Morgunblaðið - 12.10.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 12.10.2003, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ                                               BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. STRÆTISVAGNASKÝLI neðar- lega við Smiðjuveg hefur verið rif- ið og langar mig að minnast þess með nokkrum orðum. Við þetta skýli voru bundnar góðar vonir, en það var aldrei notað, við það stoppaði aldrei strætisvagn. Skýlið hafði aðeins staðið þarna í rúm tvö ár, hvers átti það að gjalda? Fólk sem býr við Smiðjuveg eða sækir þangað vinnu og þjónustu hefði áreiðanlega notað skýlið ef þangað hefði komið vagn, en hann kom aldrei. Í 35 ár hefi ég búið við Smiðju- veg, sem reyndar hét áður Ný- býlavegur, og öll þessi ár þráð eðlilegar strætisvagnasamgöngur. En þetta hefur verið samfelld sorgarsaga og sífellt orðið dap- urlegri. Ég veit ekki hvað veldur, en e.t.v. er ómaksins vert að segja hana í stórum dráttum. Árum saman voru Blesugrófar- vagn og Rafstöðvarvagn einu vagnar sem fólk á þessum slóðum gat notað og seinna Breiðholts- vagn nr. 11. Undir lok áttunda áratugarins hófst uppbygging við Skemmuveg og Smiðjuveg og þá álitu allir að við hlytum að komast í samband við strætisvagna Kópa- vogs. Um 1980 hófst strætisvagna- akstur hingað inneftir og gekk þá vagn niður Smiðjuveg og eftir rauðri götu og upp Skemmuveg. Stoppustaðir voru nokkrir m.a. við Skeifuhúsið og máttum við þokka- lega við una. Nokkrum árum seinna kom upp miðstöð stræti- vagna Reykjavíkur í Mjóddinni og var þá einsýnt að Kópavogsvagnar yrðu að aka þar um. Þá var reist gamalt skýli neðarlega við Smiðju- veg og Kópavogsvagn fór að ganga niður Smiðjuveg eftir Reykjanes- braut og í Mjódd. Fyrst var hægt að nota skiptimiða úr Kópavogs- vagni í Reykjavíkurvagn og voru það mikil þægindi. Seinna var það afnumið og þess jafnframt gætt að Kópavogsvagn væri aldrei á sama tíma í Mjódd og Reykjavíkurvagn- arnir voru á leið í bæinn. Þá var um tvennt að velja að bíða í Mjóddinni í vagninum og aka í gegnum nýju hverfin í Kópavogi á skiptistöðina hjá brúnum og bíða þar aftur og skipta um vagn til að komast í miðbæ Reykjavíkur. Allt þetta ferðalag tók óratíma og var því skásta úrræði fyrir fólk að fara úr í Mjódd bíða þar og taka þaðan vagn í bæinn og greiða fargjald að nýju. Fyrir röskum tveimur árum voru strætisvagnar Reykjavíkur, Kópavogs og fleiri bæjarfélaga sameinaðir og gerðum við sem hér búum og vinnum þá ráð fyrir að strætisvagnamálin kæmust í við- unandi horf. Sendur var til al- mennings stór uppdráttur af ferð- um vagnanna. Mikil urðu vonbrigði okkar þegar í ljós kom að ferðir um þetta mikla athafnahverfi voru alveg lagðar niður nema um kvöld og helgar þegar alstaðar er lokað nema í einum næturklúbbi! Ferðir þessar um kvöld og helgar eru mjög furðulegar þar sem aðeins er stoppað við gatnamót Skemmu- vegs og Smiðjuvegs og ekið gegn- um rauða götu viðstöðulaust! Ég hringdi þegar í miðstöð strætisvagna og spurðist fyrir. Mér var vísað fram og aftur og all- ir sem ég talaði við virtust furðu lostnir og vissu ekkert hvernig á þessu stóð! Niðurstaðan sem ég fékk af þessum samtölum var sú að eftir ár yrði kerfið tekið til end- urskoðunar og þá yrði þetta kann- að betur. Nokkrum dögum seinna var gamla, græna skýlið rifið og undir- staðan ein skilin eftir. En mikil var gleði mín daginn eftir þegar gerð var ný undirstaða við hlið þeirrar fyrri og reist nýtt og nýmóðins skýli. Nú hélt ég að menn hefðu áttað sig á mistökunum og ferðir hæfust að nýju. Skýlið stóð þarna svo fallegt með auglýsingum um að þangað kæmi vagn bráðlega og á jöfnum fresti komu nýjar auglýs- ingar í skýlið en aldrei neinn vagn! Það er þetta skýli sem svo miklar vonir voru bundnar við sem fjar- lægt var fyrir nokkrum dögum og ég er að minnast núna. Gaman væri að vita hvers vegna skýlið var sett þarna niður og hvers vegna alltaf var skipt um auglýsingar á því og iðulega stóð þar að bráðlega kæmi vagninn. Var verið að gera grín að okkur? Ég beini um leið eftirfarandi spurningu til forráðamanna Strætó bs.: Hvernig stendur á því að eng- ar ferðir eru í eitt stærsta þjón- ustu- og verslunarhverfi Kópavogs nema á klukkutíma fresti um kvöld og helgar þegar enginn sem þar vinnur eða býr hefur not af þeim? STEINUNN BJARMAN, Smiðjuvegi 15, Kópavogi. Eftirmæli eftir horfið strætis- vagnaskýli Frá Steinunni Bjarman GAGNASAFN MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.