Morgunblaðið - 12.10.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.10.2003, Blaðsíða 22
LISTIR 22 SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ JÓN Steinar Gunnlaugsson pró- fessor við Háskólann í Reykjavík sendi frá sér bók í vor sem ber heitið „Um fordæmi og valdmörk dómstóla“. Er hún fyrst og fremst hugsuð sem kennslubók í inn- gangsfræðum lögfræðinnar. Jafn- framt á hún erindi við lögfræðinga almennt og allan almenning sem hefur áhuga á lögfræði og störfum dómstólanna enda um ákaflega læsilegan og aðgengilegan texta að ræða. Mörg af viðfangsefnum Jóns Steinars í þessari bók hafa fangað hugi réttarheimspekinga um lang- an aldur. Það er fengur að því að maður með jafn mikla þekkingu á störfum dómstóla, hafandi starfað um árabil sem málflutningsmaður, skuli velta fyrir sér hinum dýpri rökum sem liggja þar að baki. Flestir sem skrifa um þessi efni erlendis eru háskólamenn með litla eða enga praktíska reynslu. Hér er hinsvegar að finna fræðilega um- fjöllun sem byggir á viðamiklum reynslugrunni en kemur jafnframt beint frá hjartanu ef svo má að orði komast. Kemur það vel fram í inngangi bókarinnar að það vakir fyrir höfundi að brýna fyrir ungum laganemum að lögfræði sé ekkert gamanmál, lögfræðingar fáist við að leysa úr málum sem oft varða mikilsverða hagsmuni einstak- linga. Þessir einstaklingar eigi rétt á að niðurstaða sé fundin á hlut- lægum forsendum þar sem beitt sé öguðum og vönduðum vinnubrögð- um. Persónuleg sjónarmið þeirra sem úr leysa eigi þar ekkert er- indi, allir skuli vera jafnir fyrir lögunum. Bókin er að vissu leyti andsvar við kenningum sem verið hafa ráð- andi í íslenskri lögfræði og laga- kennslu um nokkurt skeið, ekki síst þeim sem Sigurður Líndal prófessor hefur sett fram í skrifum sínum. Þær kenningar ganga í stuttu máli út á að dómstólar gegni mikilvægu hlutverki við að móta réttinn, hafi jafnvel nokkurs konar lagasetningarvald til mót- vægis við löggjafarvald Alþingis. Þetta telur Jón Steinar vera hættulegar kenningar, sem skapi einungis vanda í staðinn fyrir að leysa hann. Sumt í gagnrýni hans hefur komið fram áður í tímarits- greinum en hér eru hlutirnir út- listaðir rækilegar en fyrr og þess freistað að skapa víðara samhengi. Segja má að í deilu Jóns Steinars og Sigurðar Líndals leikist á að nokkru leyti tveir andstæðir straumar í réttarheimspeki. Ann- ars vegar eru þeir sem trúa á að lögfræðin sé hlutlæg vísindi þar sem komast megi að áreiðanlegum niðurstöðum. Hlutverk dómarans sé að finna réttinn en ekki að skapa hann. Hins vegar þeir sem vilja meina að við mörgum lög- fræðilegum spurningum séu engin einhlít svör. Dómarar skapi réttinn ekki síður en að finna hann. Eitt rétt svar Þungamiðjan í kenningu Jóns Steinars er sú að við hverri lög- fræðilegri spurningu sé einungis eitt rétt svar. Má skilja þetta svo að eigi ágreiningsefni á annað borð undir dómstóla þá megi alltaf finna lagareglu, skráða eða óskráða, sem eigi við. Verkefni dómara og lög- fræðinga þegar þeir gefa lögfræði- álit sé að finna hina réttu reglu en í engum tilfellum að búa slíkar reglur til. Fyrirfram mætti ætla að því betur sem menn þekktu til dóm- starfa því meiri efahyggjumenn yrðu þeir. Oft