Morgunblaðið - 12.10.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.10.2003, Blaðsíða 34
FRÉTTIR 34 SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is 533 4800 25.51 hektara landsspilda úr landi Fitjakots á Kjalarnesi. Einstakt tækifæri að eignast frábært byggingarland á besta stað í framtíð- arbyggingarlandi Reykjavíkur. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu Miðborgar þar sem liggur fyrir uppdráttur af legu landsins. Byggingarland í Reykjavík Björn Þorri hdl. lögg. fastsali, Karl Georg hrl. lögg. fastsali. Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is 533 4800 Hlíðarvegur 27 – lækkað verð Björn Þorri hdl. lögg. fastsali, Karl Georg hrl. lögg. fastsali. Neðri sérhæð í nýlegu húsi í suður- hlíðum Kópavogs. Íbúðin er 90 fm og skiptist í forstofu, hol, stofu, eldhús, tvö herbergi, geymslu með glugga sem hægt er að nýta sem herbergi og baðherbergi. Mahóní-parket, skápar og hurðir. Góður garður og hitalagnir í stétt. Mjög gott aðgengi er að íbúð. Tilboð óskast. Steindór og Hlédís sýna. Sími 660 4891. www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár DRÁPUHLÍÐ 30 - SÉRHÆÐ - 1. HÆÐ Nýtt á skrá. Falleg og mikið endurnýjuð 108 fm íbúð á fyrstu hæð með sérinngangi í þrí- býli. Tvö svefnherbergi og tvær stórar sam- liggjandi stofur (skiptanlegar með franskri hurð á milli), báðar stofur með parketi, útg. á 8 fm suðursvalir. Fallegur garður í rækt til suð- urs. Eignin er mikið endurnýjuð s.s. járn á þaki, ofnalagnir, gluggar og gler, rafm. og rafmtafla. Verð 16,8 millj. Áhv. 3,2 millj. Sveinbjörn og Guðrún taka á móti ykkur í dag frá kl. 14.00–16.00 VESTURGATA 69 - 2. HÆÐ - LAUS STRAX Falleg 2ja herb. íbúð á 2. hæð í fjöl- býli byggðu 1987. Íbúðin er sér- staklega vel skipulögð. Baðherbergi flísalagt í hólf og gólf, baðkar og innrétting. Rúmgóð stofa og gengt út á stórar suðursvalir. Hvít/beyki- innrétting í eldhúsi. Parket á stofu og holi. Íbúðinni fylgir 9,2 fm geymsla. Verð 10,0 millj. Áhv. 1,7 millj. byggsj. Verið velkomin í dag frá kl. 13.00-15.00 FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4 - SÍMI 570 4500, FAX 570 4505 - OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17 Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali. Flókagata 27 Opið hús frá kl. 14-16 Mikið endurnýjuð og vel skipulögð 90 fm, 3ja herb. neðri hæð (1. hæð) í þríbýlishúsi á þessum góða stað, beint á móti Kjarvals- stöðum. Íbúðin sem hefur verið mikið endurnýjuð skiptist m.a. í stórt flísalagt eld- hús með nýjum HTH innréttingum og nýjum tækjum, stóra parketlagða stofu með svölum til suðurs, vandað flísalagt bað- herbergi með nýjum innréttingum og glugga, stórt parketlagt herb. og dúklagt svefnherbergi með nýjum skápum. Áhv. byggsj./húsbr. 3,6 millj. Verð 14,2 millj. Íbúðin verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 14-16 Verið velkomin BERGÞÓRUGATA 16A, EFSTA HÆÐ OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 14-16 Sýnum í dag snyrtilega 3ja herb. 77 fm íbúð á efstu hæð í enda í þessu snyrtilega vel staðsetta húsi. Íbúðin skiptist í hol, 2 herbergi, góða stofu, stórt eldhús með endurnýjaðri innréttingu, baðherbergi og geymsluris yfir íbúð. Búið er að endurnýja glugga og gler á norðurhlið, búið að skiptaum þakjárn og rennur, svo og er gaflinn viðgerður og málaður nýlega. Íbúðin er til afhend- ingar fljótlega. Áhv. húsbr. 