Morgunblaðið - 12.10.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.10.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ FJÁRHAGSSTAÐA Íslenska sjón- varpsfélagsins, sem rekur sjón- varpsstöðina SkjáEinn, hefur batnað verulega frá árinu 2001. Reksturinn er farinn að standa undir sér og fé- lagið hleypir nú af stokkunum nýrri sjónvarpsstöð, SkjáTveimur. Kristinn Þ. Geirsson, fram kvæmdastjóri Ís- lenska sjónvarps- félagsins, segir hagræðingarað- gerðir félagsins hafa byrjað að skila sér í fyrra en í ár hafi þær skil- að sér að fullu inn í reksturinn. Í meðfylgjandi töflu eru sýndar nokkrar stærðir áranna 2001 og 2002 auk fyrri hluta árs 2003 en Kristinn tekur fram að seinni hluti árs sé að jafnaði betri hjá félaginu. Hann bendir sérstaklega á að framlegð af rekstri hafi árið 2001 verið neikvæð um rúmar 197 millj- ónir króna, farið í neikvæðar 24,6 milljónir 2002 en á fyrri hluta þessa árs hafi framlegðin verið orðin já- kvæð um 31,2 milljónir. „Við höfum stefnt á að ná 70–80 milljónum í framlegð af árinu. Það á að skila okkur í núllið eða jafnvel í plús á árinu í heild,“ segir Kristinn. „Reksturinn stendur því orðið undir sér og það er mikill sigur á fjölmiðla- markaði í dag þar sem engum geng- ur mjög vel.“ Hann segir stærstu breytinguna vera fólgna í umtalsverðri lækkun á kostnaði frá 2001 en á móti lækkuðu tekjur í kjölfar skoðunar á tekjuhlið- inni. Kristinn bendir einnig á að lækkun skulda félagsins hafi verið veruleg, þær hafi farið úr rúmum 1.000 milljónum 2001 niður í 450 milljónir í lok júní sl. Þá segir hann aðalfund hafa samþykkt nýverið að breyta 150 milljónum króna til við- bótar af skuldunum í hlutafé. Um það sé búið að semja við lánar- drottna og skuldir félagsins verði því brátt komnar niður í um 300 millj- ónir, sem hann segir „mjög þolan- lega stöðu“. Tíðnir takmörkuð auðlind Um tilkomu SkjásTveggja segir Kristinn að forsvarsmenn félagsins hafi talið óráðlegt að einblína á aug- lýsingasölu í framtíðinni enda liggi meiri tekjur í áskrift í dag heldur en í auglýsingasölu. „Við teljum okkur eiga fullt erindi inn á þann markað þar sem keppinauturinn er mjög veikur fjárhagslega.“ Hann leggur áherslu á að upp- bygging á SkjáTveimur sé að hefjast og ekki sé búist við neinum spreng- ingum í áhorfi. Vonir standi til þess að áskrifendur verði orðnir um 10 þúsund eftir rúmt ár. Hann segir það þó að nokkru háð dreifingarmálum en SkjáTveimur er nú dreift um Breiðbandið sem hefur takmarkaða útbreiðslu. Hann segist þó skilja áhyggjur áhorfenda SkjásEins, sem ekki ná Breiðbandinu, af flutningi nokkurra þátta yfir á SkjáTvo. Þar sé þó ein- ungis um þrjá góða þætti að ræða og nauðsynlegt hafi verið að færa eitt- hvað yfir til að vekja athygli á nýju stöðinni. „Viðskiptahugmynd okkar gengur síst út á það að veikja Skjá- Einn. Hann er það sem heldur okkur á floti inn í framtíðina.“ Kristinn segir félagið lengi hafa glímt við dreifingarmálin. „Við erum ósátt við það landslag sem við lifum við í dag. Tíðnir eru takmörkuð auð- lind sem er úthlutað eins og einhvers lags kvóta. Þó svo að við séum að reka SkjáEinn til að hagnast á því til framtíðar þá er ákveðin þjóðfélags- þjónusta í því að honum er dreift frítt. Því finnst okkur við eiga að mörgu leyti meira tilkall til þess að fá dreifingu fyrir alla. Kerfið er hins vegar þannig að við komum alls stað- ar að lokuðum dyrum. Sérstaklega erum við ósáttir við að RÚV, sjón- varp allra landsmanna sem tekur öll þessi afnotagjöld og fer ekkert sér- staklega vel með þau, skuli sitja á tíðnisviði sem gæti gagnast almenn- ingi mun betur.