er ágreiningur í Hæstarétti til dæmis um það hver sé hin rétta niðurstaða og eru þar þó samankomnir miklir lögspek- ingar. Þá bjóða sett lög oft og tíð- um upp á margvíslegar túlkanir og tilvik kunna að koma upp sem eng- inn hafði hugsað fyrir að þyrfti að setja reglur um. Þá er gripið til annarra svokallaðra réttarheimilda eins og venju, fordæmis, megin- reglna laga eða eðlis máls. Sér- staklega þær tvær síðastnefndu eru hins vegar svo teygjanlegar að þær virðast ekki til þess fallnar að veita einhlít svör, að minnsta kosti ekki hvert skipti sem á þær reynir. Þrátt fyrir ýmis ytri einkenni réttarkerfisins sem benda til þess að lögfræðingar og jafnvel dóm- arar séu ekki alltaf vissir í sinni sök, einkenni sem Jón Steinar bendir sjálfur á, heldur hann fast í þá kennisetningu að leiðarljós lög- fræðinga hljóti að vera ein rétt niðurstaða. Finnur hann kenningu sinni fyrst og fremst grundvöll í þeirri meginhugmynd réttarríkis- ins að um lögskipti manna skuli gilda almennar reglur sem séu til staðar þegar atvik verða en séu ekki settar eftir á í tilefni ágrein- ings sem þegar er orðinn. Ella væri verið að játa dómstólum vald til að setja afturvirkar reglur. Slíkt fái ekki staðist. Það væri of langt mál að fara rækilega í saumana á þessari hug- mynd og þeim röksemdum sem Jón Steinar ber fram. Í raun hef ég mikið velt því fyrir mér hvort eigi að leggja út í gagnrýni á bók- ina nema maður sé sjálfur tilbúinn með annað módel. En látum slag standa, höfundur segir jú sjálfur að bókin sé framlag til umræðu um þessi efni og því held ég að honum sé mestur sómi sýndur með því að velta fyrir sér þeim hugmyndum sem fram koma og eru margar hverjar til þess fallnar að vekja viðbrögð. Lesendur og höfundur eru beðnir að virða það til betri vegar að sumt af því sem sagt verður er frekar í formi spurninga en vel útfærðra athugasemda. Óumdeilanlegar forsendur Í fyrsta lagi sýnist mér að geng- ið sé að sumum forsendum kenn- ingarinnar um eina rétta niður- stöðu sem vísum þótt í raun megi deila um þær. Er það til dæmis óumdeilanlegt að það fái ekki stað- ist í réttarríki að settar séu aft- urvirkar reglur af hálfu dómstóla? Í stjórnarskránni segir til dæmis einungis að refsilög og skattalög megi ekki vera afturvirk, þar er ekkert almennt bann við aftur- virkni laga. Þá má einnig segja að það sé þó skömminni skárra að dómstólar beiti afturvirkum reglum heldur en engum reglum. Höfundur segir á einum stað: „Eitt helsta viðfangsefni lögfræð- innar er að rannsaka hvaða aðferð- ir séu heimilar við ályktanir í lög- fræði eða með öðrum orðum, hverjar heimildir réttarins séu. Forsendurnar við þessar rann- sóknir eru meðal annars þær að réttarheimildirnar séu alltaf fyrir hendi, þannig að ávallt sé unnt að finna þá heimild sem við á.“ (Bls. 22-23.) Hver segir að þetta þurfi að vera svona? Af hverju má ekki hugsa sér lögfræðina þannig að réttarheimildirnar séu þrjár: Sett lög, fordæmi og venjur. Þegar upp koma tilfelli þar sem ekkert af þessu þrennu á við hafa dómarar frjálsar hendur um að slá reglu fastri því ekki mega þeir vísa máli frá sér en vitaskuld ber þeim að rökstyðja niðurstöðuna. Það geta þeir ekki gert nema vísa til sjón- armiða sem falla að réttarhefðinni, annað er ekki tækur rökstuðning- ur. Þessi sjónarmið eru svo gjarn- an nefnd „meginreglur laga“ eða „eðli máls“. Annað dæmi: „Ein heimild fyrir réttinum hlýtur ávallt að vera betri en önnur og þess vegna hljót- um við að ganga út frá því að að- eins ein niðurstaða er rétt.