Morgunblaðið - 12.10.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.10.2003, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 2003 29 merka sögu að baki varð smátt og smátt meira en skipafélag. Það varð ráðandi í flugsamgöngum, það varð einn stærsti aðili í rekstri sjávarútvegs- fyrirtækja á Íslandi o.s.frv. Ræða Benedikts Jóhannessonar á hluthafa- fundi Eimskipafélagsins snýst um þetta grund- vallaratriði. Hann dregur í efa að það sé hagstætt fyrir hluthafana og þjóðfélagið að skipta Eim- skipafélaginu upp og selja þær einingar, sem bætt hefur verið við á undanförnum áratugum. Þess vegna eiga menn ekki að gagnrýna Bene- dikt fyrir þessa ræðu, þótt einhverjir hlutar hennar hafi farið í taugarnar á helztu þátttak- endum í þessum leik, heldur fagna því að hann hefur tekið til umræðu og sett á dagskrá mik- ilvæga spurningu. Er það þjóðfélagslega hag- kvæmt fyrir okkur Íslendinga, að hér verði til stórar viðskiptasamsteypur, sem teygja anga sína út um allt og láta sig varða ólíkan rekstur á mörgum sviðum eða er kannski betra fyrir þetta fámenna samfélag að hver haldi sig við sitt? Benedikt Jóhannesson lýsir sínum sjónarmið- um á þennan veg: „Það eru rúmlega þrjú ár síðan sú stefna var kynnt á aðalfundi Eimskipafélags Íslands að breyta hlutverki og skipulagi félagsins þannig að það byggði á nokkrum stoðum, þ.e. að félagið væri stækkað og hagnaðarvon aukin með því að víkka starfssvið þess. Fram að þeim tíma hafði Eimskipafélagið fyrst og fremst verið flutninga- fyrirtæki en á 10. áratug aldarinnar sem leið var fjárfestingarfélagið Burðarás orðið stór hluti af starfseminni. Með Burðarási vildi félagið dreifa áhættunni og jafnframt gafst tækifæri til þess að styðja fjölbreytilega atvinnustarfsemi. Mörgum hefur orðið tíðrætt um það að með Burðarási hafi Eimskipafélagið verið að kaupa sér völd í fjöl- mörgum fyrirtækjum. Hitt er sönnu nær að margar fjárfestingarnar voru beinlínis vegna þess, að stórir viðskiptavinir, einkum sjávarút- vegsfyrirtæki, óskuðu eftir því, að félagið tæki þátt í hlutafjáraukningu.“ Með þessum orðum lýsti Benedikt Jóhannes- son í meginatriðum þeim sjónarmiðum, sem áður var vikið að á alþjóðavettvangi og leiddu til þess að til urðu þær stóru viðskiptasamsteypur, sem áður voru nefndar. Síðar í ræðunni segir Benedikt Jóhannesson: „Bankastjóri Landsbankans segir í viðtali við Morgunblaðið: „Við höldum að það séu meiri verðmæti í hverri einingu fyrir sig en í þeim öll- um saman.“ Með þessu gefur hann undir fótinn með sölu á einstökum rekstrareiningum í félag- inu.“ Þarna eru komin sjónarmið þeirra á alþjóða- vettvangi, sem vikið var að hér áðan, sem tóku sér fyrir hendur að leysa viðskiptasamsteypurn- ar miklu upp af því að þeir töldu að hægt væri að græða meira á því að leysa þær upp en reka þær áfram undir sama hatti. Hagsmunir þjóðfélagsins Hér hefur því verið lýst með tilvitnunum í ræðu fráfarandi stjórnarformanns Eimskipafélagsins á hluthafafundinum sl. fimmtudag, að í málefnum félagsins hafa tekizt á þau tvö meginsjónarmið, sem einkennt hafa átök í viðskiptalífinu á alþjóðlegum vettvangi síðustu tvo til þrjá áratugi. Við erum að sjá þetta hér í smækkaðri mynd. Þeir sem takast á um þessi tvö meginviðhorf í atvinnulífinu gera það út frá því sjónarhorni, hvor aðferðin skili meiri peninga- legum hagnaði. En eru til aðrar hliðar á þessu máli? Eru til ein- hver þjóðfélagsleg sjónarmið, sem koma við sögu eða eiga að koma við sögu? Morgunblaðið gagn- rýndi þessa þróun Eimskipafélagsins á sínum tíma, bæði hinn stóra eignarhlut í Flugleiðum en einnig tilhneigingu félagsins til þess að gerast stór hluthafi í öðrum og allt öðrum atvinnu- rekstri. Morgunblaðið gagnrýndi líka þá tilburði Flugleiða að vilja gerast eignaraðilar að ferða- skrifstofum, hótelum, bílaleigum og öðrum ferða- þjónustufyrirtækjum á þeirri forsendu, að þar gæti orðið um að ræða einokun félagsins á því sviði. Alveg eins og blaðið hafði áður gagnrýnt Samband ísl. samvinnufélaga fyrir það sama. Hið þjóðfélagslega sjónarhorn í þessu máli er til staðar og er einfaldlega, að það getur ekki hentað þessu litla þjóðfélagi, að einn aðili eða örfáir aðilar verði of stórir í