Morgunblaðið - 12.10.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.10.2003, Blaðsíða 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 2003 27 Í DAG, sunnudag, eru 60 ár liðin síðan Leníngrad-sinfónían eftir Sjostako- vítsj var leikin í íslenska ríkisútvarpinu og bandaríska hermannaútvarpinu. Að sögn Péturs Péturssonar, sem var þul- ur í útvarpinu á þessum tíma, kom William S. Key, hershöfðingi Banda- ríkjamanna á Keflavíkurvelli, færandi hendi til Páls Ísólfssonar sem var tón- listarráðunautur ríkisútvarpsins og af- henti honum Leníngrad-sinfóníuna á 33 snúninga hæggengum plötum og gerði að skilyrði að hún yrði leikin fyrir íslensku þjóðina og bandarísku her- mennina sem hér dvöldust þá. Flutn- ingur sinfóníunnar naut, að sögn Pét- urs, svo mikilla vinsælda að tónleikarnir voru endurteknir 7. nóv- ember á sovéska byltingarafmælinu. 60 ár frá flutningi Leníngrad- sinfóníunnar SIGURJÓN Ólafsson og list á almannafæri nefnist málþing sem Listasafn Sigurjóns Ólafs- sonar stendur fyrir laugardag- inn 18. október í samvinnu við Norræna húsið og Listaháskóla Íslands. Á málþinginu verður fjallað um list á almannafæri allt frá fyrstu opinberum minnis- merkjum hérlendis í lok 19. ald- ar til stöðu listamanna í dag gagnvart opinberum aðilum. Sérstaklega verður fjallað um opinber listaverk Sigurjóns Ólafssonar. Vigdís Finnboga- dóttir er verndari málþingsins. Á fyrri hluta málþingsins verður fjallað um opinber lista- verk Sigurjóns í Danmörku og á Íslandi. Rætt verður um ákveð- in verk hans frá ýmsum sjónar- hornum og hvernig þau tengjast hugmyndafræði samtímans. Á síðari hluta málþingsins verður horft til nútíðar og fram- tíðar. Síðast á dagskrá verða pall- borðsumræður með þátttöku fulltrúa myndlistarmanna og arkitekta ásamt fulltrúum frá Listskreytingarsjóðum Svíþjóð- ar, Noregs og Íslands. Fundar- stjóri verður Þorgeir Ólafsson, deildarstjóri í menntamálaráðu- neytinu. Tímasetta dagskrá málþings- ins má finna á netsíðu safnsins undir www.lso.is. Málþing um list á almanna- færi LEIKRITIÐ Plómur í New York eftir Önnu Rósu Sigurðardóttur verður endurfrumsýnt í Gamla bíói við Ingólfsstræti á sunnudag kl. 21. Leikritið hét áður Plómur og var sýnt í Tjarnarbíói í byrjun sumars. Nú er það sýnt í nýrri og endurbættri útgáfu. Einleikari er Anna Rósa. Leikstjóri er Hera Ólafsdóttir en hún er nýútskrif- aður leikstjóri frá London. „Í sum- ar þýddi ég verkið yfir á ensku fyrir uppsetningu í New York sem verður eftir áramót. Við það kom út mikill léttleiki og skemmtilega klikkuð fyndni,“ segir Anna Rósa. „Handritinu var hrósað í New York, talið „dásamlegt, mjög klókt, og drepfyndið“, og var ákveðið að ég myndi þýða það aft- ur yfir á íslensku. Núna er það mun styttra, fyndnara, kynþokka- fyllra og bara aðgengilegra og ætti að höfða til allra,“ segir Anna Rósa. Leikmyndin samanstendur af hreyfanlegum klippimyndum sem varpað er á risatjald fyrir aftan leikkonuna sem leikur á móti per- sónum á skjánum. Hljóðmynd er eftir Rósu Guðmundsdóttur. Um er að ræða teiknimynda- og áhrifshljóð í bland við frumsamda tónlist og söng sem Rósa flytur sjálf. Um leikmynd og ljósa- og búningahönnun sjá Móeiður Helgadóttir og Egill Ingibergsson. Næsta sýning er á fimmtudag. Plómur í nýjum búningi Morgunblaðið/Sverrir Anna Rósa Sigurðardóttir í nýrri útsetningu á leikritinu Plómum. Á BÓKASTEFNUNNI í Frankfurt sem nú stendur yfir, náði Bókaút- gáfan Stöng fyrir hönd Óttars Sveinssonar, rit- höfundar og blaðamanns, samningi við Lions Press- útgáfufyrirtækið í Bandaríkjunum um útgáfu á bók Óttars, Útkalli í Djúpinu. Lions Press hefur al- heimsrétt, world wide rights, á út- gáfu bókarinnar, og hyggst gefa hana út á ensku strax á næsta ári. „Það er stór áfangi að ná slíkum samningi,“ segir Óttar, en útgef- endur í Þýskalandi og á Norð- urlöndum höfðu einnig sýnt áhuga á að ná útgáfurétti á bókinni. Í enskri þýðingi mun bókin heita: Doom in the Deep. Útkall í Djúp- inu í erlendri útgáfu Óttar Sveinsson ♦ ♦ ♦ S T E I N P & Ó
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.