Morgunblaðið - 12.10.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.10.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ VÍSITALA neysluverðs í október er 229,0 stig og hækkaði um 0,46% frá fyrra mánuði, samkvæmt upplýsing- um frá Hagstofu Íslands. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 223,7 stig, 0,45% hærri en í september. Í frétt Hagstofunnar segir að síð- astliðna tólf mánuði hafi vísitala neysluverðs hækkað um 2,2% en vísi- tala neysluverðs án húsnæðis um 0,6%. Þetta þýðir að verðbólga mælist nú 2,2% Birgir Ísleifur Gunnarsson, for- maður bankaráðs Seðlabanka Ís- lands, segir að hækkunin núna sé að- eins meiri en bæði Seðlabankinn og markaðsaðilar hafi verið búnir að spá fyrir um, en valdi Seðlabankanum þó engum áhyggjum. „Neysluverðsvísi- talan er 2,2% á tólf mánaða grundvelli sem er töluvert undir verðbólgu- markmiði okkar sem er 2,5%. Við sjáum að verð á matvælum hækkar um 1,3% en þar vegur sennilega árs- tíðarbundin hækkun á ávöxtum þungt. Svo hækkar verð á fatnaði og skóm vegna útsöluloka. Svo má nefna húsnæðisþáttinn í vísitölunni en þar er að mestu leyti um viðhalds- og við- gerðarkostnað að ræða,“ sagði Birgir Ísleifur í samtali við Morgunblaðið.Í frétt Hagstofunnar kemur fram að vísitala neysluverðs hafi hækkað um 1,1% sl. þrjá mánuði sem jafngildi 4,5% hækkun á ári. Aðspurður segir Birgir Ísleifur að ekki sé hægt að lesa það út úr töl- unum að verðbólgan sé komin af stað. Um það hvort að bankinn hyggist hækka vexti á næstunni til að spyrna við fótum gegn hugsanlega aukinni verðbólgu, kveðst hann ekkert geta sagt heldur. Verð á matvælum hækkaði um 1,3% eins og áður sagði, og hafði 0,17% áhrif á vísitöluna í október, og verð á fatnaði og skóm hækkaði um 4,6% og hafði 0,25% áhrif til hækk- unar vísitölunnar. Verð á bensíni og olíu lækkaði um 3,3%, sem þýðir 0,13% áhrif á vísitöluna. Spá hækkun vaxta Í Morgunkorni greiningardeildar Íslandsbanka segir að hækkun vísi- tölunnar í október sé nokkuð umfram spár markaðsaðila sem lágu á bilinu 0,2% til 0,3%. „Spáskekkjan í október skýrist einkum af óvæntri verðhækkun á matvælum sem olli um 0,2% hækkun vísitölunnar. Verð á fatnaði og skóm hækkaði hins vegar í takti við vænt- ingar og verð á bensíni og olíu lækk- aði. Þá varð hófleg hækkun á íbúðar- húsnæði eins og spáð hafði verið fyrir um,“ segir í Morgunkorninu. Þá segir að hækkunin í október sé fyrsta vísitöluhækkunin í nokkurn tíma sem ekki má rekja að mestu leyti til árstíðarsveiflna í tengslum við upp- haf eða lok útsala eða hækkunar á húsnæðisverði, sem sé athyglisvert. „Þá rennir hækkunin í október stoð- um undir þá skoðun Greiningar ÍSB að Seðlabankinn hækki stýrivexti sína á fyrsta ársfjórðungi næsta árs, en stýrivextir bankans eru nú 5,3%.“ Vaxandi verðbólga? Greiningardeild Landsbankans spyr hvort hækkun vísitölunnar tvo mánuði í röð sé ávísun á vaxandi verð- bólgu. „Vísitalan hefur nú hækkað töluvert mikið tvo mánuði í röð og því mætti spyrja hvort þetta sé til vitnis um vaxandi verðbólgu nú þegar hjól efnahagslífsins eru farin að snúast á nýjan leik,“ segir í Markaðsyfirliti Landsbankans. Greiningardeild Kaupþings Búnað- arbanka tekur í svipaðan streng og Landsbanki og Íslandsbanki. Það sem vekur þó sérstaka athygli Kaup- þings Búnaðarbanka er húsnæðis- þátturinn: „Athygli vekur hins vegar að húsnæðisverð stóð nánast í stað milli mánaða og er þetta í takt við spá greiningardeildar,“ segir í Hálffimm- fréttum, og þar kemur fram að þetta megi að einhverju leyti rekja til að hægt hafi á lækkun ávöxtunarkröfu húsbréfa. Síðar segir þar: „Af síðustu tveim- ur verðbólgumælingum mætti draga þá ályktun að verðbólguþrýstingur í hagkerfinu sé að aukast en það sem var sérstakt við verðbólgumælinguna að þessu sinni er að það var ekki hús- næðisverð eða árstíðabundnir þættir vegna útsöluloka sem fóðruðu verð- bólguna. Það gæti því nálgast vaxta- hækkun Seðlabanka.