Morgunblaðið - 12.10.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 12.10.2003, Blaðsíða 39
Afi var mjög trúaður og fór það ekki fram hjá neinum. Þau fáu skipti sem við vorum veik kom hann alltaf til okkar, sat hjá okkur og bað fyrir okkur. Á sumrin komu þau amma oft hjól- andi með hjálmana á höfðinu eða gangandi og þá var afi alltaf með hattinn. Hann var svo virðulegur með hattinn. Ekki má heldur gleyma rauða bílnum hans sem svo oft stóð fyrir utan þegar við komum úr skól- anum, þá vissum við að afi væri í heimsókn. Við höfum verið hjá ömmu og afa á Dunó öll aðfangadagskvöld. Nokkr- um dögum fyrir jól skreyttum við tréð og afi var alltaf svo ánægður með það. Á aðfangadagskvöld var það hlutverk afa að lesa á pakkana og afhenda þá. Þegar við systkinin höfð- um tekið upp alla pakkana okkar, lumaði hann alltaf á smá auka glaðn- ingi. Það verður skrýtið að hafa afa ekki hjá okkur á jólunum. Elsku afi, við eigum svo margar skemmtilegar minningar um þig sem munu fylgja okkur alla tíð. Við sökn- um þín sárt en huggum okkur við það að nú ertu hjá Jesú, þar sem þér líður svo vel. Takk fyrir allt, elsku góði afi. Þú ert besti afi í heimi. Þín María Björg, Kristinn, Sigurður og Björn. Afi var okkar besti vinur og leik- félagi. Hann var stór hluti af lífi okkar. Það var góð gjöf að eiga hann sem afa. Hann fylgdist með okkur frá fæð- ingu, tók mikinn þátt í lífi okkar bæði þegar við vorum glöð og líka þegar við vorum döpur. Síðan hann dó höfum við talað mik- ið um hann og rifjað upp allar góðu minningarnar sem við eigum um hann. Margar ógleymanlegar stundir sem við geymum í hjörtum okkar. Hann kenndi okkur margt um Jesú, sagði sögur, fór með bænir og söngva, sem við lærðum og kenndi okkur að sýna hvert öðru kærleika. Hann hlustaði á með athygli þegar okkur lá eitthvað á hjarta. Bolta- og feluleikirnir voru skemmtilegir, svo og annað sem við gerðum saman. Kósí stundirnar á Dunó þar sem afi og amma fengu sér kaffi og súkku- laði, sem honum fannst svo gott, og við með góðgæti í poka sem hann gladdi okkur svo oft með. Það er erfitt að hafa hann ekki lengur hjá okkur, við sem vorum svo mikið saman. Hann taldi aldrei eftir sér ferðirnar í Mosfellsbæinn. Þegar pabbi vann í Lúxemborg og var oft lengi í burtu stóðu afi og amma eins og klettar við hlið okkar. Þessi tími hefði verið erfiðari ef við hefðum ekki átt þau að. Hann mundi alltaf eftir okkur í bænum sínum, bað um Guðs blessun, varðveislu og leiðsögn yfir líf okkar. Síðustu árin þegar heilsan hjá afa var farin að gefa sig var gott að geta heimsótt afa og ömmu og gefið þeim tíma og verið hjá þeim. Við vonum að við höfum getað endurgoldið þeim hversu vel þau sinntu okkur. Það var erfitt og sárt að fylgjast með því sl. ár þegar hann var orðinn veikur en það gladdi okkur hversu glaður hann var þegar við komum til hans, hvort heldur á Dunó eða Landakot. Gullmolunum sem hann sagði við hvert okkar í síðasta skiptið er við heimsóttum hann munum við aldrei gleyma. Elsku afi, við söknum þín sárt. Það er huggun í sorginni að vita að þú ert hjá Jesú. Þín Davíð, Rakel og Samúel Ásgeirsbörn. Kveðja til vinar. Nú ertu horfinn í himnanna borg og hlýðir á englanna tal. Burtu er kvíði, sjúkdómur, sorg í sólbjörtum himnanna sal. Þeim öllum sem trúa og treysta á Krist þar tilbúið föðurland er. Þar ástvinir mætast í unaðarvist um eilífð, ó, Jesú, hjá þér. Ingibjörg Jónsdóttir. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 2003 39 Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra, er auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför föður míns, tengdaföður, fósturföður, afa og langafa, SIGURJÓNS HERBERTS SIGURJÓNSSONAR bakara frá Ísafirði. Sérstakar alúðarþakkir til þeirra, sem önnuðust hann á deild 2 á Sólvangi í Hafnarfirði. Inga Herbertsdóttir Wessman, Ib Wessman, Einar Ingþór Einarsson, Sólveig Gísladóttir, afabörn og langafabörn. Innilegt þakklæti vegna auðsýndrar samúðar og hlýs vinarhugs við andlát og útför elsku- legrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, DILJÁR ESTHERAR