“ (Bls. 24). Hver segir að svo sé? Í þeim tilfellum þar sem ekki liggja fyrir sett lög, fordæmi eða venjur geta margvísleg sjónarmið og megin- reglur komið til greina sem ókleift getur verið að gera upp á milli. Og enn eitt dæmi: „Í réttarkerfi okkar hlýtur hlutverk dómstólanna að vera í því fólgið að finna rétt- arheimildina sem við á en ekki að setja nýja reglur.“ (Bls. 36). Gott og vel, en hvað ef heimildin finnst bara alls ekki? Hvort er þá betra að dómstóll kasti upp á hvor vinni eða reyni að leysa úr á grundvelli einhverrar tiltölulega skynsam- legrar reglu? Í öðru lagi leyfi ég mér að efast um hvort höfundur hæfi markið þegar hann segir: „Fallist menn á að til séu fleiri en ein mismunandi en jafn réttar niðurstöður í einu og sama álitaefninu, hafa þeir sagt skilið við þessa meginkröfu rétt- arríkisins því þeir hafa þá sam- þykkt að ekkert sé athugavert við að dæma tvö sambærileg mál á mismunandi vegu. Rétturinn er þá ekki lengur einn.“ (Bls. 38). Þótt menn segi að það geti verið fleiri en ein jafnréttar niðurstöður í einu og sama álitaefninu, er ekki þar með sagt að þeir samþykki að ekkert sé athugavert við að dæma tvö sambærileg mál á mismunandi vegu. Um leið og dæmt hefur verið einu sinni um tiltekið álitaefni eiga dómstólar auðvitað að fylgja því fordæmi. Dómstóll getur þannig haft val þegar álitaefni kemur fyrst upp en í kjölfarið á hann að fylgja fordæmi sínu að minnsta kosti að öllu jöfnu. Í þriðja lagi staldraði ég við þegar Jón Steinar veltir því upp hvort sá sem sé á öðru máli sé ekki um leið að „grafa undan lög- fræðinni sem fræðigrein.“ (Bls. 41). Þarna víkur höfundur að vanda sem fræðimenn geta staðið frammi fyrir. Hver er ábyrgð þeirra gagnvart samfélaginu og því fagi sem þeir iðka? Ef lögfræð- ingur dregur opinberlega í efa að lögfræði séu hlutlæg vísindi er hann um leið að grafa undan fag- inu? Í vissum skilningi, já, en það má sjá fyrir hver andsvörin geta verið. Sá sem er sannfærður um að stundum geti lögfræðin ekki veitt einhlít svör, á hann virkilega að dylja þá skoðun sína til þess að halda í ímynd fræðigreinarinnar sem hann veit að stenst ekki í raun? Hverjum er greiði gerður? Á hann ekki miklu fremur að vera heiðarlegur, segja eins og sannfær- ingin býður honum og viðurkenna að lögfræðin geti ekki alltaf gefið skýr svör? Framsæknar lögskýringar Í fjórða lagi vek- ur gagnrýni Jóns Steinar á „fram- sæknar lögskýr- ingar“ spurningar. Ég hefði talið vert að gera greinar- mun á beitingu laga eftir því hvers konar ákvæði er um að ræða. Víxla- og tékkalög geyma til dæm- is nákvæm fyrirmæli um viðkom- andi réttarsvið þar sem dómari hefur lítið svigrúm til að villast af leið. Stjórnarskrárákvæði eru allt annars eðlis, þau geyma knappar meginreglur sem kalla beinlínis á útfærslu og túlkun af hálfu dóm- stóla. Við getum tekið sem dæmi ákvæði stjórnarskrárinnar um að ekki megi takmarka tjáningarfrelsi