Morgunblaðið - 12.10.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 12.10.2003, Blaðsíða 37
urinn er alltaf lokapunkturinn í lestrarlíkaninu.“ Í lestrarlíkaninu er svo tákn sem sýna hvað nemandinn er að gera hverju sinni í ferlinu. Allir þættir í líkaninu, eða lestrarferlinu, hafa til- vísun í tölvuumhverfið sem nemand- inn skilur. „Frásögnin er ígildi út- prentunar úr tölvu,“ segir Ásta en prentskipunina þekkja allir nútíma- tölvunotendur og vita hvað í henni felst. Með því að tengja frásagnarlið- inn myndrænt við útprentun skilur nemandinn hvað í henni á að felast. „Nemandinn er búinn að ná ein- hverju ákveðnu, hann er búinn að skrifa. Þá er „prentað út“ og það sem þar stendur er það eina sem nem- andinn getur sannað að hann viti, hans frásögn úr námsefninu.“ Í upprifjuninni er notast við tákn- myndina „vista“ eða „save as“. Geisladiskurinn styður svo efni bók- arinnar. Hann og vefsíðan sem not- endur fá og er hluti efnisins, eru tæki til að glæða námstæknina lífi. „Á síð- unni er vinnuumhverfi þar sem nem- andinn æfir þær aðferðir sem kennd- ar eru í bókinni og á disknum. Á heimasíðunni hefur nemandinn að- gang að eigin svæði sem hann getur byggt upp eftir sínu höfði. Hann get- ur flokkað efnið, búið til „tengla“, gert undirsíður fyrir hvert námsefni eða eftir því hvernig hann vill flokka efnið. Einnig er hægt að setja upp tímaáætlun, hvernig og hvenær nemandinn ætlar að taka fyrir hvern hluta námsferlisins, hvenær ætlar hann að rifja upp, hvenær ætlar hann að „hlaða“ o.s.frv. Þannig hefur nemandinn í höndum kröftugt nú- tíma stjórntæki sem gerir honum kleift að ná hámarksárangri, að sögn Ástu. Kennsluefni sem styður bókina Lærum að nema skiptist í fimm kafla. Eftir fyrsta kaflann, sem fjallar um fyrrgreint lestarlíkan, eru kenndar aðferðir í glósugerð, þ.e. hvernig skólinn er nýttur til náms, hvað nemendur geta fengið út úr hverri kennslustund. Í þriðja kafl- anum er fjallað um tímaskipulag, þar raðar nemandinn niður hvaða að- gerðum í námskerfinu hann ætlar að sinna hvenær. Í næsta kafla er fjallað um kvíðastjórnun. Þar er far- ið yfir það hvernig hægt er að takast á við spennu og streitu. Í lokakafl- anum er fjallað um það hvernig best er að undirbúa sig fyrir próf. „Með námsefninu eða því vinnu- lagi sem þar er kennt, hefur nem- andinn verkfæri til að taka á náms- bókinni, hún lifnar við. Nemandinn fer að skoða efnið leitandi á for- sendum flokkunar tölvunnar. Hvar eru möppurnar, hvar eru skjölin? Á að flokka löndin í möppur eða tíma- bilin? Þessi aðferð útilokar ekki bókina. Hún viðheldur mun frekar lífi bók- arinnar og gerir nám að skipulegu ferli þar sem þekking flæðir inn í minnisgeymslur nemenda og gerir námið markvissara, einfaldara og skipulegra sem skilar sér síðan í bættum árangri og hamingjusamari nemendum,“ segir Ásta að lokum FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 2003 37 HVERFISGATA 117 - OPIÐ HÚS Í DAG Virkilega góð 73 fm 4ra herb. íbúð á 3. hæð í góðu fjölbýli. 2 góð svefnherbergi. Stofa og borðstofa. Plastparket og flísar. Sérgeymsla í kjallara. Eign í góðu viðhaldi. Opið hús í dag á milli kl. 14:00 og 17:00. Fanney tekur vel á móti ykkur. Áhv. 3,5m V. 9,1 m. (3613) WWW.EIGNAVAL.IS Góð skógræktarjörð til sölu Til sölu er jörðin Austurhlíð í A.-Hún. Jörðin er staðsett í Blöndudal á skjól- góðum og grónum stað. Veiðiréttur í Blöndu. Á jörðinni er all gott íbúðar- hús og útihús. Jörðin selst án framleiðsluréttar, bústofns og véla. Upplýsingar gefur sölumaður Hóls – bújarðir, Jón Hólm Stefánsson, sími 896 4761. Skúlagötu 17 Sími 595 9000 holl@holl.is Opið virka daga kl. 9-18 www.holl.is Sléttuvegur - Glæsileg Vorum að fá í einkasölu glæsilega 133 fm 4ra herb. endaíbúð á efstu hæð í eftirsóttu lyftuhúsi. Íbúðin skiptist m.a. í tvær stórar stofur og tvö herbergi. Tvennar svalir. Glæsilegt útsýni til suð- vesturs. Íbúðinni fylgir 23 fm bílskúr. Húsvörður er í húsinu. Íbúðin er hugsuð þeim sem eru 55 ára eða eldri. 