“ Vísitala neysluverðs upp um 0,46% Seðlabankastjóri segir hækkunina ekki valda áhyggjum $       %)##*%)##"                UMFERÐ var hleypt yfir nýju brýrnar á mótum Reykjanes- brautar og Stekkjarbakka í Breiðholti í gær. Að sögn Magn- úsar Einarssonar, deildarstjóra hjá Vegagerðinni, eru verktak- arnir á undan áætlun með verkið. „Þetta er einn áfangi af mörg- um en engu að síður stærsti áfanginn. Þeir sem þurfa að kom- ast í Grænastekk og inn á Stekkjarbakkann verða að keyra inn á Álfabakkann og Breiðholts- brautina. Það á eftir að tengja gatnamótin að hluta. Eins verður ekki opnað strax á Smiðjuveg- inn,“ segir Magnús. „Við erum í raun að leggja af ljósagatnamótin og í staðinn verður umferð um brýrnar.“ Áætlað er að gatnamótin verði fullbúin 1. nóvember en allur frágangur mun klárast á næsta ári. Morgunblaðið/Sverrir Umferð um nýjar brýr við Stekkjarbakka HEILBRIGÐISRÁÐHERRA, Jón Kristjánsson, segir það hafa legið fyrir að áformaðar framkvæmdir vegna hjúkrun- arrýma aldraðra nái því miður ekki að anna eftirspurn eftir slíkum rýmum. Töluvert átak hafi verið gert í þessum málum og nú síðast hafi t.d. verið sam- þykkt á fjáraukalögum að verja 500 milljónum öldrunarmála, málum miði því í rétta átt en enn sé þó langt í land í þessum efnum enda sé aldurssamsetn- ing þjóðarinnar að breytast og öldruðum að fjölga. Öldruðum verði gert kleift að búa sem lengst heima Jón leggur hins vegar áherslu á að menn verði einnig að skoða þessi mál í víðara sam- hengi og líta til þess að bæta úr- ræði í heimahjúkrun og dag- vistun fyrir aldraða enda standi vilji manna til þess að gera öldruðum kleift að vera sem mest sjálfbjarga og búa sem lengst heima sér en ekki inni á stofnunum þó að það verði vissulega alltaf hlutskipti ákveðins hóps aldraðra. En það þurfi að vinna á öllum þessum þremur sviðum, þ.e. að bjóða hjúkrunarrými, veita heima- hjúkrun og bjóða upp á dval- arþjónustu fyrir aldraða. Ráðherra segir að sam- kvæmt heilbrigðisáætlun sé stefnt að því að biðtími eftir hjúkrunarrými verði ekki lengri en þrír mánuðir en ljóst sé að það markmið náist ekki bráð. Jón tekur fram að stigin hafi verið veruleg skref til þess að draga úr vandanum þó að hann sé enn töluverður og þá ekki síst á höfuðborgarsvæðinu. Áfram verði unnið að því leysa vandann en þar vilji menn einn- ig skoða möguleikana á aukinni heimahjúkrun og aukinni dag- vistun fyrir aldraða. Miðar hægt í rétta átt Hjúkrunar- rými aldraðra ADRIENNE Clarkson, landstjóri Kanada, sem hér er í opinberri heimsókn, og Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra og starfandi for- sætisráðherra, ræddu saman í Ráð- herrabústaðnum við Tjarnargötu í gær. Clarkson hélt síðan til Nesjavalla og Þingvalla og snæddi hádeg- isverð á Þingvöllum í boði Halldórs en síðdegis skoðaði hún m.a. hand- ritasýningu í Þjóðmenningarhúsinu og tók þátt í hringborðsumræðum um orkumálefni. Var hugmyndin að aka Clarkson og fylgdarliði með vetnisknúnum strætisvagni á Nord- ica hótelið í lok fundarins. Til Akureyrar í dag Í dag heldur Clarkson og föru- neyti til Akureyrar og þiggur kvöldverð í boði Kristjáns Þórs Júl- íussonar, bæjarstjóra á Akureyri. Á morgun heimsækir landstjórinn Stofnun Vilhjálms Stefánssonar, Útgerðarfélag Akureyringa og Samherja. Opinber heimsókn landstjóra Kanada stendur fram í miðja vik- una. Morgunblaðið/Sverrir Halldór og Clarkson heilsast í upphafi fundarins í Ráðherrabústaðnum. Fjölbreytt dag- skrá hjá landstjór- anum um helgina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.