nema það teljist nauðsynlegt og samrýmanlegt lýðræðishefðum. Þegar fyrst reynir á slíkt ákvæði standa dómstólar frammi fyrir því vali til dæmis hvort eftirláta eigi stjórnvöldum og löggjafanum mat á því hvað sé nauðsynlegt eða hvort þeir eigi að meta þetta sjálf- stætt og fullum fetum. Hvar á að leita heimildarinnar fyrir því hvora leiðina eigi að fara? Er það ein- hvers staðar ritað í stjörnurnar? Áratuga dómaframkvæmd á grundvelli Mannréttindasáttmála Evrópu geymir fjölmörg dæmi um að ákvæði hans séu útfærð og þau túlkuð með þeim hætti sem ógjörningur hefði verið að sjá fyrir við gerð hans. Er nú svo komið að sáttmálinn verður alls ekki skilinn með réttum hætti nema menn kynni sér um leið meginþættina í dómaframkvæmd Mannréttinda- dómstólsins sem er að verulegu leyti það sem Jón Steinar myndi kalla „framsækin“. Auðvitað eru dómar þessir ekki hafnir yfir gagnrýni en samt má fullyrða að almenn samstaða sé um það í Evr- ópu meðal lögfræðinga sem skrifa á annað borð um stjórnskipunar- rétt að fáar stofnanir hafi lagt jafn mikið af mörkum til að tryggja vernd grundvallarréttinda í aðild- arríkjunum. Ef dómstóllinn hefði ekki getað beitt framsæknum skýringum og ef hann hefði verið bundinn við þann skilning sem samningsaðilar lögðu í sáttmálann í byrjun þá væri líklega löngu búið að leggja hann af. Höfundur spyr hvernig það geti staðist að lagatexti þýði eitt í dag en annað á morgun, (bls. 35). Því er til að svara að skilningur texta sveiflast auðvitað ekki handahófs- kennt fram og til baka. Um er að ræða hægfara þróun þar sem meg- inreglur sáttmálans eru smám saman útfærðar til að veita svör við nýjum vandamálum sem upp koma. Í fimmta lagi sýnist mér að þær andstæður sem höfundur stillir upp milli annars vegar hlutlægn- ishyggju og geðþóttameðferðar dómsvalds hins vegar feli í sér of mikla einföldun. Má ekki hugsa sér að til sé millivegur? Dómari geti vel hugsað sem svo að hann sé að fást við tilfelli þar sem rétt- arheimildir veiti engin skýr svör. En það sé ekki þar með sagt að hann hljóti þá að fara að láta per- sónulegar skoðanir sínar ráða. Tilfellið er að mínu viti að dóm- stólar eru einfaldlega neyddir til að taka þátt í að móta réttinn. Þeir verða að leysa úr ágreiningsmálum sem fyrir þá eru borin jafnvel þótt löggjöf sé gloppótt. Þá þarf að fylla í eyðurnar með því að slá fastri reglu sem hefði átt að gilda, þeir þurfa að setja sig í spor lög- gjafans. Það er vissulega rétt hjá Jóni Steinari að það eru ýmis rök fyrir því að dómstólar eigi að fara með gát. Samkvæmt stjórnar- skránni fara dómarar ekki með löggjafarvald og í 61. grein stjórn- arskrárinnar segir að dómendur skuli í embættisverkum sínum fara einungis eftir lögunum. Þeir hafa held- ur ekki beint umboð frá þjóðinni eins og alþing- ismenn. Sums staðar í bókinni kemur reyndar fram að Jón Steinar telur ekki þörf á að gera miklar at- hugasemdir við það þótt talað sé um mótun rétt- arins af hálfu dómstóla eða jafnvel um fleiri en eina lögfræðilega tæka niðurstöðu. Má líklega skilja þetta sem viður- kenningu höfundar á því að í raun getum við aldrei verið viss um hver hafi verið hin eina rétta niðurstaða, ekki frekar en þegar um trúarsetningar er