sem þú ferðast með flugvél? Svar: 1-B, 2-C, 3-D, 4-A. Skrýtlur Svar: Þögn Lengsta leikrit í heimi Ef þú nefnir mig á nafn þá er ég ekki lengur til. Hver er ég? Prentsmiðja Árvakurs hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.