ÞORVALDSDÓTTUR, Ægisíðu 64, Reykjavík. Bjarni Guðjónsson, Gróa R. Bjarnadóttir, Þórhallur Borgþórsson, Guðrún V. Bjarnadóttir, Jón Þ. Bjarnason, Hrafnhildur Kjartansdóttir, Guðjón Bjarnason, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vin- áttu við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÞÓRIS LAXDAL SIGURÐSSONAR fyrrverandi námsstjóra og teiknikennara. Sérstakar þakkir til vina og ættingja, sem reyndust honum vel í erfiðum veikindum og til starfsfólks 14E, 12B og 12E á Landspítala og L3 á Landakoti fyrir ein- staka umönnun. Guð blessi ykkur öll. Sigurður Kristján Þórisson, Guðrún Þórisdóttir, Þóra Björg Þórisdóttir, Ingiríður Þórisdóttir, Guðfinna Anna Hjálmarsdóttir, Ágústa Rósa Þórisdóttir, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför bróður okkar, ÁRNA KRISTJÁNSSONAR, Holti, Þistilfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks á dvalarheim- ilinu Nausti fyrir góða umönnun. Arnbjörg Kristjánsdóttir, Guðrún Kristjánsdóttir, Þórhalla Kristjánsdóttir, Guðbjörg Kristjánsdóttir, Hólmfríður Kristjánsdóttir, Þórunn Aðalsteinsdóttir og fjölskyldur. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför elskulegs drengsins okkar, bróður, barnabarns og frænda, ÁRNA ÁSBERGS ALFREÐSSONAR, Stuðlabergi 76, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Barna- spítala Hringsins fyrir einstaka umönnun. Alfreð Ásberg Árnason, Magnea Snorradóttir, Guðný Ásberg Alfreðsdóttir, Árni Samúelsson, Guðný Ásberg Björnsdóttir, Snorri Magnússon, Elísabet Hrefna Jónsdóttir, Björn Á. Árnason, Hulda Sigurjónsdóttir, Elísabet Á. Árnadóttir, Hrefna Snorradóttir, Hlynur Sigurðarson, Hrönn Snorradóttir, Óskar Torfi Viggósson. Hjartanlegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför sambýlis- konu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu, dóttur og systur, GUÐRÚNAR HALLDÓRU RICHARDSDÓTTUR, Lækjarkinn 26, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks á 11E og gjörgæslu Landspítalans við Hringbraut fyrir frábæra hjúkrun og atlæti. Guð blessi ykkur öll. Jóhannes C. Klein, Áslaug Skúladóttir, Jónas Gunnar Allansson, Trausti Skúlason, Brynja Steinarsdóttir, Emilía Ósk Bjarnadóttir, Richard Jónsson, Erla Þórðardóttir, Þórdís Richardsdóttir, P.O. Sylwan, Ingibjörg Richardsdóttir, Kristinn Karl Dulaney og aðrir aðstandendur. Hjartanlegar þakkir sendum við þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar dóttur okkar, systur, mág- konu og frænku, STEFANÍU GUÐRÚNAR PÉTURSDÓTTUR, Prestastíg 11, Reykjavík. Sérstakar þakkir til allra þeirra sem hjálpuðu okkur við útför okkar ástkæru Stefaníu. Stofnaður var Kærleikssjóður í minningu hennar. Tilgangur sjóðsins er að vinna að kærleika og styrkja þá sem eiga um sárt að binda. Þeir, sem vilja heiðra minningu Stefaníu og gerast stofnendur Kærleikssjóðsins, leggi vinsamlega inn á reikning sjóðsins í Búnaðarbankanum, 306-26-111111, kt. 660603-2040, sem er í umsjá Sveins Guðmundssonar, lögmanns. Minningin um Stefaníu mun lifa í kærleikanum. Guð blessi ykkur öll. Sigrún Edda Sigurðardóttir, Pétur Emilsson, Edda Marý Óttarsdóttir, Bergur Tómasson, Ósk Laufey Óttarsdóttir, Gunnlaugur Jónsson, Jónbjörn Óttarsson, Bella Freydís Pétursdóttir, Gunnar Örn Arnarson, Bjartur Blær og Bergdís María. Okkar innilegustu þakkir sendum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ÖNNU ÁRNADÓTTUR frá Bakka, Kópaskeri. Sérstakar þakkir til starfsfólksins á hjúkrunar- heimilinu Skjóli fyrir hlýtt viðmót og frábæra umönnun. Gígja Friðgeirsdóttir, Árni Hrafn Árnason, Örlygur Örn Oddgeirsson, Þorbjörg Á. Oddgeirsdóttir, Auður Oddgeirsdóttir, Pétur Oddgeirsson, Sigurgeir Oddgeirsson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinar- hug við fráfall móður okkar, ömmu og lang- ömmu, THORU ÞORLÁKSSON. Sveinn Birgir Rögnvaldsson, Guðný Kristín Rögnvaldsdóttir, Þóra Hallgrímsdóttir, Þuríður Hallgrímsdóttir, Erlingur Sigurgeirsson, Anna Guðný Hallgrímsdóttir, Salvar Geir Guðgeirsson, Snorri Hallgrímsson, Guðný Kristín Erlingsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.