“ Mælingin í ágúst eðlileg SkjárEinn kom ekki sérlega vel út úr fjölmiðlakönnun Gallup í ágúst í samanburði við aðrar sjónvarps- stöðvar og keppinautarnir hafa verið duglegir við að benda á það undan- farnar vikur. Kristinn segir viðbrögð við könnuninni koma sér á óvart enda hafi þar ekkert óeðlilegt verið á ferðinni. „Þetta bakslag í ágúst kom okkur alls ekki á óvart en ágúst hefur aldr- ei verið mældur áður. Við vissum þetta fyrir, í þeim mánuði er innan við 1⁄3 af auglýsingatekjum í umferð á við bestu mánuði. Þess vegna var mikið um endursýningar en samt voru bestu þættirnir sem við vorum með á dagskrá fyllilega með það áhorf sem þeir eiga að hafa. Sem segir okkur að þegar við erum komn- ir með sterka dagskrá eins og núna þá ættu margfeldisáhrifin af áhorfi að vera sterk á við það sem hefur verið. Næsta könnun sem er um mánaðamótin október/nóvember mun staðfesta þetta.“ Kristinn segist hins vegar meðvit- aður um það að ákveðin atriði hafi stuðlað að neikvæðri umræðu um SkjáEinn. Fyrst og fremst sé þó um- fjöllun um umræðuþátt Egils Helga- sonar, Silfur Egils, sem ákveðið var að hætta með á SkjáEinum. „Egill hefur sagt að bláa höndin hafi slegið af einhvern vinsælasta þáttinn hjá okkur. Þetta er alrangt. Silfur Egils var ekki á meðal 16 vin- sælustu þátta stöðvarinnar og það var aðalvandamál þáttarins. Auk þess stóð þátturinn ekki undir sér flesta mánuði ársins. Þetta var stærsta ástæðan fyrir því að við tók- um hann af dagskrá,“ segir Kristinn. „Það er reyndar rétt hjá Agli að fyrir kosningar fann ég að þættinum hjá honum. Mér fannst óþægilegt að hann væri að reyna að hafa áhrif á kosningarnar. SkjárEinn er skemmtistöð. Það er nánast eitt markmið frá upphafi og það er að vera skemmtileg. Þegar ég kom hérna inn var Silfur Egils eini þátt- urinn sem fylgdi ekki þeirri stefnu. Út frá því hafði ég svolítið horn í síðu þáttarins því að hann passaði ekki inn í dagskrána og hafði lélegt áhorf. Auk þess fannst mörgum fyrir kosn- ingarnar í vor þátturinn vera meira hallur á aðra hliðina. Ég benti Agli á þetta og bað hann að sýna hlutleysi. Hann túlkaði það sem aðför Sjálf- stæðisflokksins að sér sem gerði okkar samstarf okkar ekki betra.“ Rekstur SkjásEins stendur undir sér Framkvæmdastjóri segir brýnt að lagi verði komið á dreifingu svo almenningur megi njóta opinnar dagskrár +  %   , %-  ./  0 %   %- 0 %  -    1  % )- )  2. ( 3  4% 5  ## 6# 7"7 8 !7 89# 8'' )#'7 5  ## 7' 6# 86 86 8 !' 9' :-  %    ##" '9 "' " 87 8#" 6 Kristinn Geirsson V IRÐULEGUR bankastjóri tékkar sig inn á Leifsstöð. Stúlkan horfir á hann og bíður þar til henni fer að leiðast þófið: - Átt þú þessar töskur? spyr hún. - Nei, svarar hann undrandi. Tvær bústnar, samhang- andi töskur standa við afgreiðsluborðið. Hann beygir sig, lítur á merki- miðana og segir: - Töskurnar eru í eigu samgönguráðherra. Þau skima í kringum sig en sjá honum hvergi bregða fyrir. Hann er sýnilega kominn inn í flughöfnina með fylgdarliði, – töskurnar klára sig sjálfar. Á leiðarenda rúllustigans stendur stjórnarformaður banka ásamt konu sinni. Hún segist ætla í búðirnar, en vill losna við handfar- angurinn. - Ef þú ert með töskurnar, þá kaupirðu minna, segir hann