3686 4ra herbergja íbúð óskast í Kópavogi Traustur kaupandi óskar eftir 4ra-5 herbergja íbúð í Smárahverfi eða Lindum í Kópavogi. Nán- ari upplýsingar veitir Kjartan Hallgeirsson fasteignasali. Þjórsárgata - Tvær íbúðir Vorum að fá í einkasölu mjög fallegt og mikið endurnýjað einbýlishús í „litla“ Skerjafirði með tveimur íbúðum. Húsið er samtals 207 fm. Auk þess fylgir 21 fm skúr. Stór gróin lóð til suðurs. V. 27,0 m. 3689 Sveighús - Glæsilegt ein- býlishús Glæsilegt 210 fm tvílyft einbýlis- hús (þrír pallar) í Grafarvogi. Eignin skiptist m.a. í forstofu, snyrtingu, baðherbergi, stofu, fjögur herbergi og eldhús. Vandaðar innréttingar og gólfefni. U.þ.b. 60 fm timburverönd og heitur pottur. Garðurinn er fallegur og gróinn. V. 30,9 m. 3693 Grettisgata - Lítið einbýli Vorum að fá í einkasölu sérstaklega fallegt 73 fm 3ja herb. einbýlishús. Húsið skiptist m.a. í stóra stofu og tvö herbergi. Húsið hefur allt ver- ið standsett á smekklegan hátt. Timburverönd. Baklóð til suðurs. Tvö sérbílastæði á lóð. V. 14 m. 3663 Einarsnes - Parhús Vorum að fá í sölu mjög fallegt og mikið endurnýjað 95 fm parhús í Skerjafirði. Húsið sem er á tveimur hæðum auk kjallara skiptist m.a. í stóra stofu og 1-2 herbergi. Svalir til suðurs. Húsið stendur á sameiginlegri 1.050 fm eignarlóð. Áhvílandi eru um 6,4 m. V. 13,9 m. 3666 Langabrekka - Tvær samþ. íbúðir Vorum að fá í einkasölu tvær sam- þykktar íbúðir í þessu fallega parhúsi. Annars vegar er um að ræða glæsilega 130 fm mikið standsetta íbúð á tveimur hæðum sem skiptist m.a. í tvær stofur og 3-4 herbergi. 34 fm bílskúr fylgir. Verð 18,9 millj. Hins vegar er um að ræða 3ja herb. 66 fm samþykkta íbúð í kjallara með sérinngangi. Verð 9,9 millj. Íbúðirnar seljast sam- an eða í sitt hvoru lagi. V. 28,8 m. 3629  Ögurás - Gbæ Vorum að fá í sölu glæsilegt 147 fm raðhús á tveimur hæðum. Hús- ið skiptist m.a. í stóra stofu með mikilli lofthæð og þrjú herbergi. Vandaðar innréttingar. Lóð er ófrágengin. V. 23,5 m. 3673 Grænahlíð - Falleg Vorum að fá í sölu mjög fallega og rúmgóða 124 fm 5 herb. efri hæð í 4-býli. Hæðin hefur verið mikið standsett. Húsið hefur nýlega verið viðgert og málað. V. 17,9 m. 3677 Karlagata - M. bílskúr Vorum að fá í sölu fallega 3ja herb. 53 fm íbúð á 1. hæð í 3-býli. Íbúðinni fylgir 20 fm bílskúr. Sameigin- legur inngangur með íbúð á 2. hæð. V. 9,8 m. 3675 Þinghólsbraut - Laus strax Falleg 72 fm 3ja herbergja íbúð með sérinng. á jarðhæð. Nýjar innr. og gólfefni. Flísalagt bað- herbergi. Íbúðinni fylgir 52 fm óinnréttað rými með sérinng. og gluggum sem hægt væri að innr. til útleigu. V. 12,3 m. 3683 Valhúsabraut - Seltj. Vorum að fá í sölu mjög fallega 63 fm 2ja herb. íbúð á jarðhæð í 4-býli. Stór afgirt timburverönd til suðurs. Falleg gróin lóð. V. 10,9 m. 3684      NEMENDUR í framhaldsskólum landsins sjá bæði kosti og galla við að stytta nám í framhaldsskóla um eitt ár en hugmyndir þar um voru kynnt- ar á dögunum. Erna Blöndal, Incpector Scholae í Menntaskólanum í Reykjavík, sagði að allnokkrar umræður hefðu verið um málið meðal nemenda skólans og þá hefði einnig verið fjallað um það innan stjórnar nemendafélagsins. Hún sagði að fólk væri frekar inni á því að stytta nám í grunnskóla, þar væru tækifæri til að gera námið markvissara þannig að það tæki skemmri tíma. „Það eru flestir sam- mála um að þessi menntaskólaár séu mjög gefandi og skemmtileg,“ sagði Erna. Hún nefndi