Morgunblaðið - 12.10.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.10.2003, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 2003 17 Í AFTAKAVEÐRI um miðja nótt tók ég eina afdrifaríkustu ákvörðun ævi minnar. Ég horfði á son minn fár- sjúkan með háan hita og sívaxandi bólgu í augntóft svo augað var farið að ganga út og ákvað að fara með hann á bráðavaktina – hvað sem leið ummælum tveggja lækna sem fyrr um kvöldið höfðu ákveðið að allsendis óþarfi væri fyrir mig að hafa nokkr- ar áhyggjur af sjúk- leika drengsins. Út fór ég með hann í óveðrið og glerhálku svo varla var hægt að fóta sig að bílnum, lét hann setjast inn og lagði af stað. Tvisvar drap bíllinn á sér í vatnsgangi á Reykjanesbrautinni en mér tókst að koma honum í gang aftur. Sjálf- virka rafmagnshurðin opnaðist ekki þegar ég kom að slysadeildinni við Borgarsjúkrahúsið sem þá var, – kannski vegna þess að rafmagnið hafði farið af fyrr um nóttina. Ég barði af öllum kröftum á hurðina og nokkru síðar kom stúlka og hleypti okkur inn. Það mátti ekki á tæpara standa, drengurinn var kominn með 42 stiga hita og við dauðans dyr. Það voru skjótráðir og flinkir menn sem síðan tóku stjórnina og björguðu lífi sonar míns með vasklegri framgöngu sinni og vel heppnaðri en sjaldgæfri aðgerð. Einn sérfræðinganna sem töluðu við mig að aðgerð lokinni um morg- uninn sagði við mig: „Þú tókst hár- rétta ákvörðun á hárréttum tíma, hefðir þú komið með hann, þó ekki hefði verið nema svolitlu síðar, hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum.“ Forsaga þessa máls var að sonur minn fékk bólgu í auga daginn áður, sem óx, jafnframt því sem hann fékk hækkandi hita. Ég hringdi í lækna- vaktina síðari hluta dags og bað um lækni. Við mig talaði hjúkrunarfræð- ingur sem sagði að óþarfi væri að hafa áhyggjur, best væri að gefa drengnum hitalækkandi og setja bakstur við augað og sjá til, mikið væri að gera og auk þess ódýrara fyr- ir mig að fara til heimilislæknis dag- inn eftir. Ég beið í klukkustund en þá hafði bólgan í auganu vaxið talsvert svo ég hringdi aftur og óskaði eftir að fá lækni strax. Röskum tveimur tím- um síðar kom loks vaktlæknir og kvað hann eftir skoðun að sjúkleiki drengsins stafaði sennilega af bólgn- um kirtli við augað. Til staðfestu sjúk- dómsgreiningar sinnar hringdi hann í augnlækni og spurði hann álits. Sá tók undir að þetta væri ábyggilega bólginn kirtill sem engin ástæða væri til að hafa áhyggjur af en hann vildi þó líta á daginn eftir. Ég spurði vakt- lækninn hvort honum fyndist ekki rétt gefa drengnum fúkkalyf, hann væri með háan hita og mér sýndist eins og um sívaxandi bólgu væri að ræða sem benti til sýkingar. Hann taldi algeran óþarfa að gefa fúkkalyf, ráðlagði hitalækkandi og bakstra, – en sagði svo við útidyrnar að ef mér fyndist bólgan vaxa þá þyrfti að at- huga þetta betur, þá skyldi ég hringja í augnlækninn sem væri á bakvakt. Bólgan í auganu hélt áfram að vaxa og um miðnætti hringdi ég í augn- lækninn og bað hann að koma því drengurinn væri augljóslega mikið veikur og færi hratt versnandi. Augn- læknirinn neitaði að koma, „þú getur komið með hann á stofu til mín á morgun,“ sagði hann og við það sat. Mér varð ekki svefnsamt í óveðrinu sem geisaði þessa nótt, heldur vakti áhyggjufull og fylgdist með drengn- um. Um klukkan fjögur tók ég hina afdrifaríku ákvörðun og fór með hann sem fyrr sagði á slysadeildina. Því verður ekki á móti mælt að son- ur minn fékk ranga sjúkdómsgrein- ingu