Morgunblaðið - 11.10.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.10.2003, Blaðsíða 3
BÖRN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 2003 C 3 Anna Vilhjámsdóttir, 8 ára, Steinholti 7, 690 Vopnafirði. Ásdís Rúna Guðmundsdóttir, 7 ára, Goðalandi 11, 108 Reykjavík. Bergdís Helga Bjarnadóttir, 7 ára, Laxakvísl 22, 110 Reykjavík. Friðrik Húni Jóhannesson, 2 ára, Kjarrvegi 11, 108 Reykjavík. Guðný Rún Ellertsdóttir, 3 ára, Steinahlíð 5 B, 601 Akureyri. Hanna Mjöll Þórsdóttir, 10 ára, Lindarbergi 34, 221 Hafnarfirði. Kristinn Þór Jónsson, 7 ára, Skálabergi 2, 221 Hafnarfirði. Særós Reynisdóttir, 9 ára, Fagradal 11, 190 Vogum. Þórhildur Guðmundsdóttir, 5 ára, Þangbakka 10, 109 Reykjavík. Þórhildur Þorleiksdóttir, 9 ára, Lindarflöt 8, 210 Garðabæ. Til hamingju krakkar! Þið hafið unnið gjafabréf á Barnagamanöskju á McDonald's: McDonalds - Vinningshafar Vinninga má nálgast í afgreiðslu Morgunblaðsins, Kringlunni 1, Reykjavík, alla virka daga milli kl. 8 og 17. Vinningshafar utan Reykjavíkursvæðisins geta óskað eftir því að fá vinninga senda. Uppl. í síma 569 1324 eða 569 1384. Vinningar óskast sóttir innan mánaðar frá birtingu úrslita. Verðlauna leikur v ikunnar Skilafrestur er til föstudagsins 19. október. Nöfn vinningshafa verða birt laugardaginn 26. október. Nafn: Aldur: Heimili: Staður: Sendið okkur svarið, krakkar. Utanáskriftin er: Morgunblaðið - Börn - Bófabæli Mikka - Kringlan 1, 103 Reykjavík Þraut: Tengið rétt milli nafns á óþokka og Disney- teiknimyndarinnar sem hann birtist í : Jafar 101 Dalmatíuhundur Kobbi Kló Aladdín Grimmhildur Grámann Pétur Pan Sá besti hittir þá verstu þegar Mikki mætir öllum aðalskúrkum Disney-teiknimyndanna. Mikki og félagar hafa nóg að gera þegar hinn illi Jafar tekur höndum saman með Grimmhildi Grámann, Kobba Kló, Hades, Illuga, Úrsúlu og öllum hinum óþokkunum í þeim tilgangi að breyta Músahúsinu í Bófabæli! Munu þessir skúrkar og senuþjófar sigra, eða sjá Mikki, Mína, Andrés, Plútó og Guffi við þeim? Það kemur í ljós í þessari hressilegu teiknimynd. Í tilefni þess að Bófabæli Mikka er að koma út þann 16. október á myndbandi og DVD með íslensku tali efna Barnablað Moggans og SAMmyndbönd til verðlaunaleiks. Allt sem þú þarft að gera er að leysa þrautina hér að neðan, senda okkur svarið og þá er nafnið þitt komið í pottinn! 10 heppnir krakkar fá myndina á myndbandi með íslensku tali. „EF ég mætti ráða heiminum myndi öllum líða vel og við ættum öll jafn mikið,“ segir Thelma Dögg, 12 ára nemandi við Ártúnsskóla. Hún bætir við að fátækt væri ekki til og allir ættu hús, en hún segist viss um að á Íslandi sé til fátækt fólk. Thelmu finnst mikilvægt að allir eigi vini. „Feitu fólki væri ekki strítt og einelti væri ekki til.“ Hún segir líka að það myndi enginn deyja ungur ef hún réði heiminum og fólk fengi ekki krabbamein og aðra vonda sjúkdóma. „Geitungar væru heldur ekki til eða þeir myndu alla vega ekki stinga,“ bætir Thelma við. Hvað skólann varðar er Thelma nokkuð sátt þótt henni finnist að það mætti auka aðeins við fríin. „Sum- arfríið mætti vera aðeins lengra og svo væri gott að fá frí á föstudögum líka þannig að helgin væri þrír dag- ar.“ Hún bendir líka á að lesfögin séu aðeins of ráðandi og að það mætti frekar hafa meira af skriflegum verk- efnum. „Við lærum meira á því að skrifa en að lesa,“ segir Thelma. Að lokum bætir Thelma við að nammi ætti ekki að skemma tennurn- ar og að auglýsingum í sjónvarpinu yrði fækkað. „Það er alltof mikið af auglýsingum í sjónvarpinu,“ segir hún. Morgunblaðið/Íris Björk Thelma Dögg, 12 ára. Ef ég mætti ráða heiminum … Einelti væri ekki til JAKOB er 9 ára íslenskur strákur sem býr með mömmu sinni og pabba í Danmörku. Hann talar íslensku við foreldra sína en dönsku í skólanum og annars staðar. „Mér gengur ágætlega að tala íslensku þó að ég gleymi reyndar stundum einhverj- um orðum,“ segir Jakob en hann lærir aðallega íslensku af foreldrum sínum. Jakob kemur til Íslands á hverju sumri enda búa flestir ættingjar hans hér á landi. Hann segist sjálfur heldur vilja búa á Íslandi. „Það er miklu betra að vera á Íslandi. Amma býr þar og svo er líka mikið fallegra þar,“ segir Jak- ob. Hann heldur að það sé ekki mikill munur á íslenskum og dönskum krökkum en segist þó ekki eiga marga vini á Ís- landi enda hefur hann búið í Danmörku síðan hann var þriggja ára. Jakob er ánægður með skólann og tómstundirnar í Dan- mörku. „Þetta er bara fínt. Eftir skóla fer ég í klúbbinn. Þar gerum við allt mögulegt, förum til dæmis í sund og í leiki,“ segir Jakob en að auki æfir hann breikdans og ber því vel söguna. Íslenskur strákur í Danmörku Betra að vera á Ís- landi en í Danmörku Jakob kemur til Íslands á hverju sumri. Soffía Lára Þórarinsdóttir, 9 ára, teiknaði mynd af þessari glæsilegu stelpu. Glæsileg stelpa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.