að fyrir marga gæti verið gott að brjóta upp grunnskól- ann fyrr, margir væru í sama skóla með sömu bekkjarfélögum í 10. ár og hefðu ef til vill fest í ákveðnum hlut- verkum þar sem gott væri að komast út úr. Erna sagði að hyggja þyrfti að mörgu áður en ákvörðun yrði tekin, en vissulega yrði fínt ef Ísland gæti fylgt öðrum Norðurlöndum eftir í þessum efnum, þar sem stúdentar væru útskrifaðir fyrr en hér tíðkast. Hér á landi væri hefð fyrir því að námsmenn ynnu yfir sumartímann og flestir þyrftu þess með. Töluverðar umræður í MA Hulda Hallgrímsdóttir, formaður Skólafélagsins Hugins í Menntaskól- anum á Akureyri, sagði að töluverðar umræður hefðu orðið um málið í skól- anum. Hún nefndi að fólki litist ekki á þær hugmyndir að minnka vægi verk- legra greina. Þá fyndist mönnum fýsi- legra að taka hluta af námi sem nú er í fyrsta bekk framhaldsskóla inn í síð- asta bekk grunnskóla og eins væri hægt að þétta námið í grunnskólanum meira. „Ef framhaldsskólinn yrði styttur um eitt ár og námsárið lengt þyrfti að koma upp svipuðu kerfi og tíðkast í Danmörku, þar sem sumarfríið er sumarfrí. Nemendurnir eru almennt ekki að vinna heldur fá styrk frá rík- inu á meðan þau eru í skóla,“ sagði Hulda. Hún nefndi sem dæmi að þeir krakkar sem væru á heimavist þyrftu að nýta sumarfríið vel til að afla sér tekna, því það kostaði umtalsverða fjármuni að greiða gjöld fyrir fæði og húsnæði á vistinni. „Margir eru á kúpunni þótt þeir þræli sér út allt sumarið.“ Hún sagðist í sjálfu sér hlynnt því að framhaldsskólanám yrði stytt, „en það verður þá að gera það almennilega, það þarf að hugsa málið til enda. Stundum virðist sem skorti svolítið upp á það þarna í mennta- málaráðuneytinu.“ Alma Joensen, forseti Nemenda- félags Menntaskólans við Hamrahlíð, sagði að sér sýndist sem margir væru ósáttir við hugmyndir um styttingu náms í framhaldsskóla. Einkum ef það kæmi niður á valáföngum, „það yrði minni tími til að taka valáfanga, en mörgum þykir fínt að taka slíka áfanga á meðan verið er að hugsa framhaldið, hvað eigi að gera eftir framhaldsskólann. Margir hefðu ekki tekið slíka ákvörðun en ef námið væri styttra einbeittu menn sér að kjarnafögunum og sæju ef til vill síðar að betra hefði verið að taka eitthvað annað. „Mér finnst þetta fínt eins og þetta er núna, þetta eru fjögur skemmtileg ár, en þeir sem vilja hafa möguleika á að fara hraðar yfir. Sá kostur er fyrir hendi í áfangaskólunum,“ sagði Alma. Ekki kynnt formlega enn Vilhjálmur Árnason, forseti Nem- endafélags Fjölbrautaskólans á Sauð- árkróki, sagði að umræður um stytt- ingu náms í framhaldsskóla hefðu enn sem komið er ekki verið miklar í skól- anum. „Þessar hugmyndir hafa enn ekki verið kynntar formlega hér þannig að umræður eru ekki almennilega farnar af stað,“ sagði Vilhjálmur. Hann gerði ráð fyrir að ræða málið við nemendur í næstu viku og þá væru nemar hvatt- ir til að taka þátt í umræðum á Netinu um málið. „Fólk vill lesa þessar hug- myndir betur yfir áður það myndar sér skoðun,“ sagði hann en benti á að grunnskólinn hefði verið lengdur um eitt ár á sínum tíma án þess að fram- haldsskólanám hefði styst á móti. „Það vakna auðvitað margar spurn- ingar, svo sem eins og hvort atvinnu- lífið sé tilbúið að taka á móti fram- haldsskólanemum fyrr en nú er, en sjálfsagt er líka ágætt fyrir marga að komast fyrr í háskóla. Við fyrstu sýn virðist margt jákvætt í þessu, en það þarf að fara betur ofan í hvernig þetta kemur út. Ef námsárið lengist þá hafa nemar skemmri tíma til að stunda vinnu yfir sumarið og eiga þar af leið- andi minni peninga,“ sagði Vilhjálm- ur. Taka þyrfti upp styrki ef sumar- fríið skerðist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.