Morgunblaðið - 12.10.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.10.2003, Blaðsíða 23
tjónið á þeim tíma sem ákvörðun er. Raunar má fremur telja það ólögmætt misrétti að ákveða bæt- ur til sumra tjónþola hærri en leið- ir af slíkri viðmiðun en ekki til annarra. Í dóminum felst líka að tjónþolanum er ákveðinn meiri réttur til launa en þær stúlkur sem ekki slasast njóta að jafnaði. Svo er að sjá sem einhvers konar póli- tísk draumsýn um stöðu karla og kvenna í framtíðinni hafi ráðið nið- urstöðu dómsins um þetta efni.“ (Bls. 140). Að mínu mati var dómurinn réttur og fól í sér lofsverðan skiln- ing á jafnræðisreglu stjórnar- skrárinnar. Það þarf sterk rök fyr- ir því að mismuna kynjunum með jafnfreklegum hætti og gert hafði verið við uppgjör bótamála af þessu tagi. Í raun var ákaflega nöturlegt og ranglátt að segja við stúlku sem kannski var ekki búin að velja sér framtíðarstarf „þú munt að öllum líkindum hafa lægri tekjur en karlkyns jafnaldrar þínir vegna þess að þannig er þetta og hefur alltaf verið. Þú færð því lægri bætur en karlkyns jafnaldr- ar þínir myndu fá“. Launamunur kynjanna á sér margvíslegar skýr- ingar, bæði hvað varðar mislangan vinnutíma og að konur eru frekar heima hjá börnum. Þessi munur hefur þó farið minnkandi og þar að auki er það stefna stjórnvalda að draga úr honum með ýmsum ráð- um. Það hjálpar líka, held ég, til að skilja hnökrana á því að dæma á grundvelli mismunandi meðaltala að ímynda sér að leiða mætti í ljós að Vestmannaeyingar, hommar eða innflytjendur hefðu almennt lægri tekjur en aðrir landsmenn. Það gengi samt ekki að dæma þeim lægri bætur. Það væri jafn óásættanlegt og ef börnum lög- manna væru dæmdar hærri bætur en börnum fiskvinnslufólks vegna þess að sýna mætti fram á að þau fyrrnefndu hefðu almennt hærri tekjur. Sýnist mér því að Hæstiréttur hafi gert rétt í að víkja af ranglæt- isbraut, horfa framhjá kynferði tjónþola og leyfa stúlkunni sem málið snerist um að njóta vafans um það hverjar yrðu tekjur henn- ar í framtíðinni. Hvað með innsæið? Ef þessi dómur er undanskilinn sýnist mér gagnrýni Jóns Steinars á þá hæstaréttardóma sem hann tekur til umfjöllunar ákaflega skarpleg og umhugsunarverð, sér- staklega þegar leitt er í ljós að stundum er eins og dæmt sé í trássi við gildandi lög án fullnægj- andi rökstuðnings. Kaflar bókar- innar um fordæmi eru að sama skapi mjög vel unnir og tekst höf- undi í tiltölulega stuttu máli að út- skýra með auðskiljanlegum hætti hvern sess þessi réttarheimild skipar í íslensku réttarkerfi. Hefur það brunnið við hjá öðrum höf- undum að drekkja lesendum í dómaflóði sem gerir það að verk- um að aðalatriðin standa ekki upp úr. Að lokum vil ég segja að þrátt fyrir ofangreindar spurningar/at- hugasemdir sem ég myndi bera fram í tíma hjá Jóni Steinari, ef ég væri svo lánsamur að eiga þess kost að setjast aftur á skólabekk hafandi val milli tveggja laga- deilda, þá höfðar meginboðskapur bókarinnar til mín. Við, lögfræð- ingar, berum mikla ábyrgð og skyldum ekki láta flóknara laga- umhverfi sökum Evrópuréttar og ýmissa nýtísku strauma villa okk- ur sýn. Virðing fyrir lögunum, vandaður rökstuðningur, öguð vinnubrögð og einlæg leit að sann- leikanum verða ætíð aðalsmerki góðra lögfræðinga. Sem laganemi og nýútskrifaður lögfræðingur var ég svo heppinn að fá að vinna fyrir nokkra framúrskarandi lögfræð- inga, þar á meðal Jón Steinar, og ég tel að þeir eigi það sameiginlegt að búa þar að auki yfir dularfullum eiginleika sem mætti kalla innsæi eða tilfinningu fyrir því hvar rétt- lætið liggur! Páll Þórhallsson LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 2003 23 hreinsiklútar fjarlægja andlits- og augnfarða á augabragði Í hreinsiklútunum er andlitsvatn og kamilla, sem hefur róandi og nærandi áhrif á húðina og viðheldur réttu rakastigi hennar. Fást í apótekum og stórmörkuðum. Dr. Fisher hreinsiklútarnir eru ofnæmisprófaðir og henta öllum húðgerðum. Úrval-Úts‡n Lágmúla 4: 585 4000 • Hlí›asmára: 585 4100 Keflavík: 420 6000 • Akureyri: 460 0600 Selfossi: 482 1666 og hjá umbo›smönnum um land allt. www.urvalutsyn.is sta›greitt á mann í tvíb‡li á Mercure Korona hótelinu. 49.680 kr.* Ver› frá: * Innifali›: Flug, skattar, gisting m/morgunv. og íslensk fararstjórn. Ekki innifali›: Akstur, sem kostar 1.700 kr. fram og til baka. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U R V 2 24 51 10 /2 00 3 Ferenc Utassy og hans fólk bjó›a flig velkomin(n) til Budapest. Glæsileg dagskrá og gisting á fyrsta flokks hótelum. Reykjavík Kringlan6 •StóriTurn •Sími5502000 •www.sphverdbref.is Hafnarfjörður Strandgata •Reykjavíkurvegur Garðabær Garðatorg Ávöxtun... S P H R ek st ra rf él ag h f. an n as t re k st u r S P H V er ðb ré fa sj óð si n s. *Nafnávöxtunm.v. 01.10.2003 Skuldabréfasjóðurinn Úrvalssjóðurinn Alþjóðasjóðurinn Fjármálasjóðurinn Hátæknisjóðurinn Lyf-oglíftæknisjóðurinn 14,0% 38,2% -3,1% 19,2% 55,5% 24,7% ...fyrirþigogþína 12mán.ávöxtun*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.