að ræða. Það breytir því litlu hvort menn trúa þessu eður ei svo fremi sem þeir selji sig ekki fullkominni sjálfdæmishyggju á vald heldur vinni einlæglega að því að leita sannleikans. Höfundur beinir því ekki síst spjótum sínum að þeim sem tala um lagasetningarvald dómstóla. Má vissulega taka undir að það kann að vera hæpið að telja slíkt vald sambærilegt við vald Alþing- is. Það þarf að minnsta kosti að bæta því við að dómstólar eru bundir við að rökstyðja niðurstöð- ur og jafnframt að gæta samræmis við þær settu reglur sem fyrir eru, hvort sem talað er um lögjöfnun eða beitingu meginreglna laga. En ég veit ekki til þess að nokkur haldi því fram að dómarar eigi að láta persónuleg sjónarmið ráða við meðferð valdheimilda sinna. Og hættan á að það gerist er hverf- andi. Vissulega gæti héraðsdómari sem situr einn í dómi tekið upp á því að taka geðþóttakenndar ákvarðanir, formlega hefur hann vald til þess. En slíkri ákvörðun yrði auðvitað hrundið af Hæsta- rétti. Slíkur dómari myndi ein- angrast og ekki hljóta starfsframa. Hæstaréttardómari sem reyndi hið sama myndi ekki vinna aðra hæstaréttardómara til fylgis við sig. Ekki má heldur gleyma að- haldi almenningsálitsins, lögmanna og annarra sem láta í sér heyra í fjölmiðlum. Þannig að sem betur fer eru varnaglar í kerfinu. Dómarar og réttlæti Í sjötta lagi langar mig til að gera að umtalsefni þá spurningu hvort dómstólar eigi ekki í vissum tilfellum að spyrna við fótum þeg- ar hróplegt ranglæti er á ferð, jafnvel þótt það þýði að hefð- bundnum lögskýringaraðferðum sé ekki fylgt. Skyldi það vera tilviljun að á enskri tungu getur orðið dóm- ari, „justice“, einnig þýtt réttlæti? Frægt skólabókardæmi er mál þar sem reyndi á hvort maður sem myrt hafði föður sinn gæti samt notið erfðaréttar samkvæmt erfða- skrá. Viðkomandi erfðalög voru al- veg ótvíræð að því leyti að engan fyrirvara var þar að finna um að erfðaskrá félli úr gildi ef arfláti hefði fallið fyrir hendi arfþega. Viðkomandi dómstóll lét réttlætið ráða og dæmdi soninn arflausan. Fór hann út af sporinu, var hann að taka sér vald til að „úthluta lífs- gæðum eftir huglægu mati“? Nefna má annað dæmi úr ís- lenskri dómaframkvæmd. Er þar um að ræða H.1997.683 þar sem Hæstiréttur hnekkti dómhelgaðri venju sem fólst í því að ungar stúlkur með enga tekjureynslu fengju lægri bætur fyrir örorku- tjón en drengir. Rökin fyrir þess- ari framkvæmd voru þau að með- altekjur kvenna væru almennt mun lægri en meðaltekjur karla (og má raunar segja að þetta hafi verið staðfest með fréttum fyrir skemmstu um að íslenskar konur hefðu að meðaltali einungis 59% af launum karla) og af því mætti draga þá ályktun að stúlka, sem ekki væru byrjuð að afla tekna, myndi í framtíðinni hafa lægri tekjur en drengur í sömu aðstöðu. Um dóminn segir Jón Steinar: „Málið snerist um sönnun fjárhæð- ar tjóns. Ekkert getur verið at- hugavert við að byggja þá sönnun á bestu fáanlegu upplýsingum um Leiðarljós lögfræðinga Jón Steinar Gunnlaugsson BÆKUR Lögfræði eftir Jón Steinar Gunnlaugsson, Háskól- inn í Reykjavík 2003. UM FORDÆMI OG VALDMÖRK DÓMSTÓLA Boxwood & stálútiker Laugavegi 63 • sími 551 2040
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.