atvinnulífinu. Það er vissulega rétt að stærð getur stundum leitt til aukinnar hagkvæmni. Það getur t.d. átt við í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja. En leiðir það endilega til aukinnar hagkvæmni, að stórt út- gerðarfyrirtæki eignist banka, matvörukeðju og fjölmiðlafyrirtæki, svo eitthvað sé nefnt? Hver eru „samlegðaráhrifin“ í því svo notað sé vinsælt orð!? Þótt hér sé vísað til fámennis okkar samfélags er veruleikinn sá, að sömu rök eiga við um fjöl- mennari samfélög. Í höfuðríki kapítalismans í heiminum, Bandaríkjunum, hefur það hvað eftir annað gerzt á síðustu 100–200 árum, að fyrir- tækjasamsteypur hafa orðið svo stórar að þær hafa kæft alla samkeppni. Þær verða stórar í krafti samkeppninnar en þegar þær hafa náð ákveðinni stærð kæfa þær samkeppni og breyt- ast í einokunarhringa. Þess vegna hafa fulltrúar fólksins í Bandaríkj- unum, Bandaríkjaþing, hvað eftir annað sett lög, þar sem mælt hefur verið fyrir um að fyrirtækja- samsteypur yrðu brotnar upp til þess að brjóta niður einokun og tryggja samkeppni á nýjan leik. Langmerkasta dæmið um þetta er Standard Oil og um þá sögu má lesa m.a. í bók, sem nefnist Tit- an og er ævisaga John D. Rockefeller. Standard Oil var brotið upp með lögum. Í okkar samtíma er saga Bell-símafélagsins sennilega athyglisverðasta dæmið um þetta en það félag var brotið upp í smærri einingar með lögum. Mikil umbrot af þessu tagi hafa verið í kringum Microsoft. Í þeim umræðum, sem orðið hafa um uppskipt- in í viðskiptalífinu að undanförnu hefur Morg- unblaðið vakið athygli á því, að hvað sem milljörð- unum líður er það Alþingi Íslendinga, sem hefur síðasta orðið. Af hverju hefur þingið síðasta orð- ið? Vegna þess, að þingið hefur það vald, sem Bandaríkjaþing hefur og hefur beitt til þess að brjóta upp viðskiptasamsteypur, sem eru hættar að taka þátt í atvinnulífinu á forsendum frjálsrar samkeppni en eru orðnar einokunarfyrirtæki. Sumir segja: yfirráðum yfir stórum viðskipta- samsteypum fylgja svo mikil völd að þingmenn mundu aldrei þora að grípa til slíkra aðgerða. Þetta er misskilningur. Þótt hinar stóru við- skiptasamsteypur séu orðnar fyrirferðarmiklar í okkar samfélagi og umsvif þeirra móti t.d. um of viðskiptafréttir fjölmiðla er gríðarlegur fjöldi lít- illa og millistórra fyrirtækja í íslenzku atvinnulífi, sem eru rekin með sérstökum myndarbrag. Það má ekki gleyma þessum fyrirtækjum. Þau eru ekkert síður en stóru fyrirtækin grundvallarþátt- ur í atvinnulífi okkar. Eigendur þeirra og starfs- menn hafa miklu meiri áhrif en hinn fámenni eig- endahópur að stóru viðskiptasamsteypunum. Hvernig og hvers vegna? Vegna þess, að þessi hljóðláti hópur í atvinnulífinu hefur margfalt meira atkvæðamagn á bak við sig í kosningum til Alþingis en forystumenn stóru viðskiptasam- steypnanna. Það eru þau atkvæði, sem ráða úr- slitum um hverjir sitja á Alþingi. Þess vegna er skynsamlegt fyrir þingmenn að átta sig á því, að það eru fleiri, sem hafa völd og áhrif í atvinnulíf- inu en þeir, sem stjórna 4–5 stórum samsteypum. Það er gagnlegt og hollt fyrir umræðurnar í þessu landi að draga fram þau sjónarmið, sem Benedikt Jóhannesson gerði á hluthafafundi Eimskipafélagsins. Hann á þakkir skilið fyrir það, jafnvel þótt augljóst sé af því, sem hér hefur verið sagt að Morgunblaðið er annarrar skoðunar en hann um það hvort tilvist svo stórra sam- steypna sé æskileg og eftirsóknarverð. Með því er ekki gagnrýnt að fyrirtæki verði stór – en í sumum tilvikum geta þau orðið of stór í sínu um- hverfi. Morgunblaðið/KristinnHaustuppskera við Ægisíðuna. „Þess vegna eiga menn ekki að gagn- rýna Benedikt fyrir þessa ræðu, þótt ein- hverjir hlutar henn- ar hafi farið í taug- arnar á helztu þátttakendum í þessum leik, heldur fagna því að hann hefur tekið til um- ræðu og sett á dag- skrá mikilvæga spurningu. Er það þjóðfélagslega hag- kvæmt fyrir okkur Íslendinga, að hér verði til stórar við- skiptasamsteypur, sem teygja anga sína út um allt og láta sig varða ólíkan rekstur á mörgum sviðum eða er kannski betra fyrir þetta fámenna sam- félag að hver haldi sig við sitt?“ Laugardagur 11. október
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.