glettinn í bragði, en kersknin varir bara í stutta stund. Svo lallar hann í humátt á eftir henni. Með farangurinn. Flestir eru að fara á landsleikinn og mæta vel stemmdir til leiks; aðrir eru hálfumkomulausir. Bara að sækja ráð- stefnur eða fundi. Síðan ráfar fólk stefnulaust um flugstöðina. Einn og einn fær sér sæti í almenningnum og hringir – bara eitthvað. Margir fá sér í staupinu, þótt aðeins sé komið hádegi. Þeir eru nú einu sinni næst- um því í útlöndum. Og geta þá stytt sér stundir við að horfa á loftból- urnar í bjórglasinu takast á loft. Það er hugur í þeim Íslendingum sem ætla á leikinn. - Við töpum fyrir þeim 3-0, segir einn glaðbeittur. - 4-0 leiðréttir annar. - Ekki eruð þið að fara á völlinn til að sjá Ísland tapa, spyr blaðamaður forviða. Það slær þögn á hópinn uns bakvarðatýpan í liðinu segir: - Við vorum á Parken! Þegar komið er að hliðinu tekur enn á ný við bið, nema nú er ekkert við að vera. Einn les bók, annar tímarit og ung stúlka rýnir í smáa letrið á flugmiðanum. Fjórði bankar flugmiðanum á handarbakið, fimmti er með vísifingur á nefinu og kona með slegið hár heldur um töskuna eins og hún sé að faðma ástvin. En flestir horfa bara út í loftið. Rétt að þeir líti við þegar fúlskeggjaður maður hnerrar í flugmiðann. Hann tekur upp samankuðlaða servíettu og þurrkar sér í hana afsakandi. Fanndís svífur í lausu lofti. Sessunautarnir rýna út um kýraugað á Reykjavík. Þegar Íslendingar eru ekki að hringja heim, þá horfa þeir heim. Eða lesa um það í blöðunum, sem ganga á milli farþega eins og vasaklútar í brúðkaupi. Síðan fara þeir að tala um Lockerbie og deila hrakfallasögum úr há- loftunum. - Er nú ráðlegt að tala um sprengingar á flugvélum akkúrat núna, spyr blaðamaður í sæti 32b. - Þú finnur ekkert fyrir því, svarar Patreksfirðingurinn í sæti 32c kæruleysislega og bætir við að sjálfur sofi hann aldrei nóttina fyrir flug. Hann hafi svo oft lent í hrikalegu aðflugi á Vestfjörðum. Skyndilega hljómar það miklu verra en að flugvél springi í loft upp. Ljósin slokkna. Ískrar í loftræstikerfinu. Slær þögn á mannskapinn. Nú erum við að lenda. Rörið er eins og spjót sem titrar og sveiflast til í rok- inu. Það stingst niður í Kaupmannahöfn. Við tekur næsta bið. Eftir töskunum á færibandinu. Ef til vill er eitt- hvað lesefni eftir í smáa letrinu á flugmiðanum: „Notice – This portion of the ticket should be retained as evidence of your journey.“ Morgunblaðið/Sverrir Biðsalir háloftanna SKISSA Pétur Blöndal flaug í röri til Kaupmanna- hafnar LOFTFERÐASAMINGAR hafa verið áritaðir við sérstjórnarsvæðin Hong Kong og Makaó. Áritunin er liður í átaki til að fjölga loftferða- samningum við Asíuríki en í apríl sl. var undirritaður slíkur samningur við Kína. Samningurinn við Hong Kong heimilar tilnefndum flugfélgögum ríkjanna að vera með reglubundið áætlunarflug með farþega, farangur, frakt og póst á milli landanna auk þess sem hann opnar möguleika fyr- ir að fljúga áfram til annarra áfanga- staða. Víðtækur samningur náðist við Makaó sem er sjálfstjórnarsvæði undir kínverskum yfirráðum og er í 70 km fjarlægð frá Hong Kong. Að auki eru uppi áform um að ljúka samningaviðræðum við Singa- púr og Suður-Kóreu á þessu ári og á næsta ári verður lögð áhersla á sam- inga við Mið-Austurlönd og ríki Suð- ur-Ameríku. Átak til að fjölga loftferðasamningum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.