hjá tveimur læknum, þar af hjá öðrum í gegnum síma. Sá læknir neit- aði að koma og skoða hann þrátt fyrir að hann væri á bakvakt sem augn- læknir á svæðinu. Þessi ranga sjúk- dómsgreining og ákvörðun augn- læknisins að neita að koma kostaði son minn næstum lífið. Hefði ég ekki treyst hyggjuviti mínu og farið með hann á slysadeild í trássi við ummæli og ráðleggingar læknanna tveggja væri hann ekki lifandi og heill heilsu í dag. Á sjúkrahúsinu var ég af læknum hvött til að kvarta til landlæknis yfir slælegri frammistöðu augnlæknisins og gerði það, sem og kvartaði ég yfir hinni röngu sjúkdómsgreiningu og því að hjúkrunarfræðingar lækna- vaktar hefðu tafið meðferð. Þrátt fyr- ir að hafa leitað eftir svörum um hvað hefði komið út úr athugun á umkvört- unum mín þá hef ég ekki enn í dag heyrt neitt frá Landlæknisembætt- inu um þetta mál. Einn af framámönnum læknavakt- ar kom hins vegar til mín upp á sjúkrahúsið meðan ég sat yfir syni mínum sem þá barðist enn fyrir lífi sínu. Fulltrúi læknavaktarinnar til- kynnti mér að eftir þetta mál yrði öll samtöl utan úr bæ til læknavaktar hljóðrituð. Nær tíu ár eru liðin frá þessari hræðilegu nótt sem aldrei mun hverfa mér úr minni hversu gömul sem ég verð. Enn hugsa ég með hryllingi til þess sem gerst hefði ef ég hefði sett allt mitt traust á ummæli læknanna tveggja og ekki farið með drenginn minn á slysadeildina. Mér fannst þó eitt gott af þessum hörmungum leiða, - það að öll samtöl yrðu hér eftir hljóðrituð og aldrei þyrfti neinn að lenda í því sem ég lenti í – að reynt væri að draga úr því sem ég sagði þegar ég vísaði í samtöl mín við starfsfólk læknavaktar sem ekki vildu senda mér lækni fyrr en seint og um síðir. Nú hefur komið til umræðu annað svipað mál þar sem foreldrar gerðu það sem í þeirra valdi stóð fyrir fársjúkt barn sitt en fengu að þeirra mati ekki þá aðstoð sem eðlileg mátti teljast. Barnið dó og foreldrarnir hafa kvartað til landlæknis vegna meintra mistaka við sjúkdómsgreiningu og meðferð sem barnið fékk. Vonandi fær umkvörtun þeirra skjótari afgreiðslu en mín hefur fengið. Mér til furðu las ég að samtölin sem foreldrarnir áttu við starfsmenn læknavaktar hefðu ekki verið hljóðrituð eins og mér var sagt á sínum tíma að alltaf yrði gert þaðan í frá. Hvernig má vera að einföld og til- tölulega ódýr tækni eins og hljóðritun símtala skuli vefjast svona fyrir starfsfólki, sem þó ætti að hafa alla hagsmuni af að eiga hljóðrituð öll samtöl af þessu tagi – ef illa færi? Allir eru mannlegir og mistök geta átt sér stað og það eru mishæfir og misábyrgir aðilar í öllum stéttum. En það ætti að vera keppikefli að reyna að læra af mistökum – og kannski væri heppilegt að fólk gæti auðveld- legar náð í lækna í síma til að ræða við þá í vafatilvikum. Í krafti menntunar sinnar ættu þeir að eiga hægara með sjúkdómsgreiningu en annað heil- brigðisstarfsfólk. Stundum koma upp veikindi sem eru sjaldgæf og aðeins á færi útvaldra að greina frá þeim sem hættuminni eru. Slík þjónusta gæti kannski bjargað mannslífum. Nóttin hræðilega ÞJÓÐLÍFSÞANKAR/Hefur ekkert breyst? eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur J Ó N S S O N & L E ’M A C K S | IC E 0 0 6 Húsgögn Ljós Gjafavara Mörkinni 3, sími 588 0640 www.casa.is Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-15. Nýbýlavegi 12 • 200 Kópavogi • Sími 554 4433 Opið virka daga 10-18, laugardaga 11-15 Föt fyrir allar konur Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.