3,2 millj. Verð 11,9 millj. SÍMI 5 900 800 Arndís tekur á móti gestum í dag á milli kl. 14 og 16 Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Uppl. veitir Magnús Gunnarsson, s. 588 4477 eða 822 8242. Til leigu ca 690 fm á 3. hæð. Um er að ræða skrifstofur tilbún- ar til innréttinga. Búið er að klæða húsið að utan og er unnið að endurnýjun eignarinnar að innan. Húsnæðið hentar undir alla almenna skrifstofustarfsemi. Hagstæð leiga. Efstaland - Grímsbær Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Uppl. veitir Magnús Gunnarsson, s. 588 4477 eða 822 8242. Til leigu ca 250 fm á 2. hæð. Um er að ræða fullbúnar skrifstofur. Mjög góð staðsetning, næg bíla- stæði. Húsnæðið hentar undir alla almenna skrifstofustarfsemi, svo sem lögmenn, endurskoð- endur, læknastofur o.fl. Hagstæð leiga. Hátún 2B FASTEIGNIR mbl.is NÆR átta af hverjum tíu töldu að lánið, sem þeir fengu síðast hjá Íbúðalánasjóði, hafi verið hæfilegt að því er kemur fram í könnun sem Gallup gerði fyrir Íbúðalánasjóð og félagsmálaráðuneytið. Guðjón Rúnarsson, framkvæmda- stjóri Samtaka banka og verðbréfa- fyrirtækja (SBV), segir þetta vera mjög athyglisverða niðurstöðu og eins hitt að fólk telji að meðaltali rétt að hámarkslán fari ekki yfir tíu millj- ónir króna 90% lánakerfi, miðgildið í könnuninni sé 9,8 milljónir. Gera sér grein fyrir kostnaði „Þetta virðist eindregið benda til þess að fólk sé sér meðvitað um að lán er lán en ekki bara ókeypis himnasending. Fólki virðist orðið ljóst, kannski út af umræðunni sem hefur farið fram, að þetta er ekki bara einhliða mál, að þessi lán komi til með að kosta það sjálft og að þetta muni hafa þau áhrif að verðið hækki o.s.frv.“ Guðjón segir að niðurstöður úr spurningum á borð við það hvort menn séu hlynntir eða andvígir 90% húsnæðisláni séu nokkuð sjálfgefn- ar, það sé ekki ósvipað og að spyrja fólk hvort það sé hlynnt því að fá kauphækkun. Þá bendir Guðjón á að hátt í einn af hverjum þremur eða 31,4% hafi svarað því til að hann vildi að bankar eða sparisjóðir sæju um húsnæðislánin. „Það finnst okkur sérstaklega áhugavert vegna þess að yfirleitt má gera ráð fyrir í svona niðurstöðum að fólk sé íhaldssamt og hrætt við breytingar. Hlutfall þeirra sem völdu banka eða sparisjóði hefði væntanlega verið mun hærra ef fram hefði komið í spurningunni að gengið væri út frá því að vaxtakjörin yrðu sambærileg við það sem þau eru í dag. Við teljum þetta því sýna að fólk sé mjög opið fyrir þeim kosti að bankar og sparisjóðir sjái um hús- næðislánin.“ Hátt í 80% töldu sig fá hæfilegt lán HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hef- ur dæmt tæplega fimmtugan mann í í 17,8 milljóna króna í sekt í ríkissjóð og tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að standa ekki skil á innheimtum 5,9 milljóna króna virð- isaukaskatti og 3 milljóna stað- greiðslu opinberra gjalda sem dreg- in voru af launum starfsmanna fyrirtækis sem hann stjórnaði. Brot- in voru framin árið 2000. Jafnframt var hann dæmdur til að borga allan kostnað sakarinnar, þar með talin 150 þúsund króna mál- svarnarlaun skipaðs verjanda síns. Guðmundur L. Jóhannesson hér- aðsdómari dæmdi málið. Verjandi ákærða var Anna Linda Bjarnar- dóttir hdl. Málið sótti Helgi Magnús Gunnarsson, fulltrúi efnahagsbrota- deildar ríkislögreglustjóra. 17,8 milljóna króna sekt fyrir skattsvik Í OKTÓBER gangast umboðsaðilar Wolford um allan heim fyrir vitund- arvakningu til að minna konur á al- gengi og alvarleika brjóstakrabba- meins. Árlega greinist um ein milljón kvenna í heiminum með brjóstakrabbamein. Seldur verður toppur sem er svartur að lit með löngum bleikum borðum. Hann má nota á marga mis- munandi vegu. Ágóði af sölu toppanna hér á landi rennur til styrktar Samhjálp kvenna, sem er félag kvenna sem hafa greinst með brjóstakrabba- mein. Topparnir fást í verslun Sig- urbogans að Laugavegi 80 en Sig- urboginn er umboðsaðili Wolford á Íslandi. Styrkir baráttu gegn brjósta- krabbameini
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.